Morgunblaðið - 21.05.1989, Qupperneq 36
36 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989
KVEHSKQR' [
„ pab eralveg vist ab éjáþd ekki l
nxu&u i' þinni st<3£rá^"
Ást er...
.. .að láta hann vita um ná-
vist þína.
TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved
° 1989 Los Angeles Times Syndicate
fM ffc
ZF
Heyrðu kona. Hvar keypt-
ir þú þessi egg?
Nei, samvistum okkar er
ekki lokið. Einvera er ill-
þolanleg, en þó betri en
þrotlaust þras þitt...
HÖGNI HREKKVÍSI
VESTLJf2VE;LLlt?
, HVEF2T þó i LOöAWDl ! HMM... KANNSKI
&BTUM VIÐ 6BRT SAMKOMULA6...?"
Naftigifta-
ruglingur
Ágæti Velvakandi.
*
Eg var áðan að lesa hugleiðingar
um bjórkomuna 1. marz sl. í
Lesbók Morgunblaðsins 22. apríl
sl.: „Úr krúsum skal hann drukkinn
dauður“ eftir Hjalta Jón Sveinsson.
Þýzkalandspistill, var fyrirsögn
efst á síðu.
Eg læt dóm um greinina liggja
milli hluta. Reyndar var hún fim-
lega rituð, enda höfundur mennta-
maður, ritstörfum vanur, áður rit-
stjóri Eiðfaxa við góðan orðstír.
En hissa varð ég á þeim nafn-
giftaruglingi, sem mörgum sinnum
gætti í greininni og er með ólíkind-
um, að maður, kunnugur á Þýzka-
landi og í Mið-Evrópu, láti slíkt frá
sér fara. Gamall kunningi greinar-
höfundar var nefnilega farinn að
auglýsa mjöð, sem bruggaður var
undir frægu merki frá (!) MUnchen
í Bæheimi; (2) vildi og stuðla að
því að innleiða bæheimska bjór-
menningu á íslandi; og taugaó-
styrkir suðurþýzkir sveitapiltar
voru látnir syngja (3) bæheimsk
alþýðulög í sjónvarpi fyrir fleira
fólk en nam fastagestum á sveita-
knæpunni heima (4) í Bæheimi,
o.s.frv.
Sannleikurinn er sá, eins og flest-
ir ættu að vita, þótt landfræðiþekk-
ingu íslendinga virðist stöðugt
hraka, þrátt fyrir ailar utanferðirn-
ar og ferðalög erlendis — að Miinc-
hen er í Bayern (Bæjaralandi) á
Suður-Þýskalandi, og þar ætti fólk-
ið, bjórinn og alþýðulögin þess
vegna að vera bæversk eða eitt-
hvað í þeim dúr. Bæheimur (Böh-
men) er aftur á móti einn helzti
hluti Tékkóslóvakíu, og þar er
heimabruggið og annað tilheyrandi
náttúrulega bæheimskt.
Það er raunar ekki nýtt, að flask-
að sé á þessum heitum í mæltu
máli og rituðu hér á landi, en þó
tók út yfir allan þjófabálk eftir
miðja þessa öld, þegar blaðamenn
hérlendis tóku að styðjast mjög við
heimildir á enskri tungu — og ævin-
týralandið Bavaría (enska heitið á
Bæjarlandi) skaut upp kollinum,
þótt fáir virtust vita, hvar hola
ætti því niður á korti innan um öll
þau dularfullu lönd, sem fyrir voru.
Aðalsteinn Signrðsson
Á FÖRNUM VEGI
Isafjörður:
Starfsaldur
verkafólks
lítils metinn
VERKFALL háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna var viða til
umræðu daginn sem verkfallið
leystist. I beitingarskúrum Norð-
urtangans á Isafirði voru Qórir
landmenn af línubátunum að
ganga frá lóðum eftir vertíðina.
Þeim fannst það athyglisvert ef
nú væri farið að borga mönnum
fyrir að fara í verkfall. Að ekki
sé nú talað um ef kennarar eiga
svo að fá uppbót fyrir að vinna
núna vegna röskunarinnar af
verkfallinu.
Bjarni Gestsson sagði að þetta
væri mjög jákvætt fyrir verka-
lýðsbaráttuna, þessir samningar
væru leiðandi og það mundu sjó-
menn notfæra sér í næstu samning-
um. Þeim fannst ekki að langskóia-
gengnir menn ættu að hafa mikið
hærri laun en hinir. Menn virtust
gleyma því að þeir ómenntuðu
hefðu borgað fyrir hina menntunina
og til þess ætti að taka í laununum.
Laun í verkfalli út í hött
Sævar sagði að laun í verkfalli
væri alveg út í hött, þetta kæmist
bara í tísku. Hann var hneykslaður
á að veðurfræðingar skyldu ekki
sinna skyldum sínum betur en raun
væri í verkfalli. Margir litlir bátar
hafa verið að róa og það er komið
aðgæsluveður hjá þeim löngu áður
en kemur að stormviðvörun.
Ætti að gangajafht yfír alla
Guðbjöm sagði að þessir samn-
ingar yrðu fordæmi. Það ætti að
„Segiði þessum fínu mennta-
mönnum fyrir sunnan að sjó-
mennirnir á Gissuri hvíta, sem
eru að koma úr róðri, séu búnir
að vera að síðan klukkan þrjú í
nótt og að laun þeirra séu um
2.500 krónur. Sjómenn fá engar
aldursuppbætur eða bónus, eins
og tíðkast í landi.“
Guðbjörn Jósefsson
ganga jafnt yfir alla hvernig störf
væru metin en ekki hvort fólk
kæmu úr háskóla eða ekki.
Ingi sagði að það sem væri að
verða óraunhæfast væri vinnutím-
inn. Verkalýðsstéttirnar þyrftu
sífellt að vinna lengri vinnutíma
undir meira álagi vegna alls kyns
bónusgreiðslna meðan menntafólk-
ið fengi metna tíma til launa sem
enginn vissi hvort það ynni eða
ekki. En mesta óréttlætið er
kannski að verkafólk og sjómenn
fá starfsaldur lítið metinn. Sjómenn
reyndar alls ekki. Þannig væri há-
seti eftir 25 ára starf til sjós með
Yíkverji skrifar
Víkvetji brá sér á þingpalla í
vikunni. Verið var að ræða
skýrslu sem fjallaði um jafnrétti
kynja að lögum — en ekki í reynd.
Ragnhildur Helgadóttir var í ræðu-
stól. Hún tryggði — þá hún sat í
ríkisstjóm — lengingu fæðingaror-
lofs í áföngum, en það nær sex
mánuðum á næsta ári. Lenging
fæðingarorlofsins var mikið réttlæt-
is- og framfaraspor.
Ragnhildur vék að sjónvarps-
mynd Svövu Jakobsdóttur, rithöf-
undar, sem sýndi kjör vinnustúlkna
í sveit á fyrstu áratugum aldarinn-
ar. Einstæð móðir, sem ræðst sem
kaupakona á frumstætt sveitaheim-
ili, neitar að þjóna öðmm en sér
og barni sínu, eftir að hafa staðið
langan og strangan vinnudag með
bónda og vinnumanni — og skilað
dagsverki sínu sem þeir.
Síðan spurði Ragnhildur, efnis-
lega eftir haft:
Hversu margar konur skila fullu
dagsverki á vinnumarkaði í dag og
eiga eftir þjónustu- eða heimilis-
störfin þegar heim kemur?
xxx
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
öll aðbúð fólks — vinnuað-
staða, húsnæði, fæði og klæði, að-
staða til menntunar, heilsugæzla,
tómstundir og tækifæri til að sinna
áhugamálum — sé gjörbreytt til
hins betra frá því á morgni aldar-
innar. íslendingar verða ekki allra
karla og'kerlinga elztir fyrir ekki
neitt.
Annað mál er að nútíma sam-
félag fámennrar þjóðar krefst
starfskrafta allra þegna sinna,
kvenna sem karla, ef og þegar at-
vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar
er heilbrigt. Hin hliðin á þessu
máli er og sú að nútíma kona á
sama rétt og nútíma karl til að
nýta hæfileika sína og menntun í
atvinnulífinu, ef hún kýs svo að
gera. Þar ofan í kaupið krefst
lífsmáti íslendinga á líðandi stundu
þess, oftast, að fyrirvinnur heimilis
séu tvær.
Kona, sem vinnur utan heimilis
fullan vinnudag, en þarf að sinna
börnum og búi að honum loknum,
vinnur sennilega lengri vinnudag
en vinnulöggjöf leyfir.
Sem betur fer deila flest hjón
með sér heimilisverkum — sem og
fyrirvinnu heimilis — og eru sam-
stiga í lífsbaráttunni. Samt er það
íhugunarefni, ekkert síður en sögu-
efni Svövu Jakobsdóttur, hvort ekki
séu of margar undantekningar frá
þessari meginreglu í samtíð okkar.
Og hvað um hin einstæðu foreldrin? |
Ragnhildur Helgadóttir sagði í
þingræðu þeirri, sem Víkveiji
hlustaði á, að það væri mikilvægt
stefnumál hennar og samheija
hennar, að styrkja stöðu fjölskyldna
og heimila í samfélaginu. Fjölskyld-
an væri hornsteinn þjóðfélagsins
og mikilvægt væri að gæta hags-
muna hennar í umróti þjóðfélags-
breytinga, gjörbreyttra þjóðlifs-
hátta.
Hún sagði og, sem Víkveija
fannst athyglisvert, að baráttan
fyrir jafnstöðu kynjanna væri jafn-
framt í reynd barátta fyrir velferð
og rétti barnanna í samfélaginu.
Þetta er örygglega kórrétt hjá þing-
manninum.
Barnanna vegna er mikilvægt að
foreldrar eigi kost sem flestra sam-
verustunda með þeim, ekki sízt
fyrstu ævimisserin, og reyndar mun
lengur. Þess vegna á samfélagið
að gefa þeim tækifæri til að annast
böm sín í heimahúsum, fyrstu árin,
ef þau kjósa svo. Máske er það og
ódýrara fyrir samfélagið en að
byggja og reka dýrar stofnanir til
þess arna.
Fáir þingmenn vóru viðstaddir
þessa jafnréttisumræðu. Sama gilti
um ráðherrana, aðra en félagsmála-
ráðherra. Áhuginn var greinilega
ekki til staðar. Sýslumaðurinn í
sögu Svövu situr greinilega ekki á
ráðherrastól.