Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 29.07.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ I.AUGARDAGUR 29. JÚIJ 1989 13 Veggteppi. magnaða og myndræna. Hið síðasta vissi Júlíana Sveinsdóttir ósköp vel, enda var hún aldrei vígreifari né í meira vinnuskapi, en þá er rigndi eða dumbungur lá yfir landinu — þá skynjaði hún dýpt þess og litræna mýkt, flosa- mjúka og áþreifanlega. En hún kunni ekki við sig, er sól skein í heiði, því að þá fannst henni rétti- lega allt svo upplitað. Kannski er það eðli einfarans að elska slíka stemmningu sem rigning og dumbungur framkalla öfugt við það, að suma gerir hún þunglynda. En í þessu tilviki þarf það þó ekki að vera, þv'að öllum má vera ljós sú fegurð, er slík veðrabrigði framkalla á stundum, og þau hafa ótal andlit, en hins vegar hefur sól og heiðríkja ein- ungis eitt. Ósjálfrátt eykur því vætan andagift, eins og kemur fram hjá heimspekingnum Im- manúel Kant, sem greip alltaf frakkann sinn og hljóp út, er tók að rigna, því að þá sóttu hugmynd- irnar að, og hugsun hans var aldr- ei skýrari að eigin sögn. Hér er ekki um neina sérgáfu að ræða, heldur skynrænt næmi, sem öllum er gefið en þarf viss skilyrði til að þroskast. Dumbungur og rigning eru veðrabrigði mildinnar og þýðunnar en einnig gróandans og jarðar- magnanna, sem aldrei taka betur við sér, og aldrei er loftið eins mettað gróðurilmi og eftir rign- ingu, né hollum loftefnum, sem öllum grómögnum og lífi gera gott. Júlíaría Sveinsdóttir má hafa fundið samsvörun með skapgerð sinni í úrkomu og þá einnig á stundum roki, því að trúlega var hún einnig skaprik, og þannig séð var hún sönn eðli sínu í list og athöfnum. Þeirdýruvefir Það er óhætt að fullyrða, að Júlíana Sveinsdóttir hafi að vissu marki verið brautryðjandi í nútímavefnaði -í Danmörku og á íslandi. Fordæmi hennar var íslenzkum listakonum uppörvun og hvatning, er þær fréttu um frama hennar í Danmörku. Þessi kona, sem bjó yfir svo formfastri „aka- demískri" menntun, og átti bágt með að meðtaka óhlutlæga mál- verkið, skildi þó til hlítar lögmál slíkrar listar i veijunum. Lögmál einfaldra, ábúðarmikilla forma, sem þó væru ekki beint skreyti- kennd. Hér var hún einnig sjálfri sér samkvæm, þótt vefir hennar væru harla ólíkir málverkunum, en hér var um að ræða mismun- andi viðhorf til ólíkra aðferða, en sjálf grunnhugmyndin var hin sama, stór samræmd form i átaka- mikilli hrynjandi. Upphaflega mun Júlíana einkum hafa lagt fýrir sig vefnað notagild- is eða hreinan listvefnað, óf t.d. áklæði og gluggatjöld og kenndi slíkt, en seinna þróaðist þetta út í hreinan listvefnað. Vefir Júlíönu er sérstakur þáttur í list hennar, er aflaði henni mikill- ar frægðar í Danmörku og verð- launa þar sem víða um Evrópu, m.a. fyrstu verðlaun í Brussel þeg- ar árið 1935 og svo á hinum viðfræga Þríæringi í Mílanó 1951, þau verðlaun, sem voru gullverð- laun, — eru trúlega mesti sómi sem íslenzkri veflistakonu hefur verið sýndur til þessa. Þá var Júlíana sæmd hinum virta heiðurspeningi Ecksersbergs árið 1947, sem er einn mesti sómi, sem dönskum listamanni getur hlotnazt og ávallt er getið sérstak- lega í fjölmiðlum og held ég, að hún og Siguijón Ölafsson, sem fékk þau 1938, séu einu íslending- amir sem hafa hlotið þann heiður. Þau verðlaun hlaut hún vafalítið fyrir hin margvíslegustu störf sem listamaður, en það mætti álíta, að brautryðjendastörf sem nútímave- fari hafi átt hér nokkum hlut að máli, enda bar mikið á henni ve- fara á þessum áram, en þó fékk hún þau öðra fremur fyrir glæsi- legar myndir, sem hún á þessum áram málaði í Vestmannaeyjum. Júlíönu var falið að vefa teppi fyrir Hæstarétt Danmerkur árið 1962, sem var mikill sómi og viður- kenning — ígildi veglegra verð- launa. Af því, sem hér hefur verið rit- að, má vonandi að nokkra marka hvílíka listakonu Islendingar áttu í Júlíönu Sveinsdóttur og hve víða hún bar sóma þjóðarinnar á ævi- ferli sínum. Að vísu bjó hún erlend- is meginhluta starfsævi sinnar, en það var öðra fremur vegna þess, að hér heima átti hún þess engan kost að marka list sinni þann far- veg og svigrúm, sem henni var jafn nauðsynlegt og lífsloftið — ekki frekar en Jóni Stefánssyni, sem einnig dvaldi nær alla sína starfsævi í Kaupmannahöfn. Júlíana Sveinsdóttir lést hinn 17. apríl 1966 og með henni var ~ burtgenginn einn gagnmerkasti og einlægasti listamaður, sem íslenzka þjóðin eignaðist á þessari öld. JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR fæddist 31. júlí 1889 í Vestmanna- eyjum. Nam í Kvennaskólanum í Reykjavík frá árinu 1905. Hlaut þar „silfurskeiðina“ í verðlaun fyrir teikningu. Árið 1905 stundaði hún listnám hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Á áranum 1909-10 gekk hún í undirbúningsskóla Gustavs Verme- hren í Kaupmannahöfn og 1910-11 í einkaskóla Agnesar Jens- en. Fékk inngöngu í Fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn 1912 og stundaði þar nám til ársins 1917. Aðalkennari hennar var P. Rostrap Böyesen. Hlotnaðist námsstyrkur frá skólanum 1915. Júlíana vann fyrir sér jafnhliða listnámi við teikni- og veflistar- kennslu allt til ársins 1927, m.a. á námskeiði Heimilisiðnaðarfé- lags íslands haustið 1924. Sýndi fyrst opinberlega á Haustsýningu listamanna í Kaup- mannahöfn 1918. Arið 1926 fer Júlíana í náms- og kynnisferð til Rómar og Flór- enz og hefur nám í múrmálunardeild Fagurlistaskólans í Kaup- mannahöfn. Námsferð til Þýzkalands árið 1927 og heimsækir m.a. Berlín og Dresden. Flyzt til íslands árið 1928 og reisti sér hús á Bergstaðastræti 72. Fer á ný til Kaupmannahafnar árið 1931 og ílendist þar til æviloka. Heldur aftur til Ítalíu árið 1932 og nú til Rómar, Feneyja og Padua. Meðal viðurkenninga-, sem Júlíönu hlotnaðist um dagana má nefna: Fyrstu verðlaun fyrir vefnað á sýningu í Brussel 1935. Ferðastyrkur frá Reiserens Fond 1937. Tage Brandts-ferða- styrkurinn 1946. Heiðurspeningur Eekserbergs 1947. Hlotnað- ist styrkur Zacharias Jacobsens 1948 og aftur 1952. Hlaut gullverðlaun á þríæringnum í Mílanó árið 1951. Trechows- gjafþeginn 1958. Gerist meðlimur Iistahópsins Kammeraterne 1960. Vefur veggteppi fyrir Hæstarétt Danmerkur 1962. Átti sæti í dómnefnd Charlottenborgar-sýninganna um fjölda ára. Yfirlitssýning á Listasafni íslands árið 1957 og þemasýning „Landslagsmyndir“ í tilefni aldarafmælisins á Listasafni íslands í mars-apríl i ár. Lést 17. apríl 1966 í Kaupmannahöfn. Leiðangrar lygabarónsins Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Sljörnubíó: Ævintýri Munchausens - The Adventures Of Baron Munc- hausen Leikstjóri Terry Gilliam. Hand- rit Gilliam og Charles McKe- own. Kvikmyndataka Giuseppe Rotunno. Aðalleikendur John Neville, Eric Idle, Sarah Polley, Oliver Reed, Jonathan Pryce. Bresk. Columbia 1989. Hin takmarkalausu ævintýri um lygabaróninn Munchausen era kjörið efni fyrir háðfuglinn og súrrealistann Gilliam sem getið hefur sér einstakt orð fyrir Monty Python myndimar og The Time Bandits. En- eitthvað hefur farið úrskeiðis að þessu sinni, að öllum likindum peningaeyðslan sem var gífurleg. Það hefur nefnilega hlaupið greinilegur ofvöxtur í kvik- myndagerðina sem minnir á íburð- armikinn ramma utanum musku- lega smámynd. Gilliam fer að sjálf- sögðu frjálslega með hinar vel- þekktu sögur af baróninum sem leitar hér m.a. til tunglsins að þjarga bæ umsetnum tyrkjum. Árin hafa liðið , þegar hér er kom- ið sögu er karl farinn að reskjast og skrautlegir samstarfsmenn hans orðnir örvasa gamalmenni. Honum tekst þó að magna upp hjá þeim nægilegan orrastumóð til að bijóta umsátrið á bak aftur. Myndin er ofdekrað af pening- um. Þeir skila sér vel í feiknagóð- um leiktjöldum og munum - sem vora þó lítið siðri í hinni hræódýra Time Bandits - afbragðs kvik- myndatöku og óaðfinnalegum bún- ingum. Þá er leikurinn til sóma hjá Neville, Pryce og Reed hefur ekki verið betri í háa herrans tíð. Maður saknar þó Cleese og Palins. En hin súrrealísku ævintýr ná ekki til manns nema endrum og eins. Fyndnin kafnar oft í oflátungsleg- um umbúðunum, er upplífgandi aðra stundina, niðurdrepandi hina. Ævintýri Munchausens er fyrst og fremst fyrir þá sem gaman hafa að léttsturluðum furðusögum, ferðalögum á mörkum súrrealisma og raunveruleika. Hvað er á seyði í kjallaranum? Laugarásbíó: Geggjaðir grannar Leikstjóri Joe Dante. Aðalleik- endur Tom Hanks, Carrie Fis- her, Rick Ducommun, Bruce Dern, Corey Feldman. Bandarísk. Universal 1989. Eitthvað kyndugt er á seyði hjá nýju íbúunum við litlu götuna í Úthverfinu. Grannarnir, með þá Dern og Ducommun í fararbroddi fylgjast grannt með atburðum og fá Hanks til að taka þátt í njósnun- um. Þeir nýfluttu sjást helst á nóttunni og óhuggulegur ljósa- gangur úr kjallaranum lýsir upp náttmyrkrið. Nú era góð ráð dýr og verður úr að þremenningarnir gera innrás í hús leyndardómanna er hinir dularfullu nágrannar bregða sér frá. Til að byija með er létt yfir Geggjuðum grönnum, góðlátlegt grín gert að velþekktri forvitni manna um hagi nágrannans og smáborgaralegri hnýsni. En því miður fellur myndin smá saman niður á hálfgert fímmaurabrand- araplan og endaspretturinn er hreinasta ráðleysa. Dapurlegt, því Dante hefur gert svo mikið betri hluti í Gremlins og Innerspace og ágætur leikhópur hefur úr litlu að moða. Þó tvimælalaust bærileg- asta afþreying fyrir unglinga í sól- skinsskapi! KallmótBÍKR um helgina BÍKR heldur rallkeppni laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. júlí í samvinnu við Japis og verða allir helstu rallökumenn landsins meðal þátttakenda. Hefst keppnin kl. 20.00 með ræsingu fyrsta bíls frá Japis í Kringlunni en hin eiginlega keppni hefst 30 mínútum síðar með ræs- ingu fyrsta bíls inn á sérleið við Úlfarsfell. Síðan verður ekið sem leið liggur að Þingvöllum og eknar sérleiðir í Grafningi og Lyngdals- heiði og verður Kili skipt i þijár sérleiðir og endar sú síðasta neðan Hveravalla, þar sem einnig lýkur fyrri áfanga keppninnar. Seinni áfangi hefst klukkán 6.00 að morgni sunnudags eftir endur- röðun keppenda eftir árangri í fyrri hluta, með ræsingu fyrsta bíls inn á Kjöl og verða síðan eknar sömu Sæludagar í Skógarmenn KFUM boða til Sæludaga í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Tilef- nið er 90 ára afmæli KFUM svo og 60 ára afmæli Skógarmanna- flokksins. Á Sæludögum verður Vatna- skógur opinn öllum almenningi. Margt verður á boðstólum fyrir leiðir og í fyrri áfanga en nú í gagnstæða átt og frá sérleið í Grafningi að gamla veginum upp Kamba og er þar áætluð ræsing fyrsta bíls kl. 12.05. Síðasta sér- leið keppninnar er í mynni Jósefs- dals kl. 12.40 og er óhætt að mæla með tveimur síðustu leiðun- um fyrir áhorfendur öðrum fremur vegna nálægðar þeirra við borgina og tímasetningu þeirra, segir í fréttatilkynningu frá BÍKR. Keppninni lýkur svo við Japis í Brautarholti kl. 15.00 þar sem keppnisbílarnir aka í mark í öfugri úrslitaröð, þ.e. síðasti bíll fyrst og fyrsti bíll síðast. Vatnaskóg’i unga sem aldna. Aðgangur er ókeypis, einungis þarf að greiða fyrir hvert tjald, svipað og á al- mennum tjaldstæðum. Til Skógarmannaflokksins telj- ast allir þeir karlmenn sem dvalið hafa í sumarbúðum í Vatnaskógi. I dag eru því þusundir í Skógar- mannaflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.