Morgunblaðið - 10.06.1989, Qupperneq 46
^Í6
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989
Vinnie Jones hefur verið seldur til
Leeds, í 2. deild, og margir leikmenn
1. deildar geta því andað léttar.
■ VJNNIE Jones, hinn umdeildi
miðherji Wimbledon, var í gær
seldur til Leeds, sem leikur í 2.
deild, fyrir 650.000 pund. Sam
Hammam, forstjóri Wimbledon,
sagði að Jones heði viljað fara
persónuiegum ástæðum. Hann
sagði einnig að eftir að Jones
„skallaði“ Kevin Ratclifife, í leik
Wimbledon og Everton, hefði
áhugi félaga aukist verulega.
„Næstu tvo daga höfðu sex eða sjö
lið samband og vildu vita hvort
hann væri á lausu,“ sagði Hamm-
am.
■ GEORG Graha.ni, fram-
kvæmdastjóri Arsenal, hlaut titill-
inn framkvæmdastjóri ársins.
M TALANDI um framkvæmda-
stjóra, þá hefur framkvæmdastjóri
Charlton, Lenny Lowence, sem
tókst hið ótrúlega; að halda Charl-
ton í deildinni, skrifað undir tveggja
ára samning við liðið.
■ COVENTRY er búið að kaupa
Franz Carr, frá Nottingham For-
est fyrir 500 þúsund pund. Þykja
þetta góð kaup, því Carr er gífur-
lega fljótur framheiji, og hefur jafn-
vel verið talinn almesti hlaupagikk-
urinn í ensku deildinni.
■ JOHN McCIelland hefur verið
seldur frá Watford til Leeds fyrir
150.000 pund. McCIelIand er
n-írskur landsliðsmaður, og hefur
þótt fantagóður vamarmaður.
■ MANCHESTER United
j-^eiddi fram öllu meiri fjárupphæð,
eða 750 þúsund pund, fyrir hinn
27 ára gamla Michael Phelan, sem
var hjá Norwich. Phelan heim-
sótti Old Trafiford á dögunum og
var alveg yfir sig hrifinn af öllum
aðstæðum.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Detroit vann aftur
Sigraði Lakers 108:105 í æsispennandi leik.
Magic Johnson fór meiddur af leikvelli
DETROIT Pistons gerði sér lítið
fyrir og sigraði meistaranana,
Los Angeles Lakers, 108:105 í
æsispennandi leik í annarri við-
ureign liðanna í úrslitakeppni
bandarísku NBA-deildarinnar.
Leikurinn fór fram í Detroit í
fyrrakvöld. Þar með hefur
Detroit 2:0 forystu í einvíginu
en næstu þrír leikir munu fara
fram í Los Angeles.
Lakers hafði yfirhöndina framan
af og var yfir 62:56 í hálfleik.
Heimamenn sóttu síðan í sig veðrið
og staðan var orðin 75:75 þegar
Lakers varð fyrir afdrifaríku áfalli.
Magic Johnson meiddist og þurfti
að fara af leikvelli.
Snemma í ijórða og síðasta leik-
hluta náði Detroit góðri forystu með
frábærum leikkafla og skoraði þá
12 stig gegn einu stigi Lakers. En
leikmenn Lakers gáfust ekki upp.
Með mikilli baráttu tókst þeim að
minnka muninn í 106:104 þegar
tuttugu og ein sekúnda var eftir.
Detroit missti boltann þegar átta
sekúndur voru eftir og James Wort-
hy fiskaði strax tvö vítaskot. Þar
með hafði Los Angelesliðið tæki-
færi á að jafna. En Worthy hitti
aðeins úr öðru skoti sínu og Isiah
Thomas gulltryggði Detroit síðan
sigurinn með tveimur stigum úr
vítaskotum í lokin.
Joe Dumars átti stórleik og skor-
aði 33 stig fyrir Detroit en Isiah
Thomas gerði 21. James Worthy
og Michael Cooper voru stigahæstir
hjá Lakers með 19 stig.
Næstu þrír leikir verða í Los
Angeles. Leikmenn Lakers verða
aldeilis að taka á honum stóra
sínum ef þeir ætla sér að vinna titil-
inn þriðja árið í röð. Aðeins tvisvar
áður hefur það komið fyrir, að lið
hafi unnið titilinn eftir að hafa tap-
að tveimur fyrstu leikjunum í loka-
keppninni í NBA-deildinni.
Lið Detroit er þekkt fyrir sterka vöm og hér er Magie Johnson umkringdur
í vítateig liðsins. Magic meiddist í leiknum og óvíst hvort hann verður með í
þriðja leiknum.
TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMÓTIÐ
HANDBOLTI
Edberg og Chang í úrslit
Chang sá yngsti sem náð hefur að leika til úrslita
Stefan Edberg fær það erfiða hlutverk að hemja hinn unga Michael Chang
í úrslitaleik opna franska meistaramótsins.
ÞAÐ verða Stefan Edberg frá
Svíþjóð og Michael Chang frá
Bandaríkjunum sem mætast í
úrslitum á opna franska meist-
aramótinu ítennis. Chang sigr-
aði Sovétmanninn Andrei
Chesnokov í undanúrslitum og
Edberg vann Boris Beckerfrá
Vestur-Þýskalandi.
Chang, sem er aðeins 17 ára,
er sá yngsti sem náð hefur í
úrslit á mótinu. Mats Wilander var
hálfu ári yngri er hann lék til úr-
slita 1982. Chang hefur því ekki
mikla reynslu en það kemur ekki
að sök. Hann lék mjög vel gegn
Chesnokov og sigraði , 6:1, 5:7, 7:6
og 7:, í rúmlega ijögurra tíma leik.
Chang var þó ekki jafn vinsæll
með áhorfenda á Roland Garros
vellinum og þegar hann sigraði
Lendl. Chang kvartaði undan dóm-
gæslu hvað eftir annað og því var
það Chesnokov sem var hvattur til
dáða af áhorfendum. Það var þó
ekki nóg því Chang lék af öryggi
og festu og náði að fylgja góðri
byijun eftir.
Edberg sigraði Becker í skemmti-
legum og spennandi leik, 6:3, 6:4,
5:7, 3:6 og 6:2 og komst þar með
í úrslit í fyrsta sinn. Hann byrjaði
vel en síðan gekk allt á afturfótun-
um. Becker vann tvo leiki, en Ed-
berg var sterkari á endasprettinum.
„Það verður erfitt að leika gegn
Chang. Maður má ekki leika of
aftarlega, heldur að sækja að net-
inu,“ sagði Edberg, sem sigraði á
Wimbledon-mótinu í fyrra.
í úrslitum í kvennaflokki mætast
Steffi Graf frá V-Þýskalandi og
Arantxa Sanchez frá Spáni og er
þar búist við öruggum sigri Graf.
Þess má geta að þær leika báðar
tvo úrslitaleiki í dag. Graf í tvíliða-
leik, ásamt Gabrielu Sabatini, og
Sanchez í tvenndarleik ásamt
Poracio De LA Pena frá Argentínu.
Leikið a
laugardög-
um í vetur
Leikir í 1. deild
hefjastkl. 16.30
Íslandsmótið í handknattleik
1989 hefst laugardaginn 7.
október. Leikirnir í 1. deild karla
fara allir fram á laugardögum
kl. 16.30.
Ákveðið hefur verið að 10
umferðir verði spilaðar fyrir ára-
mót og þrjár strax eftir áramót,
en síðan fímm síðustu umferð-
imar strax að lokinni heims-
meistarakeppninni sem fram fer
í Tékkóslóvakíu í lok febrúar.
FELAGSLIF
Aðalfundur
dómara
Aðalfundur Handknattleiks-
dómarasambands íslands fer
fram í íþróttamiðstöðinni í Laugar-
dal 19. júní nk. kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
' 23. LEIKVIKA- 11. juní 1989 í 1 | X12
,ekld
b*?,
nepp0'
Lauqardagur kl. 20:15
Leikur 1 ReynirS. - Stjarnan
Leikur 2 Augnablik - Hafnir
Leikur 3 Grindavík
Breiðablik
Leikur 4 Árvakur
- Víkverji
Leikur 5 Vídir
- Í.K.
Leikur 6 Selfoss- Víkingur Ó.
Leikur 7 Í.B.V.
Stokkseyri
Leikur 8 Þróttur R. - Njardvík
Leikur 9 Tindastóll - K.S.
Leikur 10 Leiftur
- Völsungur
Leikur 11 Höttur
- Leiknir F.
Leikur 12 Þróttur N. - Huginn
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULÍNAN s. 991002
Ath, breyttan lokunartíma!
Ath; TVÓFALDUR POTTUR
Um helgina
Knattspyrna
Laugardagur:
1. d. kv Þór A.-íA..........14
1. d. kv KR-Stjarnan........14
1. d. kv Valur-UBK.........14
4. d. B. Geisli—Flölnir......14
4. d. D. SM—Neisti...........14
4. d. D. UMSEb—Efling........14
4. d. D. HSÞb-Hvöt...........14
4. d. E. KSH—Leiknir F.......14
Sunnudagur:
Bikark. Reynir—Stjarnan.....14
Bikark. Augnablik—Hafnir....14
Bikark. Grindvik-UBK.........14
Bikark. Árvakur—Víkverji.....14
Bikark. Víðir-ÍK........... 14
Bikark. Selfoss—VíkingurÓl...14
Bikark. ÍBV—Stokkseyri.......14
Bikark. Þróttur R,— Njarðvík.14
Bikark. Tindastóll-KS........14
Bikark. Leiftur—Völsungur....14
Bikark. Höttur—Leiknir F....14
Bikark. Þróttur N.—Huginn....14
Golf
Golfklúbbur Mosfellssveitar heldur
opið golfmót í dag. Leiknar verða 18
holur með eða án forgjafar og hefst
mótið kl.9.00.
Öldungamót á Nesvelli hófst í
morgun og verða leiknar 36 holur í
dag og á morgun. Skráning í mótið
fer fram í klúbbhúsinu.
Golfklúbbur Reykjavíkur stendur
fyrir opnu móti í Grafarholti í dag.
Leiknar verða 18 holur með forgjöf.
Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir
opnu kvennamóti i golfi í Hafnarfirði
í dag. Ræst verður út frá kl. 10.
TENNIS
Einar ráðinn
þjálfari TSÍ
Tennissamband Islands hefur
ráðið Einar A. Sigurgeirsson
sem þjálfara í sumar. Einar hefur
búið í Ástralíu frá fjögurra ára
aldri, en fluttisttil íslands sl. haust.
Einar byrjaði að spila tennis 14
ára gamall heima hjá sér í Perth í
Ástralíu. Hann fluttist til Sidney
1986 og bjó þar hjá frægum tennis-
kennara, Don Champion. Þar fág-
aði hann tennisslátt sinn og kynnt-
ist einnig viðskiptalegri hlið máls-
ins. Hann hefur hlotið mikið lof
fyrir tennisþjálfun og átt velgengni
að fagna í leik sínum. I vetur var
hann í háskóla í Alabama á fríum
skólagjöldum vegna tennisíþróttar-
innar. Hann tók þátt í nokkrum
mótum fyrir skólann sinn og fyrir
skömmu lék hann til úrslita á Gulf
South Conference.
Kennslan hefst 12. júní og fer
hún fram á planinu við gervigrasið
Einar A. Sigurgeirsson, nýráðinn
þjálfari TSÍ.
í Laugardal þar sem komið verður
upp flórum völlum. Námskeiðin eru
öllum opin en hvert þeirra er fjórir
tímar á tveimur vikum.
Skráning fer fram hjá ÍSÍ.