Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 33

Morgunblaðið - 10.06.1989, Side 33
e* M(BffiU.NBLAÐtÐ, LAUQAHljA-CiUR 10, JjSNÍ )1,989 .33 stunda. Hræddur er ég um að mikil vosbúð og kuldi ásamt mikilli vinnu hér áður fyrr hafi átt stóran þátt í hvernig heilsan var orðin undir það síðasta. Árin liðu og það bættist við fjölskylduna, tengdadætur og fleiri barnabörn. Og var því oft þröng á þingi í litlu íbúðinni á Blálandi þegar gesti bar að garði að sunnan. Enn líða árin og þar kemur að hann verð- ur að hætta með kindumar, því fæ- turnir taka að bila og langt var að ganga í fjárhúsin. Og nú seinustu árin átti hann mjög erfitt um gang. Þar kemur að íbúðin í Blálandi er orðin honum of erfið, því um slæma stiga var að fara og því er það að þau, Guðný og hann, fá inni í Sæ- borg eins og fyrr er getið. Þar er allt á einni hæð og þau flytjast í snotra íbúð og var gott að vita af þeim þar sem hlúð er að þeim og öryggi fyrir hendi kæmi eitthvað upp á. Við kviðum því að þeim yrði flutn- ingurinn erfiður eftir langa veru á Blálandi, en það var svo vel tekið á móti þeim í Sæborg af Pétri forstöðu- manni Eggertssyni og starfsfólkinu öllu og allt gert fyrir þau svo þeim Plaststóll verðkr. 950,- staðgreitt Furusett með púða, hægt að bijóta saman, kr. 21.508,- -stgr. kr. 20.432,- Opíð um helgína Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 SEGLAGERÐIN______ ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 - SÍMI 621780 Skagaströnd og sjá hann ekki meir. En minningin um hann mun alltaf lifa í huga mér og hún er ljúf. Eigi ég eftir að heyra góðs manns getið, mun hann ávallt koma mér í hug. Fari hann í friði, og megi drottins blessaða ljós lýsa honum á eilífðar vegum. Drottinn gefi dánum ró. Hin- um líkn er lifa. Blessuð veri minning tengdaföður míns elskulegs, Ágústs Jakobssonar. Guðmundur Þ. Guðmundsson Minning: Ágúst Jakobsson, Skagaströnd Fæddur 11. febrúar 1902 Dáinn 1. júní 1989 Að eitt sinn skal hver deyja er það eina sem við vitum með vissu að bíði okkar í þessu lífi. Hvað morgundag- urinn ber í skauti sér vitum við ekki því hann er ekki kominn. Og það sem var í gær er ekki í dag, og dagurinn í gær kemur aldrei aftur. Þetta kom upp í huga mér er mér barst andláts- fregn tengdaföður míns elskulegs, Ágústs Jakobssonar. Eftir situr svo söknuðurinn og ljúf minning um góð- an mann. Fyrir nokkru veiktist hann hastarlega og var fluttur á héraðs- hælið á Blönduósi. Þótt vissulega hafi útlitið verið dökkt þegar hann veiktist, og hann sigrað um stund í glímunni við dauðann, og var jafnvel orðinn það hress að hann gat farið heim, þá syrti að og annað áfall dundi yfir, og nú hafði dauðinn bet- ur. Þótt svo væri vitað hvert stefndi, þá vonaði maður og bað þess í lengstu lög að dauðinn myndi tapa, en svo varð ekki. Það er nú einu sinni svo að við viljum alltaf hafa þá hjá okkur sem okkur eru kærir og næst- ir okkur standa. En við fáum ekki að ráða, það er annar okkur æðri sem ræður og hann hefur lífsbókina okkar í sínum höndum og hann ræð- ur hvenær henni skuli lokað. Hann hefur nú Iokað lífsbók tengdaföður míns. Eftir langa vegferð er göngul- únum hvíldin góð, þegar þrekið er búið og líkaminn sjúkur orðinn. Ágúst Jakobsson fæddist á Blá- landi í Hallárdal í Austur-Húnavatns- sýslu 11. febrúar 1902 og var einn af mörgum systkinum, en nú eru aðeins tvær systur hans á lífi og eru þær báðar búsettar í Noregi. Agúst fór snemma að vinna og urðu störf við landbúnað hjá öðrum aðalatvinna hans. Fyrir mörgum árum réri hann á vertíðum frá Höfnum á Reykjanesi. Árið 1949 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðnýju Hjart- ardóttur frá Bráðræði á Skaga- strönd. Þeim varð fimm barna auðið og eru þau talin í aldursröð þessi: Þórir bifreiðastjóri í Bíldudal, ókv. og bamlaus; Sigríður sjúkraliði í Reykjavík, gift Guðmundi Þ. Guð- mundssyni bifreiðastjóra og eiga þau tvö börn; Kristinn Þorvarður bif- reiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Þorgeirsdóttur, þau eiga þrjú börn; Hallbjörn Þráinn vélvirkja- meistari í Reykjavík, kvæntur Elínu Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn; yngst er svo Guðrún Þórunn á Skagaströnd, sambýlismaður hennar er Jóel Friðriksson, þau eru barnlaus. Ásamt Jóhanni bróður sínum byggir Ágúst tengdafaðir minn hús er þeir nefndu Bláland eftir fæðing- arbæ sínum. Þar bjuggu þau Ágúst og Guðný þar til þau í nóvember sl. flytja inn í hið nýja dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd. Margar eru minningarnar sem koma í hugann nú þegar ég kveð tengdaföður minn hinsta sinni. Ég man er ég fyrst kom niður á Skaga- strönd til fundar við þau hjón, Guðnýju og hann. Satt best að segja, kveið ég því voðalega hvernig þau myndu taka tilvonandi tengdasyni. En sá kvíði var með öllu ástæðu- laus. Þau tóku mér strax eins og ég væri eitt af þeirra börnum svo og æ síðan. Þegar fyrsta barnabarn Ágústs, sonur okkar Sigríðar dóttur hans, fæddist þá var drengurinn lát- inn heita í höfuðið á afa sínum. Þegar ég kynntist tengdaföður mínum var hann með nokkurn íjár- búskap á Skagaströnd, enda þá hætt- ur að vinna hjá öðrum. Það var gam- an að vera hjá honum í íjárhúsunum og sjá hann sýsla við féð, og mér þóttu alltaf kindurnar hans svo fal- legar, enda var hann snillingur í að fara með fé, og mikill dýravinur. Oft var gaman á góðum stundum að setjast niður með honum eftir amstur dagsins og heyra hann segja frá ýmsu er á daga hans hafði drifið hér á árum áður og þegar hann réri frá Ilöfnum og aðbúnaðinum þar eins og hann var þá. Einnig er hann dög- um og nóttum saman lá úti á heiðum uppi í misjöfnum veðrum fyrir tófu sem var þá eins og nú mikill vágest- ur öllum þeim sem flárbúskap mætti líða sem best. Voru þau tengdaforeldrar mínir mjög ánægð í Sæborg og þar leið þeim mjög vel, enda af alúð hugsað um þau þar. Vil ég því þakka ykkur öllum fyrir allt sem þið hafið fyrir þau Ágúst og Guðnýju gert til þess að þeim liði vel og nú fyrir Guðnýju á erfiðum stundum í lífi hennar. Hjartans þökk og megi guð blessa ykkur góða fólk. Sárt fannst mér oft. að sjá hve hann Ágúst minn blessaður var orð- inn slitinn og hve erfitt honum var að hreyfa sig. En hann kvartaði aldr- ei yfir því, enda ekki vanur að kvarta. Já, hann var mikið Ijúfur og góður maður og þakklátur er ég forsjóninni fyrir að hafa kynnst honum og átt hann fyrir tengdaföður. Gott var allt- af að vera í návist hans, þar var svo mikil rósemi og ljúft viðmót, að ég varð alltaf eins og betri maður er ég fór af fundi hans. Og nú er hann allur. Nú verður tómlegt að koma á • Nýtt glæsilegt útlit. • Lúxusinnrétting, nóg pláss fyrir höfuó og hné. • 1.3 L eöa 1.5 L vélar. • Fæst 5 gíraeða sjálfskiptur. • Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. • Sérlega hagstætt verð. EITT MERKI — ÓTAL GERÐIR Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugglega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL HATCHBACK: STNING UM HELGINA SEGLAGERÐIN ÆGIR Við fengum nokkur felli- hjólhýsi með fortjaldi á kynningarverði. Nokkur svninéareintök: Innifaliö: Eldavél, ísskápur, hitari. Eitt með öllu, reist á 4 mínútum. maszaa BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S 68 12 99 Athugió sérstaklega:___________ Greiðslukjör við ollra hæfi! Opið ó lougardögum frú kl. 10-16 i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.