Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
Laust embætti er
forseti íslands veitir
í Lögbirtingablaði nr. 89/1989 auglýsti
menntamálaráðuneytið laust til umsóknar
prófessorsembætti í uppeldis- og sálarfræði
við Kennaraháskóla íslands með umsóknar-
fresti til 1. september nk. Hér er hins vegar
um að ræða prófessorsembætti í uppeldis-
sálarfræði og leiðréttist þetta hér með. Jafn-
framt framlengist umsóknarfresturinn til 15.
september 1989. Að öðru leyti vísast til áður-
nefndrar auglýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
25. júlí 1989.
Siglufjörður
Blaðbera vantar á Hólaveg frá 1. ágúst.
Upplýsingar í síma 96-71489.
fÍtnruuttMaiMííi*
Verkstjóri - frystihús
Vegna skipulagsbreytinga vantar okkur verk-
stjóra í sal. Flæðilína.
Upplýsingar í síma 92-14666 á kvöldin og
um helgar í síma 91-656412.
Brynjólfur hf.
Hraðframköllun
Hraðframköllunarstofu í Kópavogi vantar
vanan starfskraft í vinnu við Kodak-hrað-
framköllunarvél strax.
Góð laun fyrir rétta manneskju.
Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Kodak - 14289“ fyrir 4. ágúst.
Kennsla
Kennara vantar við framhaldsskólann á
Laugum. Kennslugreinar: Stærðfræði,
íslenska og danska.
Upplýsingar veitir Kristján Ingvarsson í síma
96-44117.
Kennarar
Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar
kennarastöður. Meðal kennslugreina eru
íslenska og danska. Yfirvinna í boði ásamt
ódýru húsnæði. Upplagt fyrir hjón eða sam-
býlisfófk sem kenna bæði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
97-51159.
Skólanefnd.
Gódan daginn!
ÓSKAST KEYPT
Golf-BMW
Viljum kaupa nýlegan Volswagen Golf eða
minni gerð af BMW. Staðgreiðsla.
Upplýsingar í síma 656412.
77/ SÖLU
Sumarbústaðalönd
Til söju sumarbústaðalönd (eignarlönd) í
landi Úteyjar I við Laugarvatn. Gott land á
fallegum útsýnisstað. Aðgangur að köldu
vatni og mögulega heitu. Stutt í silungs-
veiði. Uppl. í síma 98-61194 (Útey I).
Til sölu
allar eignir þrotabús
Pöntunarfélags Eskfirðinga
Eftirtaldar eignir búsins eru til sölu og er
óskað eftir tilboðum:
★ Glæsilegt verslunarhúsnæði á Strand-
götu 50, Eskifirði, nýinnréttað á tveimur
hæðum á besta stað í bænum.
★ Eldra húsnæði með íbúð og aðstöðu fyr-
ir verslun og geymslu á Strandgötu 46A,
Eskifirði.
★ Innréttað verslunarhúsnæði á Strand-
götu 44, Eskifirði. Mjög vel standsett.
★ Nýlegt stálgrindahús ásamt góðri lóð við
höfnina.
★ Nýlegt einbýlishús í Bleiksárhlíð 34, Eski-
firði.
★ Bifreið, Nissan árgerð ’86, skráð U-1571.
★ Lyftari svo og áhöld og tæki tilheyrandi
versluninni.
Hægt er að gera tilboð í einstaka eða fleiri
eignir búsins.
Tilboðin verða lögð fyrir skiptafund sem hald-
inn verður á skrifstofu skiptaráðanda mánu-
daginn 28. ágúst nk. kl. 14.00 á Strandgötu
52, Eskifirði.
Upplýsingar gefa:
Gísli Auðbergsson, laganemi, Bleiksárhlíð
59, Eskifirði, sími 97-61153 en hann mun
sýna eignirnar.
Sigurður Helgason, hrl., skiptastjóri, Þing-
hólsbraut 53A, Kópavogi, sími 641971.
Þrotabú verksmiðjunnar
Hlínarhf
Eignir þrotabús verksrhiðjunnar Hlínar hf.,
sem m.a. rak Kápusöluna, verða sýndar og
seldar í Borgartúni 22, Reykjavík, mánudag-
inn 31. júlí nk. milli kl. 13.00 og 15.00.
Seldar verða kápur, peningakassi, af-
greiðsluborð og fleira til verslunarreksturs.
Upplýsingar veitir Sigurður G. Guðjónsson,
hrl., Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík.
SigurðurG. Guðjónsson, hrl.,
bústjóri til bráðabirgða.
BÁ TAR — SKIP
Kvóti
Viljum kaupa botnfiskkvóta.
Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast
hafið samband í símum 95-13209, 95-13203
og 95-13308.
Hólmadrangur hf.
Auglýsing um styrki ur
Minningarsjóði
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar
Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug-
lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum
í verkfræði- og raunvísindanámi.
Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Há-
skóla íslands og ber jafnframt að skila um-
sóknum þangað.
Umsóknarfrestur er til 8. september nk. og
er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir sept-
emberlok. Lágmarksupphæð hvers styrks
mun væntanlega nema kr. 250 þús.
Nauðungaruppoð
þriðja og síðasta á Háarifi 45, Rifi, þinglýstur eigandi Pálmi Kristjáns-
son, fer fram eftir kröfu sveitarstjóra Neshrepps, Tryggingarstofnun-
ar ríkisins, Gunnars Sæmundssonar hrl. og innheimtu rikissjóðs á
eigninni sjálfri, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 kl. 11.00.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn í Ólafsvik.
Nauðungaruppoð
þriðja og síðasta á Hlíðarvegi 7, Grundarfirði, þínglýstur eigandi
Hannes Friðsteinsson, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka
Islands, Othars A. Petersen hrl. og Búnaðarbanka íslands á eign-
inni sjálfri þriðjudaginn 1. ágúst 1989 kl. 15.30.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn I Ólafsvík.
Nauðungaruppoð
þriðja og síðasta á Skúlagötu 2, Stykkishólmi, þinglýstur eigandi
Ólafur Sighvatsson, fer fram eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl. og
Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. ágúst
1989 kl. 17.30.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn i Ólafsvík.
Nauðungaruppoð
þriðja og síðasta á Mýrarholti 3, Ólafsvík, þinglýstur eigandi
Kristján B. Ríkardsson o.fl., fer fram eftir kröfu veðdeildar Lands-
banka ísiands, Jóns Óiafssonar hrl., Sigurmars K. Albertssonar hrl.
og Tryggva Bjarnasonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. ágúst
1989 kl. 13.30.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn i Ólafsvik.
SJALFSTÆDISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Norðurland vestra
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Július Guðni Antons-
son, formaður kjördæmissamtaka ungra
sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra,
halda fundi með trúnaðarmönnum Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu um styrktar-
mannakerfið sem hér segir:
Blönduósi þriðjudaginn 1. ágúst kl. 21.00
i Sjálfstæðishúsinu,
Siglufjörður miðvikudaginn 2. ágúst kl.
12.00 á Hótel Höfn,
Sauðárkróki miðvikudaginn 2. ágúst kl.
17.30 i Sæborg.
Sjálfstæðismenn hvattir til að mæta.
Sjálfstæðisflokkurinn.