Morgunblaðið - 30.06.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 30.06.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1989 C 7 Krossfari næturinnar og klunni dagsins Leðurblökumaðurinn; heitt elskaðir og milt hataðir þættir., ZAP. BOOM. CRASS. ísland er líklega 108. landið sem sýnir sjón- varpsþættina um Leðurblöku- manninn — Batman — og hvort sem það er tilviljun eða ekki ger- ist það á sama tíma og Batman- æði er að myndast í Bandaríkjun- um og á jafnvel eftir að breiðast um heiminn eins og veira í gam- alli vísindaskáldskaparmynd í tengslum við 35 milljóna dollara bíómynd um ævintýri skikkju- klædda krossfarans með Jack Nicholson í hlutverki erkikrimm- ans Spaugarans og Michael Keat- on í titilhlutverkinu. En það er sitthvað sjónvarps- þættirnir og bíómyndin. Þættimir, sem ríkisstöðin sýnir á Bat-tíma á þriðjudögum (héilög hamingjan; ekki missa af þeim), er það besta skrípó sem þú getur fengið fyrir afnotagjöldin. Þeir þóttu hryllileg- ir þegar þeir vom gerðir um miðj- an sjöunda áratuginn þannig að Batman-aðdáendur hvarvetna litu undan í skömm (þið verðið að sjá þá til að sannfærast), en með tímanum hefur hallærið orðið að góðæri og nú er litið á þá með velvilja og eins og hvert annað gamanmál, en um leið minnt á að þeir eiga ekkert sameiginlegt með hinum raunverulega, goð- sagnakennda skikkjumanni næt- urinnar, Batman. í sjónvarps- þáttunum líkist hann meira klunna dagsins. „Súpergaur“ Hasarblaðahetjan varð til hjá ungum teiknara að nafni Bob Kane fyrir hálfri öld og þróaðist hjá honum og höfundinum Bill Finger. Árið áður hafði Súperman orðið til og Kane hafði verið beð- inn að gera svipaðan „súper- gaur“.í Batman-þjóðsögunni seg- ir að þegar hann var tíu ára hafi hann orðið vitni að morði á for- eldrum sínum og svarið þann eið að beijast gegn glæpum í Got- ham-borg. Dags daglega er hann mannvinurinn og milljónamær- ingurinn Bruce Wayne en þegar hætta steðjar að bregður hann sér í leðurblökugervið og fæst við skrautlegt lið stórglæpamanna eins og Spaugarann, Mörgæsina og Kattarkonuna. Polyester Sjónvarpsþættirnir áttu sáralít- ið sameiginlegt með hasarblöðun- um og hæðast raunar endalaust að þeim. Þeir eru gerðir í óborgan- lega spaugilegum, einfeldnings- legum, sakleysislegum og mjög meðvituðum skátastíl með Bat- man í hlutverki skátaforingjans sem rennir sér niður slökkviliðss- úlurnar og verður LEÐUR- BLÖKUMAÐURINN. Leður- blökugervið er einn hlægilegasti parturinn af sjónvarpsþáttunum milt hötuðu og heitt elskuðu. Þeg- ar leikarinn Adam West er kominn í polyester-samfestinginn og bú- inn að iáta á sig grímuna lítur hann ekki út eins og goðsagnaper- sóna sem berst við undirheimana heldur miklu frekar handhafa aulaverðlaunanna fyrir versta búninginn á grímuballi í gagn- fræðaskóla. Robin félagi hans býr yfir gáfum og klókindum sex ára krakka og ástúðlegt samband þeirra á herrasetri Bruce Wayne er allt að því kynferðislegt. Það minnir a.m.k. á þegar i upphafi sjötta áratugarins Batman-sögun- um var kennt um alia heistu ungl- ingaglæpi í Bandaríkjunum og doktor að nafni Frederic Wertham skrifaði bók, Tæling sakleysingja, þar sem hann sagði sögumar um Batman og Robin vera „fantasíu um tvo homma sem búa saman“. Og gleymið ekki slagsmálunum sem skreytt eru með hasarblaða- hljóðunum víðkunnu: ZAP. BOOM. CRASS. Þættirnir hafa alltaf verið bestu vinir barnanna. — ai. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Skvett sér upp eftir skilnað gamanmynd A New Life ★ ★ 14 Leikstjóri og handritshöfundur Alan Alda. Aðalleikendur Alda, Ann-Margret, Hal Linden. Bandarísk. Paramount 1988. 100 mín. Öllum leyfð. Eftir að hafa stigið úr pontu sem prímusmótor M* *A*S*H, einna vin- sælustu og fyndnustu sjórivarps- þátta sögunnar, hefur Álda gert nokkrar persónulegar kvikmyndir þar sem hann hefur verið í hlutverk- um leikstjóra, handritshöfundar og aðalleikara. Hefur ætíð sett mann- leg vandamál á oddinn og þó hann sé íjarri því að vera nokkur Allen þá hafa þessar tilraunir hans jafnan verið i rösku meðallagi og jafnan prýddar góðu skopskyni höfundar. Þau Alda og Ann-Margret leika miðaldra hjón sem skilja og fara að slá sér upp á nýjan leik. Það gengur upp og ofan og hreint ekki hjá Ann-Margret. Auðséð hvort ræður ríkjum hér, Ann-Margret eða Alda. Alda hefur ort þokkalegasta hlutverk sem hann syndir í gegnum með fullri virð- ingu, er stjarnan og stendur uppi með pálmann í höndunum í leiks- lok. Ann er ekki eins spennandi persóna og því síður sá ólíklegi lista- gepill sem á að heilla þennan heljar- mikla kvenkost. En þetta alvörumál er tekið fyrst og fremst léttum tök- um, enda fær Linden bestu línurnar í hlutverki piparsveinsins og stelur senunni. Frekar kúltíveruð og kát afþreying. nóin í borgmni BÍÓBORGIN Undrasteinninn 2/Endurkoman ★ Óþægilegur tilbúningur sem kast- ar rýrð á frummyndina og hefur engan sýnilegan tilgang annann en að græða aðeins meira á sæmi- legri hugmynd. -ai. Hið bláa volduga ★ 'h Þessi buslugangur gerði það víst gott í Frans, ekki liggur í augum uppi hversvegna. Ef undan er skil- in hrífandi neðansjávarmyndataka og kraftmikil hljóðrás er Hið bláa volduga vannmáttug, þokukennd kvikmynd, söguþráðurinn lang- dreginn og fáránlegur á köflum en verst er þó að sitja undir einum alversta leik, hjá frk. Arquette, sem sést hefur á tjaldinu í háa herrans tíð. Leikstjórn Bessons, (Subway), er fyrst og fremst ábúðamiklir stælar. -sv. Hættuleg sambönd ★ ★ ★ ★ Glenn Close og John Malkovitch leika lostafulla blekkingarmeistara ástarinnar sem heyja listilega flá- ræðislegar og miskunnarlausar orustur um saklaus ungmeyjar- hjörtu í þessari frábæru bíóútgáfu af leikriti Christophers Hamptons. -ai. Regnmaðurinn ★ ★ ★ ★ Tvímælalaust frægasta — og ein besta — mynd sem komið hefur frá Hollywood um langt skeið. í henni er hæg, sterk stígandi mannlegra tilfinninga sem seint mun gleymast en ólýsanlegur leik- ur Hoffmanns í hlutverki einhverfs, miðaldra manns yfirgnæfir þó allt annað. Sjáið Regnmanninn, þó þið farið ekki nema einu sinni í bíó á ári. -sv. BÍÓHÖLLIN Með allt í lagi ★ ★ Rómantískur gamanþriller af gamla skólanum, vel mannaður með Selleck í fínu formi í farar- broddi. En fyndnin er brokkgeng, allt frá sprenghlægilegum uppá- komum niður í hreinasta aulaskap. -sv. Þrjú á flótta ★ ★ 'h Ánægjuleg skemmtun frá Disney- félaginu með Nick Nolte og Martin Short í aðalhlutverkunum. Ólíkir vinir eru fyndnir vinir er kjörorðið í Hollywood þessa dagana og hér sannast það einu sinni enn. Short ersprenghlægilegur. -ai. Setið á svikráðum ★ ★ Costa-Gavras lætur vaða á súðum í nýjustu krossferð sinni að þessu sinni á hendur ímyndaðra samtaka róttækra hægrimanna og kyn- þáttahatara í landbúnaðarhéraði í miðríkjum Bandaríkjanna hrjáðu af ágangi banka og dómsvalds og vilja skella skuldinni á gyðinga og negra. Ótrúleg flétta, ódýrar að- ferðir til að vekja viðbjóð áhorf- enda á öfgamönnum og ólánlegt leikaraval eru brauðfætur þessarar oft athyglisverðu ádeilu sem í lokin leysist upp í rómantíska enda- leysu. -sv. Lögregluskólinn 6 ★ Allt við það sama í löggulandi. Ungu byssubófarnir ★ ★ 'h Óvenjulegur vestri — sem reyndar eru harla fágætir á hvíta tjaldinu um þessar mundir — þar sem höf- undar leika sér að goðsögninni um Billy The Kid og Emilio Esteves túlkar af mikilli leikgleði. Hér ægir saman ólíklegustu frásagnarhefð- um allt frá hlýlegri rómantík uppí hæghraða blóðsúthellingar að hætti The Wild Bunch. Einkennist þó fyrst og fremst af kraftmikilli leikstjórn og leik hinna ungu harð- jaxla Hollywoodborgar. -sv. Ein útivinnandi ★ ★ ★ Nútímaöskubuska slær í gegn á Wall Street. Gamaldags léttmeti í sígildum Hollywood-stíl sem kem- urmanni ígottskap. -sv. Fiskurinn Wanda ★ ★ ★ Margsnúin, hábresk á mörkum farsa og gamanmyndar enda stýrt af einum helsta snilling Ealing- tímabilsins, Charles Crichton og æringjanum Cleese, sem fer á kostum sem leikari og handrits- höfundur. Kline hefur ekki verið betri, Palin er óborganlegur sem stamandi smákrimmi og Jamie Lee er augnakonfekt, ef það er á annað borð til. Útkoman í heild þó ekkert meiriháttar, einsog sagt er. -sv. STJÖRNUBÍÓ Stjúpa mín geimveran ★ ★ ★ Ef þú tekur hana ekki of alvarlega ættirðu að geta skemmt þér dægi- lega á þessari furðulegu, hug- myndaríku og oft sprenghlægilegu gamanmynd um kynbombulega geimveru sem lendir á jörðinni og kynnist nýjum siðum. „Dellumynd" stendur í auglýsingunni og það er réttnefni. -ai, Harry . . . hvað? ★ ★ 'h Tæki til að koma á framfæri ein- stökum farsaleikhæfileikum hins skáldlega vaxna John Candys sem hér leikur einkaspæjara sem minnir ekki lítið á Clouseau lögre- gluforingja. Brokkgeng en bráð- fyndin á köflum. -sv. Kristnihald undir Jökli ★ ★ ★ Kristnihaldið er bráðskemmtileg og rammíslensk enda er hún trú sögu skáldsins og flutningurinn á tjaldið gengið vel í flesta staði. Órðsnilldin og skopið til staðar og persónueinkennin sterk í höndum einkar ánægjulegs leikhóps. Á sviðsmyndina vantar fátt, unnin af nostursemi og smekkvísi og bakgrunnurinn, Breiðuvíkin, Stap- inn, fellið og Jökullinn unnið af leik- tjaldasmiðnum mikla í sunnudags- skapi og fangaður með prýði af kvikmyndatökumanninum. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Gift Maffunni ★ ★ ★ Demme svíkur ekki aðdáendur sína en kemur með enn eina, ferska og ærslafulla gamanmynd, fulla af bráðfyndnum uppákomum frá upphafi til enda. Hin föngulega Pfeiffer leikur með prýði ekkju leigumorðingja á flótta undan Maf- íunni. Leikhópurinn er skotheldur, tónlist Byrne hressandi að vanda, leikstjórnin hugmyndarík og lau- flétt. -sv. REGNBOGINN Sveitarforinginn ★ Ein af hörmungum styrjalda , eru B-myndirnar sem fylgja í kjölfarið. Undir eina slíka flokkast þessi samsetningur þar sem allt er í b- dúr ef undan eru skilin nokkur lag- lega gerð áhættuleiks- og stríðsat- riði. -sv. Syndagjöld ★ “Egi mun eg leik hætta meðan ég get marghleypu mundaðl", gæti verið mottó gamla steinfésins, sem svo sannarlega er orðin tíma- skekkja í hlutverkum ofurmenna. En karlinn er þó ekki veikasti hlekk- ur þessarar þreyttu ofbeldismynd- ar heldur andvana handrit, byggt á endurtekningum og dáðlaus leik- stjórn. -sv. Dansmeistarinn* 'h Balletmynd með Baryshnikov frá menningarbyltingu Cannon fyrir- tækisins. Dansatriðin standa upp- úr en myndin varla ætluð öðrum en þeim sem hafa áhuga á ballet. -ai. Beint á ská ★ ★ ★ Gamanmyndir ZAZ-hópsins eru venjulegar Hollywood-myndir með óráði. Uppfull af frábærlega hlægi- legum atriðum og stjarnfræðilega rugluðum samtölum með frábær- an Leslie Nielsen í hlutverki kauða- legu súperlöggunnar. -ai. Presidio-herstöðin ★ ★ Enn ein félaga/hasar myndin en klisjurnar eru orðnar þreytulegar og Peter Hyams týnir hasarnum í vandræðalegu melódrama. -ai. Gestaboð Babettu ★ ★ ★ ★ Ljóðrænt, gamansamt og alvarlegt meistaraverk Gabriels Axels um hvítagaldur listamannsins, bók- stafstrú, freistinguna, eftirsjá ónýttra ástarfunda, frið og sátt við Guð og menn. Snilldarleikstjórn, handrit, leikur og kvikmyndataka. Læturengan ósnortinn. -sv. LAUGARASBÍÓ Hörkukarlar ★ ★ Boxaradrama um þrjá ættliði hnefaleikara, þokkalega gert og leikið. En næsta óskammfeilið bergmál Rocky myndanna, frum- legheit verksins felast að mestu leiti í að hér eru sögupersónurnar frá eyjunni grænu. -sv. Ég og minn 'h Hliðstætt efni reyndist bitastætt í frönsku klámmyndinni Pussytalk, (og sýnd var í ógnarstuttri útgáfu í einu kvikmyndahúsanna fyrir fá- einum árum), hér er tekið á því af húmors-oggetuleysi.Jakk. -sv. Fletch lifir ★ ★ Fletch er góður. Lifi Fletch. -ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.