Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 20
20
Afhjúpað-
ur
eftir 18 ár
Daily Telegraph.
Fyrir átján árum myrti John
List, efnaður gjaldkeri í New
Jersey-ríki í Bandaríkjunum
móður sína og alla fjölskyldu
og fór þar næst í felur eftir
að hafa skilið eftir sig bréf þar
sem hann játaði á sig glæpinn.
Nýlega var sýnd í sjónvarps-
þætti mynd sem listamaður
hafði búið til með aðstoð tölvu
og gamalla ljósmynda. Skyldi
hún sýna hvernig Lást liti að
líkindum út núna. Eiginkonu
gjaldkera frá Richmond í Virg-
iníu-ríki, er nefndi sig Robert
Clark, fannst maður sinn ótrú-
lega líkur myndinni og skýrði
lögreglu frá þessu. Fingraför
hafa nú sannað að Clark og
List eru einn og sami maðurinn
og List verður dreginn fyrir
rétt. Að ofan sjást gömul Ijós-
mynd af List (t.v.) og mynd
listamannsins.
Breski Verka-
mannaflokkurinn:
Spáð sigri í
EB-kosningum
London. Reuter.
Verkamannaflokkurinn breski
fær, samkvæmt nýrri Gallup-
skoðanakönnun, mun meira
fylgi en íhaldsflokkurinn í
kosningum til Evrópuþingsins
sem verða 15. júní. Fylgi við
flokkinn hefur ekki mælst
meira í könnunum síðan 1981
og reyndist að þessu sinni
43,6 % en íhaldsmenn fengu
36,5% og Fijálslyndir demó-
kratar um átta af hundraði.
Græningjar skutust í fyrsta
sinn upp fyrir Jafnaðarmanna-
flokk Davids Owens og fengu
5,5%.
Ein með öllu
í Moskvu
New York. Reuter.
Sovétmenn hafa gert samning
við fyritækið Nathans Famous
í New York sem hyggst bjóða
Moskvubúum pylsu með öllu,
þ. á m. súrkáli, næstkomandi
haust. Fyrirtækið hóf að selja
New York-búum pylsur á Co-
ney-eyju árið 1916 en eyjan
var þá orðin vinsælt athvarf
borgarbúa í sumarhitunum.
Pylsubúð Nathans Famous
verður til húsa í Gúm, risa-
stóru verslunarhúsi við Rauða
torgið. Á síðasta ári byijaði
bandarískur kaupsýslumaður
að selja Moskvubúum flat-
bökur, öðru nafni pizzur.
Nicaragua:
Senda Noriega
vopn
Washington. Reuter.
Bandaríska stórblaðið Was-
hington Post hefur eftir stjórn-
arerindrekum Nicaragua-
stjómar í Panama og bánda-
rískum sendimönnum að Nic-
aragua hafa sent marga flug-
vélafarma af vopnum til Pa-
nama. Er talið að þau séu
ætluð sérstakri hersveit sem
Noriega hershöfðingi, helsti
valdamaður Panama, kom á
fót síðastliðið ár til að veijast
mögulegri hemaðaríhlutun
Bandaríkjamanna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 19'89
Forsætisráð-
herra E1 Salva-
dor myrtur
San Salvador. Reuter.
JOSE Antonio Rodriguez Porth,
forsætisráðherra E1 Salvadors,
var skotinn til bana ásamt
bílstjóra sínum og lífverði utan
við heimili sitt í gær. Talið er
að skæruliðar vinstrimanna hafi
verið að verki.
Rodriguez Porth sór embætti-
seið sem forsætisráðherra fyrir
nokkrum dögum í hægristjórn Alf-
redos Cristianis forseta.
í útvarpsfréttum frá höfuð-
borginni, San Salvador, var sagt
að ráðherrann hefði látist á sjúkra-
húsi.
Keuter
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu (t.v.) og Bronislaw Garamak, hugmyndafræðingur samtakanna, við
upphaf fundar með Czeslaw Kiszczazk, innanríkisráðherra, í fyrradag.
Úrslit pólsku kosninganna
ættu að festa umbætur í sessi
- segir málgagn sovéska kommúnistaflokksins
Moskvu, Brussel, Varsjá. Reuter.
PRAVDA, málgagn sovézka
kommúnistaflokksins, sagði i gær
Jóhannes Páll páfi II.
Páfi í Uppsölum:
að kommúnistaflokkurinn í Póll-
andi ætti ugglaust erfítt með að
kyngja úrslitum þingkosninganna
þar í landi. Þau staðfestu þó og
festu í sessi þá umbótaþróun sem
flokkurinn hefði átt frumkvæði að
og beitt sér fyrir í Póliandi. Aust-
ir-þýzkir fjölmiðlar fjölluðu fyrst
í gær um kosningarnar og sögðu
aðeins að ýmsir frambjóðendur
stjórnarinnar hefðu ekki náð
kjöri.
Pravda sagði að pólski kommúni-
staflokkurinn ætti hrós skilið fyrir
þær pólitísku og félagslegu umbætur
sem hann hefði staðið fyrir. Engin
ein pólitísk samtök gætu unnið landið
út úr aðsteðjandi erfiðleikum ein og
sér. „Það sem upp úr stendur er
vöxtur og áhrif stjórnarandstöðunn-
ar, einkum og sér í lagi verkalýðs-
samtakanna Samstöðu," sagði í um-
fjöllun Prövdu um pólsku kosning-
arnar, sem fram fóru sl. sunnudag.
„Hversu bitur sem úrslitin kunna
að vera fyrir flokkinn og stjórnina
þá ættu þau að flýta og festa í sessi
félagslega endurreisn og róttækar
umbætur sem eiga sér stað í Póll-
andi,“ sagði Pravda.
Leiðtogar Samstöðu féllust í fyrra-
kvöld á tillögur pólsku stjómarinnar
um að hún skipaði í 33 þingsæti, sem
ætluð voru frambjóðendum komm-
únistaflokksins, en gengu ekki út sl.
sunnudag, þar eð enginn þeirra hlaut
50% atkvæða. Fulltrúar Samstöðu
sögðu eftir átta stunda fund með
Czeslaw Kiszczak, innanríkisráð-
herra, sem var einn frambjóðenda
til sætanna umræddu, að fallist hefði
verið á tillögur stjómarinnar til þess
að frekari umbótum yrði ekki stefnt
í hættu.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
kvaðst í gær ekki geta útilokað það
að einhveijir fulltrúar samtakanna
tækju þátt í myndun samsteypu-
stjórnar. Komu þessi ummæli hans
nokkuð á óvart því fram til þessa
höfðu talsmenn Samstöðu sagt að
fulltrúar samtakanna á þingi vildu
ekki ganga í stjórn með kommúnist-
Þjóðfélagið verji lífsréttinn
Uppsölum. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
maður með skjalið að páfa og var
aðeins um 10 metra frá honum er
DÓMKIRKJAN í Uppsölum var
þéttsetin í gærmorgun þegar
Jóhannes Páll II páfi tók þátt í
síðustu samkirkjulegu bæna-
stundinni í Norðurlandaferð
sinni. Bertil Werkström, erkibis-
kup, talaði skýrt en kurteislega
um atriði sem standa í vegi fyrir
sameiningu kirknanna. Jóhannes
Páll páfi II tók undir ósk hans
um að deilumálin yrðu leyst en
sagði að ekki mætti sameinast
um lágmarks samnefhara heldur
ætti að setja markið hátt. Það fór
vel á með biskupunum; gullfalleg
tónlist fyllti kirkjuna og hátíðar-
blær var yfir bænastundinni.
Páfi talaði um menntun og helgi
mannlífsins á fundi með háskóla-
samkundunni í Uppsölum en Sixtus
páfí IV gaf Jakobi Úlfssyni erki-
biskupi heimild til að stofna há-
skóla þar árið 1477. Rómarbiskup
sagði það helstu skyldu þjóðfélags-
ins að veija réttinn til að lifa. Hann
sagði líf verða til við getnað og
endast til náttúrulegs dauðadags.
Orð páfa gegn fóstureyðingum voru
afdráttarlausari í Uppsölum en í
öðrum ávörpum hans í Norður-
landaferðinni.
Veðrið í Uppsölum í gær var
svalt en bjart og fallegt. Páfi söng
messu undir berum himni á Gamla
Uppsala-svæðinu og sóttu hana
færri en búist hafði verið við; um
5.000 manns. Nokkrir félagar í sér-
trúarsöfnuði hafa reynt að afhenda
páfa mótmælaskjal hvarvetna þar
sem hann hefur látið sjá sig í
Svíþjóð. Við útimessuna hljóp ungur
Páfi syngur messu með ungum
kaþólikkum frá öllum Norðurlönd-
lögreglumönnum tókst að hand- unum í Vadstena í dag, laugardag,
sama hann. áður en hann flýgur heim á leið.
Bandaríkja-
dalur styrkist
Lundúnum, Reuter.
Bandaríkjadalur steig mjög í
verði _ á gjaldeyrismörkuðum í
gær. Ástæðan er talin hagskýrsla,
sem birt var vestanhafs, en hún
gaf til kynna að verðbólga væri
enn fyrir hendi í bandarísku hag-
kerfi. I gær fengust rúm 2 vestur-
þýsk mörk fyrir dalinn.
Samkvæmt tölum Atvinnuráðu-
neytis Bandaríkjanna reis fram-
leiðsluverðsvístala um 0,4% í maí-
mánuði, en sú vísitala er mælikvarði
þess verðs, sem heildsalar greiða
fyrir vaming sinn.
Þetta kann að verða Þrándur í
Götu fyrir Seðlabanka Banda-
ríkjanna, sem reynt hefur að lækka
vexti innanlands. Tiltölulega háir
vextir, sem af er þessu ári, hafa
gert Bandaríkjadal eftirsóknarverð-
ari gjaldmiðil og að undanfömu hef-
ur ólgan í Kína orðið til hins sama.
Talið er að staða dalsins verði sterk
enn um sinn, þar sem áðurnefndar
forsendur munu að líkindum ekki
breytast að ráði.
AF ERLENDUM VET7VANGI
eftir PAL ÞÓRHALLSSON
Verður glasnost
í askana látið?
Samkvæmt skoðanakönnun sem vestur-þýska vikuritið Der Spieg-
el gerði nýlega í Sovétríkjunum telja 76% Moskvubúa að almenning-
ur muni hætta að styðja perestrojku, umbótastefnu Míkhaíls Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga, ef framboð í verslunum eykst ekki. Könnunin
var gerð af því tilefni að Gorbatsjov er væntanlegur til Vestur-
Þýskalands í næstu viku. Búist er við að hann muni í ferð sinni leita
eftir hjálp hjá Þjóðveijum við að rétta efhahagslíf Sovétríkjanna
við. Ólíklegt er að gesturinn fari bónleiður til búðar því samkvæmt
umræddri skoðanakönnun er Gorbatsjov vinsælli í Vestur-Þýska-
landi en heima fyrir!
Sovétmenn virðast þeirrar skoð-
i
'unar að glasnost verði ekki i
askana Iátið. Hagfræðiprófessorinn
Pavel Búnitsj orðaði ástandið svo:
„Við eigum heimsmet í ýmsu eins-
og til dæmis fjölda tilskipana, lengd
biðraða, fjölda einstaklinga sem
hlaupa um með tómar töskur í leit
„Glasnost“-spilið er ein af þeim
sovésku vörum sem eru í tísku
vestanhafs.
að einhveiju sem vert er að kaupa,
en rúmmál loftsins sem kemst fyrir
í töskunum slær þó allt annað út.“
Smám saman gera menn sér grein
fyrir því að framleiðsluaukning er
ekki sjálfgefið markmið sovésks
efnahagslífs. Miklu fremur er þörf
aukinna gæða og meira úrvals.
Þetta sjá menn þegar þeir hugleiða
t.d. að einungis fjórðungur kartöflu-
uppskerunnar í Sovétríkjunum