Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 3

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 3
EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 3 Landbúnaðurá kross götum ►Fyrr var oft í koti kátt — en nú stendur þessi gamalgróni undir- stöðuatvinnuvegur frammi fyrir stórfelldari vanda en nokkru sinni fyrr./lO Hugsað upphátt ►Friðrik Sóphusson, vararform- aður Sjálfstæðisflokksins skrif- ar/14 Útlönd ►Stríðið í Afghanistan dregst á langinn/16 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-16 Þjónustumiðstöð fyrir aldraða ►Nú er risið á horni Garðastrætis og Vesturgötu í Reykjavík hús með 26 ibúðum sem einnig er þjón- ustumiðstöð og heilsugæslustöð. Grétar Halldórsson verkfræðingur gerir grein fyrir byggingu húss- ins/8 Suðurland: Yíðtæk upplýsingaöflun hafln uin j arðskj álftavirkni Samnorrænt tilraunaverkeftii um skjálftaspár komið til firamkvæmda Selfossi. UNNIÐ er að því á vegum jarðeðlisfræðideildar Veðurstofu Islands að setja upp kerfi til öflunar upplýsinga um jarðhræringar á Suðurl- andi. Um er að ræða átta stöðvar sem settar verða upp í Árnes- og Rangárvallasýslu. Hér er á ferðmni samnorrænt tilraunaverk- efhi sem er framlag Norðurlandanna til tilrauna í heiminum í þá átt að spá fyrir um jarðskjálfta. Auk þessa er unnið að þenslumæl- ingum með fullkomnum tækjum djúpt í borholum á Suðurlandi. Morgunblaðið/Sverrir Ragnar Stefánsson jarðskjálftáfræðingur (t.h.) og Stefán Snorri Stefánsson tæknifræðingur við nýja kerfiið. Fyrsta stöðin í nýja gagnasöfn- unarkerfinu var sett niður á Bjarnastöðum í Ölfusi um miðjan mánuðinn en hefur verið tekin upp og er nú til nánari tækjaprófunar í Reykjavík. Stöðin á Bjarnastöðum er fyrsta skrefið í uppsetningu kerfisins og á henni verður hug- búnaðurinn reyndur sem þróaður hefur verið og þau tæki sem notuð verða í kerfinu. Hinar stöðvarnar verða settar upp í september og er gert ráð fyrir að kerfið fari í gang þegar líður á veturinn. Þær verða staðsettar á Heiðarbæ í Þing- vallasveit, Sölvholti í Flóa, Ásmúla í Ásahreppi, Gýgjarhólskoti i Bisk- upstungum, Haukadal við Heklur- ætur og Miðmörk undir Eyjafjöll- um. Loks verður ein stöð annað- hvort í Skarði á Landi eða á Saurbæ í Holtum. Tölvur stöðvanna tengjast allar sjálfvirkt móðurtölvu á_ jarð- skjálftadeild Veðurstofu íslands. Móðurtölvan vinnur úr upplýsing- um sem stöðvarnar senda til henn- ar um breytingar á jarðskorpunni og hræringar sem þær skynja hver á sínum stað. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings munu stöðv- arnar gefa mun meiri og itarlegri upplýsingar en jarðskjálftamælar hafa gert hingað til. Þær eru hann- aðar þannig að við þær má bæta búnaði til að gera aðrar jarðeðlis- fræðilegar mælingar svo sem halla- mælingar, þyngdarmælingar og útstreymi á lofttegundum. Allar slíkar mælingar tengjast breyting- um í jarðskorpunni. Ragnar sagði að með þessu kerfí fengjust á skjótvirkan hátt upplýs- ingar um breytingar á spennu í jarðskorpunni til að nota sem skjálftaviðvörun. „Þetta er á til- raunastigi hvar sem er í heiminum. Við teljum okkur ekki geta sagt fyrir um jarðskjálfta en viljum vinna að því að geta gert það,“ sagði Ragnar Stefánsson. Hann sagði einnig að með þessu kerfi fengist mjög gagnleg reynsla fyrir íslendinga og aðra. Upplýsingum væri safnað á einn stað og unnt að lesa meira úr þeim með því að koma þeim á aðgengilegt form. Veðurstofan hefur auk þessa verkefnis staðið að þenslumæling- um á bergi djúpt í borholum og notað til þess fullkominn og dýran búnað sem bandarísk stofnun kost- ar. Þessar mælingar hafa verið gerðar á sjö stöðum á Suðurlandi en litið er á landshlutann sem til- raunasvæði í þessum rannsóknum. Undanfarnar vikur hafa komið fram smá hreyfingar í Hellisheið- inni, út af Reykjanesi, í Krísuvík og í Kötlu en þær eru ekki taldar gefa neitt sérstakt til kynna. „Þetta kerfi gerir að verkum að við fáum mjög hratt upplýsingar um ástand og breytingar á jarð- skorpunni á Suðurlandi. Ekki bara að það hafi orðið skjálftar heldur einnig um nákvæm upptök þeirra og krafta sem koma þeim af stað,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. Hann lagði á það áherslu að þó unnið væri í þessu þá væru menn ekki að leysa málin. Það væri mikilvægt að kanjia styrkleika bygginga á Suð- urlandi og styrkja þau hús sem talið er að séu veik fyrir að ein- hverju leyti. Þó áhersla væri lögð á rannsóknir þyrfti að huga að þessum fyirbyggjandi þáttum og í því efni þyrfti ríkið að koma til aðstoðar. — Sig. Jóns. Sigurður Jónsson með viðurkenninguna sem hann hlaut Grindavík: Islendingur heiðraður Æðsta viðurkenning á sínu sviði Grindavík Goðsagnir í liafandi lífi ► Hér segir frá þremur þjóðsagna- persónum — laxakónginum Þór- arni Sigþórssyni, hundadömunni Sigríði Pétursdóttur á Olafsvöllum og Ingimar Bjarnasyni vatna- og hestamanni á Jaðri í Suðursveit/1 Mtinchhausen ► Sitthvað satt og logið um þann góða barón sem nú hefur verið festur á kvikmyndafilmur og sýnd- ur í Stjömubíó þessa dagana/6 Smekkleysa í New York ►Þijár íslenskar hljómsveitir voru á dögunum í New York á vegum útgáfufyrirtækisins Smekkleysu. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdistmeð/14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 2/4/bak Fjölmiðlar 16c Dagbók 8 Minning 18c Leiðari 18 Stjörnuspeki 19c Helgispjall 18 Brids /19c Reykjavíkurbréf 18 Myndasögur 19c Karlar 30 Minning 20c Fólk i fréltum 30 Bió/dans 22c Útvarp/sjónvarp 32 Velvakandi 24c Mannlifsstr. 8c Samsafnið 26c Mennstr. llOc Bakþankar 27c Minning 12c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 SIGURÐUR Jónsson tæknileg- ur framkvæmdastjóri útvarps- og sjónvarpsstöðvar varnarliðs- ins hlaut nýlega æðstu viður- kenningu sem veitt er starfs- mönnum útvarps- og sjónvarps- stöðva á vegum bandariska hersins. Viðurkenningin er kennd við Tom Lewis sem var fyrsti yfirmaður utvarps- og sjónvarp- skerfis hersins og er veitt árlega þeim starfsmanni sem þykir hafa skarað fram úr við störf á þessu sviði. Sigurður var valinn úr hópi 8.000 starfsmanna sem starfa við stofnunina. Sigurður lærði útvarpsvirkjun í Bandaríkjunum og hóf störf við útvarps- og sjónvarpsstöðina árið 1959 og varð þar með fyrs.ti út- lendingurinn sem var ráðinn á þessu sviði af Bandaríkjaher. Auk þess að starfa á Keflavíkurflug- velli er Sigurður tæknilegur ráð- gjafi bandaríska flotans um rekst- ur útvarps og sjónvarps í Evrópu, Nýfundnalandi og á Bermúdaeyj- um. Sjónvarpsstöð varnarliðsins sendir nú út á 6 rásum allan sólar- hringinn þar af er útsending Stöðvar 2 send út þegar hún er ótrufluð. Útvarpið sendir út á tveimur rásum. Sigurður sagði að hann liti á verðlaunin sem viðurkenningu fyrir störf íslendinga sem starfa hjá varnarliðinu. FÓ Snæfellsnes: Bændur andvígir lokun sláturhússins Stykkishólmi. BÆNDUR á Snæfellsnesi eru algerlega andvígir því að sláturhúsið í Stykkishólmi verði lagt niður. Var ályktun þessa efnis samþykkt einróma á almennum bændafundi um þetta mál sem haldinn var að Skildi í Helgafellssveit fyrir skömmu. Fundurinn skoraði á alþingis- menn og aðra forystumenn héraðsins að koma í veg fyrir að slátrun verði hætt í Stykkishólmi, jafiiframt því sem þeir kusu tvo bændur, Hrein Bjarnason á Berserkseyri og Magnús Guðmundsson á Gríshóli, til að fylgja málinu eftir. Þá fór fúndurinn fram á það við Sturlu Böðvarsson sveitarsljóra í Stykkishólmi að hann aðstoðaði þá við að ná fram farsælum málalokum og varð hann við því. IStykkishólmi er nú eina slátur- húsið í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu en ekki er ýkjalangt síðan slátrað var á átta stöðum í sýsl- unni. Sláturhúsið í Hólminum hefur á undanförnum árum verið endur- bætt til að fullnægja kröfum yfir- valda og er með betri sláturhúsum landsins. Sláturfélag Snæfellinga hf. er skráður eigandi þess en helstu hluthafar eru Hólmkjör hf. í Stykk- ishólmi, Kaupfélag Stykkishólms, Verslunarfélagið Grund og Kaup- félag Grundarfjarðar. Hin síðustu ár hefir Hólmkjör hf. eitt sér haldið uppi rekstri húss- ins og lagt í það mikla peninga, eða svo skiptir milljónum. Vegna ýmissa aðstæðna sér Hólmkjör hf. enga möguleika á því að halda þess- um rekstri áfram án verulegrar aðstoðar. Skuldir sem hvíla á slátur- húsinu eru ekki langt frá 30 milljón- um og nú er svo komið að beðið hefir verið um uppboð á því vegna skulda. Snæfellskir bændur hafa af þess- um þungar áhyggjur og boðuðu bændasamtökin hér í sýslunni til fundarins að Skildi. Var fjölmennt á fundinum. Kristinn B. Gíslason stýrði fundinum og málshefjandi var Tryggvi Gunnarsson bóndi á Brimilsvöllum. Mættir voru fram- kvæmdastjóri Hólmkjörs, Benedikt Lárusson, og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Skýrðu þeir málin frá sjónarhóli Hólmkjörs og bæjarins og lýsti Sturla vilja sínum til að stuðla að því að þessi starfsemi félli ekki niður. Allir sem til máls tóku lýstu áhyggjum yfir hvernig komið væri og nauðsyn þess að bregðast sem fyrst og alvarlegast við vandanum og láta ekki falla niður slátrun í húsinu í haust. Voru þeir á einu máli um að til þyrfti að koma fjár- hagsaðstoð í einhveiju formi og Stofnlánadeild landbúnaðarins þyrfti að koma inn í málið með nið- urfellingu skulda eða'annarri hjálp. Páll Pálsson á Borg lýsti þeirri skoð- un sinni að það væri hart að leggja niður fyrsta flokks sláturhús með besta kjötkæli landsins. - Árni r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.