Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.07.1989, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ I.AUGARDAOUÍl 29. JÚLÍ 1989 kúl’on’á kúlu Skafís, kramarhús og kúluskeið er allt sem þarf til að framleiða ódýra ísrétti heima. Líttu á dæmið hagnaðurinn er augljós. Innflutningur á sementi er öllum ftjáls Dýrt sement Til Velvakanda. Undanfama mánuði hafa ráð- herramir verið önnum kafrnr við . . . -*—j.—> fleiri að bjargahúsbyggjendumog^^ samtökum sem héldu fund á íslandi um daginn. Þessi samtök gæta þess að bað komi ekki einhveqir vitleys- ingar frá islandi og skemmi fynr okrinu hérheima. Aðild að svona Til Velvakanda. Nafnlaus „húsbyggjandi" sendi Sementsverksmiðju ríkisins tóninn í Velvakanda Morgunblaðsins þriðjudaginn 25. júlí síðastliðinn. Það er ævinlega álitamál hvort virða eigi þá svars, sem brestur hugrekki til að skrifa undir nafni, — að eiga orðastað við þá sem ekk- ert heita. En þar sem Velvakandi er víðlesinn dálkur þykir rétt að svara nokkrum orðum. Vissulega er erlent sement ódýr- ara við verksmiðjuvegg í útlöndum en íslenskt sement komið í steypu- stöð vestur á fjörðum. Fyrir því eru margar ástæður. íslenskt sement er framleitt í verksmiðju, sem framleiðir um 120 þúsund tonn á ári og fullnægir þörf- um okkar markaðar. Erlendis er ekki óalgengt að sementsverksmiðj- ur framleiði 800 þúsund til milljón tonn á ári. Hagkvæmni stærðarinn- ar gerir sement þessvegna ódýrara erlendis. Ef litið er á verð á lausu sem- enti án opinberra gjalda kemur í Ijós að hér kostar tonnið 5.592 krón- ur, í Svíþjóð 4.294 krónur í Vestur- Þýskalandi 4.417 krónur og á ír- landi 4.426 krónur og er þar um sambæriiegt sement að ræða. Því er ólíkt háttað hver opinber gjöld eru lögð á sement erlendis, en hér á landi leggur hið opinbera (ekki Sementsverksmiðjan) 960 kr. á hvert tonn í flutningsjöfnunargjald, þannig að sementsverð er hið sama um land allt, og að auki 9% vöru- gjald og 25% söluskatt. „Húsbyggjandi“ segir að nú sé smjörlíki flutt inn skv. ráðuneytis- leyfi og spyr, af hverju ekki sement? Svarið er einfalt. Innflutningur á sementi er öllum frjáls. Til þess þarf ekkert ráðuneytisleyfi. Sement er hinsvegar ekki flutt inn, nema til sérþarfa eins og ráðhússins í Reykjavík. Sement er ekki flutt inn vegna þess að innflutt sement stenst ekki verðsamkeppni við íslenska sementið, enda þótt opin- berar álögur á verðið hér á landi séu ærnar. Ef einhver aðiii vildi flytja inn sekkjað sement á pöllum, er líklegt að flutningskostnaður frá Dan- mörku gæti verið einhversstaðar á bilinu 8-10 þúsund krónur á tonn. Nú er ekki líklegt að slíkur innflutn- ingur þyki hagkvæmur, en ef menn vildu flytja inn sementsgjall og mala eða flytja inn laust sement þá þarf óhjákvæmilega að Qárfesta í vélum, húsum og flutningatækjum fyrir einhverja milljónatugi, ef ekki hundruð milíjóna. „Húsbyggjanda" til fróðleiks er rétt að taka fram að frá 15. júlí 1988 til 15. júlí 1989 hækkaði verð á íslensku sementi um 15%. Á sama tímabili hækkaði verð á steinsteypu frá steypustöðvunum um 28% og byggingarvísitala um 19%. Sé litið til lengri tíma og farið aftur til 15. júlí 1983 þá hefur sementsverðið hækkað frá þeim tíma til 15. júlí 1989 um 168% en steinsteypan frá steypustöðvunum um 354%. Á þessum sex árum hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 247%. í pistli „húsbyggjanda" segir ennfremur: „Sementsverksmiðjan er í samtökum, sem héldu fund á íslandi um daginn. Þessi samtök gæta þess að það komi ekki ein- hveijii' vitleysingar frá íslandi og skemmi fyrir okrinu hér heima. Aðild að svona samtökum hélt mað- ur að væri í andstöðu við lög. Hvað segir verðlagsstjóri?" Hér er væntanlega átt við CEMBUREAU, samtök semtents- framleiðenda í Evrópu, sem fram- leiða um 200 milljónir tonna af sem- enti á ári. Þau samtök hafa ekkert með verð á sementi að gera og meginefni fundar samtakanna hér á landi í júní var að fjalla um styrk og endingu steinsteypu og þar er sannarlega á mörg önnur atriði að líta en sementið eitt. Annars verður undirritaður að játa að honum er það torskilið hvað „húsbyggjandi“ á við með tilvitnuðum orðum, því ekki er til þess vitað að þátttaka í alþjóðasamstarfi varði við lög. Islenskt sement er framleitt und- ir nákvæmu gæðaeftirliti. Það stenst ströngustu kröfur og sú stað- reynd að sementsinnflutningur er öllum fijáls, en samt er ekki flutt inn sement, sýnir að íslenskt sem- ent er fyllilega samkeppnisfært við erlenda framleiðslu ekki aðeins um verð, heldur líka gæði. Eiður Guðnason, formaður stjórnar Sements- verksmiðju ríkisins Víkierji skrifar Síðastliðinn þriðjudag var hér í Víkveijaþætti fjallað um minn- ingarkort. Nú hefur Víkveija borizt eftirfarandi bréf frá Óla Gunnars- syni yfirdeildarstjóra ritsímans í Reykjavík. Það er svohljóðandi: „í tilefni af umfjöllun þinni í Mbl. 25. júlí sl. um minningarkort, vildi ég gjarnan koma eftirfárandi upplýsingum á framfæri. Fóstur og sími um land allt hefur til fjölda ára séð um að senda fyrír fólk minn- ingarkort. I Reykjavík erþað ritsím- inn, sem sér um þessa þjónustu og fer hún að langmestu leyti fram símleiðis í gegnum 06. Minningar- gjöfin rennur í Minningarsjóð Landspítalans. Sendendum minningarkorta eða samúðarkorta, eins og þau eru gjarnan nefnd hér, er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hver undirskriftin er hveiju sinni, þó að reynt sé að benda fólki á að láta heimilisfang fylgja, viðtakendum til hægðar- auka. Eins og kemur fram í fyrr- nefndri Víkveijagrein er alltaf eitt- hvað um það að viðtakendur kann- ast ekki við undirskriftir á samúðar- kortum. Hér á ritsímanum eru öll samúðarkort gjaldfærð á símanúm- er og upplýsingar um það eru því alltaf handbærar. Ef fólk er í vand- ræðum með að finna út úr fyrr- nefndu þá á það að vinsamlegast að snúa sér til okkar í síma 689011 og fá uppgefið símanúmer sendanda tiltekins samúðarkorts og þá er auðvelt að finna heimilis- fangið út frá simanúmerinu. Þetta gera þó nokkuð margir nú þegar og okkur er ánægja að því að veita fleirum upplýsingar og aðstoð. Ég geri ráð fyrir því að svipaðar upplýsingar sé að fá hjá öðrum minningargjafasjóðum án þess að ég þekki það mál sérstaklega," seg- ir Oli Gunnarsson yfirdeildarstjóri ritsímans í Reykjavík. xxx Nú um þessar mundir mun ríkis- sjóður fara að senda 3,6 ntillj- arða króna í pósti út um allar triss- ur, til skattþegna, sem greitt hafa of mikið í skatta og skyldur til þjóð- félagsins. Þetta eru peningar, fyrir ýmsa frádrætti svo sem eins og húsnæðisbætur, vaxtafrádrátt o.fl. m.a. ofgreidda skatta. Það er naum- ast eðlilegt að svo miklir ijármunir skuli sendir í pósti til mörg þúsund skattgreiðenda og sýnir í raun hve mikil brotalöm er í því skattkefi, sem hér ríkir. Ef ekki væri um að ræða ríkið, sem drægi sér svo mik- ið fé, sem það i raun réttu á ekki tilkall til, væri þetta kallaður fjár- dráttur. Engum öðrum aðila myndi leyfast slíkt háttarlag. Samkvæmt þessu er ríkið sett skör hærra en aðrir aðilar í þessu landi og í þessu sambandi má kannski á það minna að lögmenn hafa á síðari árum gagnrýnt í auknum mæli dómstóla fyrir að draga taum ríkisvaldsins, þegar það stendur í málaferlum við einstaklinga. 3,6 milljarðar króna er enginn smápeningur og svo há upphæð hlýtur að kalla á breyting- ar skattalaga og að agnúar séu sniðnir af lögunum, sem nú er að koma reynsla á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.