Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 16
16
' -mkGi:4iÚÁmt) tóiGARDAGöK -m .)írKi ið89
Einnota drykkjarumbúðir:
Skilagjald frá 1. júní
- móttaka byijar í júlí
STOFNAÐ hefur verið hlutafélag,
Endurvinnslan hf., til þess að
skipuleggja söfnun og endur-
vinnslu eða eyðingu skilagjalds-
skyldra umbúða. Þá ákvað iðnað-
arráðherra, Jón Sigurðsson, með
reglugerð sem gefin var út 1. júní
síðastliðinn að frá og með þeim
degi skyldi lagt skilagjald á öl,
Dómkirkjan:
Kveðjumessa
sr. Lárusar
Halldórssonar
UNDANFARIÐ ár hefúr sr.
Lárus Halldórsson verið sett-
ur prestur við Dómkirkjuna í
ársleyfí sr. Þóris Stephensen.
Starfstíma sr. Lárusar lýkur
15. júní og mun hann á morgun
flytja sína síðustu messu á þessu
tímabili og kveðja Dómkirkju-
söfnuðinn og hefst messan
klukkan 11.
Á þessum tímamótum eru sr.
Lárusi fluttar einlægar þakkir
frá Dómkirkjusöfnuðinum fyrir
störf hans á liðnu ári og honum
og fjölskyldu hans óskað allra
heilla í framtíðinni.
(Frá Dómkirkjunni.)
gosdrykki og aðra slíka drykki í
einnota umbúðum úr málmi, gleri,
plasti og öðrum sambærilegum
efhum. Að því er stefnt, að fyrir-
tækið geti hafið móttöku á skila-
gjaldskyldum umbúðum í næsta
mánuði og starfsemin öll verði
komin í eðlilegt framtíðarform
fyrir árslok.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
sagði á blaðamannafundi í vikunni,
að stigið hefði verið mikilvægt skref
í bættri umhverfisvernd og nýtingu
verðmætra efna. „Þetta er leið til
að virkja áhuga á því að halda
landinu hreinu með þeim hætti að
nokkur fjárhagslegur ávinningur er
af þessu,“ sagði Jón Sigurðsson.
Skilagjaldið er ákveðið 4 krónur á
hveija umbúðaeiningu og myndar
stofn til söluskatts hjá söluaðilum
og nemur skilagjaldið með söluskatti
5 krónum sem greiddar verða út
þegar skil fara fram. Áætlað er að
skilamiðstöðvum verði komið á fót
vítt og breitt um landið og einnig
að verslanir taki við umbúðum.
Að Endurvinnslunni hf. standa
auk ríkissjóðs ÁTVR, SÍS, gos-
drykkjaframleiðendur, fyrirtæki í
málm- og endurvinnsluiðnaði, sam-
tök kaupmanna og skátahreyfingin.
í stjórn félagsins hafa verið kjörnir
Eiríkur Hannesson formaður, Hös-
kuldur Jónsson varaformaður, Birgir
Árnason, Magnús E. Finnsson og
Einar Guðmundsson. Gunnar Braga-
son hefur verið ráðinn verkefnisstjóri
næstu þijá mánuði.
Hjartasteinbijótur
Hjartasteinbrjótur
-Berg-enia (Megasea)-
Blóm vikunnar
Umsjón
Ágústa Björnsdóttir
126. þáttur
Af Bergeniu eru einkum rækt-
uð tvö afbrigði sem hér eru nefnd
hjartasteinbijótur (Bergenia
cordifolia) og blóðsteinbijótur
(Bergenia crassifólia) og mun
fyrrnefnda afbrigðið vera algeng-
ast hér.
Bergenia er ættuð og upprunn-
in úr íjöllum Mið- og Austur-Asíu
(Mongólíu-Altaifjöllum) og er
nokkuð langt siðan hún barst til
Evrópu og tekin þar í ræktun.
Linné hinn frægi sænski grasa-
fræðingur hafði þegar á sínum
tíma fengið plöntu af bergeníu frá
Rússlandi.
Bergenía hefur þykkan grunn-
lægan rótarstokk og upp frá hon-
um vaxa stór, þykk, slétt leður-
kennd blöð, hárlaus og gljáandi í
stofnhvirfingu niður við jörð og
mynda fallegan vöxtulegan gróð-
ur. Hún blómstrar snemma vors
ljós- eða dökkrósrauðum blómum
sem standa lengi. Eiai þau i þétt-
um klasa á 30-40 sm háum
stöngli. Bergenía breiðir úr sér á
hægt skriðandi jarðstöngli, rétt
með yfirborðinu, rætandi sig frá
stönglinum niður í moldina. Það
er mjög auðvelt að fjölga jurtinni
með skiptingu og að halda henni
innan þess ramma sem henni er
ætlaður.
Bergenía er harðgerð vel og
þjál í ræktun. Það má segja að
næstum sé sama í hvernig jarð-
vegi henni er ætlað að vaxa og
hvar hún er staðsett, hvort heldur
er í sól eða hálfskugga, í blóma-
beði eða klettarifu, hún vex og
þraukar. En fallegust og kröftug-
ust verður hún í fijórri, djúpri
heidur rakri mold og hún nýtur
sín jafnvel best ef hægt er að
hafa hana alveg út af fyrir sig,
er t.d. ágæt hjá polli, við gangstíg
eða ofan á steinvegg. Þolir nokk-
urn skugga.
Já, bergenía stendur vel fyrir
sínu og á það skilið að henni sé
gaumur gefinn og hún er langlíf
og nægjusöm. Og það má reikna
með því þó að eitthvað af blöðun-
um fái á sig rauðleitan haustlit
og leggist í frosti flöt með jörðu,
að þau lyfti sér aftur í lífi og prýði
garðinn um leið og frost fer úr
jörðu. Ný blöð bætast fljótlega við
í stað þeirra sem kann að þurfa
að skera burtu þegar plantan er
snyrt snemma vors.
í garðyrkjubók fyrir Norður-
Noreg er bergenía talin í flokki
þeirra fjölæru blóma sem gott sé
að rækta jafnvel á veðurhörðum
stöðum alla leið út undir íshaf,
aðeins ef henni er séð fyrir svo-
litlu skjóli. Og hér á íslandi unir
hún sér prýðilega vel.
Á síðari árum hafa komið fram
ný afbrigði og kynblendingar, má
af þeim t.d. nefna „Bressingham
White“, blómin hvít með dökku
auga.
Sigurlaug Árnadóttir,
Hraunkoti.
ÍÞROTTADAGUR
íREYKJAVÍK10. JÚNÍ1989
- FYRIR ALLA-UM ALLA BORG!
NÝTUM FJÖLBREYTTA AÐSTÖÐU OKKAR TIL ÚTIVERU OG LÍKAMSRÆKTAR
OG TÖKUM ÖLL ÞÁTT í ÍÞRÓTTADEGINUM
S3®
CK
■éi Vesturbæjarlaug.
Opið 7:30-17:30. Enginn aðgangseyrir.
Leiðsögn í sundi, skokki, blaki og
við barnaleiktæki frá kl. 13-17.
bb
5B
Við Hlíðaskóla.
Leiðsögn í körfuknattleik frá
kl. 13-17.
Laugardalslaug.
Opið 7:30-17:30. Enginn aðgangseyrir.
Leiðsögn í sundi, skokki, og við
barnaleiktæki frá kl. 13-17.
Tennisvöllur við gervi-
grasvöllinn í Laugardal.
Leiðsögn í tennis frá kl. 13-17 og í
blaki á sama tíma.
< J>í Við Grandaskóla.
Leiðsögn í körfuknattleik frá
kl. 13-17.
Við Melaskóla.
Leiðsögn í tennis frá kl. 13-17 og í
körfuknattleik á sama tíma.
4%A Við Austurbæjarskóla.
Leiðsögn í körfuknattleik frá
kl. 13-17.
20
Sundhöllin.
Opið 7:30-17:30. Enginn
aðgangseyrir. Leiðsögn í sundi,
skokki, og við barnaleiktæki
frá kl. 13-17.
IT| Keilusalurinn
'' ■ í Öskjuhlíð.
Kennsla verður fyrir byrjendur frá
kl. 13-16. Ókeypis aðgangur.
wr\ ,
zzd I Nauthólsvík.
Almenningi verða boðin afnot af
bátum siglingaklúbbsins ásamt
leiðsögn frá kl. 13-17.
Við Korpúlfsstaði.
Félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur
leiðbeina byrjendum frá kl. 13:30-17.
fP0
ri! Við Fylkisvöll.
Fjölskylduganga og skokk, Stíflu-
hringurinn kl. 11.00.
fs) Rauðavatn.
Almenningi verða boöin afnot af
bátum við Rauðavatn.
4Við Breiðholtsskóla.
Leiðsögn í körfuknattleik frá
kl. 13-17.
SS2
Breiðholtslaug.
Opið 7:30-17:30. Enginn
aðgangseyrir. Leiðsögn i sundi.
skokki, og við barnaleiktæki
frá kl. 13-17.
EBfi
Við Fellaskóla.
Leiðsögn í tennis frá kl. 13-17 og i
körfuknattleik á sama tíma.
SG
Leiðsögn
kl. 13-17.
Við Seljaskóla.
körfuknattleik frá
Tennisvöllur á svæöi
Víkings í Fossvogi.
Leiðsögn í grunnatriðum tennis-
íþróttarinnar frá kl. 13-17.