Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 10
10
.MÓRdéNBLAÍÐIÐ LAUGARDÁGÚk' T0.: JÚNÍ 'ÍÖ89
Ljóða-„gæðingnr “
fer á kostum
eftír Gunnar
Bjarnason
Ljóð margra skálda hafa hrifíð
mig allt frá bemsku, en langt í frá
allra. Síðustu árin les ég öll ljóð
nýgræðinga, sem birtast reglulega
í lesbók Morgunblaðsins. Eg var
lengi að sætta mig við órímuðu ljóð-
in, en Steinn Steinarr og Matthías
Johannessen kenndu mér að sætta
mig við þetta Ijóðform, af því að
þeir eiga skáldgáfuna tæra úr
Mímisbrunni.
Nokkuð mörg ár eru liðin síðan
ég fór að veita eftirtekt ljóðum
ungrar stúlku, oftar órímuðum. Mér
fannst hún strax í ætt við Steinar
og Matthías, vin minn. Nú hef ég
fengið ljóðakver hennar í hendur,
og þar finnst mér fara á kostum
ómengað skáld, sem hefur fuilt
vaid á leik orðanna, skáldlegum
myndum innan og utan sálar sinnar
og annarra og tilfinningu svo mikla,
að oft er sem blæði.
Ég er hestadómari og dæmi þá
bæði eftir kostum og ættum. Eg
hneigist til að dæma menn með
sams konar hætti, ef mér finnst
þeir vera dóms verðir. Þegar ég nú
skoða ættstofnana, sem að þessari
77/ hvers adyrkja
lilnd sjó amiað anólit. li/að slöðva timann.
tilað fanga orð. lilað bjarga ekki heiiniiium.
tilað týna inerkingu, tilað bjarga hugsim,
lilað ,Jarga niinningu tilað vera á eyðieyju,
lilað leika leik, lilað g/ala hjartanu,
tilað varðveila tilfinningu, tilað tyna Ijóði.
li/aðJinna henditr. ti/að vita ekki hversvegna.
tilaðyrkja
ungu skáidkonu standa, skáld og
gáfnafólk í allar áttir, og legg það
saman við árangurinn í ljóðakveri
hennar, þá segi ég fyrir mig og
mitt vit: Hér er gæðingur á ferð!
Höfundur er útílutningsráðunaut-
urFélags hrossabænda.
Timburhús í Hafnarfirði
Nýkomið í einkasölu fallegt hús við Vesturbraut, hæð,
kjallari og ris, alls 136 fm. Húsið er í góðu ástandi og
alltaf vel um það hirt. Aðalhæð 3 herb., eldhús, for-
stofa og bað, í risi 2 herb. Kjallari undir öllu húsinu.
Tvöfalt verksmiðjugler. Laust strax.
Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl.,
frákl. 12-16 Austurgötu 10, sími 50764.
2ja herb. íbúð til sölu
75 fm ósamþykkt íb. með sérinngangi, þvottaherb.
ásamt garði á góðum stað í Seljahverfi. Laus í ágúst.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
EIGIMASAUN
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8
Sími 19540 og 19191
Magnús Einarsson
911^0 01Q7n LÁRUSÞ.VALDIIVIARSSONframkvæmdastjori
L I I UU ” L I Ú / U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lögg. fasteignas.
Til sölu er að koma meðal annarra eigna
Úrvalsíbúð í lyftuhúsi
Suðuríbúð 3ja herb. á 4. hæð við Þangbakka. Vel skipulögð af meðal-
stærð. Stórar sólsvalir. Ágæt sameign. Útsýni. íbúðin er öll eins og ný.
2ja herb. ný íbúð
vestast í gamla Vesturbænum. Á 2. hæð 52,7 fm. íbhæð ekki fullg.
Góð lán fylgja.
Á vinsælum stað í Vesturborginni
Mikið endurn. járnkl, timburhús á steyptum kj Hæðin: Forstofa, nýtt
bað, eldhús, borðstofa, stofa. í risi: 3 herb. í kj.: 1-2 herb., þvottah.
og geymslur. Gólffl. samtals 151,4 fm nettó. Góð lóð m. bílskrétti.
Verð aðeins kr. 7,4-7,6 millj. Teikn. á skrifst.
Góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir m.a. við
Rofabæ, Hraunbæ, Sporhamra, Maríubakka, Langholtsveg, Sólvalla-
götu, Barónsstíg, Vesturberg, Álftahóla og Ljósheima. Vinsamlegast
kynn- ið ykkur nánari uppl.
Fyrir hina vandlátu
3ja og 4ra herb. óvenju stórar íbúðir í smíðum við Sporhamra í 6-íb.fjölb-
húsi. Öll sameign fullg. ib. frág. u. trév. Sérþvottah. og bílsk. Byggj-
andi: Húni sf. Vinsamlegast kynnið ykkur teikn. og hagkvæm greiðslukj.
í borginni og vinabænum Kópavogi
Þurfum að útvega m.a. góðar einstaklings- eða 2ja herb. íbúðir fyrir
trausta kaupendur.
Hagkvæm skipti
Til kaups óskast 3ja herb. góð íb. með útsýni, helst í lyftuhúsi við
Fannborg eða Hamraborg. Skipti mögul. á góðu raðh. rétt við miðb.
í Kóp. m. rúmg. bíisk. Nánari uppl. trúnaðarmál.
Opiðfdag kl. 10.00-16.00.
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og
traustar uppiýsingar.
ALMENNA
FASTEIGNASAt AM
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ÉömgDsLtííiáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 490. þáttur
Stundum er sagt að síðari villan
verði argari hinni fyrri, og þykir
að vonum ekki gott. Stundum
verða menn svo ákafír leiðréttend-
ur, að þeir gá sín ekki og „leið-
rétta“ þá það sem rétt var fyrir.
Þvílíka athöfn nefna útlendingar
hypercorrection. Eigum við ekki
bara að kalla það ofréttingu?
Halldór Laxness sagði frá Vest-
fírðingi nokkrum sem vildi leið-
rétta framburðinn rd í rð (hardur-
>harður) eins og fiestir sögðu.
Honum hafði verið uppálagt að
segja garður, en ekki „gardur",
svo annað dæmi sé tekið. Nú fór
svo, að Vestfírðingurinn hitti ekki
alltaf á rétta staði í leiðréttingun-
um. Einu sinni sagði hann: „það
varð hardur barðagi." En það er
ofrétting, þegar samsetta orðinu
bardagi er breytt í „barðagi“,
enda þótt við segjum garður,
harður og varð, en ekki „gard-
ur“, „hardur“ og „vard.“
Tökum fleiri dæmi ofréttingar.
Sunnlendingum, sem reyna að
temja sér harðhljóðaframburðinn
norðlenska, hættir til að hafa p,t,
og k fráblásin víðar en vera ber,
t.d. í orðunum: hesturinn heltist.
Það væri einnig ofrétting, ef
Norðlendingur, sem reyndi að
taka upp sunnlenskan hv-fram-
burð, bæri eins fram upphafs-
hljóðið í fleirtölu af hvalir og
kvöl.
Ég riija þetta aðeins upp vegna
þess, að ég er ekki grunlaus um
að fólk sé tekið að forðast þágu-
fall of mikið. Það gætu verið áhrif
frá baráttu gegn „þágufallssýki",
en það orð minnir reyndar leiðin-
lega á Iimafallssýki og niður-
fallssýki.
Eigum við að athuga hvers
vegna þágufall heitir svo? Gleym-
um við því ekki stundum? En við
skiljum það undir eins. Þágufall
táknar í hvers þágu (eða óþágu)
eitthvað verður. Latínumenn tala
um dativum commodi (þæginda-
fall) og dativum incommodi
(óþægindafall) í þessu sambandi.
I Hávamálum segir:
Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.
Þama er sér heldur en ekki
óþægindafall. Gráðugur maður
étur (handa) sér dauða, nema
hann hafi stjóm á löngun sinni,
m.ö.o. étur sig í hel.
í Gylfaginningu Snorra er aftur
alfrægt dæmi um þægindafall
(dat. comm.). Gangleri spyr fávís-
lega að vanda sínum og þess m.a.
hvort Einheijar drekki vatn í Val-
höll. Hár segir: „Annað kann eg
þér þaðan segja. Geit sú, er Heið-
rún heitir, stendur uppi á Valhöll
og bítur barr af limum trés þess,
er mjög er nafnfrægt, er Léraður
heitir, en úr spenum hennar renn-
ur mjöður sá, er hún fýllir skap-
ker [drykkjarámu] hvem dag. Það
er svo mikið að allir Einherjar
verða fulldrukknir af.“
Þá mæiti Gangleri: „Það er
þeim geysihaglig geit.“
Mér fínnst ástæða til að óttast
um þetta gamla, góða þágufall.
Það var því gaman að sjá hér
á baksíðu blaðsins miðvikudaginn
24. maí [Af hveiju má ekki staf-
setja mæ?] síðast liðinn fréttabréf
frá Ólafsvík, undirritað Helgi. Þar
stóð um aflasælan mann: „því að
honum vill allt á skip.“ Sem sagt,
gott. Þarna er þægindafallið
(honum) í fullu gildi og mættu
fleiri nota. Mér hlýnar innan í
mér við þetta.
Fleira var snjallt í þessari
fréttagrein, m.a.: „Og nú riðu
stórir í skörðunum." Hvað þýðir
það annars í ykkar málvitund?
Viljið þið láta mig vita?
★
Kjartan Ragnars í Reykjavík
skrifar mér svo:
„Heill og sæll,
Mér þótti þú ekki taka nógu
vel tillögu minni um framburð
erlendra nafna; þó virtist þú sam-
mála í meginatriðum.
Það er sjálfsagt rétt að ekki
sé kostur einhlítrar, algildrar
reglu um þetta efni, enda hljóta
menn þá að meta einstakt tilvik,
— er það nokkur frágangssök?
Engum dettur í hug að breyta
t.d. Adolf í Auðólf o.s.frv. En það
virðist jafn fráleitt að segja t.d.
Tommas í stað Tómas, Sjors í
stað Georg o.s.frv.
Það hvarflaði aldrei að mönnum
hér heima að segja „Sjors“ um
Georg heitinn Bretakonung, þeg-
ar hann var og hét. Er þá ekki
rétt að sami háttur sé á hafður
um nafna hans í Hvíta húsinu?"
Ég þakka Kjartani bréf hans
fyrr og síðar, vísa til 487. þáttar
og æski álits ykkar.
★
Jónas Hallgrímsson orti Dal-
vísu og þar er þetta erindi:
Bunulækur blár og tær!
bakkafögur á í hvammi!
Sólarylur, blíður blær,
bunulækur fagurtær!
yndið vekja ykkur nær
allra best í dalnum frammi,
bunulækur blár og tær!
bakkafögur á í hvammi!
Og nú spyr ég ykkur: Er nokk-
ur vafi á því, hvaða orðflokkur
nær muni vera? Þið megið gjam-
an senda mér svar við þessu.
Hlaðgunnur héðan kvað:
Alltaf leita til laupanna hrafnar,
og ég læt þér í staup, Anna Rafnar,
sagði Lí Pó frá Kína
við lagskonu sína,
er þau komu til Kaupmannahafnar.
I tileftii hreinsunarátaks
Ungmennafélags Islands
Það er mér sönn ánægja, sem
samgöngu- og landbúnaðarráð-
herra og þó ekki síður sem ung-
mennafélaga, að hvetja landsmenn
til góðrar þátttöku í því hreinsun-
arátaki sem Ungmennafélag ís-
lands stendur fyrir um þessa helgi.
Óþarft er að fara mörgum orðum
um ágæti þessa verkefnis, en eins
og landsmönnum öllum er kunnugt
þarf þjóðin að taka sér tak í betri
umgengni við landið, þ. á m. að
gæta þess að henda ekki msli og
öðrum úrgangi með þjóðvegum.
Slíkt hæfir hvorki fallegu landi né
þjóð sem vill laða til sín ferðamenn.
Með átaki ungmennafélaga er
skorin upp herör gagnvart sóðaskap
og jafnframt skorað á vegfarendur
neytisins er hafið átak þar sem
hvatt er til hreinsunar á jörðum í
öllum sveitarfélögum landsins. Við-
brögð við því verkefni eru mjög
jákvæð og má vænta að eftir sumar-
ið hafi umhverfi þeirra tekið stakka-
skiptum til hins betra. Þegar við
bætist að ungmennafélagar ætla
nú að hreinsa meðfram 3-5 þús.
km af vegakerfi landsins en ég
sannfærður um að landið okkar
muni verða fallegt á að líta.
Um leið og ég hvet landsmenn
alla til betri umgengni við landið
vil ég láta þá ósk í ljós að ung-
mennafélagshreyfingunni gangi vel
í þessu stóra og verðuga verkefni.
Hafí hún þökk fyrir.
Steingrímur J. Sigfíisson
Arnarflug byrjar áætl-
unarflug til Genfar
að hugsa áður en þeir henda.
Fyrir forgöngu landbúnaðarráðu-
ARNARFLUG hefiir fengið
samþykki svissneskra stjórn-
Samtök ungra ökumanna
verða stofnuð í dag
KLÚBBUR 17, hagsmunasamtök
ungra ökumanna sem ætlað er
að vinna gegn umferðarslysum
einkum meðal ungs fólks, verður
stofnaður í Bíóborginni við
Snorrabraut í dag, laugardag
klukkan 14.
Flutt verða stutt ávörp og hljóm-
sveitir, meðal annars Risaeðlan,
Síðan skein sól og Fjörkallar, koma
fram.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir, einkum 17-20 ára öku-
menn. Hópur ungs fólks hefur unn-
ið að undirbúningi stofnunar Klúbbs
17, ásamt Umferðarráði og ung-
mennahreyfínu Rauða krossins.
valda fyrir áætlunarflugi til
Genfar og hefst það 24. þessa
mánaðar. Auk þess verður flog-
ið áætlunarflug til Zíirich í Sviss,
eins og undanfarin ár.
Til Genfar verður flogið einu
sinni í viku, á laugardögum og
verður farið um Amsterdam. Til
að byija með verður þetta flug
aðeins að sumri til og verður til
loka ágúst á þessu sumri.
Arnarflug hefur gert samninga
við ferðaskrifstofur í Sviss um
flutninga á hópum, en einnig verða
seldir farseðlar til einstaklinga,
eins og á öðrum áætlunarleiðum
félagsins.
(Úr frcttatilkynningu.)
Gódandaginn!