Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989
Ágústa Ambjöms
dóttír - Mhming
Fædd 11. ágúst 1899
Dáin 24. maí 1989
í dag, laugardaginn 10. júní, er
gerð útför elskulegrar tengdamóður
minnar, Ágústu Arnbjörnsdóttur,
og fer hún fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum, hennar gömlu
sóknarkirkju. Ágústa verður lögð
til hinstu hvíldar við hlið eigin-
manns síns, Kristins Jónssonar.
Ágústa fæddist að Oddsstöðum
í Vestamannaeyjum 11. ágúst
1899, dóttir hjónanna Arnbjörns
Ögmundssonar og Elísabetar
Bergsdóttur. Arnbjörn fæddist í
Reynisholti, Mýrdalshreppi, árið
1853 (d. 1941). Foreldrar hans voru
hjónin Ögmundur Árnason (f. 1810)
og Þóra Jónsdóttir (f. 1814). Arn-
björn kom til Vestmannaeyja 1873,
sennilega á vertíð, eins og svo
margir ungir menn ofan af landi
hafa gert, fyrr og síðar. í Eyjum
kynntist hann ungri heimasætu,
Elísabetu Bergsdóttur (f. 1858) og
giftu þau sig 27. nóvember 1881.
Elísabet var dóttir Bergs Magnús-
sonar, bónda á Vilborgarstöðum,
en hann hrapaði í Dufþekju í
Heimakletti 23. ágúst 1866. Móðir
Elísabetar var Sigþrúður Orms-
dóttir, fyrri kona Bergs.
Elísabet og Arnbjörn eignuðust
fjögur börn: Bergmund, f. 1883,
d. 1952. Þorbjörn f. 1886, d. 1965,
Guðbjörgu f. 1892, d. 1944, og
Ágústu f. 1899. Frá þeim er kom-
inn stór ættbogi, sem dreifst hefur
víða, en margir afkomendur þeirra
eru enn búsettir í Vestmannaeyjum.
Ágústa hefur verið á öðru ári
þegar foreldrar hennar flytja að
Prestshúsum og faðir hennar gerist
útvegsbóndi. Minntist hún oft æsku
sinnar og þess góða atlætis, sem
hún átti í föðurhúsum. Hún talaði
oft um lífshætti fólks í Eyjum á
uppvaxtarárum sínum. Atvinna var
oft lítil, nema á vertíðinni og urðu
menn að vera sjálfum sér nógir um
mat og annað, er til heimilisins
þurfti. Var sá hólpinn, er átti kind-
ur og kýr, gat róið til fiskjar og
sótt fugl í björg. Heimilið í Prests-
húsum var vel bjargálna og nutu
margir góðs af gjafmildi Elísabetar
' húsfreyju, fjölskylda, vinir og ná-
grannar. Guðbjörg, systir Ágústu,
hélt alla tíð heimili með foreldrum
sínum og þar ólst upp dóttir henn-
ar, Elísabet. Einnig var mikið á
heimilinu Laufey Bergmundsdóttir,
bróðurdóttir Ágústu. Með Ágústu
og þessum tveim systkinadætrum
hennar tókst mikil og einlæg vin-
átta, sem hélst meðan allar lifðu,
en Elísabet lést fyrir nokkrum
árum.
Laufey sýndi föðursystur sinni
einstaka hlýju og góðvild og ekki
leið sú vika að hún kæmi ekki í
heimsókn til frænku sinnar. Ágústu
voru þessar heimsóknir afar mikils
virði og þá ekki síst seinustu árin,
eftir að heilsu hennar fór að hraka.
Árið 1920 kom ungur maður ofan
af landi til Vestmannaeyja. Hafði
hann ráðið sig sem vinnumann í
Kirkjubæ. Þessi ungi maður hét
Kristinn Jónsson, fæddur í Neðri-
Dal í Mýrdal 29. nóvember 1898,
sonur hjónanna Jóns Þorsteinssonar
(f. 1867) og Sigríðar Þorsteins-
dóttur (f. 1872). Hann hafði flust
með foreldrum sínum kornungur
að Steig í Mýrdal og þaðan kom
hann til Eyja. Ágústa var um sama
leyti í Kirkjubæ og var hún þar á
heimilinu hjá æskuvinkonu sinni,
Helgu, og eiginmanni hennar, Þor-
birni. Kristinn var glæsilegur mað-
ur, dökkur á brún og brá og ekki
að orðlengja það, hann og unga,
ljóshærða, fallega stúlkan felldu
hugi saman. Ágústa og Kristinn
giftu sig 5. október 1921 og hófu
búskap hjá foreldrum hennar, en
þau voru þá flutt á Faxastíg 12, í
hús sem nefnist Hvíld. Stuttu
seinna reistu þau húsið Reynisholt
áfast við Hvíld og bjuggu þau þar
allan sinn búskap. Ágústa og Krist-
inn eignuðust þrjá syni: Sigurjón,
kennara, f. 1922, Magnús, for-
stjóra, f. 1923 og Arnbjörn, bókaút-
gefanda, f. 1925. Sigutjón er
kvæntur Jónínu Ingólfsdóttur og
eiga þ_au tvö börn: Kristin Inga og
Unni Ágústu. Magnús var kvæntur
Ragnheiði Guðmundsdóttur og áttu
þau þrjár dætur: Ágústu Kristínu,
Soffíu og Jónínu, en hún lést 1968
á tíunda árinu. Ragnheiður lést
1977. Seinni kona Magnúsar er
Gréta Bachmann. Arnbjörn er
kvæntur Ragnhildi Björnsson, áttu
þau fjögur börn: Guðrúnu, hún lést
1977, 14 ára, Ágústu, Ásdísi og
Árna Geir.
Það tóku við annasöm ár hjá
ungu hjónunum. Drengirnir komu
hver af öðrum og nærri má geta
að mikill tími fór í umönnun þeirra
og líka þurfti að búa í haginn fyrir
framtíðina. Kristinn hóf störf hjá
Gunnari Ólafssyni á Tanganum,
fyrst sem bílstjóri hjá fyrirtæki
hans og síðan við verslunina.
Ágústa hafði ung lært karlmanna-
fatasaum og saumaði hún allt á
karlmennina sína og einnig tók hún
stundum að sér saumaskap fyrir
aðra, sérstaklega ef nágrannakon-
urnar höfðu með sér vinnuskipti.
‘ Kom það sér oft vel.
Ágústa var með hænsni heima
við hús og hafði því alltaf egg, en
ekki gat hún matreitt þetta ágæta
fiðurfé, hvað þá að hún legði sér
það til munns. Einn mektarmaður
í plássinu kunni vel að meta kjúkl-
ingana og voru honum gefnir þeir
með ljúfu geði. Einnig hafði hún
lítið stakkstæði, þar sem hún
breiddi fisk og þurrkaði. Hún var
með matjurtagarð, þar'sem hún
ræktaði kartöflur og alls konar
kál. Það þótti sérviska á þeim árum
að rækta grænmeti, nema þá kart-
öfiur og rófur og hló Ágústa oft
að því seinna, þegar hún minntist
þess, að talað var um þetta líka
fína grænmeti hennar sem „kanínu-
fóður“. Ágústa sagði mér oft frá
drengjunum sínum, þegar þeir voru
litlir, leik þeirra og starfi. Margt
var brallað í Eyjum þá og er eflaust
gert enn. Hættur voru margar,
bryggjurnar og klettarnir, en allt
blessaðist þetta. Þó voru stundum
ýmsir áverkar og jafnvel beinbrot.
Einu sinni kom Magnús heim með
báða handleggi brotna. Hann hafði
dottið ofan af vegg. Þá féllust henni
hendur, en hún dáðist mikið að still-
ingu drengsins. Ólafur Lárusson,
læknir í Eyjum, sem hún sagði að
hefði verið snillingur við beinbrot,
bjó um handleggina og var Magnús
alheill eftir nokkurn tíma. Þegar
drengirnir höfðu lokið námi í Vest-
mannaeyjum kvöddu þeir heima-
byggð. Siguijón var eitt ár í Kenn-
araskólanum en fór svo í Verslunar-
skólann. Magnús hóf störf í Efna-
lauginni Glæsi hjá Oddi Jónassyni
og Arnbjörn hélt til Kaupmanna-
hafnar í framhaldsnám í prentlist.
Eftir Verslunarskólapróf 1943 fór
Siguijón aftur til Eyja og starfaði
á skrifstofunni á Tanganum og
kenndi við Gagnfræðaskólann.
Nokkrir unglingar úr Gagn-
fræðaskólanum í Eyjum höfðu
stofnað skátafélagið „Faxa“ 1938.
Bræðurnir gerðust allir skátar og
tóku virkan þátt í skátastarfinu.
Árið 1942 voru margir af þessum
ungu mönnum komnir til
Reykjavíkur til náms og starfa og
söknuðu þeir félagsskaparins.
Stofnuðu þeir þá skátaflokkinn
„Útlaga“. Þetta var allíjölmennur
flokkur til að byrja með, en með
árunum heltust margir úr lestinni
og nú, eftir 47 ár, halda þeir áhuga-
sömustu enn uppi merki „Útlag-
anna“. Hafa þeir „Hvildarbræður",
eins og drengirnir þeirra Kristins
og Ágústu voru jafnan nefndir, ver-
ið ,,Útlagar“ frá upphafi.
Árið 1946 kom svo reiðarslagið.
Kristinn þurfti að gangast undir
skurðaðgerð og Ágústa fylgdi hon-
um til Reykjavíkur. Eftir aðgerðina
virtist allt ganga vel. Dag einn
hafði hún verið í heimsókn hjá
Kristni og fór frá honum glöð í
bragði og vár komin heim tií vin-
konu sinnar, Pálínu Scheving, en
hún bjó hjá henni. Þá hringir síminn
og Ágústa beðin að koma strax upp
á spítala. Þegar hún kemur þang-
að, er Kristinn látinn. Þarmalömun,
ekkert í mannlegum mætti til bjarg-
ar. Þetta var 8. júní 1946.
Eftir lát Kristins hélt Ágústa
heimili með Sigurjóni í Vestmanna-
eyjum en 1948, þegar hann hugði
á framhaldsnám, var ekkert sem
batt hana lengur heima í Eyjum
og fór hún þá með honum tii
Reykjavíkur. Hún hélt heimili með
Arnbirni, syni sínum, í mörg ár, eða
þar til hann kvæntist árið 1962.
Eftir það bjó hún fyrst í húsi hjá
Ragnhildi og Arnbirni, en flutti
seinna í eigin íbúð að Meistaravöll-
um 5. Eftir að Ágústa kom til
Reykjavíkur, stundaði hún ýmis
störf. Hún bakaði í nokkur ár fyrir
kaffistofu í vesturbænum og seinna
vann hún á barnaheimilinu Haga-
borg.
Vestmannaeyjar voru Ágústu
alla tíð ákaflega kærar og fór hún
nær árlega til Eyja fyrstu árin eftir
að hún flutti hingað. Eftir gos
treysti hún sér ekki til að fara, vildi
muna Eyjarnar eins og þær voru
áður. Hún gerðist félagi í kvenfé-
laginu Heimaey, sem stofnað var
af Eyjakonum.og átti hún margar
góðar stundir með þeim ágætu kon-
um. Árið 1980 var svo komið, að
hún þurfti á stöðugri umönnun að
halda og flutti hún þá á Hrafnistu
í Reykjavík. Fékk hún þar einstak-
lega góða hjúkrun og aðstoð, sem
fjölskylda hennar þakkar af alhug.
Ágústa lést 24. maí sl. Var hún
kvödd frá kapellunni í Fossvogi 8.
júní, 43 árum eftir að Kristinn, sem
hún syrgði alla tíð, féll frá.
Ég kynntist Ágústu sumarið
1951. Hún lá á Landakotsspítala
allt það sumar, en fékk að koma
heim 11. ágúst, á afmælisdeginum
sínum, en þann dag settum við Sig-
uijón upp hringana. Ágústa leit á
okkur tengdadætur sínar sem sínar
eigin dætur og vildi allt fyrir okkur
gera. Tók þátt í gleði okkar og
sorg. Barnabörnin og langömmu-
börnin voru líf hennar og yndi.
Umhyggja bræðranna fyrir móður
sinni var einstök og unni hún þeim
heitt.
Ágústa var mikil trúkona, en að
hnýsast bak við fortjaldið, sem að-
skilur heimana tvo, var henni fjarri
skapi. Hún hafði djúpar tilfinning-
ar, en flíkaði þeim ekki og hún var
mikill vinur vina sinna. Hún hafði
gaman af skemmtilegum sögum og
hafði sjálf gaman af að segja frá.
Ung að árum gekk hún GóðtempL
arareglunni á hönd og var henni
trygg alla tíð.
Þegar nú langri ævi er lokið og
þráð hvíld er fengin, kveðjum við
elskulega móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu með þakklæti
og hlýju og höfum þá trú, að hún
hafi átt sæla endurfundi.
Ég kveð tengdamóður mína með
virðingu og þökk.
Jónína Ingólfsdóttlr
Nú er hún langamma okkar lát-
in. Við öll barnabarnabörnin sem
vorum svo nátengd henni eigum svo
góðar minningar.
Alltaf var gott að koma til ömmu
og þegar við komum í heimsókn til
hennar fórum við í kapp upp stig-
ana og gekk þá mikið á. Beið okk-
ar þá hennar hlýi armur á stigapall-
inum, síðan var farið inn og borið
á borð okkar eftirlætis tekex, ostur
og kók. Hvergi var osturinn betri.
Inni í skáp átti amma trélest og
fleira dót sem var alltaf jafn
skemmtilegt að taka fram. Á góð-
viðrisdögum fórum við einnig út í
garð þar sem voru rólur og önnur
útileikföng. Þegar kom að því að
fara heim gekk brösulega að finna
okkur, við fundum alltaf einhvern
felustað því við vildum vera lengur.
Tímar liðu og amma fluttist á
Hrafnistu í Reykjavík. Ekki breitt-
ist ánægjan að fá að koma til henn-
ar, alltaf var sama hlýja brosið sem
mætti okkur. Þar eignaðist hún
nokkra góða vini og viljum við sér-
staklega nefna Eyjólf, sem hún hitti
þar aftur þar sem þau höfðu þekkst
í Vestmannaeyjum sem börn.
En síðasta árið hrakaði henni
ört. Einum og hálfum mánuði áður
en hún fór frá okkur var stór stund
í lífi hennar, það var að vera við-
stödd þegar elsta barnabarnabarnið
gifti sig. Hún vildi alls ekki missa
af þessum stóra viðburði þrátt fyrir
að vera bundin við hjólastól. Hún
var þar allan tímann, og hún yngd-
ist upp um mörg ár. Þetta var henni
ógleymanleg stund að vera innan
um alla fjölskylduna.
Svo hrakaði henni mjög snögg-
Iega og hvarf úr lífi okkar, það eina
sem við getum huggað okkur við
eru yndislegar minningar og að hún
sé hjá Iangafa.
Við kveðjum ömmu og söknum
hennar mikið.
Heiða S., Erla, Magnús,
Einar Örn, Heiða K. og
Kiddi.
Elsku besta amma okkar, Ágústa
Arinbjörnsdóttir, er látin. Minning-
arnar hrannast upp og renna sem
þögui myndbrot í gegnum hugann.
Traustur faðmur sem ævinlega
var tilbúinn að veita hlýju þegar
ljósleita telpuhnokka bar að garði.
Á leið heim og í skóla var hægt
að hlaupa inn til ömmu og biðja
um eitthvað í svanginn eða leita
skjóls undan einhveiju hrekkjusvín-
inu. Aðeins í eitt sinn fengum við
ekki að koma inn. Það var þegar
við komum fýldar á svip til ömmu
því mamma hafði verið að skamma
okkur. Þá sagði amma nei — og
sendi okkur til baka heim til pabba
og mömmu.
Stelpukríli á Ægisíðu liggja úti
í glugga og sjá ömmu koma labb-
andi fyrir hornið. Þá var tekið til
fótanna — við út og henni fylgt
síðasta spölinn heim að húsi. Hún
var vart komin inn er háværar radd-
ir glumdu: „Amma, hvað er í tösk-
unni?“
Við vorum uppi á kolli í eldhúsinu
hjá ömmu að undirbúa jólin. Það
var mikii upphefð er við fengum
loks að mylja sykur og möndlur á
kökurnar. Enn æstist leikurinn þeg-
ar bökuð var „ömmukaka" með
rauðum, grænum og gulum röndum
sem enn í dag er vinsælasta jóla-
meðlætið hjá öllum í fjölskyldunni.
Það voru ófáar næturnar sem við
fengum að sofa hjá ömmu. Er fram
liðu stundir og við komnar á ungl-
ingsárin sagði hún eitt sinn: „Ég
er viss um að þið eigið eftir að
koma með mennina ykkur upp í rúm
til mín.“ Amma hefur ætíð verið
sannspá, enda fór svo að önnur
okkar hóf búskap sinn, svo að
segja, í svefnherberginu hennar
ömmu.
Oft fengum við að fylgja ömmu:
Til Vestmannaeyja, á saumafundi
og í Gúttó og til margra vina henn-
ar.
Undanfarin ár hafa börnin okkar
fengið að deila ömmu með okkur.
Þau hafa átt ófáar stundir með
henni sem þau munu búa að um
ókomin ár.
Þessi minningabrot og ótal, ótal
fleiri eigum við geymd í innstu
hugarfylgsnum. Hlýja, trausta
amma sem kenndi okkur svo margt
og ætíð tók þátt í gleði okkar og
sorgum. Traust hennar var það at-
hvarf sem aldrei brást.
Nú er komið að kveðjustund og
við vonum að henni mæti hlýr faðm-
ur afa sem hún saknaði svo sárt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alit og allt.
(V.Br.)
Kiddý og Soffia
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
YNGVI FINNBOGASON
frá Sauðafelli,
til heimilis i Álfheimum 46,
andaðist í Landakotsspítala fimmtudaginn 8. júní.
Þuríður Sigurjónsdóttir,
Hulda Yngvadóttir, Arnar Laxdal Snorrason,
Sigurjón Svavar Yngvason, Margrét Valdimarsdóttir,
Margrét Yngvadóttir, Páll Pálsson,
Inga Þuriður Þorláksdóttir, Rúnar Gunnarsson.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
HALLDÓR JÓHANNSSON
loftskeytamaður,
Undir Heygnum 11,
Þórshöfn,
Færeyjum,
lést miðvikudaginn 7. júní í sjúkrahúsinu í Þórshöfn. Jarðarförin
fer fram laugardaginn 10. júní.
Alma Brend Jóhannson,
Snorri Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir,
Jóhann Halldórsson, Björg Halldórsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÓNASAR HELGASONAR,
Selvogsgrunni 5,
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða fyrir góða hjúkrun og
hlýhug i hans garð.
Guðríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurðsson,
Helga Guðmundsdóttir, Halldór Þorvaldsson,
Helgi Ingvar Guðmundsson, Nanna Þorleifsdóttir,
Gfsli Guðmundsson, Eyrún Þorleifsdóttír,
Jónas Gunnar Guðmundss., Sigurrós M. Sigurjónsdóttir,
Finnur Guðmundsson, Margrét Þorvarðardóttir,
Sigurþór Guðmundsson, Kristín Aðaisteinsdóttir,
Sverrir Guðmundsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Guðmundur J. Guðmund., Sólbjört Aðalsteinsd.,
barnabörn og barnabarnabörn.