Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐl® SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989
ERLENT
INNLENT
Olía við
Rockall?
Setlög, sem sennilega innihalda
olíu, er að finna á Hatton-Rock-
all-svæðinu. Þeir, sem unnu úr
sameiginlegum rannsóknum ís-
lendinga og Dana á hafsbotninum
á þessu svæði, telja ástæðu til að
rannsaka hann betur með tilliti
til olíuleitar.
Þriggja milljarða tap á
fískvinnslunni
Samkvæmt athugun Samtaka
fiskvinnslustöðva er nú um 4,2%
tap á fiskvinnslunni og á síðasta
ári tapaði hún þremur milljörðum
króna.
Gengið lækkað
Seðlabankinn hefur fengið
heimild til að lækka gengi krón-
unnar um 2,25%. Halldór Ás-
grimsson sjávarútvegsráðherra
segir að þar með sé staðið við
fyrirheit frá kjarasamningagerð,
um að afkoma fískvinnslunnar
verði tryggð á samningstímanum.
íslandsbanki um áramót
Einkabankinn, sem verður til
við samruna Útvegsbanka, Verzl-
unarbanka, Iðnaðarbanka_ og Al-
þýðubanka, mun heita íslands-
banki. Hluthafafundir Alþýðu-
Verzlunar og Iðnaðarbanka sam-
þykktu samrunann með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða og eftir
hluthafafund Útvegsbanka 1.
ágúst verður ekkert í vegi sam-
runans, sem mun eiga sér stað
um áramót.
Sigurður Jónsson til
Arsenal
Sigurður Jónsson, landsliðs-
maður í knattspymu, hefur geng-
ið til liðs við Englandsmeistarana
Arsenal. Hann hefur leikið með
Sheffield Wednesday í Englandi.
Glaðningur um
mánaðamótin
Ríkissjóður sendir landsmönn-
um um 3.600 milljónir króna í
pósti um mánaðamótin. Þama er
um að ræða endurgreiðslur á of-
greiddum tekjuskatti, bamabæt-
ur, bamabótaauka og húsnæðis-
bætur. Frá ferðaskrifstofum ber-
ast þær fréttir að ásamt fúlviðri
á sunnanverðu landinu hafí þessi
glaðningur haft þau áhrif að pant-
anir á sólarlandaferðum taka
kipp.
Nýbyggingu bjargað
Ríkisstjómin hefur samþykkt 35
milljóna aukaflárveitingu til að
leggja hitaleiðslur í nýbyggingu
Þjóðarbókhlöðunnar. Þannig á að
veija húsið skemmdum í vetur.
Bandaríkjamenn kosta
vatnsveitu
Utanríkisráðherra, Jón Bald-
vin Hannibalsson.hefur undirrit-
að samning við Vatnsveitu Suður-
nesja um Iagningu og fekstur
nýrrar vatnsveitu. Bandarísk
stjórnvöld munu kosta fram-
kvæmdina og greiða til þess rúm-
lega hálfan milljarð króna.
Hraðfiystihús
PatreksQarðar gjaldþrota
Stjóm Hraðfrystihúss Patreks-
ijarðar hefur ákveðið að óska eft-
ir gjaldþrotaskiptum í kjölfar þess
að Hlutafjársjóður hafnaði beiðni
fyrirtækisins um aðstoð.
ERLENT
Takmörkuð
sjálfssljórn
Eystrasalts-
ríkja
Æðsta ráð Sovétríkjanna sam-
þykkti á fímmtudag tillögur sem
miða að því að auka sjálfsstjóm
Eystrasaltsríkjanna þriggja á
vettvangi efnahagsmála. Hugsan-
legt er talið að svipaðar umbætur
sigli í kjölfarið í öðram lýðveldum
Sovétríkjanna. Á þriðjudag Iauk
einum alvarlegustu vinnudeilum í
sögu Sovétríkjanna er kolanámu-
menn á Donbas-svæðinu snem
aftur til vinnu eftir að þeim hafði
verið heitið svipðum kjarabótum
og námamönnum í Síberíu áður.
Thatcher breytir stjóm
sinni
Margaret
Thatcher, for-
sætisráðherra
Bretlands,
gerði miklar
breytingar á
ríkisstjóm
sinni á mánu-
dag. Mesta at-
hygli vakti að
Sir Geoffrey Howe var látinn
vílqa úr embætti utanríkisráð-
herra en við þeirri stöðu tók lítt
þekktur maður, John Major.
George Younger vék úr embætti
vamarmálaráðherra en við starfí
hans tók Tom King, sem áður
hafði farið með málefni Norður-
írlands.
Dómur í Palme-málinu
Christer Pett-
erson var á
mánudag
dæmdur í
lífstíðarfang-
elsi eftir að
kviðdómur í
Stokkhólmi
hafði komist
að þeirri niður-
stöðu að hann væri morðingi
Olofs Pahne, fyrram forsætisráð-
herra Svíþjóðar. Líklegt þykir að
dómnum verði hnekkt við áfrýjun
til Hæstaréttar.
Miðstýring endurvakin í
Kína
Kínversk stjómvöld skýrðu frá því
á fímmtudag að afráðið hefði ver-
ið að „leiðrétta" stefnuna hjá öll-
um þeim fyrirtækjum er störfuðu
á sviði utanríkisviðskipta auk þess
sem þeim yrði fækkað verulega.
Var yfírlýsing þessi túlkuð á þann
veg að horfíð yrði á ný til miðstýr-
ingar fyrri ára. Þúsundir manna
hafa verið handteknar í herferð
stjómvalda gegn lýðræðissinnum
og hafín er skipuleg áróðursher-
ferð gegn erlendum menningar-
áhrifum.
Uno segir af sér
Sosuke Uno
sagði á mánu-
dag af sér sem
forsætisráð-
herra Japans
eftir að flokkur
hans, Fijáls-
lyndi lýðræðis-
flokkurinn,
hafði beðið
mikinn ósigur í kosningum til efri
deildar Japansþings. Ósigurinn er
einna helst rakinn til söluskatts
sem flokkurinn kom á auk þess
sem ráðamenn innan hans hafa
tengst alvarlegum hneykslismál-
um.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings:
V ar nar málafr um varp
stjómar Bush samþykkt
Framlög til geimvarna og nýrra
eldflaugakerfa skorin niður
Washington. Reuter.
SAMÞYKKT var í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á fostudag að veita
305,4 milljarða dala vamarmálafrumvarpi George Bush Bandaríkja-
forseta brautargengi. Það var þó ekki samþykkt fyrr en búið var
að feUa út áætlun um smíði færanlegra kjamorkuflauga og minnka
fjárframlög tíl smíði B-2, sprengjuvélarinnar torséðu, og geimvama-
áætlunarinnar.
Nú þurfa nefndir beggja þing-
deilda, fulltrúadeildar og öldunga-
deildar, að koma sér saman um
málamiðlanir og samræmingu
framvarpanna, eins og þau vom
afgreidd frá deildunum og er talið
að forsetinn muni enn geta fengið
þingmenn til þess að hækka ijár-
framlög til þeirra áætlana, sem
Hvíta húsinu em mest að skapi.
* ^
Amiðvikudag samþykkti deildin
að leyfa hönnun og tilraunir
með MX-kjamorkuflaugar, sem eru
færanlegar, en ekki má hefja upp-
setningu eldflaugakerfísins. Sovét-
menn hafa þegar tekið í notkun tvö
færanleg kerfí langdrægra eld-
flauga: SS-25, sem skotið er af
sérstökum skotpallsbflum, og SS-
24, sém skotið er af jámbrautar-
vögnum.
Fyrr í vikunni ákvað fulltrúa-
deildin að skera niður framlög til
smíði torséðu sprengjuvélarinnar
B-2, en hún er þeiiii eiginleikum
gædd að nær ógerlegt er að greina
hana á ratsjá. Framlög til geim-
vamaáætlunarinnar voru einnig
lækkuð stórlega en þrátt fyrir nið-
urskurð lifðu báðar áætlanimar
meðferð þingsins af.
í staðinn ákvað þingið að veija
þeim ijármunum, sem þar spöruð-
ust, í margs konar áætlanir aðrar.
Margar þeirra eru reyndar í litlu
samræmi við óskir hersins og er
mál manna í Washington, að lítið
hafí orðið um efndir þingmanna á
þeim loforðum að láta hagsmuni
heima í héraði ekki ganga fyrir
öryggishagsmunum landsins. Var
með þessum hætti komið í veg fyr-
ir að loka þyrfti flölda verksmiðja,
er framleiða hergögn, sem herinn
telur að litlu gagni koma eða
beinlínis vera til óþurftar.
Reuter
Grænfriðungar hindra
eldfla ugarskot
Bandaríski flotinn hugðist á föstudag gera tilraun með nýja, kraft-
mikla eldflaug af gerðinni Trident-2 en varð að hætta við skotið
vegna aðgerða Grænfriðunga. Liðsmenn samtakanna, sem vilja banna
allar siglingar með kjamavopn, neituðu að halda fleytum sínum á
brott af alþjóðlegu hafsvæði undan strönd Florida-ríkis en flotinn
hafði bannað allar siglingar þar meðan tilraunin færi fram. Á mynd-
inni eru Grænfriðungar um borð í gúmbáti sínum, skömmu eftir að
þeim hafði tekist að festa fána sinn við fjarskiptamastur kjamorku-
kafbátsins USS Tennessee. Lengst til vinstri sést mastrið en sjálfur
báturinn er undir yfírborðinu.
Samskipti Evrópubandalagsins og EFTA:
Mikil vinna að baki en flest
ágreiningsefhi óútkljáð
FYRSTA áfanga viðræðna Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslun-
arsamtaka Evrópu (EFTA) um hina svokölluðu þriðju leið í sam-
skiptum aðildarríkjanna lauk í síðustu viku. Með þessum viðræðum
var ætlað að tína til þau efiiisatriði sem gagnkvæmur vi(ji væri til
að ræða nánar. í þessu skyni voru settir saman Qórir starfshópar
sem hver um sig fjallaði um afinarkað svið. Fimmta hópnum, sem
hélt fiind í síðustu viku í Brussel, er falið að það hlutverk að gera
tiUögur um fyrirkomulag samstarfeins. Með viðræðum og vinnu
þessa árs er verið að undirbúa formlegar viðræður EFTA og EB
en stefiit er að þvi að þær hefjist í byrjun næsta árs.
Samkvæmt heimildum í Brussel
hefur starf hópanna gengið vel
fyrir sig en innan EFTA em það
fyrst og fremst Svisslendingar sem
hafa fyrirvara um óskilyrt frelsi til
handa þegnum sínum og annarra
aðildarríkja EFTA og EB. Enn sem
komið er hefur
ekki reynt á af-
stöðu aðild-
arríkja EB en
talið er líklegt
að þjóðimar í
norðanverðri
Evrópu séu hlynntar sem nánustu
samstarfí en aðildarríkin í sunnan-
verðu bandalaginu telji ýmislegt
brýnna en eyða dýrmætum tíma í
langar og flóknar samningaviðræð-
ur við EFTA-ríkin
Fyrsti hópurinn fjallaði um
óhindrað vöraviðskipti. Á fundum
hópsins var m.a. rætt um landa-
mæraeftirlit, opinber innkaup, und-
irboð og tollabandalag. Jafnframt
var fjallað um flutninga hættulegra
efna, samræmingu heil-
brigðiskrafna sem og upplýsinga-
tækni og fjarskipti. Ljóst er að
fríverslun með landbúnaðarvörur
er ekki á dagskrá. Fríverslun með
físk er illsamræmanleg fískveiði-
stefnu EB en þó má telja líklegt
að hún verði tekin upp í formlegum
viðræðum á næsta ári. Hvað ísland
varðar er talið líklegt að niðurstað-
an geti orðið
einhvers konar
útvíkkun á bók-
un sex í
fríverslunar-
samningi ís-
lands og EB
sem fjallar um innflutningsívilnanir
á íslenskum sjávarafurðum til EB.
Innan hóps tvö var fjallað um
óhindrað þjónustuviðskipti m.a.
bankamál, tiyggingar, verðbréfa-
markaði, íjármagnshreyfíngar og
skattamál. Heimildir herma að ekk-
ert beri á milli bandalaganna
tveggja í þessum málaflokkum og
vilji mun vera fyrir hendi innan
EFTA að taka upp óhindrað þjón-
ustuviðskipti. Þriðji hópurinn
fyallaði. um atvinnu- og búsetufrelsi
fólks. íslendingar og Svisslending-
ar hafa fyrirvara á um þessi at-
riði. íslendingar vilja fá svipuð
ákvæði og era í sams konar samn-
ingum á milli Norðurlandanna. Þau
gera ráð fyrir að íslenskum stjórn-
völdum sé heimilt að takmarka
búsetu útlendinga og störf annað-
hvort í tilteknum landshlutum eða
atvinnugreinum í samráði við önn-
ur aðildarríki að samningnum.
Fjórði hópurinn var kenndur við
svonefnd jaðarmálefni og fjallaði
m.a. um menntamál, rannsóknir
og þróun auk þess sem rætt var
um umhverfismál félagsleg mál-
efni, samgöngur, fyrirtækjalög-
gjöf, neytendavemd og ferðamála-
þjónustu. Innan EFTA er áhugi
fyrir sem víðtækustu samstarfi á
þessum sviðum. Samningar um
kostnaðarhlutdeild og stjórnun
verða að öllum líkindum erfíðir.
Ljóst er að í störfum sínum hafa
þessir fjórir hópar fyrst og fremst
farið yfír möguleg samstarfssvið
og mun flestum ágreiningsefnum
hafa verið vísað til fímmta hóps-
ins, sem er undir forystu Svisslend-
inga. Sá hópur hefur nýlega hafið
störf en hlutverk hans verður að
gera tillögur um fyrirkomulag sam-
starfsins, nauðsynlegar stofnanir,
tengsl við núverandi stofnanir og
áhrif á löggjöf og lagasetningu.
Hópurinn á fyrir höndum sérlega
flókin viðfangsefni. Jafnvel þótt
EFTA-ríki létu af fyrirvörum sínum
gagnvart yfírþjóðlegum stofnunum
og afsali fullveldis er ósamið um
áhrif þeirra á ákvarðanir innan EB
sem varða samstarfssviðin.
BAKSVIÐ
eftir Kristófer M. Kristinsson