Morgunblaðið - 10.06.1989, Page 44
MÓRGUNBLAÐIÐ RAUÓARDAGUR110. JÚN’Í 1989
Til sölu 5-6 herbergja
einbýlishús í Kópavogi
í Vesturbæ. Steinsteypt. Forstofa, húsbóndaherb., gesta-
snyrting, saml. stofur, geymsla, rúmg. eldhús og þvottahús.
Á efri hæð er hol, baðherb., 3 herbergi og geymsla. Gott
háaloft. Stór bílskúr. Góð lóð. Útsýni. Verð 8,9 millj.
Upplýsingar í síma 43294.
VIÐ BYGGJUM TÓNLISTARHÚS
Dregið 17. júní
Við treystum á þig
Ferðahappdrætti
Samtaka um byggingu tónlistarhúss
Stundum skeður það ótrúlega
Til Velvakanda.
Vaxandi kynslóð, hinn viðkvæmi
gróður eins og heyrist stundum
sagt um unga fólkið, er búin ýmsum
hæfileikum sem venjulega koma í
ljós við það nám sem menntakerfið
býður uppá. Sumir njóta þess að
læra öll sín skólaár án þess að taka
nokkuð sérnám, virðast ekki kæra
sig um það eða hafa ekki hæfileika
í það, enda segir máltækið svo lengi
lærir sem lifir, og hverfa svo að
námi loknu í heim hins aimenna
borgara. Þessir tveir hópar ungrar
kynslóðar, hinir almennu þegnar
og svo hinir sem uppgötva sína
hæfileika í námi öðrum til gleði og
ánægju, sýna að móðir náttúra
mótar ekki alla í sama formið. Enda
er slíkt löngu vituð speki allar göt-
ur síðan hinn vitri maður eða Homo
sapiens kom fram á sjónarsviðið á
sínum tíma. Nokkru eftir að
menntakerfi fóru víða um heim að
ryðja sér til rúms, breytast og mót-
ast í tímana rás hefur fjölmargur
maðurinn fengið að njóta sinna
námshæfileika, sama hvort í hlut
hefur átt verðandi prestur, vísinda-
maður einhvers ákveðins sviðs,
læknir eða tónlistarmaður. Viðkom-
andi menntastofnun hefur mótað
og slípað þetta fólk og gert það að
miklum hæfileikamönnum. Síðan
hefur þetta fólk átt kost á ýmsum
möguleikum í framhaldsnámi og
endanlegu lífsstarfi.
Sumt af þessu fólki hefur kosið
að stunda sérnám til að aðstoða
sína minnstu bræður og systur, að
bera fyrir bijósti heilsu þeirra og
daglegar þarfir og aðstoðar sína
minnstu bræður og systur eftir
föngum. Þeir sem hafa stundað slíkt
framhaldsnám ná oft árangri í að
lækna og greiða fyrir þessum aðil-
um svo þeir geti lifað betur en áður
og jafnvel fundið til fölskvalausrar
hamingju enda þótt viðkomandi
vandamál sé ekki alveg úr sög-
unni. Það er trúa mín að einhvern
tíma í framtíðinni takist að finna
allsheijarlausn fyrir sérhvern er
minna má sín en samferðamennirn-
ir. Jafnvel að hægt verði að fyrir-
byggja mörg mein í fæðingu því
stundum skeður það ótrúlega.
Gunnar Sverrisson
>
ORLOFSHÚS Á SPÁNI
Stjórnvöld höfuðóvinurinn
Til Velvakanda.
Almenn óánægja ríkir með það
ástand sem nú er hjá þjóðinni, ekki
síst vegna þess að flestir gera sér
ljóst að um heimatilbúinn vanda er
\/iltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu lúxus-
umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufeg-
urðin er hvað mest á Spáni?
VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,-
AFBORGUNARKJÖR.
Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin
er alla daga, m.a. veitingastaðir, diskótek og 18 holu golfvöllur.
SÉRSTAKUR KYNNINGARFUNDUR
með myndbandasýningu á Laugarvegi 18, laugardag 10. og
sunnudag 11. júní frá kl. 13.00-17.00.
Kynnisferð til Spánar 21.-28. júní.
Örfá sæti laus.
ORLOFSHÚS SF.,
Laugavegi 18, 101 Reykjavík,
símar 91-17045 og 15945.
iltu komast í
sumarfrí til vinsælustu
sólarstranda Spánar fyrir
verulega lægra verð?
Á morgun, sunnudag, kynnirVeröld þérnýjan
möguleika í sumarfríinu, sem gerir þér kleift að
komast í fríið fyrir miklu lægra verð.
SJÁ NÁNAR HÉR í MORGUNBLAÐINU Á BLAÐ-
SÍÐUM 9,31 og 29c ÁMORGUN
M R D fl tf 1Ð S10 01N
-r
mm
Austurstræti 17, sími 622200
Víkverji
Nú leyfist okkur náðarsamleg-
ast að éta ætar kartöflur um
sinn eftir ómetið sem við höfum
mátt leggja okkur til munns að
undanförnu. Erlendu krtöflurnar
eru víst alveg að koma að fenginni
blessun forsprakka einokunarversl-
unarinnar.
Stundum er því líkast sem menn-
irnir sem eiga þarna hagsmuna að
gæta séu beinlínis að storka okkur
neytendum. Þannig sá Víkveiji fyr-
ir skemmstu hvar framkvæmda-
stjóri Agætis lýsti yfir í frétt um
að innflutningur á kartöflum væri
„ótímabær" eins og hann orðaði
það. Hann sá ekki betur en að enn-
þá væri til „nóg af boðlegum inn-
lendum kartöflum".
„Boðlegum?" Fullboðlegum í ís-
lendinginn, væri réttara að orða
það. En hlálegt er það ef þeim sem
stjórna þessum málum tekst nú líka
með bölvaðri þvermóðskunni að
venja okkur íslendinga af kartöfl-
um.
Kaldhæðinn breskur blaðamað-
ur, sem heldur úti dálki í helg-
arblaði The Guardian, ræður mönn-
Misjaftalega
búið að öldr-
uðu fólki
Til Velvakanda.
Ég hlustaði á dögunum á við-
tal við ráðamenn Reykjavíkur-
borgar um öldrunarmál og
fannst ekki mikið til um. í þætt-
inum var talað við 90 ára gamla
hreyfíhamlaða konu sem fékk
heimilishjálp einu sinni í viku og
ef þann dag bar upp á helgidag
þá féll sá dagur úr. Hafði hún
ekki fengið heimilishjálp í heilan
mánuð. Þetta er ekki nógu gott.
Ég ei- öldruð og er hreyfihöm-
luð. Ég bý í Garðabæ og konan
sem sér um heimilishjálp hjá
mér mundi ekki láta falla niður
dag þótt helgidagur væri og að
auki annast hún allar sendiferðir
sem þarf að fara fyrir mig. Mér
finnst að félagsmálaráð í
Garðabæ greiði vel fyrir sínum
þegnum og geri vel við sitt fólk
og hafi það mínar þakkir.
Anna
að ræða. í vor var þjóðfélagið lam-
að af verkföllum svo vikum og
mánuðum skipti. Þessi verkföll voru
gerð í þeim tilgangi að bæta upp
tekjumissi en stolið hafði verið af
krónunni með gengissigi í langan
tíma. En hver er nú árangurinn
þegar upp er staðið? ASÍ sló veru-
lega af kröfum sínum í þeirri von
að stjórnvöld myndu halda verðlagi
niðri og voru gefin um það loforð
og fögur fyrirheit af ráðamönnum.
Nú, nokkrum vikum síðar, hefur
allt verið svikið og nú dynja verð-
hækkanir yfir rétt eins og öllu hafi
verið sleppt lausu. Lítið fer fyrir
kjarabótunum frá því í vor á móti
þessum ósköpum.
Hér áður fyrr litu verkamenn á
atvinnurekendur sem sína höfuð-
andstæðinga í baráttunni fyrir
bættum kjörum. Nú er þetta breytt.
Nú eru það stjórnvöld sem eru'höf-
uðandstæðingar launþegans. Gerðir
eru kjarasamningar sem báðir aðil-
Hvítasunnufólk
Kæri Velvakandi.
Ég undirritaður vil láta þá skoð-
un mína í ljós, að aðferðir þær sem
hvítasunnufólk notar til tjáskipta
sín á milli á samkomum sínum eru
einkar forvitnilegar. Jafnframt
langar mig til þess að þakka því
fyrir veittan stuðning í leit minni
að hamingjuríku lífi.
Björn Siguijónsson
skrifar
um frá því að vera mikið á ferð og
flugi í sumar, þó einkanlega á flugi.
Hann upplýsir að eftir að sovéskar
orrustuþotur höfðu grandað kór-
esku farþegaflugvélinni hafi svo-
hljóðandi tillaga verið borin fram
og samþykkt í Alþjóðaflugmála-
stofnuninni: „Ekkert ríki má ráðast
með vopnum gegn farþegavél þá
hún er á lofti.“
Dálkahöfundurinn segir réttilega
að hér sýnist ekki til mikils mælst,
en bætir þá við: „Gallinn er sá að
52 þjóðir, og þar á meðal Sovét-
menn og Bandaríkjamenn, hafa
neitað að staðfesta tillöguna. Far-
þegavélar eru því enn ekki frið-
helgar að alþjóðlögum."
Hann botnar klausuna með þeirri
meinlegu athugasemd að ijúpan
hafi það sem sagt umfram flugfar-
þega að vera þó friðuð hluta af
árinu.
xxx
Er Víkveiji einn um það að
finnast orðið „stórmenni" hálf
vandræðalegt um forystumenn okk-
ar og maka þeirra? Undirritaður
heyrði útvarpsmann nota það í sam-
ar, launþegi og vinnuveitandi, sætta
sig við og báðir standa við sinn
samning eins og lög gera ráð fyrir.
En þá koma stjórnvöld til skjalanna
og standa fyrir aðgerðum sem
lækka raungildi krónunnar og þar
með eru samningarnir sem svo mik-
ið var haft fyrir að koma í höfn
ónýtir orðnir og hefja verður samn-
ingaviðræður og verkfallsaðgerðir
á ný.
Sú stjórn sem nú situr hefur far-
ið illa að ráði sínu og því nær engu
góðu komið til leiðar. Ljóst er að
hún er óvinsæl orðin með afbrigð-
um. Þessi stjórn Steingríms Her-
mannssonar kaus að kenna sig við
félagshyggju. Sú félagshyggja hef-
ur fyrst og fremst lýst sér í því að
níðst hefur verið á láglaunamannin-
um. Nokkrir framsóknargæðingar
geta þó líklega hrósað happi því
þeir hafa margir verið vel aldir á
kostnað almennings.
Jóhann
bandi við páfáheimsóknina. Hann
nafngreindi nokkra landa okkar
sem voru í móttökunefndinni en lét
sér nægja að taka afganginn saman
í kippu undir safnheitinu „annað
stórmenni".
Kannski það séu atburðir síðustu
viku sem valda því að Víkveija
finnst þessi nafnbót í svipinn að
minnsta kosti dálítið langsótt. Varla
mun öllum til dæmis hafa fundist
sem það væri mikill „stórmennsku-
bragur“ á öllum þeim þjóðkunnu
kempum sem voru kvaddir til vitnis
í brennivínsmálinu.
Þá finnst Víkveija það óneitan-
lega skoplegt þegar svo er komið
skjallinu í þessu landi okkar að
ekki einu sinni stórmennistitillinn
þyki nógu fínn fyrir gildustu jarl-
ana. Þegar Tíminn birti þriggja
dálka forsíðumynd af Steingrími og
páfanum hét fyrirsögnin „Höfðingj-
ar mætast!“
xxx
jóðviljinn upplýsti í helgarblaði
sínu um daginn í tilefni af
heimsókn páfa að sá góði maður
væri „óítalskur".