Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 8
MORGUNBLABIÐ DAGBÓK fcj _» SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 T T1 A /~i ersunnudagur30.júlí, 10. sunnudagur eftir I UxxvJrTrinitatis. 211. dagurársins 1989 kl. 4.38 og síðdegisflóð kl. 17.02. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.27 og sólarlagkl. 22.38. Sólin er í hádegisstað kl. 13.34 ogtungl- ið er í suðri kl. 11.44. (Almanak Háskóla íslands.) Guð er oss hjálpræðisguð, og Drottinn alvaldur bjargar frá dauðanum. (Sálm. 68,21.) ÁRNAÐ HEILLA r| ára afrnæli. Næstkom- ÖU andi þriðjudag verður sextugur Sigurður A. Krislj- ánsson fyrrum innheimtu- maður Asgarði 121, hér í Rvík. Þann dag, 1. ágúst, ætlar hann og kona hans, Svala Aðalsteinsdóttir, að taka á móti gestum í Holiday Inn milli kl. 16 og 19. HJÓNABAND. í Langholts- kirkju voru fyrir nokkru gefin saman í hjónaband Kristín Alexíusdóttir og Steingrím- ur Davíðsson. Heimili þeirra er í bænum Kalmar í Svíþjóð. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson gaf brúðhjónin sam- an. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Meðan Reykvíkingar njóta sólskinsins upp á hvem dag eins og verið hefur undanfarið verða þeir að hafa hemil á vatnsnotkuninni og láta ekki vatn renna til garð- vökvunar. Bæjarverk- fræðingur hefur með auglýsingu hvatt bæj- arbúa til að eyða ekki vatninu að óþörfu. Vegna langvarandi þurrka hef- ur vatnið í Gvendar- brunnum minnkað. Er nauðsynlegt að spoma við allri óþarfa vatns- eyðslu því hér getur hæg- lega skapast vandræða ástand. í gær var sjórinn suður í Skeijafirði rúm- lega 17 stiga heitur og var þar hinn mesti fjöldi baðgesta og talið að um 350 hafi verið þar þegar flest var. MINNINGARKORT MINNINGAKORT MS- félagsins fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu félags- ins að Álandi 13. í apótekum: Kópavogsapótek, Hafnar- fjarðarapótek, Lyíjabúð Breiðholts, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Háaleitisapó- tek, Holtsapótek, Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegsapótek, Reykjavíkurapótek, Vestur- bæjarapótek, Apótek Keflavíkur, Ákraness Apótek og Apótek Grindavíkur. í Bókabúðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Foss- vogs í Grímsbæ. Á Akranesi: Verslunin Traðarbakki. FRÉTTIR/MANNAMÓT GENÍS hf. heitir hlutafélag sem stofnað hefur verið hér í Reykjavík og tilk. um stofn- un þess í nýju Lögbirtinga- blaði. Tilgangur þess er að vinna að verkefnum á sviði efnavinnslu og líftækni, þ.e. tilraunum, þróunarvinnu, framleiðslu og sölu á skyldum afurðum segir í tilk. Stofn- endur þess eru einstaklingar og fyrirtæki svo sem Háskóli íslands og meðal hlutafélaga Pharmaco og Delta svo og Iðntæknistofnun íslands. Hlutafé er 3,2 milljónir kr. Formaður stjómar Genís er Hallgrímur Jónasson Víði- vangi 17 í Hafnarfirði. FERÐASKRIFSTOFA. Þá er í Lögbirtingi tilk. um stofn- un Ferðaskrifstofunnar Atl- antik hf. hér í Reykjavík. Tilgangurinn er m.a. öll al- menn ferðaþjónusta og skyld- ur rekstur. Hlutafé er kr. 12 millj. Stjórnarformaður er Böðvar Valgeirsson Grunda- landi 13 hér í Reykjavík. AKUREYRARLÖGREGL- AN. Bæjarfógetinn á Akur- eyri auglýsir í nýju Lögbirt- ingablaði lausar stöður í lög- regluliðinu á Akureyri. Um er að ræða þijár stöður lög- reglumanna og stöðu lög- regluvarðstjóra en hann á að starfa á Dalvík. Umsóknar- frest um stöðurnar setur bæj- arfógetinn til 16. ágúst. FÉL. eldri borgara. í dag sunnudag er opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3 kl. 14, fijálst spil og tafl og í kvöld kl. 20 verður dansað. Næsta sumarferð félagsins verður farin 8. ágúst næstkomandi. Þetta er 12 daga ferð um Austurland. Nánari uppl. á skrifstofunni s. 28812. Frá 1. ágúst til 1. september er lokað í Goðheimum vegna sumarleyfa. VERKAKVENNAFÉL. Framsókn er að undirbúa sumarferð fyrir félagsmenn sína. Verður farið til Vest- mannaeyja um helgina 12.-13. ágúst nk. Gist verður á gistiheimili þar í bænum. Lagt verður af stað frá skrif- stofunni í Skipholti 50A, laugardaginn 12., og komið aftur í bæinn seinnipart sunnudagsins. Á skrifstof- unni s-. 688930 eru gefnar nánari uppl. og skráning þátt- takenda. SKIPIN______________ REYKJAVÍKURHÖFN: í dag, sunnudag er Skógar- foss væntanlegur að utan, en hann kemur við á Suðumesj- um. Skemmtiferðaskipið Vas- co da Gama verður hér í dag daglangt. í fyrrakvöld fór Tinganes á ströndina og beint út. HAFNARFJARÐAR- HOFN: í gær var ísnes væntanlegt að utan og Ljósa- foss í ferð á ströndina. Þá voru í gær tveir frystitogarar væntanlegir inn til löndunar Helga n og Snæfell. (Morgunblaðið/RAX) Ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð fyrir austan Fjall í vikunni sem leið. Þá bar svo við, er hann var á veginum milli Eyrarbakka og Selfoss að hann ók fram á þessa skepnu sem var á beit við þjóðveginn. Ekki taldi hann ráð- legt að fara út úr bílnum, styggð kæmi að henni og hún ryki út í veður og vind. Ljósmyndarinn taldi sig ekki geta slegið föstu, af hinum miklu hornum og ein- kennilega vexti þeirra, hvort heldur skepnan myndi vera rolla eða hrútur. Fróðlegt gæti það verið að fá nánari vitneskju um þessa skepnu. Slíkt væri með þökkum þegið á Morgunblaðinu. ÞETTA GERÐIST 30. júlí ERLENDIS: 1361: Danir taka Visby undir forystu Valdimars Atterdags. 1619: Fulltrúaþing, hið fyrsta í Norður-Ameríku, kemur saman í Jamestown, Virginíu. 1646: Franskt herlið Turen- nes gerir innrás í Bæjaraland með stuðningi sænsks hers Wrangels. 1656: Orrustunni um Varsjá lýkur. 1709: Sigur hertogans af Marlborough og Eugens prins á Frökkum við Toumai (Belgíu). 1877: Önnur orrustan um Plevna milli Rússa og Tyrkja. 1930: Loftskipið „R101“ flýg- ur yfir Atlantshaf. 1934: Kurt von Schuschnigg skipaður kanzlari í Aust- urríki. 1948: Ungverski leiðtoginn Zoltan Tildy neyddur til að segja af sér. 1967: Jarðskjálftar í Caracas. 1971: Geimfaramir David Scott og James Irwin lenda í Apöllo 15 á tunglinu. 1975:Örryggismálaráðstefna Evrópu hefst í Helsinki. 1976:Tilkynnt að a.m.k. 100.000 hafi farizt í jarð- skjálfta sem lagði kínversku borgina Tangshan í rúst. HERLENDIS: 1841: Embættisnefndin sam- þykkir Alþingisfrumvarpið. 1863: Áskomn Jóns Ámason- ar og Sigurðar Guðmunds- sonar um varðveizlu fom- minja. 1874: Kristján IX Danakon- ungur kemur til íslands ásamt tveimur herskipum. 1880:Árásargrein Gríms Thomsen á Jón Ólafsson birt- ist í „ísafold". 1903: F. Anna Borg. 1905: Bændur hópast til Reykjavíkur að mótmæla sæsímanum. 1907: Friðrik VIII Danakon- ungur kemur í heimsókn til íslands. 1951: D. Magnús Ásgeirsson. 1961: Brúin yfír Homaflarð- arfljót vígð. 1973: Fyrsta skuttogaranum hleypt af stokkunum. Þetta eru Lára Rúnarsdóttir og Bryndís Guð- mundsdóttir. Þær héldu hlutaveltu til ágóða fyr- ir Hjálparsjóð Rauða kross íslands og söfnuðu þær 700 krónum. ORÐABOKIN Hvernig förum við að? í Morgunblaðinu síðastlið- inn sunnudag mátti lesa eft- irfarandi: fær hann ná- kvæma lýsingu á því hvem- ig hann skuli bera sig að við að fá morgunmat. Um orðasambandið að bera sig að við eitthvað hnaut ég. Þetta er fengið óbreytt að láni úr dönsku, og um það höfum við rúmlega 200 ára gömul dæmi í bókum. All- mörg dæmi eru svo um það frá síðustu öld og enn lifir það í munni margra. Engu að síður þykir þetta ekki gott mál, enda sést það ekki í ritum þeirra, sem vanda mál sitt, og heyrist tæplega heldur í máli þeirra. Hér eigum við annað og miklu betra orðalag, þ.e. að fara (svo eða svo) að, eins og danska orðasambandið bære sig ad med noget er þýtt í dönskum orðabókum. I Nýrri danskri orðabók frá 1896 er orðasambandið: bære sig galt ad þýtt með orðunum: fara ranpj, að. í dönsku spyija menn: Hvor- dan bærer man sig ad med det? Á íslenzku hljómar þetta óbreytt þannig: Hvemig ber maður sig að við þetta? Hér á vitaskuld að segja: Hvemig fer maður (eða fömm við) að við þetta? I samræmi við það hefði átt að orða ofangreinda setn- ingu svo: hvemig hann skuli fara að við að fá morgun- mat... - JAJ. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 bámr, 5 kul, 8 hafna, 9 sveri, 11 grenj- ar, 14 verkfæri, 15 skám, 16 auðir, 17 á húsi, 19 biti, 21 sjóða, 22 gamla, 25 fag, 26 lægð, 27 sefi. LÓÐRÉTT: — 2 liggi á hálsi, 3 sár, 4 beð, 5 stórlæt- is, 6 kyrrsævi, 7 fugl, 9 háð- fugl, 10 með óvæm, 12 hrútlömb, 18 sjá eftir, 20 verkfæri, 21 bókstafur, 23 tveir eins, 24 lítinn sting. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 assan, 5 slaga, 8 karpa, 9 hælir, 11 askar, 14 tík, 15 sálma, 16 aulum, 17 rrr, 19 vann, 21 hala, 22 danglar, 25 kýs, 26 áni, 27 iði. LÓÐRÉTT: - 2 snæ, 3 aki, 4 nartar, 5 spakar, 6 las, 7 góa, 9 Húsavík, 10 Lálands, 12 kaldari, 13 romsaði, 18 regn, 20 Na, 21 ha, 23 ná, 24 LI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.