Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989
19
10km HRINGUR
Skcgsrhlið, Hringbraut, Kaplaskjólsvegur, Frostaskjól, Kellu-
grandi, Eiðisgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, Skúlagata,
Rauðarárstigur, Miklabraut, Langahlið, Litlahlið og Skógarhlíð.
10 igK
HRINGUR
4 km HRINGUR
Skógarhlíð, Hringbraut, inn i Hljómskálagarð, J
Sóleyjargata, Njarðargata, Vatnsmýranregur, ‘
Flugvallarbraut, Flugvallarvegurog Skógarhlíð,
HEILSUHLAUP
KRA BBA MEINSFÉLA GSINS
RASMARK
v/hús Krabba-
meinsfélagsins
v/Skógarhlíð
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið íannað sinn
KRABBAMEINSFELAG Islands efhir til
Heilsuhlaups í Reykjavík í dag, laugardaginn
10. júní. Hlaupið hefst kl. 12.00 á hádegi við
hús félagsins að Skógarhlíð I Reykjavík og
geta þátttakendur valið milli þess að hlaupa 4
eða 10 kílómetra.
Þetta er í annað sinn sem Krabbameinsfélagið
efnir til hlaups af þessu tagi. Heilsuhlaupið er að
þessu sinni haldið í tengslum við „íþróttadag fjöl-
skyldunnar". Það er styrkt af Mjólkurdagsnefnd
og verður þátttakendum boðið upp á mjólkur-
drykki á hlaupaleiðinni. Þátttökugjald í Heilsu-
hlaupinu er 400 krónur og fer skráning fram á
skrifstofu Krabbameinsfélagsins.
Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans:
Eg mun aldrei samþykkja
raunvaxtahækkun
Hjúkrunar-
konur sam-
þykktu
FÉLAGAR í Hjúkrunarfélagi
Islands hafa samþykkt í al-
mennri atkvæðagreiðslu kjara-
samning þann sem gerður var
við ríkisvaldið, Reykjavíkur-
borg og St. Jósefsspítala,
Landakoti og gildir til janúar-
loka á næsta ári.
Á landinu öllu voru samtals
1.490 hjúkrunarfræðingar og
samtals 1.148 greiddu atkvæði eða
77,05%. Já sögðu 690 eða 60,10%,
nei sögðu 490 eða 35,59% og auð-
ir seðlar og ógildir voru 38 eða
3,31%.
Virgin-
ía í Iðnó
LEIKHÓPURINN Virginía
frumsýnir leikritið „Hver er
hræddur við Virginiu Woolf, í
Iðnó, 20. júní næstkomandi.
Leikritið, sem er eftir banda-
ríska höfúndinn Edward Albee,
var sýnt á Akureyri í vetur.
Leikhópurinn Virginía er nýr
leikhópur sem varð til í framhaldi
af sýningu Leikfélags Akureyrar
á þessu verki, og er hann skipaður
þeim Helgu Bachmann, Helga
Skúlasyni, Ragnheiði Tryggva-
dóttur, Ellert A. Ingimundarsyni
og Arnóri Benónýssyni. Til liðs við
sig hafa þau fengið Karl Aspe-
lund, sem gerir nýja leikmynd,
Rósberg G. Snædal, sem hannar
nýja búninga, Lárus Björnsson,
sem sér um lýsingu og Guðrúnu
Þorvarðardóttur sem annast förð-
un.
I fréttatilkynningu frá hópnum
segir: Þessi hópur fer nýjar leiðir
í uppsetningu og túlkun verksins.
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf hefur verið umdeilt verk
allt frá frumsýningunni á Broad-
way árið 1962. Þá voru gagnrýn-
endur ekki á einu máli um ágæti
verksins og því síður höfundarins.
Sumir vildu þó skipa honum á
baekk með fremstu leikskáldum
samtímans og þann sess hefur ein-
mitt þetta vertk unnið honum í
tímans rás.
STEFÁN Valgeirsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbankans,
segir að þótt bankaráð bankans
hafi samþykkt 1% hækkun á
raunvöxtum í síðustu viku sé
ekki þar með sagt að hann hafi
samþykkt hana. Stefán segist
aldrei munu samþykkja raun-
vaxtahækkun. Hann setti það
sem eitt af skilyrðunum fyrir
stuðningi sínum við ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar að
hún kæmi raunvöxtum niður í
að minnsta kosti 6% fyrir 1. jan-
úar síðastliðinn.
„Hver hefur sagt að ég sam-
þykki hana?“ sagði Stefán er hann
var spurður hvort það væri ekki í
ósamræmi við yfirlýsta stefnu hans
að samþykkja raunvaxtahækkun.
„Þetta er lýðræðislegt bankaráð
og það þarf ekki nema meirihluta
til að samþykkja hlutina. Það seg-
ir ekkert hvort ég eða einhveijir
aðrir hafi samþykkt hana. Ef ein-
hveijum dettur í hug að ég hafi
samþykkt svonalagað, er það
vegna þess að þeir fylgjast ekki
með málunum.“
„Það liggur ljóst fyrir að raun-
vaxtahækkun myndi ég aldrei
samþykkja. Hins vegar eigum við
að sjá um að bankinn sé ekki rek-
inn með tapi þegar til lengri tíma
er litið. En það er allt annað mál.
Raunvextir voru taldir nægjanlegir
fyrir 10 árum þegar svokölluð 01-
afslög voru sett. Þá voru umræður
um það að raunvextir mættu aldr-
ei verða meiri en 2-3%. Nú eru
þeir upp undir 10% hjá til dæmis
einkabönkunum," sagði Stefán.
„Lífsbjörg í
Norðurhöf-
um“ kemur til
Washington
Washington. Frá ívari Guðmundssyni
fréttaritara Morgunblaðsins.
KVIKMYND Magnúsar Guð-
mundssonar, „Lífsbjörg í Norð-
urhöfum", var sýnd í Blaða-
mannaklúbbnum í Washington á
fimmtudag. Höfundur myndar-
innar var viðstaddur og svaraði
fyrirspurnum, sem aðallega var
beint að honum frá fulltrúum
Grænfriðunga. Þeir reyndu að
gera lítið úr sannleiksgildi mynd-
arinnar. Magnús svaraði harð-
skeyttum fyrirspurnum þeirra
vel og einarðlega og gaf sig
hvergi.
Magnús vonast til að honum tak-
ist að koma myndinni á framfæri
í Bandaríkjunum, en fyrirsjáanlegt
er, að Grænfriðungar munu berjast
um á hæl og hnakka til að koma í
veg fyrir að myndin komi fyrir al-
menningssjónir í Bandaríkjunum.
Það er tímaritið 21st Century
Science and Technology, sem stend-
ur að komu Magnúsar til Banda-
ríkjanna og sem gekkst fyrir blaða-
mannafundinum.
Páfi í stólræðunni:
Hvatti til
virðing-
ar fyrir
ófæddum
Morgunblaðinu hefúr bo-
rist eftirfarandi frá séra
Jakob Rolland, kanzlara
kaþólsku kirkjunnar:
„Morgunblaðið birti á
þriðjudaginn stólræðu Jó-
hannesar Páls II páfa í úti-
messunni á sunnudags-
morgun. Þar hefúr á einum
stað fallið úr atriði, sem
páfi hafði skotið inn í ræð-
una og ekki var að finna í
þeirri islensku útgáfú, sem
dreift var við messuna.
Þessi ræðuhluti var helgað-
ur mannréttindum og þar
sagði páfi m.a. orðin, sem
féllu niður, en sett hér með
feitu letri:
„Á sviði mannlegra samskipta
ber oss að byggja upp heim
réttlætis, friðar og kærleika,
þar sem líf hverrar mannveru,
einnig hinna ófæddu, er
verndað og verðleiki allra er
metinn jafnt, án nokkurrar
mismunar. Til þess þurfum vér
að sjá ásjónu Guðs í hveiju
mannsandliti og þó einkum í
tárum og Þjáningum þeirra,
sem eru ástarþurfi eða beittir
ranglæti.““
HIK samþykk-
ir samningana
KENNARAR í Hinu íslenska
kennarafélagi hafa samþykkt
nýgerðan kjarasamning við
ríkisvaldið með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða þeirra sem
atkvæði greiddu.
Á kjörskrá í félaginu voru 1.161
oggreiddu 719 atkvæði eða 61,9%.
Já sögðu 572 eða 79,5%, nei 117
eða 16,3% og auðir seðlar voru
30 eða 4,2%.
Kennaraháskólinn:
Fyrstu heiðursdoktorar kjörnir
Dr. Broddi Jóhannesson og dr. Matthías Jónasson verða í dag,
laugardag, sæmdir doktorsnafnbót við Kennaraháskóla Islands á
sviði uppeldis- og kennslufræða í heiðursskyni. Titill þeirra verð-
ur Doctor Educationes honoris causa, sem er skammstafað
Dr.Ed.h.c.. Heiðursdoktorarnir verða útnefndir við afhendingu
prófskírteina kennaraefiia, og eru þeir fyrstu heiðursdoktorarnir
við KHÍ.
„Með nýjum lögum um Kenn-
araháskóla íslands frá 1988 er
staða hans sem fullgilds háskóla
á sviði kennaramenntunar stað-
fest,“ segir í fréttatilkynningu frá
skólanum. „Kennaraháskóli Is-
lands vill neyta fyrsta tækifæris
sem gefst til að heiðra þá dr.
Brodda og dr. Matthías fyrir
framlag þeirra til uppeldisfræða
og menntamála þjóðarinnar og
störf í þágu kennaramenntunar
sérstaklega. Einnig vill skólinn
með kjöri sinni fyrstu heiðurs-
doktora fagna hinum nýju lögum
og þeirri staðfestingu, sem í þeim
felst á stöðu hans, og um leið
minnast þess að á yfirstandandi
skólaári eru 80 ár liðin frá því
að Kennaraskóli íslands hóf
störf.“
Dr. Matthías Jónasson er fædd-
ur 2. september árið 1902. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskó-
lanum á Akureyri 1930. Hann
stundaði nám í uppeldisfræði, sál-
arfræði, heimspeki, félagsfræði
og mannkynssögu og varði dokt-
orsritgerð við háskólann í Leipzig
árið 1935. Hann sinnti uppeldis-
legri ráðgjöf, kennslu, fræðilegum
ritstörfum, rannsóknum og fé-
lagsmálum eftir komuna til ís-
lands 1945. Hann varð fyrsti
íslenzki prófessorinn í uppeldis-
fræðum árið 1957 við Háskóla
íslands. Eftir dr. Matthías liggja
fræðileg rit, sem eru mikil að
vöxtum og fjalla nánast öll um
uppeldisfræðileg viðfangsefni og
álitamál.
Dr. Broddi Jóhannesson er
fæddur 21. apríl árið 1916. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA árið
1935. Hann lagði stund á nám í
uppeldis- og sálarfræðum við há-
skólann í Túbingen í Þýzkalandi.
Dr. Matthías Jónasson.
Þar hlaut hann doktorsnafnbót
árið 1940. Hann hóf kennslu við
Kennaraskóla íslands ári síðar og
varð skólastjóri skólans árið 1962.
Hann var fyrsti rektor KHÍ þegar
stofnunin varð að háskóla 1971
og gegndi hann því starfi til 1975
er hann dró sig í hlé og hætti
Dr. Broddi Broddason.
störfum. Dr. Broddi er höfundur
þriggja bóka, auk þess sem hann
hefur þýtt nokkur rit. Eftir hann
liggur fjöldi greina um skóla-,
uppeldis- og fræðslumál, sem
flestar birtust í tímaritinu
Menntamál sem hann ritstýrði í
áratug.