Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
23
Gamlir perlukafarar sit|a við höfnina og nfja upp gamlar mmmngar
Aldraður Qatari með dagatal —
eitt af nútímamerkjunum, bed-
úínar lásu í sól, stjömur og ský
til að ákvarða dagana og þurftu
engin dagatöl til að segja sér
hvaða dagur væri.
ur neti. Ég tróð eins miklu í pokann
af ostruskeljum og ég gat þangað
til ég varð að fara upp og anda.
Þá gaf ég merki með reipinu um
fótinn og var dreginn upp. Ég
tæmdi pokann á þilfarið og kafaði
síðan aftur. Þetta stóð yfir með litl-
um eða engum hvíldum til sólar-
lags, enda voru kafararnir þá að
niðurlotum komnir."
Vitaskuld er engin tilviljun að
íbúar Qatars hefðu lífsviðurværi af
fiskveiðum og köfun, ellegar færu
um með hjarðir sínar. Möguleikar
á öðru voru nánast ekki fyrir hendi.
Það var sáralítið ferskt vatn á skag-
anum, svo að landbúnaður í einni
mynd eða annarri hlaut að verða
afar miklum annmörkum háður.
Perluköfun og sala á þeim var und-
irstaðan.
Þegar velmegunartímabilið rann
upp, eftir að olían fannst virtust
bedúínamir líta á það sem nokkuð
sjálfsagðan hlut. „Guð er gjafmild-
ur,“ segja gömlu mennirnar. Guð
lauk upp hliði auðlegðarinnar, því
að hann er algóður og veit að við
höfum búið við harðræði lengi og
uppskerum nú laun fyrir þolgæði.“
Þannig brugðust margir af eldri
kynslóðinni við, þegar olíupening-
arnir flæddu yfir landið. Fæstum
datt í hug að skyndilegt aðstreymi
fjármuna í þessu líka magni gæti
verið varasamt og boðið heim spill-
ingu og græðgi.
En óhjákvæmilegt var annað en
auðæfin breyttu lífi og lífsmáta.
Menn uppgötvuðu að með því að
fé streymdi inn í landið þá var
hægt að útvega þeim kalt vatn,
nógan mat, sjúkrahús og skóla. Það
var allt til bóta, einkum framan af.
Nú heyrast eldri menn segja sem
svo. „Lífið hér hefur breyst mikið.
Ef við förum í bedúínabúðir eru þær
sjaldnast ekta. Lúxuskerrur standa
við'tjöldin og það er búið að reisa
hús rétt hjá og þangað fer fj'ölskyld-
an að horfa á sjónvarpið. Menn eru
í bedúínaleik í stað þess að vera
bedúínar. Allir geta keypt sér allt.
Allir fá peninga frá ríkinu jafnvel
þótt þeir geri ekki neitt. Margt fólk
hefur alltof mikla peninga og veit
ekki aura sinna tal. Það fólk myndi
aldrei geta sætt sig við að hverfa
aftur til fyrri lífshátta, ef olían
gengi til þurrðar."
Þó eru þeir til sem flakka um
með úlfaldana sína í einn eða tvo
mánuði á nokkurra ára fresti. En
það eru gamlir bedúínar og með
þeim eru oft ungir sonarsynir
þeirra, sem finnst þetta sport og
spennandi tilbreyting. Því að auð-
vitað hefur það farið svo að viðhorf
bedúínans hefur breýst, þó að hon-
um gangi misjafnlega að laga sig
að nýjum lífsháttum. Einn sagði við
greinarhöfund:„Okkur leiðist þetta
nýmóðins líf. Húsin sem ríkisstjóm-
in hefur látið okkur fá eru ágæt,
en ég fæ innilokunarkennd af því
að þurfa alltáf að búá í húsi. En
þetta líf hefur líka gert okkur lata.
Við nennum ekki að snúa aftur út
í auðnina, nema smátíma í senn.
Ég fer út í eyðimörkina á hveiju
ári. Ég hef þörf fyrir að vera í nánd
við náttúruna. Stundum rignir ekki
árum saman í Qatar. Svo kemur
loks rigning og allt grænkar. Þá
er hvergi fegurra að vera en úti í
eyðimörkinni. Og við verðum ham-
ingjusamir. Ég veit allt um veður
og vinda. Ég get lesið skýin og
sagt til um hvernig veðrið muni
verða.“
Aðrir hafa þá skoðun, að lífið
nú sé harla gott. Menntun fólks
færi þvi gleði, menn búi við öryggi
í heilsugæslu sem ekki hafi þekkst
áður. Allir hafi nóg að bíta og
brenna. Þegar á allt sé litið lqósi
menn þau þægindi sem olíuauður-
inn hefur fært þeim. Það sé barna-
legt að vera alltaf með rómantiskar
grillur um horfna tíma.
Qatarar hafa lifað við fábrotna
en nokkuð stranga lífsháttu svo
skiptir kynslóðum. Af eðlilegum
ástæðum hefur nokkur spilling fylgt
skyndiauði. En enn sem komið er
eru ekki mikil merki þess að þeir
hafi varpað gömlum lífsgildum fyr-
ir róða.
Snúið og sneitt: Jóhanna Krist-
jónsdóttir
Myndir: Hussein Shehadeh
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir PÁL ÞÓRHALLSSON
Leiðangurtil Mars -
ferð án fyrirheits
„MENN og samfélög. hneigjast til hóglífis en sú þrá leiðir fyrir-
varalaust til dauða. Ógnarvíðáttur geimsins ögra okkur en ef við
tökum ekki áskoruninni þá er skammt að bíða endalokanna. Geim-
ferðir höfða til ímyndunarafisins sem er mest allra mannlegra
hæfileika," sagði Arthur C. Clarke vísindaskáld snemma á sjötta
áratugnum. „Nú er svo komið að engir aðrir en „tæknifrík" halda
því fram að það sé í manneðlinu að kanna himingeiminn. Flestir
segja: Til fjaudans með það allt saman, reynum að gera eitthvað
sem skiptir máli,“ sagði ónefndur blaðamaður í Bandaríkjunum
fyrir skemmstu.
George Bush Bandaríkjafor-
seti setti þjóð sinni ný mark-
mið í geimrannsóknum þegar
hann minntist þess í síðustu viku
að tuttugu ár voru liðin frá því
að menn lentu í fyrsta skipti á
tunglinu. Nýju markmiðin eru þau
að komið verði á fót bækistöð á
tunglinu, mannaður leiðangur far-
inn til Mars og stefnt að varanleg-
um mannabústað í geimnum. Af
ýmsum ástæðum vekur þessi nýja
stefnumörkun takmarkaða hrifn-
ingu. Þar kemur einkum þrennt
til: Samkeppnin við Sovétríkin
hefur minnkað, áætlunin er talin
kosta allt að 400 milljarða dala,
sem er víst ábyggilega stjam-
fræðileg upphæð, en mikill halli
er á ríkisbúskapnum („maður fer
ekki til Mars á krítarkorti," sagði
ónefndur þingmaður) og almenn
viðhorf til tækni og vísinda hafa
breyst.
Það er vert að skoða nýju
stefnumótunina í samhengi við
tunglferðina forðum til að sjá
betur hvers vegna hún vekur svo
litla hrifningu. Var skref Neils
Armstrongs, fyrsta tunglfarans,
risastökk fyrir mannkyn?
Leiðangurinn til tunglsins hafði
yfir sér dulúðarblæ því enginn sá
fyrir hvort hann myndi takast’ og
þar af leiðandi varð kapphlaupið
óumræðanlega spennandi. Hins
vegar eru flestir þeirrar skoðunar,
án þess endilega að hún sé frem-
ur studd rökum en tilfinningu, að
mönnuð ferð til Mars sé fram-
kvæmanleg ef nógu miklu fé sé
til hennar varið. Einstaka vísinda-
menn kunna að velkjast í vafa en
almenningur skynjar varla mikinn
mun á því að fara til tunglsins
og til Mars. Þar með er líka mesta
púðrið farið úr því að senda menn
til Mars, því fáir myndu ærast af
fögnuði þótt allt gengi upp.
Tunglferðin hafði einnig þann
skýra tilgang í augum Banda-
ríkjamanna að skjóta Rússum ref
fyrir rass; markmið sem engum
þykir sérlega merkilegt úr því sem
komið er. Stefnumótun Bush hef-
ur engu að síður þann blæ yfir
sér, líkt og tunglferðin forðum,
að nú eigi að skáka öðrum þjóð-
um. Margir bjuggust við því að
Bush myndi koma til móts við til-
boð Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta um að þjóðirnar stæðu
saman að leiðangri til Mars. Þess
í stað sagði Bush: „Takmark okk-
ar er að festa Bandaríkin í sessi
sem fremstu þjóðina í geimsigl-
ingum.“ Og annar talsmaður þess
að senda menn til Mars sagði í
vikuritinu Time. „Það sem er
merkilegast við stefnumótunina
en jafnframt erfiðast að festa
hendur á er að hún eykur gífur-
lega á orðstír þjóðarinn-
ar. . . Bandaríkin geta ekki
haldið forystuhlutverki sínu í
tækni, iðnaði og vísindum ef þau
eru ekki í fararbroddi geimrann-
sókna. Alla tíð hafa Bandaríkja-
menn verið þjóð landnema og af-
reksmanna. Éf þeir láta hjá líða
að stíga næsta stóra skrefið í
geimnum sjáum við á bak einum
af grundvallarþáttunum í þjóðar-
sálinni.“
Fæstir geta neitað því að heim-
urinn hefur breyst það mikið síðan
tunglferðin var ákveðin að svona
stefnumótun er úrelt. Það væri
hægt að sjá nokkurn tilgang í
ferð til Mars ef hún sameinaði
þjóðirnar á jörðu niðri í stað þess
fyrst og fremst að etja þeim sam-
an í kapphlaupi eða belgja eina
þeirra út í þjóðarstolti. Það hefur
einmitt verið talið eitt helsta gildi
tunglferðarinnar að þá sameinað-
ist ótrúlegur fjöldi ólíkra aðila um
eitt meiriháttar markmið í fyrsta
skipti á friðartímum.
Meiningin var að safna nýrri
þekkingu um tunglið og myndun
sólkerfisins. Tuttugu árum síðar
eru menn litlu nær lausn á ráðgát-
unni um uppruna tunglsins. Þau
389,7 kg af tunglgijóti sem kom-
ið var með til jarðar á árunum
1969 til 1972 eru lítt frábrugðin
steinum á jörðu niðri. Stuðnings-
menn geimferða benda fremur á
að áhrif kapphlaupsins við Rússa
hafi verið gífurleg á almenna þró-
un tækni í Bandaríkjunum.
Skyndilega var nóg fé að hafa .til
rannsókna. Sumir taka svo djúpt
í árinni að segja að tunglferðin
hafi fært Bandaríkjamönnum og
þarmeð hinum vestræna heimi þá
tækni sem byggt hefur verið á
undanfarin 20 ár eins og til dæm-
is einkatölvuna og fjarskipta-
hnetti.
Hliðaráhrifin af stefnumörkun
Bush verða samkvæmt Time
þessi: Hún „blæs lífi í áhuga al-
mennings á vísindum, og þann
hluta menntakerfisins sem orðið
hefur útundan. Hún stuðlar að
nýjungum á ótal sviðum." Spurn-
ingin sem vaknar er þessi: Er
nauðsynlegt að gera það á svo
óbeinan hátt?
Margir sem um málið fjalla telja
að mönnuð geimferð til Mars hafi
í sjálfu sér fremur takmarkaðan
vísindalegan tilgang. Hægt væri
að afla sömu upplýsinga á mun
ódýrari hátt með því að senda
ómannað geimfar tíl Mars. Hvers
vegna ekki?
„Menn geta haldið því fram að
mönnuð geimferð til Mars fengi
litlu áorkað sem ómönnuð ferð
gæti ekki náð fram,“ segir leiðara-
höfundur breska dagblaðsins In-
dependent á hinn bóginn. „Þetta
er í sjálfu sér rétt en snertir engu
að síður ekki kjarna málsins.
Ómannaðar geimferðir ná aldrei
eins víðtækum stuðningi almenn-
ings og mannaðar en hann er
nauðsynlegur til að opna ríkisfjár-
hirslurnar í Iýðræðisríki.“
Sem sagt: Sendum ekki vél-
menni til Mars heldur menn til
að fá peninga til þess ama sem
munu nýtast á öllum sviðum
tækni- og vísindaþróunar. Enn
vaknar spurningin: Hvers vegna
ekki að veita fénu beint til hag-
nýtra rannsókna eins og til dæm-
is þróunar gervitungla sem nota \
má til að fylgjast með mengun
jarðarinnar? Reyndar segja ráð-
gjafar Bush að þessu verkefni
verði sinnt áfram þótt tekin hafi
verið stefnumótandi ákvörðun um
að halda til Mars.
Og svo eru þeir til sem segja
að ferðin til tunglsins hafi „hjálp-
að okkur að skilja að jörðin er lítil
og brothætt og aukið ábyrgðartil-
finningu okkar.“ Er það nú endi-
lega svo að yfirsýn mannsins hafi
aukist? Það má halda því fram
með góðum rökúm að honum yfir-
sjáist einmitt hvað það er sem í
raun skiptir máli. Jafnvel áður en
Armstrong steig fæti á tunglið
var almenningur farinn að spyrja ^
sjálfan sig: Fyrst við getum séð
manni á tunglinu fyrir hreinu lofti
hvers vegna ekki þeim sem búa
í stórborgum nútímans? Fyrst
hægt er að hringsóla um jörðina
á nokkrum mínútum af hveiju
þurfum við þá alltaf að sitja
klukkustundum saman í lest á
leið til vinnu?
Þetta minnir reyndar á að
geimferð til Mars er jafnvel talið
til tekna að það sé skynsamlegt
á þessum síðustu og verstu tímum
þegar jörðin er að verða óbyggileg
að kanna hversu lífvænlegt er úti
í geimnum!
Af ofansögðu má draga þá
ályktun að það verði að teljast f-
ólíklegt að bandaríska þjóðin sam-
einist um nýju áætlunina líkt og
gerðist árið 1960 þegar John
Kennedy forseti hét því að áður
en áttundi áratugurinn rynni upp
hefðu Bandaríkjamenn stigið fæti
á tunglið. Ferðina til Mars skortir
það sem gerði mánalendinguna
svo spennandi: Glímuna við hið
óyfirstíganlega og kapphlaup við
erkifjandann.
Eftir stendur, svo vitnað sé í
leiðara bandaríska stórblaðsins
New York Times: „Geimfari sem
rekur flaggstöng með bandaríska
fánanum niður í yfirborð rauðu
plánetunnar væri áhrifamikil sjón.
En, eins og Chesterfield lávarður
sagði um allt aðra athöfn (og jarð-
bundnari], ánægjan væri tíma-
bundin, kringumstæðurnar fárán-
legar og kostnaðurinn bölvanleg-
ur.“