Morgunblaðið - 29.07.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989
'J'}{—f-f" ■> ;:—m'r‘ /'i v : t, 11 ] t, ——t
fclk í
fréttum
SIGLINGAR
*
A methraða yfír
Atlantshafíð
Bandaríski milljónamæringurinn Tom Gentry
setti nýlega hraðamet þegar hann sigldi á
bát sínum yfir Atlantshafið frá New York til
Englands. Meðalhraðinn var 48,3 hnútar. Sigl-
ingin tók aðeins 62 klst. 7 mín. og 47 sekúnd-
ur. Gentry bætti þar með met Riehards Bran-
sons um rúmar 18 klukkustundir. Branson lét
útbúa fagran verðlaunagrip eftir að hann lauk
siglingu sinni árið 1986 og afhenti Gentry hann
þegar hann kom til Scilly eyjar sem er undan
ströndum Cornwall.
HULDA JENSDOTTIR
Mun trúlega
alltaf starfa fyrir
mæður o g börn
Eflaust kannast margir við
Huldu Jensdóttur en hún
hefur veitt Fæðingarheimili
Reykjavíkur forstöðu frá stofnun
þess, 18. ágúst 1960. Hulda lét
af störfum, sem forstöðukona
heimilisins, föstudaginn 21. júlí.
Blaðamaður leit inn til Huldu á
Fæðingarheimilið á mánudag þar
sem hún var að ganga frá ýmsum
hlutum.
Það er heimilislegt um að lit-
ast á Eiríksgötunni enda húsið
gamalt íbúðarhús sem nú er í
eigu Borgarinnar. „Hér hefur
verið ýmis starfsemi í gegnum
tíðina,“ segir Hulda. „Meðal ann-
ars vísir að fæðingardeild og vög-
gustofa. Árið 1959 var ákveðið
að stofna hér fæðingarheimili og
húsinu breytt með það í huga.
Átjánda ágúst árið eftir tók heim-
ilið til starfa. Fyrstu þrjá tímana,
sem heimilið var opið, komu hing-
að 5 konur. Þess má til gamans
geta að fyrsta konan, sem átti
barn hér, var eiginkona síðasta
iðnaðarmannsins sem fór út úr
húsinu eftir breytingarnar.“
Á fæðingarheimilinu var feð-
rum í fyrsta sinn boðið að vera
við fæðingu bama sinna og eldri
systkinum var boðið að koma í
heimsókn. En hvernig kom þessi
i
i:í VI-SííV
0; >
»auoa
P
Bílverk
Víkurbraut 4
Höfn, Hornafirði
Lxx.L:Ú:;:Ú:Ú:Ú:
Grófinni 8,
Keflavík
miéáÍMi
Muggs,
Hólagötu 33,
Vestmannaeyjum
NISSAN SUBARU
Stórbílasýningar laugardag og sunnudag
kl. 14.00-17.00 á ofangreindum stöðum.
Lánskjör allt að 3 L ári. 3ja ára ábyrgð.
Ingwar
Helgason ht
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
- Róttur bíll á
róttum stað
KRAKKAR
A krossfisk-
veiðum
Stykkishóhni, júlí.
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Hólminum hitti þessa vígreifu
krakka í höfninni í Stykkishólmi,
nánar sagt á flotbryggjunni góðu
og voru þeir með veiðistöngina og
fullan poka af krossfiski sem þeir
höfðu veitt.
„Þetta hefur bara gengið ágæt-
lega,“ sögðu krakkarnir og þegar
fréttaritari spurði hvers vegna þeir
hefðu ekki veitt aðrar tegundir
svöruðu þau því að það væri alltaf
gaman að prófa nýtt og krossfisk-
arnir eru bara fallegir og það hlýt-
ur að mega sjóða þá eins og ann-
að. „Nei, við erum ekki búin að
vera hér lengi, aðeins nokkra
stund.“
Þetta verða ábyggilega góðir
fiskimenn framtíðarinnar og hver
veit nema að þarna sé á ferðinni
næsta útflutningsvara og gjaldeyr-
isöflun, því það er ekki svo langt
síðan farið var að nýta bæði rækju
og humar hér á landi og það eru
margrar tegundir sjávardýra sem
enn er ekki farið að athuga með
til matar og útflutnings.
Árni
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNL
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI