Morgunblaðið - 10.06.1989, Síða 26
'MORÖUNBlkÐÍÐ' LAÚGARD'A'GUtl ÍO'. .rÚNÍ lð89
26
Morgun-
ganga
austan
Elliðavatns
Náttúruverndarfélag Suðvest-
urlands stendur fyrir gönguferð
á sunnudagsmorgun klukkan 10
frá Elliðavatnsbænum síðan með
Elliðavatni út í Þingnes.
Þaðan verður haldið með Myllu-
lækjartjörn upp í Strípshraun í
Heiðmörk og til baka um Sauðás
og Heimás. Göngunni lýkur við
Elliðavatnsbæinn um klukkan 12.
Markaður við
Álftanesskóla
HINN árlegi „Græni markaður"
Kvenfélags Bessastaðahrepps
verður haldinn við Álftanesskóla
í dag, frá klukkan 10-17.
Tré, runnar, sumarblóm, græn-
meti og krydd verða til sölu, einnig
blómaker úr leir og plasti og vermi-
reita-kynning verður allan daginn.
Sýning í grunn-
skólanum 1 Sand-
g’erði
SÝNING í grunnskólanum í
Sandgerði, sem nefnist Miðnes-
hreppur, umhverfi og íbú-
ar,verður haldin á morgun,
sunnudaginn 11 júní.
Sýningin er unnin af nemendum
grunnskólans, henni er ætlað að
kynna lífríki fjöru, sögu, sagnir,
örnefni og mannlíf í Miðneshreppi.
Ætlunin er að sýningin verði
opin á sunnudögum frá klukkan
13.30 til 16 fram til 9. júlí.
Kortanámskeið
fyrir almenning
Landfræðifélagið, Félag land-
fræðinga, Landmælingar Islands
og Námsgagnastofnun halda
kortanámskeið dagana 13.-14.
júní nk.
Námskeiðið verður haldið í
kennslumiðstöð Námsgagnastofn-
unar Laugavegi 166. Dagskrá
kortanámskeiðsins verður eftirfar-
andi:
13. júní klukkan 20.30-23. Al-
menn kynning á kortum af ís-
landi. Helstu kortatitlar, mæli-
kvarðar og . útgáfu. Fyrirlesari:
Magnús B. Baldursson, landfræð-
ingur hjá Landmælingum íslands.
Hvernig verða kort til? Fyrirles-
ari: Ágúst Gunnar Gylfason, land-
fræðingur hjá Landmælingum Is-
lands.
Kortalestur og túlkun korta.
Fyrirlesari: Guðmundur Ó. Ing-
varsson, landfræðingur.
Notkun korta við störf og leik.
Fyrirlesari: Tryggvi Jakobsson,
landfræðingur hjá Námsgagna-
stofnun.
14. júní klukkan 19.30-23. Kort
og áttaviti. Fyririesari frá lands-
sambandi hjálparsveita skáta.
Heimsókn á Landmælingar ís-
lands. Kortadeild skoðuð og korta-
búðin. Hjálpartæki við kortalestur
kynnt.
Vettvangsferð upp fyrir
Reykjavík. Gengið frá nokkrum
stöðum eftir korti að Selvatni.
Lágafellskirkj a.
Lágafellskirkj a
100 ára
LÁGAFELLSKIRKJA er 100 ára
á þessu ári og verður þess minnst
nk. sunnudag 11. júní með hátí-
ðarguðsþjónustu í Lágafells-
kirkju klukkan 14.
Klukkan 13.30, leikur skóla-
hljómsveit Mosfellsbæjar fyrir utan
Lágafellskirkju undir stjórn Sveins
Birgissonar.
Klukkan 14 hefst hátíðarguðs-
þjónusta. Séra Heimir Steinsson,
prestur á Þingvöllum, prédikar.
Björn Ástmundsson, form. sóknar-
nefndar, flytur ávarp. Séra Birgir
Ásgeirsson, þjónar fyrir altari.
Klukkan 15.15 verður kaffisam-
sæti í safnaðarheimili Lágafells-
sóknar, Þverholti 3. Þar mun tón-
listarfólk úr Mosfeilsbæ skemmta
gestum með söng og hljóðfæraleik.
Borg'arafundur
um „ekknaskatt-
inn“
ALMENNUR borgarafúndur er
fyrirhugaður að Hótel Borg,
þriðjudaginn 13. júní klukkan
20.30 um „ekknaskattinn" svo-
kallaða og um það misrétti sem
bitnar á ekkjum, ekklum og ein-
staklingum samkvæmt nýsam-
þykktum breytingum á lögum
um eignaskatt, eins og segir í
fréttatilky nningu.
Á fundinum mun Þuríður Páls-
dóttir, söngkona flytja ávarp og
erindi flytja, Sigurður Líndal, laga-
prófessor, Sigurður Tómasson,
löggiltur endurskoðandi og Kristj-
ana Milla Thorsteinsson, viðskipta-
fræðingur.
Syngur í
Seljakirkju
I guðsþjónustu sunnudags-
kvöld klukkan 20 syngur Steinar
Magnússon í Seljakirkju.
Steinar stundar söngnám í
Bloomington, Indiana. Hann lauk
námi við Söngskólann í Reykjavík
1988 og hefur víða komið fram
opinberlega.
Steinar fer aftur út til náms inn-
an skamms. í Seljakirkju syngur
Steinar Lofsöng eftir Bjarna Böðv-
arsson og Friðarins Guð eftir Árna
Thorsteinsson við undirleik Kjart-
ans Siguijónssonar organista kirkj-
unnar.
Saftiaðarferð
Grensássóknar
Sunnudaginn 11. júní klukkan
10 verður farið frá Grensás-
kirkju í safnaðarferð. Ekið verð-
ur um Hveragerði, Selfoss og
Eyrarbakka.
Leiðsögumenn fræða um það
sem fyrir augun ber. Hádegisverð-
ur snæddur í Þorlákshöfn og stað-
urinn skoðaður. Guðsþjónusta í
Strandarkirkju klukkan 14. Sr.
Tómas Guðmundsson prófastur
þjónar fyrir altari og sr. Halldór
S. Gröndal prédikar.
Ekið heim um Krísuvík. Kostn-
aður er krónur 1.000 matur innifal-
inn. Ferðalok við Grensáskirkju
áætlaður klukkan 18. Verið vel-
komin. - Sóknarneftidin
Bókmenntaupp-
lestur á Eyrar-
bakka
Sunnudaginn 11. júní klukkan
16 verður bókmenntaupplestur
i samkomuhúsinu Stað á Eyrar-
bakka, þar sem Elfar Guðni
Þórðarson sýnir um þessar
mundir málverk og krítarmynd-
ir.
Þeir sem lesa úr verkum sínum
eru Einar Már Guðmundsson,
Gyrðir Elíasson, Geirlaugur Magn-
ússon, Birgir Svan Símonarson,
Kristján Kristjánsson, Eyvindur
Eiríksson, ísak Harðarson og að
öllu forfallalausu Guðmundur Dan-
íelsson.
Blómamarkaður
systrafélagsins
í Y-Njarðvík
HINN árlegi blómamarkaður
Systrafélags Ytri-Njarðvíkur-
kirkju verður haldinn að þessu
sinni sunnudaginn 11. júní
klukkan 13 við kirkjuna í Ytri-
Njarðvík.
Þetta er 7. árið sem systumar
standa fyrir blómamarkaði og hef-
ur jafnan verið mikið aðsókn.
Dúx Stýri-
mannaskólans
í Eyjum
Með frétt í blaðinu á fimmtudag
um skólaslit Stýrimannaskólans í
Vestmannaeyjum var dúx skólans
rangt nafngreindur, einnig féll nið-
ur mynd sem vera átti með frétt-
inni. Morgunblaðið biðst velvirðing-
ar á þessum mistökum.
Sigurður Ingi Ólafsson var dúx
Stýrimannaskólans með hæstu
meðaleinkunn sem nokkur nem-
andi skólans hefúr fengið fyrr
og síðar. Hann fékk fjölda verð-
launa fyrir árangurinn.
Nemendur Stýrimannaskólans sem útskrifuðust af 2. stigi með
prófskírteini sín að skólaslitum loknum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. júní.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 61,50 50,00 57,53 18,072 1.039.781
Þorskur(smár) 40,00 40,00 40,00 0,584 23.340
Ýsa 55,00 45,00 49,88 1,750 87.283
Karfi 37,00 37,00 37,00 2,558 94.660
Ufsi 32,00 18,00 21,65 1,416 30.016
Steinbítur 43,00 20,00 29,21 1,217 35.534
Langa 39,00 33,00 36,80 2,075 76.332
Koli 53,00 48,00 49,35 3,897 192.312
Skötuselur 119,00 84,00 111,30 1,869 208.016
Samtals 59,47 34,568 2.055.836
Á mánudag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski, 7 tonn
af ýsu, 70 tonn af ufsa, 1 tonn af lúðu og óákveðið magn af
karfa, kola og löngu úr Gjafari VE.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 64,00 46,00 60,15 27,459 1.651.577
Þorskur(smár) 39,00 39,00 39,00 0,584 22.776
Ýsa 83,00 17,00 73,32 14,785 1.084.041
Karfi 39,00 15,00 34,65 6,643 230.164
Ufsi 36,00 26,00 33,35 5,224 174.209
Hlýri+steinb. 41,00 37,00 37,52 0,999 37.483
Lúða 240,00 175,00 192,27 1,316 253.030
Skarkoli 54,00 26,00 40,07 2,536 101.626
Samtals 59,65 59,983 3.577.728
Selt var úr Farsæli SH, Freyju RE og handfærabátum. Á mánu-
dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu,
90 tonn af karfa, 20 tonn af ufsa og 2 tonn af löngu úr Viðey
RE og handfærabátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 5. til 9. júní.
Þorskur 75,17 307,785
Ýsa 98,55 75,915
Ufsi 39,50 7,085
Karfi 47,33 3,615
Koli 77,87 1,420
Samtals 78,49 415,671
Selt var úr Páli ÁR í Hull 5. júní, Albert Ólafssyni KE
6. júní og Júlíusi Geirmundssyni ÍS í Hull 7. júní.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 5. til 9. júní.
Þorskur 73,10 381,648
Ýsa 93,63 272,615
Ufsi 34,79 17,850
Karfi 53,93 11,320
Koli 53,93 11,320
Samtals 80,90 892,742
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 5. til 9. júní.
Þorskur 99,86 0,981 97.960
Karfi 108,35 112,256 420.102
Samtals 97,49 152,799 14.896.474
Selt var úr Skagfirðingi SK í Bremerhaven 6. júni.
23.134.881
7.481.325
279.876
171.112
110.575
32.627.311
Grimsby
27.899.983
25.525.048
620.945
610.439
610.439
799.328
Félagsheimili tónlistarmanna:
Lokaátakið hefet í dag
Uppákomur í Kringlunni í dag og næstu viku
Félagar í Tónlistarsambandi íslands standa fyrir tónlistaruppákomu
í Kringlunni í dag og í næstu viku til þess að reka megi smiðshöggið
á frágang Félagsheimilis tónlistarmanna að Vitastíg 3. Tónlistarmenn
haía í þessum tilgangi eftit til happdrættis sem fjáröílunarleið og við
hvern hundraðasta seldan miða verða dregnir út aukavinningar á staðn-
um auk aðalvinnings sem dreginn verður út þann 18. júní.
Þeir Jóhann G. Jóhannsson og
Pétur Jónasson formaður Tónlistar-
bandalags Islands eru talsmenn
þessa átaks og í samtali við Morgun-
blaðið kom fram að fyrir tíu árum
þegar Tónlistarbandalagið fékk að-
gang að Félagsheimilasjóði hafi verið
fest kaup á þriðju hæð hússins að
Vitastíg 3. „Það hefur tekið þessi tíu
ár að koma félagsheimilinu í þetta
horf. Það sem hefur gert okkur erf-
GENGISSKRÁNING
Nr. 107 9. júní 1989 Kr. Kr. ToH-
Ekv Kt. 09.16 K»up tata
Dollan 57.63000 57.790000 57.34000
Sterlp. 90,22000 90,47000 89.96600
Kan. dollari 48.21200 48,34600 47.63600
Dönsk kr. 7,48680 7,50760 7,32550
Norsk kr. 8.02,980 8.05210 7,92650
Sænsk kr. — 8.63370 8,65770 8.49990
Fi. mark 13.03850 13.Q7470 12,827/0
Fr. franki 8,56470 8.58850 8.43050
Belg. franki 1,38820 1,39200 1,36250
Sv. franki 33,48630 33.57930 32.66310
Hbll. gyllim 25,80830 25,88000 25,31180
V-þ. mark 29,07230 29.15300 28,52740
it. líra 0,03989 0,04000 0,03949
Austurr. sch. 4,12970 4.14Í20 4.05270
Port. escudo 0,34960 0,35060 0,345/0
Sp. peseti 0.44870 0.44990 0,45250
Jap.yen 0.39881 0,39992 0,40203
irskt pund 77,78600 78,00200 76,25600
SDR (Sérst.) 71,48250 71,68100 71,01270
ECU.evr.m. 60.35300 60,52060 59,35550
Tollgengi fyrir júní er sölugengi 29. mai.
Sjálfvirkur simsvari gengisskrárungar er 62 32 70.
itt fyrir er að framlag úr Félags-
heimilasjóði hefur ekki skilað sér til
okkar sem skyldi," sagði Jóhann.
„Nú er félagsheimilið okkar orðið að
hlutafélagi þar sem öll helstu samtök
tónlistarmanna eiga aðild að heimil-
inu, ýmst beint eða í gegnum hluta-
fjáreign Tónlistarbandalagsins."
Þeir Jóhann og Pétur sögðu að
húsnæðið væri nú tilbúið til notkunar
og uppákomurnar núna væru loka-
átakið til að koma heimilinu í höfn
svo skipulegur rekstur geti hafist. í
Kringlunni í dag koma fram Skóla-
kór Garðabæjar undir stjórn Guð-
finnu Dóru Olafsdóttur. Þá leika
þeir Símon ívarsson og Einar K.
Einarsson klassíska gítartónlist.
Einnig koma fram félagar í Félagi
harmonikuunnenda og Bjartmar
Guðlaugsson tónlistarmaður. Þessi
dagskrá hefst klukkan 12 á hádegi
í dag og stendur til klukkan 14.
„Markmiðið er að selja 1000 happ-
drættismiða í þessu átaki í Kringl-
unni og náist það markmið verður
dreginn út aukavinningur úr öllum
seldum númerum sem er sælkeraferð
til Portúgal á vegum Evrópuferða
að verðmæti kr. 75.000,“ sagði Jó-
hann. Aðalvinningurinn í happdrætt-
inu er Skoda Favorit bifreið sem
dregin verður út 18.júní. Frekari
uppákomur verða í Kringlunni í
næstu viku og munu þar margir
þekktir tónlistarmenn koma fram frá
þriðjudegi til föstudags milli klukkan
16 og 19.
Jóhann sagði að í félagsheimilinu
væri búið að koma upp vandaðri
aðstöðu fyrir æfingar og félagsstarf
tónlistarmanna og einnig væri í und-
irbúningi að aðrir aðilar myndu hefja
rekstur á neðri hæðum hússins sem
gæti tengst starfsemi félagsheimilis-
ins mjög skemmtilega. „Hugmyndin
er að á fyrstu hæðinni verði nokkurs
konar músíkpöbb þar sem lifandi
tónlist verður þungamiðjan. Á mið-
hæðinni er svo fyrirhugað að koma
upp skemmtilegum veitingastað. Allt
yrði þetta til þess að gera mætti upp
húsið að utan en útlit þess hefur
drabbast niður á undanfömum árum
vegna þess reksturs sem verið hefur
á neðri hæðunum." Pétur Jónasson
sagði að þarna yrði aðstaða Tónlist-
arbandalagsins og í framtíðinni yrði
þetta miðstöð samskipta tónlistar-
manna af öllu landinu.
Pétur tók þó skýrt fram að félags-
heimilinu mætti ekki rugla saman
við Tónlistarhúsið. „Þarna verða ekki
beinlinis tónleikasalir, heldur er þetta
fyrst og fremst æfingaaðstaða þó á
neðri hæðunum bjóðist möguleiki á
minni háttar uppákomum. Það dreg-
ur ekki úr mikilvægi þessa húss því
tónlistarmenn hafa ekki haft neinn
samastað til þessa“, sagði Pétur Jón-
asson formaður Tónlistarbandalags
íslands.