Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989 ,1.9 Stjómmálafundur á ísafírði; Sj álfstæðismenn vilja kosningar Langt er síðan jafti breitt bil hefiir verið milli stefnu Sjálfstæðisflokks og vinstri flokkanna segir Þorsteinn Pálsson Ísaíírði. MESTA afturförin í íslensku þjóðlífi hefiir að jafiiaði orðið þegar menn hafa horfið til alvar- Breiðfirð- ingasögur ekki Breið- dælingasögur í FRÉTT um Haraldssláttu á annarri síðu Morgnnblaðsins í gær er rætt um Breiðdæl- ingasögur. Hið rétta er vita- skuld Breiðfirðingasögur, enda er vitnað til frásagnar um Halldór son Snorra goða, sem bjó á Helgafelli á Snæ- fellsnesi. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Sagt er frá því í fréttinni að nútimarannsóknir renni stoðum undir frásögn í Halldórsþætti Snorrasonar um lélega mynt sem Haraldur konungur harð- ráði lét slá. Halldórs þáttur Snorrasonar gerist í Noregi eins og fleiri íslendingasagnaþættir. Raunar gerði Halidór bú sitt að Hjarðarholti í Dölum þegar hann kom frá Noregi og bjó þar til elli. Tilvitnunin í Halldórsþátt Snorrasonar er tekin úr útgáfu Guðna Jónssonar frá árinu 1946 á íslendingasögum. Halldórs- þáttur er í fjórða bindi þessarar útgáfu en bindið nefnir Guðni Breiðfirðingasögur. Það orð mun raunar óvíða notað. Breiðdalur, sem er sunnarlega á Austfjörðum, er sjaldan nefnd- ur í íslendingasögum, þó er hans getið í Hrafnkelssögu, en Hrafn- kell Freysgoði bjó í Breiðdal fyrsta vetur sinn á íslandi. legustu tilrauna til niðurfærslu, uppfærslu, millifærslu og skömmtunar. Langt er síðan jafii skýr stefiiumunur hefur verið á íslandi milli Sjálfstæðisflokksins og stjórnarsteftiu vinstri flokk- anna sem nú fara með völd. Þetta sagði Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins á fúndi á ísafirði. Fram kom hjá Þorsteini að sjálf- stæðismenn vilja að nú þegar verði gengið til kosninga svo þjóðin fái að velja á milli þeirrar fortíðar- stefnu stjórnvalda sem nú ríkir og stefnu sjálfstæðismanna. Höfuðval- kostirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn býður nú uppá eru: 1. Að leggja niður millifærslu- og uppbótasjóð- ina, sem nú mismuna mönnum. 2. Að byggja upp sterkan verðjöfnun- arsjóð sjávarútvegsins eyrnamerkt- an viðkomandi greiðanda. 3. Al- Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Þorsteinn Pálsson ræðir við Jakob Fal Garðarsson, formann Fé- lags ungra sjálfstæðismanna og Geirþrúði Charlesdóttur bæjarfúll- trúa að loknum fjölmennum fúndi á Hótel ísafirði. menna uppstokkun í skattakerfinu með lægra skattþrepi á matvæli. Þó er gert fyrir tímabundinni skerð- ingu á launatekjum. 4. Aðhald í ríkisfjármálum með langtímamark- mið í huga, þó að fækka ráðuneyt- um um tvö strax. Þá lagði Þorsteinn mikla áherslu á að íslendingar tækju upp mark- vissari stefnu gagnvart Evrópu- bandalaginu, sem nú er stærsti markaður fyrir ísienskar útflutn- ingsvörur. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn sterkrar Byggðastofnunar til að aðstoða þau sveitarfélög s'em eru í vanda. Fjörugar umræður urðu að lok- inni ræðu Þorsteins. Aðeins einn ræðumanna mótmælti stefnu sjálf- stæðismanna. Magnús Reynir Guð- mundsson, bæjarritari á ísafirði, varaði menn við nýfrjálshyggju sjálfstæðismanna sem væri búin að koma sjávarútvegi á heljarþröm. Hann vildi fá sterkari efnahags- stjórn, mikla gengisfellingu og inn- flutningshöft. Þá lofaði hann einnig Ólaf Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, sagði hann dugandi og framtak hans við innheimtu sölu- skatts lofsvert. _ úlfar Kjarvalsstaðir: Haukur Dór, Preben Boye og YousufKarsh NÚ STENDUR yfir á Kjarvals- stöðum sýning á verkum Hauks Dórs, Prebens Boye og Yousuf" Kai'sh. Haukur Dór sýnir í vestursal um 50 málverk, sem flest eru unnin með akrýl á striga. Myndir Hauks eru flestar málaðar á undanförnum teim- ur árum en hann býr nú og stárfar í Kaupmannahöfn. Preben Boye sýnir í vesturforsal 17 höggmyndir unnar í granít. Preb- en Boye er kvæntur íslenskri konu og bjó hér um hríð. Hann hefur einn- ig búið og starfað á Grænlandi og má sjá áhrif þess í höggmyndum hans. Öll verk þeirra félaganna eru til sölu. í austursal Kjatvalsstaða gegnst Ljósmyndarafélag íslands fyrir sýn- ingu á verkum Yousuf Karsh. Yousuf Karsh er fæddur í Armeníu 1908 og upplifði hörmungar þjóðarmorðsins á Armenum. Hann komst til Kanada fyrir tilstilli frænda síns, þá 16 ára gamall, og hóf nám í ljósmyndun hjá hinum víðfræga John Garo í Boston. Hin árlega sumarsýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals er að þessu sinni tileinkuð uppstilling- um og kyrralffsmyndum meistarans. Hæstiréttur dæmir Olís í vil í þremur málum HÆSTIRÉTTUR hefúr kveðið upp dóma í þremur kærumálum sem lögmenn Olís hafa skotið til dómsins við málflutning í kyrrsetning- arkröfú Landsbankans á hendur Olís. í öllum þremur tilvikunum dæmir Hæstiréttur Olís í vil. Með dómunum eru felldir úr gildi tveir af úrskurðum Valtýs Sigurðssonar borgarfógeta í málinu auk þess að ákvörðun fógeta um mat á virðingargerð á 28% af hlutafé Olís er felld úr gildi. Við málflutning í Olísmálinu þann 20. júní s.l. úrskurðaði borgar- fógeti að tryggingar þær sem Olís Nína Björk Arnadóttir Sigurður Pálsson Besti vinur ljóðsins: Skáldakvöld á Hótel Borg FELAGSSKAPURINN „Besti vinur ljóðsins“ efhir til skálda- kvölds á Hótel Borg í kvöld klukkan 21.00. Munu þar tíu skáld lesa úr verkum sínum og verða meðal annars kynntar ljóðabækur sem komið hafa út í sumar eða eru væntanlegar með haustinu. Skáldin sem lesa munu upp á samkomunni eru: Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Ólafur Haraldsson, Jón Hallur Stefánsson, Gunnar Her- sveinn, Birgitta Jónsdóttir, Stein- unn Asmundsdóttir, Jónas Skag- fjörð Þorbjarnarson, Sigurður Páls- son og Nína Björk Árnadóttir. Kynnir verður Hrafn Jökulsson. Kristján Þórður Hraftisson. hefði boðið fram skyldu metnar á 215 miiljónir króna en það var mat virðingarmanna þeirra sem fógeti kallaði til á tryggingunum. Þennan úrskurð kærði Olís til Hæstaréttar. Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu að meta skuli tryggingar þær sem Olís lagði fram á 210 milljónir króna en ógilda beri ákvörðun fógeta um mat á 28% hlutafjár Olís að upphæð 5 milljón- ir króna. Olís mat þetta hlutafé á 120 milljónir króna. Þennan sama dag, 20. júní, kærðu lögmenn Olís þann úrskurð fógeta að hafna þeirri kröfu Olís að fá tryggingu í 28% hlutafjár skilað. Hæstiréttur felldi þennan úrskurð úr gildi. í dómnum segir að þar sem Hæstiréttur hafi þegar fellt úr gildi mat á tryggingum í téðum hlutabrefum sé það á valdi Olís hvort félagið býður fram trygg- ingu í þessum bréfum til mats að nýju eða heldur fast við kröfu sína um afhendingu þeirra. „Þegar af þessum ástæðum ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi,“ segir í dóminum. Þriðji úrskurðinn sem Olís kærði til Hæstaréttar var vegna þess að fógeti hafnaði því að taka til greina sem tryggingu í málinu samtals 69 tryggingarbréf með veði í eignum félagsins auk bankabókar talin eign Olís. Hæstiréttur fellir þennan úr- skurð einnig úr gildi. í dómnum segir að þrátt fyrir formgalla á þessum bréfum sé rétt að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og líta svo á að Olís eigi þess enn kost að lag- færa tryggingarbréfin áður en fóg- eti tekur ákvörðun að nýju. í öllum dómunum er málskostn- aði skipt jafnt milli aðila. Rökstuðningxir Hæstaréttar í rökstuðningi sínum fyrir því að fella beri úrskurð fógeta hvað varð- ar 28% hlutafjár Olís og tryggingar- bréf með veði í fasteignum kemst Hæstiréttur m.a. að þeirri niður- stöðu að fógeti eigi úrskurðarvald um framboðnar tryggingar og hon- um sé rétt að tilnefna virðingar- menn sér til aðstoðar. Ákvörðun hans verði ekki hnekkt nema hann leggi ólögmæt sjónarmið til gmnd- vallar henni. í dómnum segir svo: „í virðingargerð kemur fram varð- andi 15. og 16. flokk framboðinni trygginga, sem annars vegar eru hlutabréf í Olíuverslun íslands hf. og hinsvegar tryggingarbréf í ýms- um fasteignum félagsins, það sjón- armið, að innheimtuaðgerðir varna- raðila (Landsbankans, innskot blm.) geti leitt til gjaldþrots sóknaraaðila (Olís, innskot blm.) og eftirfarandi riftunar veðsetningar. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 18/1949 víkur kyrr- setning fyrir aðför og gjaldþroti. Það gerir veðsetning að öðra jöfnu ekki. Ekki er annað fram komið en að trygging í eignum. sóknaraðila sé varnaraðila að meinlausu. Af virðingargerð verður ekki séð hversu miklu ofangreind sjónarmið hafa ráðið um niðurstöðu virðingar- manna. Þá byggja virðingarmenn m.a. á að fógeti hafi ekki tekið afstöðu til tryggingarhæfni bréfa samkvæmt 16. flokki. Fógeti vitnar hinvegar til virðingargerðarinnar um rökstuðning fyrir úrskurði sínum. Verður ekki ráðið af ákvörð- un fógeta að hann hafi tekið sjálf- stæða afstöðu til tryggingarhæfni bréfa samkvæmt 16. flokki virðing- argerðar én hafi lagt álit virðingar- manna til grundvallar úrskurði sínum. Ber því að líta svo á að úr- skurður hans nái ekki til 16. flokks í virðingargerð og fella ber ákvörrð- un hans varðandi 15. flokk úrgildi." Þessa þijá dóma kváðu upp hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Haraldur Henrýsson og Hrafn Bragason. Opinber heimsókn sjávar- útvegsráðherra V-Þýskalands V estmannae yj ar og Höfii eru með- al viðkomustaða HEIMSOKN dr. Wolfgangs von Gelderns, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands, hefst á morgun finnntudag. Von Geldern kemur hingað í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra og með í for verða fulltrú- ar helstu vestur-þýskra _ fyrir- tækja sem kaupa fisk af Islend- ingum. Tekið verður á móti von Geldern á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið. Hann þiggur hádegisverðarboð íslensku ríkisstjórnarinnar í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu og síðan hefjast viðræður von Gelderns og Halldórs Ágrímssonar. Síðdegis liggur leiðin til Þingvalla og snædd- ur verður kvöldverður í boði ríkis- stjórnarinnar í Valhöll. Árla á föstudag verður haldið til Hafnar i Hornafirði þar sem fisk- vinnslustöðvar verða heimsóttar og veitingar síðan frambornar við ræt- ur Vatnajökuls. Upp úr hádegi verð- ur flogið til Vestmannaeyja þar sem farið verður í skoðunarferðir. Kvöldverður í Eyjum ér í boði vest- ur-þýska sendiherrans. Á laugardag lýkur heimsókn von Gelderns og hann heldur heim til Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.