Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989 Bandaríkin: Crowe lætur af störfum í haust Washington. Reuter. WILLIAM Crowe, formaður bandaríska herráðsins, hefur ákveðið að setjast í helgan stein 30. september, en hann hefur gegnt embættinu í fjög- ur ár. Crowe tók við starfinu í október árið 1985 eftir að Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafði útn- efnt hann í embættið. Crowe var nýlega á ferð um Sovétrík- in til að heimsækja sovéskar herstöðvar og ræða við hátt- setta embættismenn og hafði viðdvöl á íslandi á leið sinni þaðan. Hann sagðist telja að umbótastefna Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétforseta nyti víðtæks stuðnings innan sov- éska hersins. Tímaritið Time: Engar hleranir í banda- ríska sendiráð- inu í Moskvu New York. Reuter. BANDARÍSKIR sérfræðingar í öryggismálum eru sannfærð- ir um að landgönguliðar sem önnuðust öryggisgæslu í bandaríska sendiráðinu fyrir tveimur árum hafi ekki hleypt sovéskum njósnurum inn til að koma hlerunarbúnaði fyrir eins og talið var í fyrstu. Kem- ur þetta fram í frétt banda- ríska vikuritsins Time. Fyrir tveimur árum komu fram vísbendingar um að banda- rískir landgönguliðar, sem önnuðust öryggisgæslu í sendiráðinu í Moskvu, hefðu staðið í ástarsambandi við sov- éskar stúlkur og leyft sovésk- um leyniþjónustumönnum að athafna sig að vild í sendiráð- inu. Time segist hafa átt við- töl við á sjöunda tug manna sem unnið hafa að rannsókn málsins. Af þeim viðtölum megi draga þá ályktun að ör- yggiskerfi sendiráðsins hafi verið það tryggt að enginn hafi getað leikið á þáð. ERLENT Fóstureyðingar: ..^ Í ^ Spánarkonungur í Finnlandi Reuter JÓHANN KARL Spánarkonungur hóf þriggja daga opinbera heimsókn sína til Finnlands á mánudag. Mauno Koivisto forseti tók á móti konungi og SofHu drottningu í forsetahöllinni en fyrir utan bygginguna var fjöldi fólks í glampandi sólskini og 27 stiga hita. Frá Finn- landi halda konungshjónin til íslands í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem spænskur konungur kemur til Finnlands. A myndinni sjást konungs- hjónin á leið til ráðhússins í Helsinki í fylgd með Mauno Koivisto og eiginkonu hans. . Kína: Vélbyssnaárás á hverfi sendiráðsmanna mótmælt Peking. Reuter. Bandaríska sendiráðið í Peking mótmælti i gær formlega vél- byssnaárás kínverskra hermanna á heimili sendiráðsmanna þar í borg 7. júní. Bandarískir embætt- ismenn sögðust hafa sannanir fyr- ir því að árásin hefði verið gerð að yfirlögðu ráði. Kínverskir hermenn hófu vél- byssnaskothríð á íbúðarhús í hverfi sendiráðsmanna í Austur-Peking 7. júní, skömmu eftir að mótmæli kínverskra lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar voru kveðin niður. Rúður brotnuðu í árásinni og þótti mesta mildi að enginn skyldi hafa orðið fyrir kúlu. Kínversk stjórnvöld skýrðu síðar frá því að ætlunin hefði verið að skjóta á leyni- skyttur, sem þefðu komið sér fyrir á húsþökum. íbúar hverfisins sögðu hins vegar að hermennimirnir hefðu verið að reyna að skjóta erlendum íbúum borgarinnar skelk í bringu og vara þá við því að skjóta skjólshúsi yfír kínverska andófsmenn. Kunnur andófsmaður, Fang Lizhi, hafði skömmu áður leitað hælis í banda- ríska sendiráðinu, sem er í grennd- inni. Bandarískir embættismenn af- hentu í gær kínverskum stjórnvöld- um mótmælabréf vegna árásarinnar. Þeir vildu ekki ræða innihald bréfsins í smáatriðum, en sögðu að það væri byggt á skýrslu sendiráðsmanna um atvikið. „Hermenn í kínverska hern- um hófu skothríð á hverfi sendiráðs- manna og hæfðu ellefu íbúðir Banda- ríkjamanna. Atburðir 6. og 7. júní benda til þess að árásin hafi verið gerð að yfirlögðu ráði og miðað hafi verið á sérstakar íbúðir," segir í skýrslunni. Sjónarvottar höfðu áður sagt að meðal annars hefði verið skotið yfir höfuð tveggja barna bandarísks sendiráðsmanns og kínverskrar ráðs- konu er þau hefðu verið að horfa á sjónvarp. Einnig var skotið á hús sendiráðsmanna frá öðrum ríkjum en Bandaríkjunum. Skömmu eftir árásina umkringdu hermenn hverfið og óeinkennis- klæddir lögreglumenn fylgdu síðan meintri leyniskyttu á brott. í skýrslu bandaríska sendiráðsins er haft eftir sjónarvottum að „handtakan" hafi að öllum líkindum verið sett á svið. Kínverjar samein- ist í baráttunni París. Reuter. TVEIR atkvæðamiklir kínver- skir andófsmenn, sem flúið hafa til Parísar, hvöttu í gær landa sína út um allan heim til að sameinast í einni fylkingu til að blása nýju lífi í baráttuna fyrir lýðræðisum- bótum í Kína. Kínversku andófsmennirnir Wuer Kaixi, sem er á lista yfir 21 andófs- mann sem kínversk stjómvöld hafa lýst eftir, og Yan Jiagi, sem var ráð- gjafi Zhaos Ziyangs, fyrrum flokks- leiðtoga, hafa notið lögregluvemdar í París í nokkra daga. Þeir sögðu að leiðtogar Óháðu námsmanna- hreyfingarinnar og Samtök mennta- manna í Peking, sem flúið hafa frá Kína, hefðu komið saman nýlega og samþykkt eftirfarandi tillögur: • Stofnað verði Ráð lýðræðissinna og námsmanna og stofnsett verði Samtök fyrir lýðræði í Kína, með aðild Kínveija út um allan heim. • Fjöldamorðanna á Torgi hins himneska friðar 4. júní verði minnst um heim allan 12. september, eðá hundrað dögum eftir atburðina. • Kínverskir námsmenn og íbúar Peking fái friðarverðlaun Nóbels árið 1990. • 4. júní verði minnst sem „dags kínversku píslarvottanna". Grikkland: Sekir ráð- herrar axli ábyrgð á mis- ferli sínu Aþenu. Reuter. Samsteypustjórn kommún- ista og Nýja lýðræðisflokksins kom saman í fyrsta sinn á mánu- dag og sagði Tzannis Tzanne- takis, forsætisráðherra hinnar nýju sljórnar, að gerð yrði gangskör að því að afhjúpa röð fjármálahneyksla sem rúið hafa stjórnmálamenn í Grikklandi trausti almennings. Þing lands- ins kom einnig saman í fyrradag og er búist við að friðhelgi fyrr- um ráðherra úr röðum sósía- lista, sem viðriðnir eru hneyksl- ismálin, verði rofin síðar í þess- ari viku. „Eina markmið ríkisstjómar- innar er að ijúfa friðhelgi fyrrum ráðherra og fá hina seku í hendur dómstólunum,“ sagði Tzannetakis við fréttamenn. Fulltrúar Nýja lýðræðisflokks- ins og Kommúnistaflokks Grikk- lands í hinni nýju ríkisstjórn, hafa lýst því yfir að þeir ætli að sitja í stjórn í þijá mánuði. Markmið þeirra er að afla sönnunargagna og leggja fram ákærar á hendur þeim ráðherram sem tengjast víðtæku banka- og vopnasölu- hneyksli. Að þeim tíma liðnum hyggjast þeir efna til nýrra kosn- inga. „Það er ekki ánægjulegt að þurfa að varpa mönnum í fangelsi en hneykslismálum verður að linna í Grikklandi," ságði Konstantín Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðis- flokksins. Sovétríkin: Ráðherra hafiiað í kjöri á þinginu Deilur rísa í Bandarríkjun- um um úrskurð Hæstaréttar Moskvu. Reuter. SOVÉSKA þingið hafitaði í fyrsta sinn frá stofiiun þess frambjóð- anda til ráðherraembættis.í gær. Vladímir Kamentsev, sem gegnt hafði embætti utanríkisviðskipta- ráðherra í tvö ár og er jafiiframt einn af aðstoðarforsætisráðherr- um landsins, hlaut aðeins 200 atkvæði af 438. Samkvæmt nýj- um þingsköpum, sem talið var að myndu tryggja framboð hans, þurfti hann meirihluta atkvæða til að ná kjöri. Kamentsev, sem heftir gegnt embætti sjávarút- vegsráðherra, kom hingað til lands árið 1983 og átti þá fúnd með Halldóri Ásgrímssyni sjáv- arútvegsráðherra. Niðurstöður kosninganna era mikill álitshnekkir fyrir Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra sem til- nefndi Kamentsev til embættisins. Fulltrúar á þinginu hafa sakað Kamentsev um vanhæfni og að hafa dregið taum ættmenna sinna við stöðuveitingar. „Kamentsev hefur setið í þessum stól í langan tíma og við vitum hver árangurinn er,“ sagði Anatolíj Sobchak, þingfulltrúi frá Leníngrad. Hann sagði að frammi- staða ríkisins á sviði utanríkisvið- skipta væri „hræðileg“. Sobchak sagði að starfsmenn í utanríkisvið- skiptastofnunum Sovétríkjanna tengdust flestir flölskylduböndum við frammámenn í kommúnista- flokknum eða ráðamenn þjóðarinn- ar. Kamentsev, sem var formaður utanríkisviðskiptanefndar Sov- étríkjanna, var einnig látinn víkja úr því starfi. Washington. Reuter og Daily Teiegraph. SÚ ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna að leyfa takmarkanir á fijáls- um fóstureyðingum hefúr vakið upp harðvítugar deilur í landinu. Misso- uri-ríki setti lög árið 1986 sem þrengdu heimild til fóstureyðinga en þau voru numin úr gildi í undirrétti. Nú hefur Hæstiréttur endurvakið mörg ákvæði þeirra en haíhaði þó beiðni alríkisstjórnarinnar um að fella úr gildi úrskurð sinn frá árinu 1973 sem leyfði ftjálsar fóstur- eyðingar. Síðan umfjöllun um fóstureyð- ingarlöggjöfina hófst í apríl sl. hafa stuðningsmenn fijálsra fóstureyð- inga ijölmennt til Washington og mótmælt því opinberlega að réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama verði skertur en andstæðingar fóst- ureyðinga hafa líka látið að sér kveða. George Bush forseti Banda- ríkjanna hefur lýst því yfir að hann sé andvígur fóstureyðingum nema líf móðurinnar sé í hættu eða að hún hafi orðið þunguð við nauðgun eða sifjaspell. Hann getur haft áhrif á dóma Hæstaréttar þar sem útnefning nýrra dómara er í hans höndum. Margir hafa gagnrýnt það að Hæstiréttur skyldi ekki taka skýra afstöðu til þess hvaða lög eigi að gilda um fóstureyðingar því þótt þær séu áfram leyfðar í Bandaríkjunum þá getur hvaða ríki sem er nú sett lög sem takmarka þessa heimild verulega. Sem dæmi má nefna að Missouri-ríki er nú heimilt að banna opinberum heilbrigðisstarfsmönnum að framkvæma eða aðstoða við fóst- ureyðingar og lögfesta að ekki megi eyða fóstrum á sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins. Einnig fengust staðfest lög sem kveða á um að sé fóstur eldra en fimm mánaða verði að kanna hvort það eigi lífsmöguleika utan legs móðurinnar áður en fóstureyðing er leyfð. Margir óttast að ný löggjöf muni leiða til þess að fátækar konur eigi þess ekki lengur kost að fá fóstrí eytt á opinberum sjúkrahúsum en að vel stæðar konur geti áfram leitað til einkasjúkrahúsa og fengið þar fóstureyðingu. Morgunblaðið/Emilía Vladímir Kamentsev ásamt Halldóri Ásgrímssyni á fundi ráðher- ranna í Reykjavík 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.