Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29; JÚLÍU989
Líbanon:
Israelar ræna Hiz-
bollah-foringj a
Tilgangurinn talinn sá að fá vestræna
og ísraelska gísla framselda
Týru í Líbanon. Reuter.
ÍSRAELSK sérsveit rændi í gærmorgun einum af foringjum Hiz-
bollah-skæruliða í Suður-Líbanon. Að sögn talsmanna Hizbollah komu
ísraelarnir á þyrlu fyrir dögun og rændu Abdel Kareem Obeid ásamt
tveimur aðstoðarmönnum hans. ísraelar hafa sakað Obeid um að
skipuleggja hryðjuverkaárásir inn i Líbanon.
um herþotum flogið inn í Lábanon
á sama tíma, líkt og um loftárás
væri að ræða.
ísraelar hafa ekki gefið neina
skýringu á mannráninu, en talið er
að þeir vilji skipta á honum og
gíslum Hizbollah-hreyfingarinnar.
Meðal þeirra eru þrír ísraelskir her-
menn og 17 vestrænir gíslar. Ekk-
ert hefur spurst til ísraelsku her-
mannanna frá 1986.
Að sögn ónafngreindra heimild-
armanna í Líbanon hefur Obeid
verið viðriðinn fjölda mannrána og
sá hann meðal annars um skipu-
lagningu ránsins á bandaríska land-
gönguliðsforingjanum William
Higgins, sem var rænt í febrúar á
síðasta ári þegar hann gegndi störf-
um í friðargæsluliði Sameinuðu
þjóðanna.
Að sögn ísraelska útvarpsins fóru
sérsveitarmenn með þyrlu inn í
Líbanon, fóru síðan fótgangandi að
húsi Obeids, skutu nágranna hans,
sem ætlaði að gera Obeid viðvart,
með hljóðdeyfðri byssu og tóku for-
ingjann í rúminu.
Til þess að koma í veg fyrir að
til þyrlunnar heyrðist var ísraelsk-
ERLENT
Reuter
Efhilegt svín frá Kína
Hópur 140, afar holdmikilla grísa frá Kína flutti
búferlum til Bandaríkjanna í vikunni. Eftir útlit-
inu að dæma gæti verið um að ræða blendinga
hunda og flóðhesta en bandaríska landbúnaðar-
ráðuneytið segir að þeir séu hraustari og veijist
betur ýmsum sjúkdómum en bandarískir ættingj-
ar þeirra, auk þess sem þeir séu ftjórri. A mynd-
inni sést fararsljóri hópsins.
Nígería lofar
að greiða er-
lendar skuldir
Washinglon. Frá Ivari Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
í nýlegu hefti bandaríska viku-
ritsins Time eru tólf síður, sér-
staklega heftar, þar sem Nígeríu-
stjóm auglýsir, að landið muni
greiða allar erlendar skuldir
sínar áður en langt um líður.
Mun þetta eflaust láta vel í eyrum
þeirra íslendinga, sem orðið hafa
fyrir skakkafollum í skreiðarvið-
skiptum við Nígeríumenn.
Ríkisstjóm Nígeríu tilkynnir
einnig að gripið hafí verið til ráð-
stafana til að tryggja lýðræði og
einkaframtak í landinu í—náinni
framtíð. Auglýsingasíðumar em
fagurlega skreyttar með litmynd-
um, t.d. frá heimsókn forseta
Nígeríu, Ibrahims Babangida, hers-
höfðingja og fylgdarliðs hans, til
Bretlands fyrir skömmu þar sem
Nígeríumönnum var vel tekið af
konungsíjölskyldunni bresku.
Auglýsingin í Time ber fyrirsögn-
ina: “Nígería er aftur komin í gagn-
ið“ og er augsýnilega birt í þeim
Ibrahim Babangida.
tilgangi, að velq'a traust á viðskipt-
um við Nígeríu og til að fullvissa
menn um, að breytingar séu á döf-
inni, sem tryggi, að treysta megi
Nígeríumönnum og þarlendum
stjómvöldum.
Tvær flugvélar sömu gerðar lenda í slysi með skömmu millibili:
Krafíst kyrrsetn-
ingar DC-10 þotna
Washington. Trípon; Reuter.
ALÞJÓÐLEG samtök flugfarþega hafa krafist þess að allar DC-10
þotur heims verði kyrrsettar til rannsóknar eftir að tvær slíkar vél-
ar hafa faríst á rúmrí viku. Ekki er enn Ijóst hvað olli því að DC-10
þota frá Suður-Kóreu brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Trípólí í
Líbýu á fimmtudag. Líbýsk útvarpsstöð sagði að líklega hefði verið
um mistök flugmanns að ræða.
Dale Warren, varaforseti
McDonnel Douglas-flugvélaverk-
smiðjanna, sagði í gær í samtali við
Reuters-fréttastofuna að krafa
samtaka flugfarþega um kyrrsetn-
ingu DC-10 þotna væri út í hött.
„Eg trúi því ekki að nokkrir þeir
sem lögsögu hafa í málinu ljái slíku
eyru.“ Warren sagði að fyrir flug-
slysið í Sioux City 19. júlí hefðu
DC-10 þotur heims flogið í samtals
átta milljónir stunda án mannskæðs
slyss.
Talsmenn samtaka flugfarþega
segja hins vegar að a.m.k. 17 af
445 DC-10 þotum, sem teknar hafa
verið í notkun, hafí farist eða 3,8%.
í þeim slysum fórust 720 manns.
Til samanburðar segja samtökin að
nefna megi að 1,2% Lockheed L-
1011 þotna og 1,5% Boeing 747
þotna hafí farist.
Til átaka kom í Seoul í Suður-
Kóreu í gær milli óeirðalögreglu og
ættingja þeirra sem voru með þotu
Korean Airlines á leið til Trípólí.
Ættingjamir hugðust efna til mót-
mælasetu á flugvellinum í Seoul til
að mótmæla litlum upplýsingum af
tildrögum slyssins og ónákvæmum
fréttum af fjölda látinna.
Starfsmaður suður-kóreska
sendiráðsins í Trípólí sagði í gær
að væntanleg væri rannsóknanefnd
til Líbýu til að athuga tildrög slyss-
ins en ekkert yrði látið uppi um
orsakir þess fyrr en hún hefði veg-
ið og metið aðstæður.
Sendiráðsstarfsmaðurinn sagði
að vegna þoku hefði skyggni verið
afleitt í Trípólí þegar slysið varð
og flugmaðurinn ekki getað séð
lengra en 240 metra. 199 manns
voru um borð og fómst 78. Þrír
farþeganna em alvarlega slasaðir,
27 til viðbótar liggja enn á sjúkra-
húsi en 98 sluppu ómeiddir.
19. júlí fórust 111 manns þegar
DC-10 þota flugfélagsins United
Airlines fórst við Sioux City í
Bandaríkjunum. Orsök þess slyss
er sögð vera sprenging í hreyfli.
íranskar konur kjósa á skrifstofti ræðismanns írans í Sameinuðu
furstadæmunum í gær. Fastlega er búist við ylírburðasigri Rafsanjan-
is þingforseta en úrslit verða ekki kunn fyrr en á morgun, sunnudag.
Rafsanjani spáð yfírburðasigri í íran:
Hvert atkvæði ör í hjarta-
stað óvina býltingarinnar
- sagði í áróðri íranska sjónvarpsins
Nikósíu. Reuter.
Forsetakosningar fóru fram í Iran í gær. Iranskir Qölmiðlar spáðu
yfírburðasigrí AIis Akbars Rafsanjanis, forseta þingsins. Eini mót-
frambjóðandi hans er Abbas Sheibani, 58 ára gamall og nær óþekkt-
ur þingmaður. Úrslit kosninganna verða ekki tilkynnt fyrr en á sunnu-
dag.
Yfírvöld í íran hafa neytt allra
bragða til að kjörsóknin verði sem
mest. Ali Khameini, fráfarandi for-
seti, og þrír aðrir trúarleiðtogar
írana hafa lýst því yfír að það sé
trúarleg skylda almennings _að
greiða atkvæði í kosningunum. Ir-
anir fá kosningarétt 15 ára gamlir.
24 milljónir manna em á kjörskrá
og undanfarið hafa þeir látlaust
verið hvattir til að kjósa með áróðri
í útvarpi og sjónvarpi. Tilgangurinn
er að sýna að hrifningin á íslömsku
byltingunni hafi síst dvínað við lát
Ayatollahs Khomeinis, andlegs leið-
toga landsins, í síðasta mánuði.
„Hvert atkvæði er ör í hjartastað
óvina byltingarinnar," sagði í áróðri
sjónvarpsíns.
Valdamestu menn Irans virðast
standa allir sem einn að baki Rafs-
anjanis, sem er 54 ára gamall.
Stefna Rafsanjanis felst meðal ann-
ars í efnahagsumbótum og auknum
tengslum við útlönd. Hann hefur
einnig tryggt sér stuðning Samtaka
íslamskra háskólakennara en þeim
samtökum tilheyrir einmitt mót-
frambjóðandi hans, Abbas Shei-
bani. Sheibani sem er læknir,
menntaður í Frakklandi, á sæti á
þingi.
Samhliða forsetakosningunum
eru greidd atkvæði um stjórnar-
skrárbreytingar sem auka eiga vald
forsetans og afnema embætti for-
sætisráðherra.