Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR ÍO.^ÚNÍ J,9^9
11
Séra Olafiir Skúlason
kveður Bústaðasöfiiuð
Eins og kunnugt er tekur séra
Ólafur Skúlason við embætti biskups
Islands 1. júlí nk. Hann mun því
kveðja Bústaðasöfnuð við messu
sunnudaginn 11. júní. Hefst guðs-
þjónustan kl. tvö síðdegis, en í hálfa
klukkustund fyrir messuna mun kór
kirkjunnar og hljóðfæraleikarar
ásamt einsöngvurum flytja tónlist.
Séra Ólafur hefur verið sóknar-
prestur Bústaðaprestakalls í aldar-
fjórðung. Séra Óskar J. Þorláksson,
fyrrum dómprófastur setti hann í
embætti á nýársdag 1964. Þá fór
allt starf safnaðarins fram í Réttar-
holtsskólanum, bæði messur og
barnaguðsþjónustur auk funda í
Kvenfélagi, Bræðrafélagi og Æsku-
lýðsfélagi. Stjómarfundir og nefnda
fóru aftur á móti fram á heimili
prestshjónanna, Ebbu Sigurðardótt-
ur og séra Ólafs, og þar voru börn
skírð í stofu þeirra og brúðhjón gef-
in saman flestar helgar. Þar var vit-
anlega einnig skrifstofa prestsins og
öll samtöl hans við sóknarbömin
fengu þar inni, ef viðkomandi vom
ekki sóttir heim.
Það var því stór stund, þegar
sóknarpresturinn, sem nú er að
kveðja söfnuð sinn og kirkju, tók
fyrstu skóflustunguna að Bústaða-
kirkju árla morguns 7. maí 1966 og
síðan var haldið áfram eftir því sem
fé hrökk til og var vel unnið bæði
að söfnun og framkvæmdum og al-
mennur stuðningur við smíðina gerði
það mögulegt að vígja glæsilega
Bústaðakirkju fyrsta sunnudag í
aðventu 1971 og er kirkjan nú með
fegurstu guðshúsum og starfsað-
staðan á allan hátt til fyrirmyndar.
Og á sunnudaginn verða vígðir nýir
gluggar í listaverki Leifs Breiðfjörð,
sem em í kór kirkjunnar og verða
sem altaristafla, og krossinn úr
hömmðu gleri verður vonandi kom-
inn á sinn stað í haust. Kirkjuna
teiknaði Helgi Hjálmarsson í fyrstu
í samvinnu við húsameistara ríkis-
ins, Hörð Bjarnason, en síðan annað-
ist hann einn allar teikningar.
Það kom sér líka vel, að Bústaða-
kirkja býður upp á góða aðstöðu
alhliða starfs, sem hefur verið hið
blómlegasta í söfnuðinum og með
auknum umsvifum séra Ólafs hafa
fleiri svið færst inn í kirkjuna, eins
og meðan hann var formaður Presta-
félags íslands og frá því hann varð
dómprófastur 1976 hefur miðstöð
Reykjavíkurprófastsdæmis verið í
Bústaðakirkju og hið stóra safnaðar-
heimili vel nýtt fyrir margskonar
fundi og námskeið auk þess sem
skrifstofa prófastsdæmisins hefur
verið þar.
Það er því mikil saga, sem skráð
hefur verið þennan aldaríjórðung,
sem liðinn er frá því séra Ólafur tók
við sóknarprestsembættinu. Og mun
sá ekki sístur, að kirkjusókn hefur
verið með því besta sem þekkist hér
um slóðir og eindrægni forystu-
manna og safnaðar hin ljúfasta.
Sést það ekki síst á því, að fram að
síðasta aðalsafnaðarfundi höfðu að-
eins verið þrír sóknarnefndarfor-
menn, sá fýrsti Axel L. Sveins, síðan
Guðmundur Hansson og eru báðir
látnir og rúma tvo áratugi hélt Ás-
björn Bjömsson um stjórnartaumana
af lipurð og þrótti. Verður honum
einnig þakkað við messuna á sunnu-
daginn. og safnaðarfulltrúar hafa
aðeins verið tveir öll þessi ár, fyrst
Hákon Guðmundsson og síðan Öttó
A. Michelsen, en hann tók við af
Ásbirni sem formaður. Og safnaðar-
fulltrúi, hinn þriðji í sögu safnaðar-
ins, er Helgi Eysteinsson.
Að lokinni guðsþjónustunni á
Slrigaskór barna
Gulir, grænir og bláir
Stærðir: 21-28
Verð kr. 39(1.-
UUmGS5>SIMI:62m
sunnudaginn verður prestshjónunum
þakkað í kirkjunni, en þáttur frú
Ebbu mun vart síðri en manns henn-
ar. Síðan verður gengið í safnaðarsa-
lina, þar sem góðgjörðir verða fram
reiddar í boði sóknarnefndarinnar
og tóm gefst til að rifja upp liðna
viðburði og samskipti frá aldaríjórð-
ungnum, þar sem þjónusta prests
kemur við sögu. Einnig mun orga-
nistinn, Guðni Þ. Guðmundsson, og
fólk hans auka við gleði með tónlist
sinni.
(Frá sóknarncfnd Bústaðaprestakalls)
•4
u
ú getur sparað
tugi þúsunda í sumarleyfinu j, ð
á Costa del Sol eða
Benidorm
Á morgun, sunnudag, kynnum við þér hjá
Veröld nýjan valmöguleika í sumarleyfinu
og hvernig þú getur komist í fríið á ódýrari
hátt, en fengið samt sem áður gulltryggt
sumarleyfi.
SJÁ NÁNAR HÉR í MORGUNBLAÐINU Á BLAÐ-
SIÐUM
9,31 og 29c
AMORGUN
ii
FERfiRMIflSTOBtN
W,
Austurstræti 17, sími 622200 íllÉlllti
BYGGINGAMARKAÐUR
jVESTURBÆJAR
HRINGBRAUT 120
SÍMI 91-28600
OPIN BÚÐ ALLA LAUGARDAGA FRÁ 10.00-16.00. MÁLN-
ING, BYGGINGAVÖRUR, VERKF/ERI, TEPPI, DÚKAR, FLÍSAR,
HREINLÆTISTÆKI, PÍPULAGNAEFNI, INNRÉTTINGAR, PARKET,
KLÆÐNINGAR. STÓRGLÆSILEG BYGGINGAVÖRUVERSLUN
AÐ HRINGBRAUT 120.
VEL BYGGT í BORG OG B/E