Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 5. JÚLÍ 1989 Minning: Kristín J. Hjalta- dóttir kjólameistari Fædd 30. október 1943 Dáin 26. júní 1989 Fyrir tæpum tuttugu og fjórum árum lágu leiðir fimm ungra stúlkna saman. Allar voru þær um tvítugt. Uppvaxtar- og skólaár voru að baki, framundan var virk þátt- taka í þjóðlífinu, en fyrst og fremst ríkti í hugum þeirra bjartsýni hinna ungu, sem eiga framtíðina fyrir sér. Kynnin hófust á starfsvettvangi stúlknanna, starfsmannahaldi Loft- leiða. Fyrirtækið var á svipuðu reki og stúlkurnar, í örum vexti. Mótun- arár þess voru og liðin og það skil- aði nkulegum skerfi til þjóðarbús- ins. í umsvifamiklu, dugandi fyrir- tæki er mikið annríki og svo var í starfsmannahaldinu. Strax varð ljóst, að stúikurnar áttu gott sam- starf, en jafnhliða tóku að fléttast milli þeirra vináttubönd, sem þétt- ust æ meir eftir því, sem á ævi þeirra leið. Burðarás þessarar dýr- mætu vináttu var Kristín Jónína Hjaltadóttir, og fyrir hennar tilstilli hélzt vináttan alla tíð, þótt leiðir lægju víða. Kristín Jónína fæddist á Flateyri við Önundarfjörð, 30. október 1943, yngst þriggja barna og einkadóttir hjónanna Marsibilar S. Bernharðs- dóttur og Hjalta Þorsteinssonar. Fyrir áttu þau synina Þorstein og Kristján Óla. í föðurhúsum var lagður grunnur að þeim eðlisþátt- um, sem jafnan einkenndu Kristínu. Ástríki, umhyggja og styrkur umluktu hvem þann, sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Er Kristín var sextán ára hleypti hún heimdraganum og hélt til höf- uðborgarinnar. Hugur hennar stefndi til handavinnukennara- náms. Til undirbúnings því þurfti hún, auk verknámsmenntunar, að ljúka húsmæðraskólaprófi. Leið hennar lá því, að loknu verknámi, til húsmæðraskólans að Laugalandi í Eyjafírði. Þrátt fyrir góðan undir- búning var Kristín ekki í hópi þeirra fáu nemenda, er teknir voru inn í Kennaraskólann haustið eftir. Hún réðst því til starfa hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Er hún hafði, starfað þar skamma hríð, bauðst henni starf í starfsmanna- haldi Loftleiða, og þar starfaði hún næstu sextán árin. Kristín var einstakur starfsmað- ur, vandvirk svo af bar, samvisku- söm og úrræðagóð. Það lá því beint við, þegar launagreiðslur þessa stórfyrirtækis skyldu endurskipu- lagðar og færðar í nútímabúning þess tíma, að fela það verkefni Kristínu, aðeins tuttugu og tveggja ára gamalli. Árið 1972 giftist hún Gísla Stef- ánssyni, málara, en þau slitu sam- vistir ári síðar. Þau eignuðust dótt- ur, Marsibii Sigríði, hinn 20. júlí 1973. Billa litla var einkabarn móð- ur sinnar og augasteinn og ólst upp við takmarkalaust ástríki hennar. Kristín kostaði kapps við að hlúa sem bezt að meðfæddum hæfileik- um hennar og rækta með henni þá eiginleika, sem hún hafði sjálf hlot- ið í veganesti og vega þyngst í sam- skiptum manna, einlægni, góðvild og hjartahlýju. Þótt Kristín sinnti starfi sínu hjá Loftleiðum af mikilli alúð, bjó draumurinn um handavinnukennslu ávallt í huga hennar, og að þvi kom, að hún ákvað að uppfylla hann. Haustið 1978 hóf hún nám við fatahönnuðardeild Iðnskólans í Reykjavík. Kristínu sóttist námið að vonum vel. Að því loknu starf- aði hún um skeið hjá Álafossi. Það- an lá leið hennar til Öryrkjabanda- Iags íslands, þar sem hún veitti saumastofu samtakanna forstöðu af þeirri festu og hlýju, sem jafnan einkenndu störf hennar. Enn var markinu ekki náð, og haustið 1986 settist Kristín á skóla- bekk við Kennaraháskóla Islands til að öðlast fullgild kennararétt- indi, jafnhliða því, að hún hóf kennslu við fatahönnuðardeild Iðn- skólans í Reykjavík. Vorið 1988 var æskudraumurinn loks orðinn að veruleika með glæsilegum árangri. Allt, sem Kristín tók sér fyrir hendur, leysti hún vel. Hvert, sem hún fór löðuðust að henni vinir. Það var líka stór hópur, sem kom saman á fallega heimilinu þeirra Billu til að samfagna 45 ára afmælisdegi hennar 30. október sl. Kjarnamir komu víðsvegar að. Þarna voru bernskuvinir, gamlir skólafélagar, núverandi og fyrrverandi vinnufé- lagar og ættingjar, en frá öllum lágu sterk vináttubönd, sem sam- einuðust í afmælisbarninu. Yfír deginum hvíldi birta, svo var og í boðinu, þar sem ríkti gleði og þakk- læti fyrir að eiga slíka vinkonu. Kristín var komin í óskastarfið sitt. Enn sem fyrr var leitað til hennar með vandmeðfarin við- fangsefni. Hún var að leggja af stað út í Viðeyjarkirkju með nýlok- ið verkefni, er hún veiktist skyndi- lega. Strax var ljóst, að veikindin voru alvarlegs eðlis og batahorfur Iitlar. Vonir vöknuðu, er Kristín virtist um skeið vera á batavegi. Mánudaginn 26. júní sl. varð ljóst, að vonir máttu sín einskis, barát- tunni var lokið. Komið er að leiðarlokum. Að baki er liðlega tveggja áratuga fölskvalaus vinátta. Ungar að árum hófum við samstarf. í elju dagsins var glaðværðin aldrei langt undan, og gátu hinir hversdagslegustu hlutir vakið hlátur okkar. Allar samvemstundir síðan hafa ein- kennzt af sömu hláturmildinni, þrátt fyrir, að alvara lífsins hafi aldrei verið langt undan. Kristín var kjölfesta vináttu okkar, til hennar lágu leiðirnar. Hún var sú, sem tók þátt í gleði okkar og sorgum. Væri tími hátíðarhalda, birtist Kristín brosandi í vinnugalla, tilbúin að taka til hendi við undirbúning. Á alvömstundunum fundum við þó bezt auð okkar, þar sem vinátta Kristínar var. Slíkri vináttu er erf- itt að lýsa með orðum. Svo heil- steypt, óeigingjörn og ástrík, sem Kristín birtist með útrétta hjálpar- hönd, hvenær sem hennar var þörf. Mannkostina sótti hún til foreldra sinna, sem studdu dóttur sína til allra góðra verka. Þungt var höggið, skarðið er stórt og verður aldrei fyllt. Við kveðjum hjartfólgna vinkonu. Gjafír hennar vom stórar, en stærsta gjöf- in var hún sjálf. Slík gjöf verður aldrei fullþökkuð. Elskulegum foreldmm og dóttur svo og öðmm ástvinum Kristínar sendum við okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Megi huggunarríkur Guð veita þeim styrk. Var hún sjálf að sínu eðli fljótskyggn og fröm til góðverka hreinlynd og hugarprúð guð og allt gott elskandi. Bjami Thorarensen Birna, Kristín, Margrét og Sigrún. Minningarnar streyma fram hver annarri hugljúfari, er ég minnist vinkonu minnar, Kristínar Jónínu Hjaltadóttur, er lést á Borgarspítal- anum 26. júní síðastliðinn. Ég get ekki látið hjá líða að þakka henni allt það er hún var mér og dóttur minni Hafdísi. Við kynntumst er dætur okkar hófu barnaskólagöngu sína í Lang- holtsskóla fyrir 10 ár-um. Þær vom ætíð í sama bekk, þar til fyrir tveim- ur áram síðan, og em enn bestu vinkonur. Við Kristín áttum ótal stundir saman með dætmm okkar, heima hjá hvor annarri og á vegum for- eldrafélags skólans. Við fylgdumst með þeim í dansskóla og ótal sinn- um fór Kristín með dóttur sinni á skíði og eitt og annað og tók þá Hafdísi ævinlega með. Ógleyman- leg verður þeim Billu og Hafdísi ferð þeirra með Kristínu til útlanda síðastliðið sumar, svo oft vitna þær í þá ferð, þar sem þær dvöldu á fallegum og rólegum stað undir vemdarvæng Kristínar. Kristín lifði fyrir einkadóttur sína og naut þess að veita henni flest það sem hugur bams og unglings óskar sér. Stundum sagði hún við mig: „Ef til vill læt ég of mikið eftir henni,“ en ég held að Billa kunni að meta hversu góð og um- hyggjusöm móðir hennar var henni. Kristín var einstaklega vandvirk saumakona. Eitt sinn tók hún að sér að sníða danssýningarföt á bömin sem voru í hóp með Billu og Hafdísi. Hver móðir ætlaði síðan að sauma á sitt barn, en sumar áttu ekki saumavél og aðrar höfðu ekki lag á því. Kristín tók þá það allt að sér og taldi ekki eftir sér né hafði hátt um það. Elsku Billa, móðir þín hefur veitt þér gott veganesti, góður Guð gefi að þú fáir notið þess um ókomna framtíð. Billu og foreldrum Kristín- ar þeim Billu og Hjalta, bræðrum hennar Kristjáni Óla og Þorsteini og fjölskyldum þeirra votta ég og ijölskylda mín okkar einlægu sam- úð. Auður Kristín Jónína Hjaltadóttir, þessi prúða, samviskusama og trausta kona, er öll. Það var haustið 1978 að kynni okkar af Kristínu hófust þegar hún settist á skólabekk í Fataiðndeild Iðnskólans í Reykjavík. Það var einmitt hún sem var einn ötulasti baráttumaður fyr- ir því að námið yrði fullgilt iðnnám upp til sveinsprófs, og lauk hún námi með sveinsprófí í kjólasaumi 9. júní 1981. Hún var alla tíð virk í félagslífi utan skólans sem innan. Kristín var tilnefnd í sveinsprófs- nefnd 1982 fyrir sveina. Eftir að námi lauk var hún tals- maður þeirra sveina sem síðar gengu í Félag meistara og sveina í fataiðn þegar Félagi kjólameistara var breytt og á 40 ára afmælis- fundi 2. september 1983. Kristín gekk í félagið með þá spurningu í huga „Hvað get ég gert fyrir félag- ið?“ Hún var kosin í tískusýning- ar-, réttinda- _og endurmenntunar- nefnd 1984. Á aðalfundi 1988 var hún kosin í stjóm félagsins. Að námi loknu starfaði hún með- al annars hjá saumastofu Öryrkja- bandalags Islands og þar var eitt af verkum hennar að endurvinna fermingarkyrtla Þjóðkirkjunnar. Kristín hóf kennslu við Fataiðn- deild Iðnskólans í Reykjavík haustið 1986, jafnframt settist hún sjálf á skólabekk Kennaraháskóla íslands til að ná sér í kennararéttindi og útskrifaðist þaðan í júní 1988. Hún hafði því náð því takmarki í lífí sínu sem hún hugðist byggja framtíð sína á, þegar skyndilegan og ótíma- bæran dauða hennar bar að. Við þökkum Kristínu Hjalta sam- fylgdina í starfi og leik, og vottum dóttur hennar, foreldrum og að- standendum okkar innilegustu sam- úð. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr." (Úr Hávamálum) Félag meistara og sveina í fataiðn. Hinn 26. júní sl. andaðist í Borg- arspítalanum elskuleg vinkona okk- ar, Kristín Jónína Hjaltadóttir, eða Stína Hjalta, eins og við oftast köll- uðum hana. Það er erfitt fyrir okkur að trúa því að hana skuli vanta í hópinn, og þegar við hittumst næst verði autt sæti í saumaklúbbnum okkar. Þetta var það sem var fjarst okkur öllum þegar við kvöddumst síðast, í endaðan maí, að það væri síðasti fundurinn, sem við hittumst allar átta. Þá var skeggrætt hvernig við gætum allar átt saman nokkra daga að hausti og ákveðið að hittast fyrstu dagana í júlí til nánara skrafs. En skjótt skipast veður í lofti og í staðinn stöndum við í þeim spomm að beina hugum okkar til hans, sem öllu ræður, og þakka honum fyrir að hafa gefið okkur slíkan vin, sem Stína var, og sem við söknum nú svo sárt, en minning- in um hana mun lifa með okkur. Ummhyggja hennar fyrir öðmm var henni svo eiginleg, að henni fannst sjálfsagt og eðlilegt að hjálpa öðr- um. Margir hafa notið þess í gegn- um árin og minnast þess með þakk- læti. Sú ást og virðing sem hún sýndi dóttur sinni og foreldram og sem svo ríkulega var endurgoldin er svo falleg mynd að ekki máist úr hugum okkar. Elsku Billa Sigga, Hjalti, Billa, bræður, mágkonur og bræðrabörn, sem öll vomð henni svo óendanlega kær, Guð gefi ykkur styrk á þess- ari erfiðu stundu. „Far þúí friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald Briera.) Fríður, Gerða, Guðrún, Ninna, Maggý, Sigga og Veiga. Kristín Jónína Hjaltadóttir, syst- urdóttir mín, er látin, ung kona, aðeins 45 ára, fædd á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar Marsibil Bernharðs- dóttir og Hjalti Þorsteinsson, þar vel metnir ágætir borgarar. Strax á fyrstu barnsámm hennar veittu ættmenni og allir er henni kynntust þvf athygli hvað fram- koma hennar öll var fáguð, bros hennar milt og höndin þýð, snemma framrétt til hjálpar þeim er áttu eitthvað bágt. Þessir eiginleikar hennar efldust með ámnum og með andlegum og líkamlegum þroska. í viðmóti var hún blíð, en föst fyrir, eftir að hún hafði grundað og mótað álit sitt á málefni því er um var að ræða hveiju sinni. Marg- ir leituðu til hennar um ráð og leið- beiningar vandamála sinna. Hún átti einnig nógan dug og kjark að finna hagkvæma leið að fram- kvæmdinni hveiju sinni. Kristín frænka mín var greind kona, dugleg í skólum sínum sem t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Áifaskeiði 64, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður, GARÐARS KARLSSONAR, Kleppsvegi 48, Reykjavfk. Hrafnhildur Þorbergsdóttir, Hörður Garðarsson. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar KRISTÍNAR J. HJALTADÓTTUR. Dælurhf., KRÓLI, Smiðjuvegi 2, Iðnbúð2, Kópavogi. Garðabæ. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför JAKOBS JÓNSSONAR, DR. THEOL. og heiðruðu minningu hans. Þóra Einarsdóttir, Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg, Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar og tengdamóður, JÓNÍNU GUÐFINNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hlíðarveg 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsludeildar 12b og deildar 11g á Landspítala fyrir frábæra umönnun. Maria Þorleifsdóttir, Hreiðar Anton Aðalsteinsson, og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.