Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 1
80 SIÐUR B/C
171. tbl. 77. árg.
SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sri Lanka:
Mikíð mannfall í mótmæla-
aðgerðum gegn Indverjum
Kólombó. Reuter.
MÓTMÆLAAÐGERÐIR vegna tregðu indverskra stjórnvalda til að halda á brott með
her sinn frá Sri Lanka kostuðu a.m.k. 140 manns lífið á eyjunni á föstudag, að sögn
þarlendra yfirvalda og var mannfallið mun meira en í fyrstu var talið. Ranasinghe
Premadasa forseti hvatti landsmenn í sjónvarpsávarpi til að sýna stillingu og benti á
að samkomulag hefði nú tekist um brottflutning indversku hermannanna sem kvadd-
ir voru til hjálpar 1987 gegn uppreisnarmönnum Tamíla; fyrstu hermennirnir fóru
úr landi þegar í gær.
Kynsvall í
sendiráðinu?
Washington. Reuter.
MICHAEL Cooke, sendiherra Ástralíu
í Bandaríkjunum, gagnrýndi í gær
blaðafregn Washington Times um kyn-
svall í sendiráðinu í Washington í nóv-
ember síðastliðnum, en þvertók þó ekki
fyrir að einhver fótur væri fyrir fregn-
inni. Að sögn blaðsins tóku þrjár vænd-
iskonur þátt í kynsvalli í sendiráðinu
ásamt hópi miðaldra karla og hafði
hver kvennanna mök við að minnsta
kosti þijá karla.
Rússar kaupa
sokkabuxur í
erg og gríð
Lundúnum. Daily Telegraph.
SOVÉSK verslunarnefhd lauk á föstu-
dag búðarápi í Lundúnum fyrir 100
milljónir sterlingspunda. Aðallega var
verslað við stórversiun Marks og Spen-
cer í Knightsbridge, en gárungar í
Lundúnum kalla verslunina nú Marx
og Spencer. Meðal annars voru keypt
1.700.000 skópör, 50 milljónir sokka-
buxna og 5.000 tonn af kaffi. Getum
hefúr verið leitt að því að dijúgur hluti
þessarar „munaðarvöru" eigi að renna
til námamanna, sem nýverið luku verk-
föllum með loforð um bætt lífskjör upp
á vasann.
Batman ekki
við bama hæfi
Lundúnum. Reuter.
BRESKA kvikmynda-
eftirlitið bannaði á
föstudag börnum
yngri en tólf ára að sjá
kvikmyndina Batman
(Leðurblökumanninn),
sem nú fer sigurför um
heiminn. „Hluti mynd-
arinnar er mjög
óhugnanlegur — ólíkt sjónvarpsþáttun-
um eða teiknimyndasögunum, sem ég
las sem strákur," sagði James Ferman,
formaður kvikmyndaeftirlitsins. „Jack
Nicholson í hlutverki Jókersins er fúll-
ur kvalalosta og á einum stað skvettir
hann sýru framan í [leikkonuna] Jerry
Hall og finnst það hinn besti brand-
ari.“ Fulltrúar Warner Brothers, sem
eru framleiðendur myndarinnar, voru
síður en svo miður sín þegar þeir fengu
fregnirnar: „Þetta er frábært og fúll-
komlega í samræmi við eðli inyndarinn-
ar... Þessi Batman fer ekki á kreik
fyrr en tekur að skyggja."
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa fyrirskipað
útgöngubann í landinu en marxistasam-
tök, sem beijast gegn stjórninni, hvöttu og
neyddu í sumum tilvikum fólk til að reyna
að bijóta bannið. Tugþúsundir manna héldu
út á göturnar á föstudag og hrópuðu: „Ind-
verskir hermenn, farið heim!“ Mest var um
átök um miðbik landsins og sögðu heimildar-
menn innan hersins að 128 manns hefðu
týnt lífi er hermenn skutu á mótmælagöng-
ur. Yfirvöld brutu aðgerðirnar á bak aftur
af mikilli hörku og var m.a. skotið á 5.000
manna mótmælahóp úr þyrlum fiughersins.
Útvarp landsins sagði í gær að þeim sem
þrytu bannið yrði refsað harðlega og sögðu
sjónarvottar að ekki hefði komið til nýrra
átaka.
Erlendir stjórnarerindrekar álíta að
Premadasa forseta hafi mistekist að snúa
vörn í sókn í baráttunni gegn marxistasam-
tökunum Frelsisfylkingu alþýðunnar (JVP)
með því að krefjast tafarlauss brottflutnings
45.000 manna liðs indversku stjórnarinnar.
FYRR
OFTÍ
KÁTT
Landbúnctbur
á krossgötum