Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 10

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 10
1 t 10 68ef lIÚL ,08 flUOAUUHVIUR GIGAUBV'UDflOWí MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 ^ ' ;.' . ; ; - -.. ■ - - , - LANDBÚNAÐUR Á KROSSGÖTUM ■ Búvörur hafa hækkað tvöfalt á við annað verðlag í landinu síðastliðinn áratug. ■ Geta stjómvöld og samtök bænda öllu lengur skorast undan kröfunni um hagræðingu í landbúnaðarkerf- inu? ■ Byggðastefna hefur knúið marga bændur til hokurs. Blómlegur land- búnaður rís ekki undir oki kerff isins. Á sama tíma eru lögð drög að vfðtækari stjórnun framleiðslunn- ar. I Bændur hafa búið í vernduðu um- hverfi. Þeir hafna markaðskerfi og samkeppni. Getur miðstýring og einokun leitt til aukins hagræðis? Óðaverðbólga Taflan sýnir hvaö algengar búvörur ættu aö kosta út úr búö í daa ef bær heföu fylgt almennri verölagsþroun i landinu. I vinstri dálki er Veröiö í dag, í peim hægri veröiö 1979 miöaö viö hækkun framfærsluvísitölu. Frá árinu 1979 hefur verölag 26 faldast, en hækkun á búvöruveröi er allt aö þrisvar sinnum meiri en þaö. Mjólk 1 lítri 60 40 r^ Kartöflur 1 kcf Súpukjöt 1 kg 414^ 284 oo Læri 1 kg Kótilettur 1 kg F37^ 373 § Kartöflur bera fullan söluskatt, verötö fyrir tíu árum hefur veriö reiknaö meö 25% álagningu. eftir Benedikt Stefónsson/Myndir: Ragnar Axelsson ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR er í sjálfheldu. Algengar búvörur hafa hækkað að jafnaði tvöfalt á við aðrar vörur í landinu undan- farinn áratug. Launamenn sem finna að matarbuddan léttist sífellt kreQast þess að snúið verði af þessari óheillabraut. Ef land- búnaðarvörur hefðu hækkað I takt við verðbólgu undanfarinn áratug ætti kíló af lambalæri að kosta 334 krónur út úr búð. Það kostar 700 krónur í dag. Mjólkurlítri sem kostaði 40 krónur á jöfnu verðlagi fyrir tíu árum kostar tæpar 60 krónur í dag. Kíló af kartöflum sem hefði átt að kosta um 40 krónur miðað við verð- bólgu kostar 115 krónur. Bændur fallast á að hagræðing sé brýnt hagsunamál þeirra en eiga erfitt með að sætta sig við þá fækkun býla og afúrðastöðva sem virðist óumflýjanleg. Stjómvöld og for- ystumenn bændastéttarinnar hafha leið markaðarins og tetfa að vandi landbúnaðar felist í of lítilli stýringu. Nýtt skipulag fyrir komandi áratug er í deiglunni og hugmyndir uppi um víðtækara og flóknara stjórnkerfi en nokkru sinni áður. akmarkið hjá yfirstjóm bændasamtak- anna ér að ná stjóm á allri kjöt- framleiðslu í landinu og ákveða hvað neytendur borða,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna. „Það eina sem getur skilað neyt- endum lægra vöruverði er sam- keppni. Ég þekki ekki eitt einasta dæmi um að miðstýrð einokun hafi leitt til aukinnar hagkvæmni og lægra vöraverðs.“ Ohagkvæmni í rekstri virðist hrjá öll svið landbúnaðar. Framleiðendur era margir, smáir og dreifðir. Af- kastageta vinnslustöðva er marg- föld á við þörfina. Afleiðingin er hokur margra bænda, síhækkandi búvöraverð og minni sala. ► Helmingur sauðfjárbænda býr með innan við 200 fjár. Tekjur af slíku búi ná ekki einni milijón króna á ári. Tæplega þriðjungur sauð- fjárframleiðslunnar er í höndum bænda sem komnir era hátt á sex- tugsaldur eða eidri. Talið er að þúsund sauðíjárbændur gætu ann- að þörfum innanlandsmarkaðarins, en 4.200 höfðu framleiðslurétt árið 1986. Verði fækkun ekki hrandið af stað í tíma er hran stéttarinnar fyrirsjánlegt þar sem ungt fólk hef- ur ekki áhuga á að taka við rýru búi. ► Kerfí vinnslustöðva er enn mið- að við margfalt stærri markað en til staðar er fyrir búvöru. Þær era dreifðar um landið úr takt við bú- setu framleiðenda og neytenda. Nokkur skref hafa verið stigin til að fækka sláturhúsunum en ekki hyllir enn undir að uppstokkun eigi sér stað í kerfinu. ► Stjórnvöld og forysta bænda- stéttarinnar hafna leið markaðarins til hagkvæmni og lægra vöraverðs, Tekið hefur verið fyrir verslun bænda með framleiðslurétt sem margir telja þó að muni stuðla að aukinni hagkvæmni í framleiðslu. Bændur með ónýtta fjárfestingu gætu keypt kvóta og aukið fram-, leiðsluna og þeir sem vildu minnka; við sig ættu auðvelda útgönguleið. ► Það er samdóma álit viðmæl- enda að taka þurfi á þeim hrikalegu vandamálum sem við er að etja og bqóta þau til mergjar. En hugur bænda virðist stefna í átt til sterk- ari miðstýringar. Hugmyndum um samkeppni með innfluttum búvör- um vísa þeir út í hafsauga. íslensk- ur landbúnaður geti aldrei staðist samkeppni við innflutning og myndi afleiðingin verða stórfellt atvinnu- leysi í sveitum og félagsleg vanda- mál sem ekki væri séð fyrir endann á. Hækkandi verð og minnkandi sala Þegar litið er til þess að tvö sauðalæri hefði mátt fá fyrir tíu áram fyrir verð eins í dag þarf engan að undra að neysla á kinda- kjöti hefur dregist mikið saman. Arið 1979 borðaði íslendingur rúm- lega 48 kg af kindakjöti á ári en í fyrra var neyslan komin niður í tæp 34 kg. Hver íbúi borðaði aftur á móti tvöfalt meira af svínakjöti árið 1987 en fjóram áram áður, eða 8 kg. Hefðbundnar búgreinar hafa undanfarinn áratug búið við víðtæka framleiðslustýringu. Rétti til framleiðslu er dreift til bænda af ríkisvaldinu og þeim tryggðar ákveðnar tekjur fyrir afurðimar samkvæmt ákvörðun verðlags- nefndar búvara. Tekjur afurða- stöðva era jafnframt ákveðnar af verðlagsnefnd og loks er hámarks- verð ákveðið á mjólkurlítra og dilka- kjöti í heilum skrokkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.