Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 21.05.1989, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1989 38 C ÆSKUMYNDIN... ER AF HERMANNl GUNNARSSYNI, DAGSKRÁRGERÐARMANNI Klemmi leðurbuxna „Ekki nema níu mánaða og strax farinn að vera til leiðinda," segir Hemmi um myndina sem Loftur tók af honum. Og átta árum síðar birti Morgunblaðið mynd af systrasonunum Kolbeini Pálssyni og Hermanni Gunnarssyni að selja Morgunblaðið í miðbænum á góðviðrisdegi. Hemmi er í týrólabuxunum, sem hann hlaut uppnefnið af. ÚR MVNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Hvíti kollurinn Frískurog fiörugur fótbolta- kappi Litli og ljóshærði snáðinn var ekki hár í loftinu þegar hann sýndi strákunum í hverfinu, sem flestir voru einum fjórurn árum eldri, list- ir sínar. Fjögurra ára aldursmun- ur þykir mikill á þessum hluta ævinnar en Hemmi Gunn náði að brúa það bil með leikni sinni með knöttinn. Hann fékk að leika með fótboltaliðinu Geysi, sem þá spilaði á Zoega-túni fyrir neðan Landa- kot, þar sem nú er hluti sovéska sendiráðsins. ermann er fæddur og uppalinn á Bárugötunni í Reykjavík, son- ur Gunnars Gíslasonar vélstjóra og Bjargar Hermannsdóttur, sauma- konu. Hann er eistur fjögurra syst- kina, Sigrúnar, Ragnars og Kolbrún- ar og var þegar á unga aldri hrókur alls fagnaðar í fjölskyldunni. Það var ekki lítils virði fyrir yngri systkinin sem litu mjög upp til stóra bróður. Þau þóttu afskaplega ólík og menn voru á því að Hemmi líktist einna helst móðurbróður sínum og nafna, Hermanni. Sá lék fótbolta með Vai og var landsliðsmarkvörður. Hemmi ieit mjög upp til hans og varð eld- heitur Valsari þegar á unga aldri, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá félög- um hans og föður, sem allir voru í k%ft. Hemmi var níu ára þegar fjöl- skyldan flutti í Smáíbúðahverfið og lék þá í stuttan tíma með Víkingi en flutti sig fljótlega yfir í Val. Snaggaralegur í hverfinu bjó flöldi barna og var Hemmi fljótt áberandi í þeim hópi. Hann þótti léttur og kátur strákur, snaggaralegur og eftirtektarsamur. Hann var fljótur að hlaupa og leikinn með fótbolta, svo að honum eldri strákar sóttu í að fá hann með í fót- boltann. Þegar boltanum sleppti, var gjaman legið á maganum niðri á höfn og dorgað. Ekki þótti Hemmi sérlega fiskinn en það gerði minnst til þar sem aflinn kom fáum að not- um. Þá var vísir að dýragarði í Örfirisey og þangað sóttu krakkarnir úr hverfinu til að skoða apa, seli og aðrar kynjaskepnur. Hemmi hafði mjög gaman af skák og gekk stund- um langan veg til að tefla. Týróla-buxurnar Hemmi hlaut viðumefnið „Klemmi leðurbuxna" þegar hann var ekki hár í loftinu. Faðir hans, sem var þá í siglingum, hafði keypt handa honum forláta týróla-stuttbuxur úr leðri. Hemmi vakti verðskuldaða athygli í buxunum og gekk oftast í þeim, ef gott var veður. Hemmmi þótti snemma kvensam- ur og fyrirferðarmikill á stundum. Hann var ekki nema níu ára þegar stelpa á aldur við hann flutti í hverf- ið og heillaði hann upp úr skónum. Æðsti draumur Hemma var að fá að kyssa draumadísina og beitti hann öllum brögðum til þess að það mætti takast. Stúlkan var afturámóti lítið fyrir svoleiðis flangs. Honum tókst þó um síðir að kyssa hana bak við tré við litla hrifningu hennar. Utskrift nýstúdenta á vorin var fastur punktur í tilverunni, enda þekktist ekki hér á árum áður að kennarar færu í verkfall. Það hefur jafnan þótt mikill við- burður í lífi þeirra sem þreytt hafa stúdents- próf að setja upp hvíta kollinn, sem tákn um að nú sé langþráðu takmarki náð og ákveðinn kaflaskipti í lífinu. Ljós- myndarar blaðanna voru þá gjarn- an viðstaddir og í myndasafni Ól- afs K. Magnússonar er að finna fjölmargar myndir frá útskrift nýstúdenta allt frá því fyrir 1950. Þessar myndir eru valdar af handahófi og eru allar frá því á árun- um milli 1950 og 1960. Hér verður ekki farið út í að nafngreina fólk- ið heldur getur hver og einn dundað sér við að finna sjálfan sig, eða þá vini og vandamenn sem kunna að vera á myndunum. Hvíta kollinum fagnað í sólinni úti í garði. Stillt upp fyrir myndatöku í garði Alþingishússins. STARFIÐ GUÐMUNDUR HERMANNSSON SKRAUTRITARI Fremur teiknun en skrift Skrautritun er fom listgrein eins og sjá má á handritum fora- sagna. En skyldi vera mikið um það að fólk leitaði til skrautritara í dag? Guðmundur Hermannsson, annar tveggja sem skráð eru sem skrautritarar í símaskránni, seg- 'ir merkilega mikið um það að leitað sé til sín og að það sé frem- ur að aukast en hitt. ðallega eru það bækur sem fólk vill láta skrautrita á og þá helst gjafabækur á merkisaf- mælum og við fermingar. Einnig skrautritar Guðmundur meistara- þréf og viðurkenningarskjöl auk þess sem stundum er leitað til hans með gamlar myndir og hann beðinn að rita einhvern texta undir þær. Guðmundur byijaði að skrautrita meistarabréf fyrir lögregluembæt- tið fyrir 25 árum og hefur síðan unnið við ritunina í frístundum, en hann er í fullu starfi sem yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Hann segir betta mjög tímafrekt aukastarf sem bitni á samskiptum hans við fjöl- skylduna, en þörfin sé greinilega mikil og því hafí hann haldið áfram. Skrautritun sé fremur teiknun en skrift og það sé skýringin á því hversu tímafrek hún sé. Auk þess sé þetta mikil nákvæmnisvinna þar sem öll hlutföll og staðsetningar þurfi að stemma. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ . . . Tryggvi Gunnars- son bæjarfulltrúi (1897-1908 og 1910-16), Lands- bankastjóri (1893-1909) ábæj- arstjórnarfundi 10. nóv. 1913. (Morgunblaðið 12. nóv. 1913.) Tryggvi Gunnarsson var mjög áhyggjufullur út af aukaútsvarahækkuninni... Ásóknin í barnaskólakennurun- um í launahækkanir væri enda- laus. Bæjarstjórnin verður að segja: Við höfum ekki ráð. BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Jenný Ágústsdóttir tannlæknir Fyrir utan fagtímaritin er ég að lesa Saklaust blóð eftir P.D. James. Þetta er spennusaga sem ég fann á bókamarkaði. Ég gríp oft í bækur mér til afþreyingar, jafnt spennusögur, sem og annað sem mér dettur í hug. Svo er ég að lesa ævintýri H.C. Andersens með sex ára gamalli dóttur minni. Hulda Krist- insdóttir markaðs- ráðgjafi A Eg keypti mér nýlega spennu- sögu eftir danskan rithöfund, Kirsten Holst, sem heitir Sov dukk- elise. Bókin er alveg ágæt, ég hef gaman af afþreyingarbókum en lít einnig í „virðulegri“ bókmenntir inn á milli. Ég les mikið og reyni að fylgjast með nýjum höfundum. Það gengur ágætlega að fá yfirsýn yfir amerískar bækur en heldur verr yfir þær evrópsku. PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN ITÆICINU Örn Harðar- son fyrrv. dag- skrárgerðar- maður Matthew J. Driscoll bókmennta- fræðingur. A Eg festi nýlega kaup á geisladisk með úrvali verka eftir Smet- ana. Eg hlusta á tónlist þegar ég get og þá helst sígilda. Helst eru það hljómsveitarverk og svo óperur og aríur. Um daginn horfði ég á mynd með syni mínum sem mér fannst mjög skemmtileg. Það var Ieirkarlamynd sem heitir The Adventures of Mark Twain. Þetta var alveg fyrirtaksmynd um ævin- týri Mark Twain og ekki síður fyrir fullorðna en börn. Guðmundur Karl Ásbjörnsson listmálari Katrín Óskars- dóttir auglýs- ingateiknari. Síðast hlustaði ég á Þúsund og eina nótt eftir Rimsky-Kor- sakov. Hann er í uppáhaldi hjá mér eins og svo mörg önnur tónskáld. Ég hlusta talsvert á tónlist, mest þó á klassísk píanó- og hljóimsveit- arverk. Af rokkinu fæ ég nóg í útvarpinu. að er sama hvort myndin sem ég ætla að horfa á er skemmti- leg eða leiðinleg, ég sofna alltaf yfir henni. Um daginn svaf ég t.d. yfir myndinni Beverly Hills Cop, en ég held að hún hafi verið alveg bráðskemmtileg, því í gegnum svefninn heyrði ég hlátrasköllin í þeim sem horfðu á hana með mér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.