Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989
SUMARS TÆLL
A SVOLUM
mei óðýrari vönim (og mrn)
Ettirtalðar mslanir
ttata apnai á 2. hæi (srölnm)
Kiötmiistnrarinnar íBariabæ.
VMMRMQTI Brantryiieniur á llestum sriium.
íþrnttararnr, spnrtrnrnr, pallar,
sknr, boltarn.il.
KRAlÁTKAR Barnalatnaiur aí bestu peri
S
Barna- ug úumulatnaiur
M Fleiri verslm om ínæstu vitoi.
HJÁ OKKUR SÉRÐU VERÐ
SEM PYNGJAN ÞOLIR.
Opió alla helgina: Laugardag frá kl, 9-18
Sunnudag frá kl. 11-18
Útigrill ef sólin skín
KJÖTMIÐSTÖÐIN
GARÐABÆS. 656400
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá stofnun safhaðarfélags Grafarvogssóknar í félagsmiðstöðinni
Fjörgyn í Foldaskóla á mánudagskvöld. Talið frá vinstri: Kolbrún
Ingólfsdóttir, sem kosin var ritari safnaðarstjórnar, séra Olafur
Skúlason og séra Guðmundur Þorsteinsson.
Safiiaðarfélag stofti-
að í Grafarvogssókn
SAFNAÐARFELAG var stofhað
í nýrri Grafarvogssókn á mánu-
dagskvöld. Fjögur til 5 þúsund
manns eru í söfhuðinum í Grafar-
vogi, að sögn Agústs Isfelds Sig-
urðssonar, formanns safhaðar-
stjórnar. Agúst Isfeld sagði í
samtali við Morgunblaðið að íbú-
ar í Grafarvogi hefðu tilheyrt
Arbæjarsókn og íbúar í sókninni
hefðu verið orðnir 12 þúsund
talsins. Hann sagði að séra Guð-
mundur Þorsteinsson, sóknar-
prestur í Arbæjarprestakalli,
yrði prestur Grafarvogsbúa fyrst
um sinn.
Ágúst ísfeld sagði að óvíst væri
hvenær prestskosningar færu fram
í Grafarvogi. Hann sagði að ekki
væri búið að ákveða hver teiknaði
kirkju Grafarvogsbúa, eða hvar hún
yrði byggð. „Hins vegar er mikill
áhugi fyrir því að kirkjan verði
náiægt kirkjugörðunum og að út-
fararkapella tilheyri henni,“ sagði
Ágúst ísfeld. Hann sagði að prestur
Grafarvogsbúa hefði væntanlega
bráðabirgðaaðstöðu í félagsmið-
stöðinni Fjörgyn í Foldaskóla.
Ritari safnaðarstjórnar Grafar-
vogssóknar er Kolbrún Ingólfsdóttir
en gjaldkeri stjórnarinnar er ívar
Björnsson. Safnaðarfulltrúi er Val-
gerður písladóttir og í stjórn kirkju-
garða er Hanna Baldvinsdóttir.
Skógræktarfélög
halda skógardag
HINN árlegi skógardagur sem
skógræktarfélögin hafa haldið
undanfarin ár verður haldinn í
dag, laugardaginn 10. júní. Til-
Iaga um að halda slíka skógar-
daga var samþykkt á aðalfundi
Skógræktarfélags íslands fyrir
nokkrum árum og hafa mörg
aðildarfélögin markað þann
dag hvert með sínu sniði.
Vegna hins óvenjulega veður-
fars í vor má reikna með að mörg
félög um norðanvert landið ákveði
að halda þennan dag siðar.
Víða hafa félögin gróðursett
tijáplöntur og bryddað uppá ein-
hvetju skemmtilegu eftir að plönt-
ur eru komnar í jörð. Önnur félög
hafa kynnt starfsemi sína á einn
eða annan hátt. Viðleitni skóg-
ræktarfélaganna með þessum
degi er að kynna störf félaganna,
auka áhuga og miðla fróðleik til
áhugafólks og almennings um hin
ýmsu þætti er tengjast skóginum.
Víða hafa skógræktarfélögin
bryddað upp á einhveiju skemmti-
legu eftir að plöntur hafa verið
Skagaströnd:
settar niður og hafa þær uppá-
komur fallið vel í geð hjá ungu
kynslóðinni.
Sjúkrahúss-
læknar semja
LAUSRÁÐNIR sjúkrahúss-
læknar samþykktu einróma
nýgerðan kjarasamning við
ríki og borg á mánudags-
kvöld, að sögn Sverris Berg-
manns formanns samninga-
nefiidar Læknafélags ís-
lands.
Samningurinn kveður meðal
annars á um 3,1% hækkun 1.
júní 1989, 2% hækkun 1. júlí
’89 og 1,5% hækkun 1. septem-
ber ’89, 1. nóvember ’89, 1.
janúar 1990 og 1. maí ’90 en
samningurinn gildir út þann
mánuð. Orlofsuppbót í júní
1989 er 6.500 krónur og des-
emberuppbót ’89 er 30% af
ákveðnum launaflokki BHMR,
að sögn Sverris Bergmanns.
Adolf J. Berndsen seg-
ir af sér oddvitastörfum
Skagaströnd.
ADOLF J. Berndsen, oddviti
Höfðahrepps undanfarin ár,
sagði af sér embættinu á fúndi
hreppsneíhdar 5. júní síðastlið-
inn. Á fundinum gerði Adolf
grein fyrir ákvörðun sinni og
samdægurs sendi hann greinar-
gerð sína til allra íbúa Skaga-
strandar.
í greinargerðinni kemur fram að
undanfarin kjörtímabil hafa Al-
þýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur
gert með sér samkomulag við upp-
haf hvers kjörtímabils um oddvita-
kjör og fleira. Á síðasta ári sleit
fulltrúi Alþýðuflokksins samstarf-
inu og myndaði nýjan meirihluta
með fulltrúum Framsóknarflokks
og Alþýðubandalags. Lagði nýi
meirihlutinn áherslu á að Adolf
segði af sér oddvitastarfinu, en
hann neitaði og fékk úrskurð fé-
lagsmálaráðuneytis um að hann
gæti gegnt embættinu til loka
kjörtímabilsins.
í greinargerð Adolfs kemur einn-
ig fram að núverandi meirihluti
hafi gert eðlileg starfsskilyrði odd-
vita að engu með ýmsum sam-
þykktum og bókunum. Því segi
hann af sér oddvitastörfum.
Nýr oddviti var kjörinn Magnús
B. Jónsson, fulltrúi Framsóknar-
flokks í hreppsnefnd. OB