Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1989 Listasafh íslands: rsirAMi -foo Z/3.-9. /9G& - fir 1 aasr Nýtt torg við Fríkirkjuveg’ Borgarráð vildi ekki listaverk úti í Tjörn BORGARRÁÐ hefiir samþykkt tíllögu __ Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts að torgi við Listasa&i íslands við Fríkiriquveg. Borgarráð samþykktí hins vegar ekki þann hluta tíllögunnar sem gerði ráð fyrir að listaverki yrði komið fyrir úti í Tjörninni and- spænis torginu og að tröppur yrðu lagðar niður að því. Fyrirhugað torg mun liggja Fríkirkjuvegi. Torgið mun tengj- vestan við Listasafnið á svæðinu ast Hallargarðinum og er fyrir- sem afmarkast af Fríkirkjunni, hugað sýna þar höggmyndir og Listasafninu, Hallargarðinum og að þar verði rými til ýmissá listvið- burða. í upphaflegum tillögum að torginu var gert ráð fyrir að það tengdist Tjörninni á þann hátt að listaverk yrði staðsett úti í henni andspænis torginu. Einnig var ráðgert að tröppur lægju niður að Tjörninni. Þessi hluti tillögunn- ar var hins vegar ekki samþykkt- ur í Borgarráði. Evrópumótið í brids: Hamingjusólin skín ekki yfir Islendingum Töp í 4. og 5. umferð Frá Sigurði B. Þorsjteinssyni fréttaritara Morgunblaðsins í Turku. ÞAÐ er ekki nein sérstök ham- ingjusól sem skín hér alla daga og heldur hitastígi í spilasölum kringum 30 gráður. Islenska bridslandsliðið tapaði bæði í 4. og 5. umferð Evrópumótsins og var í 20 sæti. í 4. umferð spilaði ísland martrað- arleik við ítali sem stilla upp í bland gömlum stjömum og yngri mönnum. Staðan í hálfleik var 80-9 fyrir ítali og í seinni hálfleik bættu þeir 16 impum við. Niðurstaðan varð stórtap, 2-25. Island keppti við írland í 5. umferð og leikurinn var stórtíðindalaus. Allt gekk þó á móti íslenska liðinu og ónákvæmni í sókn og vöm var allt of algeng. írar áttu 23 impa í hálf- leik en ísland vann 3 til baka í þeim seinni og leikurinn fór því 18-12 fyrir íra. Evrópumeistarar Svía leiddu mótið með 102 stig eftir 5 umferðir. Aust- urríki var í 2. sæti með 99,5 stig og Ítalía í 3. sæti með 95 stig. ísland var með 55,5 stig. Sjötta umferð var spiluð í gærkvöldi en þá öttu íslend- ingar kappi við Tékka. Sovétmenn spila hér á sínu fyrsta Evrópumóti, og þótt þeir séu sérlega vingjamlegir og kurteisir við spila- borðið, geta þeir framið ýmis þorpara- brögð þegar minnst varir. ísiand spil- aði við Sovétmenn í annari umferð og vann leikinn en ekki fyrirhafnar- laust. Norður ♦ 876543 V 93 ♦ KD102 + 8 Vestur Austur ♦ G10 ...... ♦ KD92 ♦ K6 *G74 ♦ G97654 ♦ 3 ♦ DG5 +Á10632 Suður ♦ Á ♦ ÁD10852 ♦ Á8 ♦ K974 Skák: Einvígi um Islands- titilinn að hefjast JÓN L. Ámason og Margeir Pét- ursson munu hefja einvígi sitt um íslandsmeistaratítilinn i skák árið 1988 þann 9. júlí. Jón og Margeir urðu jafnir í Landsliðsflokki á síðasta skákþingi sem var haldið fyrir tæpu ári. Þá var ákveðið að þeir tefldu einvígi um titilinn en af því hefur ekki orðið fyrr en nú. Ferðaskrifstofan Útsýn skipu- leggur einvígið og verður það háð í húsi Útsýnar í Mjóddinni. Skák- mennirnir tefla fyrst fjórar skákir en verði þeir jafnir tefla þeir tvær skákir í lotu þar til úrslit fást. Guðmundur Páll Arnarson og Þor- lákur Jónsson spiluðu 4 hjörtu í NS, og J. Kobin var aðeins þijár sekúndur að finna útspilið, hjartasex! Guðmundur fékk slaginn heima á áttuna, tók tígulás og spilaði tígli á kóng. En austur trompaði og spilaði síðasta trompinu sínu til baka. Guð- mundur svínaði drottningunni og gaf vestri illt auga þegar hann tók á kóng- inn enda var samningurinn glataður. Við hitt borðið spilaði vestur út laufí gegn 4 hjörtum. Austur tók á ás og spilaði tígli til baka. Suður gat því trompað tvö lauf í blindum og unnið spilið og Sovétmenn græddu 10 impa. Bflvelta í Gilsfirði Miðhúsum í Reykhólasveit. í MORGUN valt Land Rover bíll á Hlíðinni í Ólafsdal í Gilsfírði. Bílstjórinn er nokk- uð meiddur en óbrotinn. Orsakir slyssins eru þær að kind hljóp allt í einu í veg fyr- ir bílinn og bílstjórinn hemlaði- með þeim afleiðingum að bíllinn valt og er hann mikið skemmdur. Það má teljast lán í óláni að bíllinn valt á móti brekkunni og tæplega hefði þurft að spyrja að leikslokum ef bíllinn hefði farið niður fyrir veginn, en þar eru ófærur mikl- ar. Bílstjórinn gat losað bílas- ímann úr bílnum og hringt sjálfur á hjálp. Sveinn Forsetar Alþingis: Lagastoftiun úr- skurði um verksvið Rfldsendurskoðunar FORSETAR Alþingis hafa leitað eftir áliti Lagasto&iunar Háskóla íslands á verksviði Ríkisendur- skoðunar, en stofnunin var færð undir Alþingi samkvæmt lögum nr. 12 frá 1986. Um mánuður er síðan lagastofiiun fékk erindið til umíjöllimar. Engin tímamörk eru á því hvenær svar þurfi að berast. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði að þetta mál væri einkum tilkomið vegna álitsgerðar Ríkisendurskoðunar á framkvæmd búvörulaga, en Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að tvær reglugerðir gefnar út af landbúnað- arráðuneytinu byggðust ekki á heimildum í búvörulögum frá 1985. Friðrik sagði að það væri ekki full- ljóst í lögunum hvort valdsvið Ríkis- endurskoðunar væri víðara en að fjalla um fjárhagsleg málefni og tölulegar staðreyndar eða hvort það væri einnig á verksviði hennar að túlka lögin og draga ályktanir af niðurstöðum sínum. Friðrik sagði að verkefni Ríkis- endurskoðunar væri að fylgjast með Sýnirá Hvolsvelli framkvæmd allra laga sem hefðu fjárhagsleg útlát í för með sér. Forsetar Alþingis teldu eðlilegt að settar yrðu reglur um verksvið og samskipti Alþingis og Ríkisendur- skoðunar og því væri gott að hafa álitsgerð óháðrar og sjálfstæðrar stofnunar eins og Lagastofnunar í höndunum þegar til þess væri geng- ið. Skákmót í Belfort: Karl með fullt hús eft- ir 3 umferðir KARL Þorsteins hefur unnið þijár fyrstu skákir sínar í opnu skákmóti í Belfort í Frakklandi. Mót þetta er árlegur viðburður í Belfort, og í þetta skipti taka yfir 100 þátttakendur þátt í mótinu. En þrátt fyrir há peningaverðláun eru fáir stórmeistarar þar á meðal. Margeir Pétursson vann þetta mót í fyrra. Það fór þá fram jafn- hliða heimsbikarmóti. JÓN Kristínsson bóndi og list- málari í Lambey í Fljótshlíð hef- ur sett upp málverkasýningu í útíbúi Landsbankans á Hvols- velli. Jón hefur oft haft málverkasýn- ingar í Rangárvallasýslu, sem hafa verið vel sóttar. Hann teiknaði á árum áður „Rafskinnu“. Sjálfsmynd af Jóni. Húsávík: Vel sóttir tónleikar Húsavík. TÓNLEIKAR þeir sem Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari með aðstoð Jónasar Ingimund- arsonar píanóleikara hélt á Húsavík sl. sunnudag voru vel sóttír. Hrifning var mikil af hinum 23 ára gamla söngvara. Einn söng- elskur Húsvíkingur sagði að ábyggilega hefðu ekki jafn eftir- minnilegir tónleikar verið haldnir á Húsavík síðan Stefán íslandi söng hér á árum áður og man hann þó marga. Söngskráin var fjölbreytt, íslensk lög og aríur úr óperum. - Fréttaritari Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Bráðlátirjeppamenn Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðust nokkrir jeppamenn sem lögðu leið sína í Þórsmörk um helgina heldur bráðlátir í Lóninu við rætur Eyjafjallajökuls. Að sögn sjónarvotta þótti snilli ökuþóranna ekki í samræmi við dirfskuna, og máttu þeir að sögn heita heppnir að sleppa óskaddaðir frá volkinu. Þessi uppákoma hindraði þó ekki einn viðstaddra í því að leggja til atlögu við Lónið daginn eftir, og mun þeirri viðureign hafa lyktað á sama veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.