Morgunblaðið - 29.07.1989, Side 10
1U
eser Liúi .es auoAWiAOUAJ œaAjawuoHOM
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGÁRDÁGUR 29. JÚLÍ 1989
Músagin
— Linaria pallida
Blóm vikunnar
Umsjón Ágústa Björnsdóttir
Nr. 133
Hafið þið séð blómafossa? Já
hvemig læt ég. Auðvitað hafið
þið séð þá og það margskonar.
Fátt er eins fallegt og þéttar
breiður af marglitum blómum
sem streyma fram af stöllum
grárra steina. Sumar þessara
gersema eru vandræktaðar og
valda eigendum sínum andvöku
á hvassviðrisnóttum. Aðrar eru
harðgerðar, lifa nánast hvar sem
er og brosa til manns jafnt í
roki og logni. Ein þeirra jurta
er MÚSAGINIÐ - Linaria
pallida.
Línarían eins og ég kýs að
nefna hana er lágvaxin planta,
varla meira en 10 sm á hæð.
Hún er með þéttar breiður af
fremur dökkgrænu nær kring-
lóttu og djúp-bogtenntu laufi,
gráleitu á neðra borði. Blómin
eru ljós- og dökklillabla ' með fag
urgulu gini, ákaflega fallega lö-
guð og skartar plantan þeim í
ríkum mæli. Hún lifir best a'
sólríkum stað (þó hef ég séð
hana dafna og blómstra vel þar
sem sólar nýtur aðeins stutta
stund á degi hveijum) og kýs
sendinn jarðveg. Línarían verður
að teljast til auðræktaðri plantna
og af sumum talin vera full frek
í steinhæðum. Þó þurfti ég að
hafa talsvert fyrir því að fá þessa
plöntu til að lifa, þ.e.a.s. þar sem
ég vildi hafa hana því hún hefur
jámsterkan og sjálfstæðan vilja
plantan sú. Eg hafði búið um
hana reglulega vandlega, að mér
fannst, fremst í steinhæð, bland-
að moldina með skeljasandi og
fínni möl og komið plöntunni þar
fyrir milli nokkurra smásteina.
0g hún dafnaði vel þarna fyrsta
sumarið, skartaði sínu fegursta
og var farin að teygja sig niður
til eyrarrósarinnar sem ég hafði
MÚSAGIN — Linaria pallida hefiir komið sér vel fyrir í þröngum rifiim milli hraunheilna í garði
við Grænutungu í Kópavogi. Árni Kjartansson tók myndina.
búið um í matarbeði neðan við
steinhæðina.
En viti menn! Sumarið eftir
var engin línaría í steinhæðinni,
en aftur á móti nóg af henni
innanum eyrarrósina. Ég gróf
plöntumar upp og plantaði þeim
aftur af mikilli þolinmæði á fyrri
staðinn. Þannig endurtók sagan
sig einu sinni enn. Þá gafst ég
upp og hugsaði með mér að það
væri best að leyfa henni að vera
í friði fyrst henni liði svona vel
þarna. Því var undrun mín ekki
lítil þegar ég, sumarið eftir, tók
eftir því að nú var línarían farin
að skríða upp á milli steinanna
og koma sér fyrir í beðinu sem
ég ætlaði henni upphaflega. Og
núna fossar hún niður á milli
steinanna nákvæmlega eins og
ég hafði hugsað mér, öllum til
ánægju og augnayndis sem á
horfa. Og segi svo hver sem vill
að lífið sé tilbreytingarlaust úti
í blómagarði.
Margrét Ólafsdóttir
Húseign íHafnarfirði
Nýkomið í einkasölu gamalt, álklætt timburhús á friðsælum
stað í Vesturbænum. Á götuhæð 3 herb. eldhús og bað,
í kjallara 3 herb. og þvottahús, alls 142 fm. Tvöfalt verk-
smiðjugler. Hugsanlega fengist leyfi til að byggja annað
lítið hús á lóðinni. Ekkert áhvílandi. Verð 5,6 millj.
Opiðídag Árni Gunnlaugsson hrl.,
frákl. 12-16 Austurgötu 10, sími 50764.
911 91 970 LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori
L I I 0U ■ L I 0 / W KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. lögg. fasteignas.
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Skammt frá Melaskólanum
Neðri sérhæð 4ra herb. í þríbhúsi 98,5 fm nettó auk geymslu í kj. og
sameignar. Vel skipulögð. Trjágarður. Laus fljótlega.
íbúðir hinna vandlátu
3ja og 4ra herb. mjög rúmgóðar ib. í byggingu í Grafarvogi, frágengn-
ar undir tréverk og málningu í byrjun naesta árs. Sameign fullgerð.
Sérþvottah. fylgir hverri íbúð. Ennfremur góður bílsk. Teikning á
skrifst. Hagkvæm greiðslukjör.
2ja herb. ódýr íbúð
Samþykkt 2ja herb. lítil rishæð í Smáíbúðahverfi. Langtímalán kr. 1,3
millj. Verð aðeins kr. 2,8 millj. Laus strax.
3ja og 4ra herb. góðar íbúðir við:
Langholtsveg, Dúfnahóla, Hraunbæ, Hagamel, Álfheima, Rofabæ, Brá-
vallargötu, Barónsstíg.
Fjársterkir kaupendur
óska m.a. eftir góðum 3ja og 4ra herb. íb., sérhæðum, rað- og einb-
húsum, einkum á einni hæð.
Sérstaklega óskast raðhús, einbhús eða sérhæð í borginni. Má þarfn-
ast endurbóta.
Opið í dag laugardag
kl. 10-15.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
ÉöaisDsLt coáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Þeir munu lýðir
löndum ráða,
er útskaga
áður of byggðu.
Skagi er „(stórt) nes, langur
höfði“, segir í Orðabók Menn-
ingarsjóðs. Önnur merking er
skafl = tanngarður í hákarli,
sbr. „hákarlsskaflinn bítur“ í
gamalli vísu.
Johan Fritzner segir í sinni
orðabók um skaga: „Odde, i
Söen fremstikkende Landspidse
(jvf. útskagi)".
í upprunaorðabók dr. Alex-
anders Jóhannessonar er þéss
getið að í nýnorskum mállýskum
merki skagi líka „hoher, herr-
vorragender gegenstand", það
er: hátt framstætt (eða upp-
stætt) fyrirbæri.
í 6. hljóðskiptaröð við skagi
er skógur; hann er uppstæður.
Af þessari sömu rót er skegg
(skagar fram eða upp líkt og
skógurinn). Það er orðið til úr
*skagja. Þama hefur orðið
hljóðvarp (a>e), og g tvöfaldað-
ist (lengdist) milli granns sér-
hljóðs og-j. Granna áherslulausa
endasérhljóðið er löngu horfið í
„stóra brottfalli“. Það var á
frumnorrænum tíma, og þá féllu
sérhljóð eins og flugur, nema
skilyrði væru þeim hagstæð og
eðli_ þeirra veitti þeim langlífi.
Ox(i) heitir öðru nafni
skeggja, líklega vegna líkingar-
innar við skeggjað mannsandlit.
Sérstökgerð hét reyndar skegg-
öx(i). Á skipum nefndu menn
líka skegg, sbr. Króka-
Refsrímur:
Skatnar nefna á skipinu barð,
skegg má þetta heita.
Barð gat sem sagt táknað
skegg, sbr. mannsnafnið Barði
(= skeggjaður maður) og Lang-
barðar (síðskeggir), svo og
þýsku der Bart, og þaðan höfum
við bartana. Skeggi var bæði
skipsheiti og karlmannsnafn.
Skagi er náttúrlega skylt val-
kyrjuheitinu Skögul (hvernig
sem hún skagaði) og skögul-
tönn. Slíkar tennur þekkjum við
best á göltum og fílum.
Þessu öllu skyld er svo sögnin
að skaka (skók, skókum, skek-
inn) eftir 6. hljóðskiptaröð og
með hljóðvarpi í 4. kennimynd
(*skakinaR> skekinn). Fer þá
að styttast í skák = spilda, skek-
ill, skækill, skiki og skiksi um
litla hluta lands eða litlar torfur,
svo og skökull = dráttartaug
eða vagnkjálki og svo getnaðar-
limur, einkum hests.
Enn er að nefna orðið skókur
eða skokur í Atlakviðu, sem
því miður er ekki fullvíst hvað
merkir. Bituls skókur er
kannski hestur = sá sem skekur
beislið. Þá er og skækja = vænd-
iskona eða léleg skinnbrók.
Sögnin að skækja er hins vegar
af tökuorðinu skák, og er frægt,
þegar Úlfur jarl Þorgilsson
skækti riddara af Knúti Knúts-
syni Danakonungi og mátti litlu
síðar þola bana að fyrirlagi kon-
ungs.
Af skaka var til samsetningin
blundskaka = gjóta augunum,
en þessi sögn hefur afbakast
með ýmsu móti: blindskakka,
blimskaka og blimskakka.
Er nú þessi mælir troðinn,
skekinn og fleytifullur.
★
Ásgeir Ó. Einarsson skrifar
mér á þessa leið (og þakka ég
honum bréfin fyrr og nú):
„Kæri Gísli! í 491. þætti óskar
þú eftir nýyrði fyrir orðið bíla-
leigubíll. Hið rétta orð er
leigubíll. Bíll, sem tekinn er á
leigu án bílstjóra (bifreiða-
stjóra), alveg eins og menn taka
á leigu herbergi eða íbúð án
húsgagna. Leigubíll þýðir nú á
dögum: bíll með bílstjóra, en
flestir eru þeir nú með merki
ofan á þakinu, sem er „taxi“.
Ef menn læra smám saman að
nota þetta orð fyrir „leigubíll
með bílstjóra“, þá losnar hið
rétta orð: leigubíll fyrir bíl á
leigu án bílstjóra.
497. þáttur
Ein af þeim villum, sem orðin
er föst í málinu, er þolfaltið með
sögninni að mæta á fundinn eða
völlinn. Að mæta er ekki hreyf-
ingarsögn, eins og að fara. Því
á að segja: hann mætti á fundin-
um eða var mættur á vellinum,
sem sagt þágufall.
í Mbl. í dag (15.7.) er frétt
frá fréttamanni í Borgarfirði
eystra, sem sýnir, að hann kann
ekki að beygja nafnið á sínum
eigin dvalarstað, og skrifar á
Borgarfirði eystri, en þó fer
hann rétt með nefnifallið Borg-
arfjörður eystri.“
Úmsjónarmaður geymir sér
enn „bílaleigubílinn", en um hin
efnisatriði bréfsins vísar hann
til þátta 495 og 476.
★
Orðasambandið að standa
uppi merkir að bíða greftrunar.
Lík stendur uppi. En í fímm
dálka fyrirsögn í blaði 4. þ.m.
stóð (um úrslit í knattspyrnu-
móti): „Skagamenn stóðu uppi
sem sigurvegarar“. Ekki hefur
þótt duga að segja: Skagamenn
sigruðu eða Skagamenn unnu
mótið eða eitthvað þvílíkt ein-
falt og eðlilegt. Nei, þeir af
Skaganum biðu grafarrórinnar
eins og (sem) sigurvegarar!
Enn segir umsjónarmaður:
Líkingamál er gott, ef rétt er
farið með það, en vitlaust
líkingamál er hlægilegt.
★
Salómon sunnan kvað:
Þessi limra er listbrögðum rúin,
hún lufsast fram hliðskökk og snúin,
kræklótt og komótt
og kviðslöpp og homótt.
Lof sé guði, að loks er hún búin.
Aðsent: Hvers konar sam-
komur halda_ púkar og slíkt ill-
þýði?: Svar Áramót.
P.s. Kostuleg villa laumaðist
inn í síðasta þátt á undan limr-
unni: Hlymrekur handan við í
staðinn fyrir Hlymrekur handan
kvað. Það var svei mér gott að
handan féll ekki niður.