Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 12

Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 12
u v 12----------------------— esei Lrji oe ínjDAauviniTa aKtAJawuoHOM ' - TWOKGUNBLAÐIÐ- SUNNUDAGtJR -30: -JÚLÍ-W80-------- : - “-------------------- Hringrás peninganna f Landbúnaöarkerfið er æöi flókiö völundarhús viö fyrstu sýn. Hér sést hvernig verðmæti dilkakjöts þróast á leiö þess frá bónda gegnum slaturhús, heildsölu, smásöluverslun og til neytenda. Af vöruveröinu í heildsölu renna rúm 2%, eöa 9 krónur til Stofnlánadeildar. landbúnaöarins. I fyrra ~ voru þannig areiddar um 280 milljónir króna í sjóöinn. Því fé er ásamt öörum tekjum hans varið til þess aö niöurgreiða vexti af fjárfestingarlánum bænda. Þegar litiö er á þróun undanfarinna ára sést aö bóndinn fær sífellt minna í sinn hlut af niöurgreiddu heildsöluverði. Fyrir áratug féllu 77% í skaut bóndans en nú um 70%. Vinnslustöövarnar hafa aukiö sína hlutdeild sem þessu nemur. Slátur- og heildsölukostnaöur af dilknum eru 115 kr. Auk f>ess fjár sem variö er í niöurgreiöslur eru um 3.200 milljónir króna ætlaðar til landbúnaöar á þessu fjárlagaári. Framlögin eru af ýmsum toga spunnin. Ríkiö niöurgreiöir kjöt til útflutnings, bætir bændum fé sem er skoriö vegna riöu, greiöir öörum fyrir aö nýta ekki réttinn til aö framleiöa. Framlög til lífeyrssjóös bænda og ýmissa stofnana í landbúnaöi heyra einnig undir þennan gjaldaliö. Bóndinn [311 kr. /ira'v Smásala 389 kr. Vinnsla |441 kr. 4 JF 7?1* jJÍ, 3200 3800 milljónir kr. milljónir kr. Heildsala [363kr Verð og tekjur Gröfin sýna þróun á veröi til bænda á dilkakjöti annarsvegar og verð í smásöluverslun hinsvegar á skrokkum og kotilettum árunum 1980-1989. Miðað er við veröiö eins og það reyndist vera í mars hvert ár Nú ber bóndinn 12% minna úr býtum en áriö 1980 á sama verðlagi. Kílóið af dilkakjöti í heilum skrokkum hefur hækkaö um 8% í siinásölu umfram veröbólgu, en kílóið af kótilettum um 44% umfram veröbólgu. Smásöluálagning á dilkakjöti er ákveöin tæp 10% og var um 27 krónur á kg i mars, en öll verö á myndinni eru miðuö viö þann mánuö. Af því veröi sem neytandinn greiöir fær afuröastööin um 30% í sinn hlut, en bóndinn um 87%. Samtals eru þetta 124% af smásöluverði og niðurgreiöir ríkiö mismuninn í heildsölu Af því veröi sem smásölverslunin greiðir heildsalanum eru 78 krónur söluskattur til ríkisins. Kjötið er niðurgreitt um tæpar 190 krónur. Niðurgreiöslur og framlög til landbúnaöar úr ríkissjóöi nema um 110.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í ár, eöa um 7.000 milljónum króna. Niðurgreiðslur á búvöruverði eru alls um 3.800 milljónir króna, en 40% af því fara til aö greiða niður söluskatt. Hlutur landbúnaðartengdra gjalda á fjárlögum nú er um 8,5%. 1980 1989 1980 1989 Hækkanir umfram aukningu framfærsluvísitölunnar í mars milli ára •o c TO ,i2 •B o 0) O) C0 X co o <n C "w_ 03 *o (O c '13 -Q T3 C ca S to ZJ c 'O s: CO O) c 'in CL CL Z> s 1 CD X cn m *o JQ C 3 O 2 FYRRVAR OFTÍKOTI KÁTT einfaldlega ganga af göflunum ef minnst er á að fækka beri vinnslu- stöðvum eða framleiðendum." „Það kerfi sem við höfum komið upp leiðir til þess að bændur eru á sultarkjörum. Þeir geta ekki fram- leitt meira en geta heldur ekki hætt,“ segir Brynjólfur Sigurðsson lektor og fulltrúi neytenda í fímm- mannanefnd, sem ákvarðar verð til vinnslustöðva. Hann bendir á að nota mætti hluta þeirra fjármuna sem varið er í útflutningsbætur og niðurgreiðsl- ur til að borga bændum fyrir að hætta búskap. Ef 2 milljörðum króna væri varið á hveiju ári og hveijum bónda greiddar 10 milljón- ir króna mætti þannig taka um 200 býli úr umferð á ári. Að áratugi liðnum hefði bændum fækkað um 2.000 og framleiðsluréttur þeirra sem eftir eru vaxið að sama skapi. „Um ráðstafanir af þessu tagi hefur einfaldlega aldrei mátt ræða,“ segir Brynjólfur. „Það er alveg ljóst að í landbúnaði er til staðar kerfí sem byggir á gömlum merg og enginn er tilbúinn að sleppa sínu. Bændur eru aðeins lítill hluti þjóðar- innar en hafa geysimikil völd vegna þeirrar kjördæmaskipunar sem er í landinu. Skynsamari bændur hljóta að sjá að ef þeir svara ekki kröfum markaðarins kemur á endanum til þess að neytendur rísa upp og koma til Ieiðar uppstokkun á valdahlut- föllum í stjómkerfinu.“ Offjárfesting í vinnslustöðvum Þegar rætt er um óhagkvæmni benda bændur iðulega á að millilið- ir á leið til neytenda taki sífellt meira til sín. Hlutur bóndans af heildsöluverði vörunnar hafí rýmað. Slátrunar-, heildsölu-, og dreif- ingarkostnaður hefur aukist um 30% umfram verðbólgu frá árinu 1979, samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði. Nú fá vinnslu- stöðvar rúm 25% af heildsöluverði en fengu 20% fyrir tíu ámm. Rúm 70% falla bændum í skaut, en 77% fyrir áratug. Útreikningar Framleiðsluráðs sýna að ef skrokkur er keyptur í hlutum í verslun kostar hann um þriðjungi meira en í heilu lagi. Dilkakjöt í heilumskrokkum er háð verðlagsákvæðum, en smásöluá- lagning á brytjuðu kjöti var gefín fijáls fyrir fjórum ámm. Stórkaupmaður á Reykjavíkur- svæðinu segir að stór hluti verð- hækkunar á leið kjötsins úr slátur- húsi til kaupanda falli tiíhjá afurða- stöðvunum sem pakka því í neyt- endaumbúðir. Nær allt kjöt sem selt er í dag er fullunnið áður en það kemur í verslanir. Margir bændur verða til þess að gagnrýna óhagkvæmni í rekstri sláturhúsa og mjólkurvinnslu- stöðva. Þessi fyrirtæki em þó flest í eigu samvinnufélaga þar sem bændur em við stjómvölinn, en lítil samstaða hefur náðst um að taka á vandamálinu. „Ég er þeirrar skoðunar að bændur hafí verið allt of linir að veita sínum fyrirtækjum aðhald og beita sér fyrir hagræðingu á því sviði,“ segir forystymaður í bænda- hreyfíngunni. „Það er líka augljóst að sam- vinnuhreyfíngin hefur allt of lengi þijóskast við og staðið í vegi fyrir nauðsynlegri hagræðingd.“ Offjárfestingar í vinnslustöðvum em ávöxtur þeirrar framleiðslu- stefnu sem fylgt var í landbúnaði fram á síðasta áratug. Stefnumótun stjórnvalda tók mið af því að mark- aðir fyrir búvöm erlendis myndu stækka, vegna skorts á matvælum í heiminum. Þá yrði fólksfjölgun á íslandi mun örari en hún reyndist verða. Því var spáð að eftirspum eftir búvöm færi vaxandi, en annað hefur komið upp á teningnum. „Það hefði með réttu átt að söðla um í byijun áttunda áraýugarins til þess að hægt yrði að vinda rólega ofan af vandamálinu. í stað þess var haldið áfram af fullum krafti með niðurgreiðslur og framleiðslu- styrki. Þegar búmarki var loks komið á um 1979 var vandamálið orðið risavaxið. Stjómvöld em að stærstum hluta ábyrg fyrir því,“ segir Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Istess á Akureyri og fyrmm hagfræðingur Stéttarsam- bands bænda. í umtalaðri úttekt sem gerð var á kostnaði í sláturhúsum fyrir tveimur ámm var lagt til að 30 slát- urhús af þeim 48 sem störfuðu í landinu yrðu lögð niður á fimm árum. I fyrra var stofnaður úreldingar- sjóður fyrir sláturleyfishafa sem leiddi til þess að sex sláturhús voru lögð niður það árið. Virðist sem að álíka fækkun verði á húsunum fyr- ir haustið. „Það er öllum ljóst að lækka þarf kostnað í afurðastöðvunum, sem þýðir að fækka þarf húsunum. En til þess að koma hreyfingu á málin þyrfti að ná miklu betri sam- stöðu milli héraða,“ segir Hreiðar Karlsson formaður Samtaka slátur- leyfishafa. Fylgfir frelsi glundroði? Viðmælendur blaðsins í bænda- stétt em sammála um að ef heldur fram sem horfír muni algjört hmn verða í stéttinni á kynslóðaskiptum. Börn þeirra hafi einfaldlega engan áhuga á að taka við búi með þann litla framleiðslurétt og rýra tekjur sem þeim stendur til boða. En þótt bændum sé ljós nauðsyn hagræðingar virðast jafnvel fijáls- lyndustu menn í þeirra hópi hlynnt- ir því að ríkisvaldið hafi yfirstjórn framleiðslunnar með höndum í sam- vinnu við samtök bænda. Mörgum verður á orði að markaðskerfi án opinberrar stýringar bjóði aðeins heim glundroða. „Við emm að framleiða fyrir mjög lítinn markað. Ef óheft mark- aðslögmál verða látin ráða getur landbúnaður lent í hrikalegum sveiflum sem menn ráða ekki við, eins og dæmin sanna í kjúklinga- rækt og hjá svínabændum,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Bændur fallast fúslega á að mik- ið óhagræði hljótist af því hversu margir, dreifðir og smáir framleið- endur era. í framleiðslu, vinnslu og dreifíngu sé fjármunum kastað á glæ. En jafnframt segja þeir að valið standi einfaldlega milli byggðastefnu og fólksflótta úr sveitum. Ef valin yrði leið ýtrustu hagkvæmni myndi grandvöllur fyrir samfélagi sveitanna bresta og sam- félagið þyrfti að axla vandamál at- vinnuleysis; „Spurningin er hvort er dýrara fyrir þjóðina, núverandi byggða- stefna eða eitthvað annað. En það er alveg ljóst að byggðastefna til sveita verður ekki rekin til frambúð- ar á kostnað landbúnaðarins," segir Gunnlaugur Júlíusson hagfræðing- ur Stéttarsambands bænda. „Það era engar forsendur fyrir stórfelldri fækkun bænda. Það er ekki hægt að stokka mannlíf upp eins og spilastokk,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Byggðastefiia eða blóm- legurlandbúnaður En þótt byggðastefna sé á þenn- an hátt kjölfesta í landbúnaði, getur hún einnig orðið að oki sem bændur rísa ekki undir ef þeim er ekki gert kleift að stunda búskap af myndug- Ieik. Formaður Landssambands sauðfjárbænda, Jóhannes Kristj- ánsson á Höfðabrekku í Mýrdals- hreppi, segir að spyija megi þeirrar spumingar hvort blómlegur Iand- búnaður samrýmist byggðastefnu. „Sauðfjárbúskapur hefur verið notaður af stjómvöldum til að dreifa byggð í landinu, enda er hann einn vænsti kosturinn í byggðastefnu. Rekstur á þessum búum í dag er auðvitað mjög óhagkvæmur og fjár- festingar vannýttar. Spurningin er Sjá bls. 14A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.