Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 14

Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 14
'ú U mhverfis vernd, komm- únismi og flölmiðlar Sá, sem hér hugsar upphátt hefur tvisvar í sumar átt þess kost að taka þátt í ferðum á vegum sjálfstæðismanna, þar sem land- græðsla var á dagskrá. Á 60 ára afmæli sínu hefur flokkurinn stað- ið að gróðursetningu um land allt að frumkvæði ungra sjálfstæðis- manna. Sem betur fer virðist vera vax- andi áhugi á umhverfismálum hér á iandi og ýmislegt hefur þokast í rétta átt á undanfömum árum. Skilningur er meiri nú en fyrr á því að halda landinu og haf- inu umhverfis það hreinu í víðtæk- ustu merkingu. Almenningur sýnir einnig aukinn áhuga á að endur- heimta landgæðin með uppgræðslu. Enn er þó langt í land. Óþarft ráðuneyti í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar var samið frumvarp um skipulag umhverfismála. í frum- varpinu var gert- ráð fyrir að að- gerðir í umhverfismálum yrðu sam- ræmdar hjá einu ráðuneytanna, en ábyrgðin yrði hjá mismunandi stjórnvöldum — allt eftir eðli máls hverju sinni. Því miður strandaði málið á ágreiningi milli þáverandi stjórnarflokka aðallega vegna þess, að Framsóknarflokkurinn vildi stofna sérstakt umhverfisráðuneyti. Núverandi forsætisráðherra gerði tilraun til að þvinga meingall- að frumvarp um umhverfismál í gegnum Alþingi á sl. vetri, en það mistókst vegna óeiningar í stjómar- liðinu. Nú hefur forsætisráðherra skipað nefnd til að gera nýja tilraun og beitir þeim viðbótarröksemdum, að nýtt umhverfisráðuneyti geti komið sér vel, þegar taka þarf nýj- an flokk inn í ríkisstjórnina. Það er háttur miðstýringar- manna að búa tii nýtt stjómvald, þegar leysa þarf ný verkefni. Trúin á mátt ríkisins rekur slíka menn til þess að setja á laggirnar nýja ríkis- stofnun, þegar takast þarf á við ný viðfangsefni. Hugmyndin um umhverfisráðuneyti byggist á slíkum sjónarmiðum. Miðstýringar- mennirnir segja: Eitt stykki um- hverfisráðuneyti takk. Málið af- greitt. Allt klappað og klárt. Umhverfisráðuneytið þarf síðan ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra, starfsfólk að ógleymdu húsnæði og öllu því sem tilheyrir. Þeir sem vilja ekki nýtt ráðuneyti eru á móti umhverfisvernd að áliti miðstýring- armanna. Að mínu áliti er nýtt umhverfis- ráðuneyti til óþurftar. Það er dýrt í rekstri. Það ýtir undir ágreining um valdmörk. Og það getur tekið ábyrgðina frá þeim, sem vegna starfsemi sinnar menga um- hverfið með einum eða öðrum hætti. Það er auðvelt að þvo hendur sínar með því að stofna nýtt ráðu- neyti, en slíkt er engin trygging fyrir betri og skilvirkari árangri. Miklu betri leið er að samræma aðgerðir á sviði umhverfismála í einu ráðuneyti — t.d. samgönguráðuneyt- inu —, en gera sem flesta ábyrga fyrir umhverfisvernd. Við- unandi árangur næst ekki fýrr en allir axla ábyrgðina. Ekki að- eins stjórnvöld heldur einnig fyrir- tæki, fjölskyldur og einstaklingar verða að finna til ábyrgðarinnar. Umhverfismálin eru i eðli sínu dreifður málaflokkur, sem snertir alla starfsemi í landinu. Þess vegna er æskilegast að ábyrgðin sé sem víðast. Það væri að mínu mati verðugra viðfangsefni fyrir forsætisráðherr- ann og ríkisstjórnina að finna leiðir til að fækka ráðuneytum, draga úr yfirbyggingunni og færa völd og ábyrgð til fólksins. Gjaldþrot kommúnismans Þjóðir, sem lent hafa undir járn- hæl kommúnismans, eru nú sem óðast að rísa upp gegn kúgun sinni. Valdhafar í nokkrum kommúnista- ríkjum viðurkenna gjaldþrot þeirrar kreddu, sem hefur valdið örbirgð og ófrelsi. Leiðin út úr ógöngunum er hins vegar hvorki auðrötuð né auðveld yfirferðar. Þótt frelsi og mannréttindi séu for- sendur efnalegra framfara, fæst árang- ur ekki á skammri stundu. Lýðræðisþjóðirnar verða að sýna fijáls- lyndum öflum í kommúnistaríkjum skilning og stuðning, en umfram allt þolin- mæði. Við megum ekki gefast upp, þótt móti blási um sinn. Þeirri þróun, sem nú er hafin, verður ekki snúið við, ef vestræn lýðræðisríki halda rétt á málum. Við eigum að auka samskipti við" þessar þjóðir á sem flestum sviðum, en HUGSAD UPPHÁTT / dag skrifar Friðrik Sophusson, varaformadur Sjálfstcedisflokksins. 4 Teikning/Pétur Halidórsson megum ekki loka fyrir þau, og ein- angra þjóðir, þótt stjórnvöld grípi til óþurftarverka, sem engan veginn eru réttlætanleg. Málstaður þeirra, sem fómað hafa lífi sínu til að komast úr kióm kommúnismans', er svo mikilvægur að við megum hvorki gefa upp von- ina né leggja árar í bát. Auðvitað mótmælum við kröftuglega og sýn- um megnustu andúð á óhæfuverk- um stjómvalda gegn friðsömum mótmælendum, morðum og fjölda- handtökum. En aukin samskipti opna fyrir nýjar hugmyndir og ýta undir frelsisþrá undirokaðra þjóða. Við skulum hafa í huga, að frelsi og mannréttindi em ekki aðeins FYRRVAROFT ÍKOHKÁTT hvort við emm tilbúin að fórna byggðastefnu fyrir hagkvæmni," segir Jóhannes. Þær ógöngur sem byggðastefna hefur ratað í birtast hvað skýrast í vanda loðdýrabænda. Fyrir fáum ámm var byijað að hvetja bændur víðs vegar um land til að hætta hefðbundnum búskap og reisa þess í stað skála fyrir refa og minkalæð- ur. Lánað var til byggingar um 200 loðdýrabúa víðsvegar um allt land og reistur fyöldi fóðurstöðva til að þjóna þeim í öllum landshlutum. Nú er loðdýraræktin talin gjald- þrota, en bændur heija á stjómvöld að hlaupa undir bagga. Þeir telja að ríkisvaldið hafi axlað ábyrgð á þessum búskap í upphafi og sé því ósanngjamt að skilja þá eftir á köldum klaka. Ummæli Gunnars Guðbjartsson- ar, fyrram framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins em lýsandi fyrir afstöðu þéirra sem staðið hafa í forystusveit bænda til þessa vanda. „Þeir sem lögðu út í loðdýrarækt vora margir tilneyddir, því ella hefðu þeir orðið að láta af búskap fyrir fullt og allt. Það voru stjórn- völd sem bentu þeim á þennan kost og margir urðu til að hvetja þá til að velja hann. Það væri mjög óeðli- legt ef bændur yrðu látnir gjalda þess hve mikið verðfall hefur orðið á skinnum," segir Gunnar. Ef litið er á málið frá öðrum sjón- arhóli kemur í ljós að hvatning stjórnvalda fólst fyrst og fremst í mjög hagstæðum fjárfestingalánum sem bera litla eða enga vexti og era niðurgreidd af neytendum og skattgreiðendum. Svo margar ferðir hafa verið famar til bjargar loðdýrabændum undanfarin misseri að þeir sem gerst þekkja hafa ekki tölu á fjölda þeirra, svo vitnað sé í greinargerð sem Byggðastofnun vann fyrir iandbúnaðarráðuneytið í byijun júlí. Þar er einnig bent á að björgunar- aðgerðir hafi verið svo margar að ekki hafi unnist tími til að Ijúka einni áður en önnur hófst. „Af hrakförum loðdýrabænda má draga þá ályktun að það er ekki hægt að bjarga einni atvinnu- grein með því að vísa mönnum í aðra,“ segir háttsettur maður í stjórnkerfinu. Tíunda hver skattkróna til landbúnaðar Kostnaður við byggðastefnuna leggst að sjálfsögðu á skattgreið- endur. Engin stofnun hefur það hlutverk að safna upplýsingum um umfang niðurgreiðslna, styrkja og aðstoðar við landbúnað. Að sögn Ólafs Torfasonar forstöðumanns Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins hefur Alþingi samþykkt frum- varp um Hagþjónustu landbúnaðar- ins sem ætlað er það hlutverk að annast samræmda gagnasöfnun um greinina. Samkvæmt fjárlögum 1989 átti að veija 6,5 milljörðum króna til niðurgreiðslna, útflutningsbóta, bóta fyrir riðufé og til þess að greiða bændum fyrir að framleiða ekki. í sambandi við kjarasamninga í vor ákvað ríkisstjórnin að auka niðurgreiðslur á árinu um hálfan milljarð króna og stefna því framlög til landbúnaðar yfir 7 milljarða króna á árinu. Það eru rúmar 110.000 krónur á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Auk þess taka neytendur þátt í að niðurgreiða lán Stofnlánadeildar landbúnaðarins til bænda. Námu tekjur hennar af þessum gjaldstofni tæpum 280 milljónum króna á síðasta ári. Niðurgreiðslum er ætlað að lækka vöruverð til neytenda. Þegar greiðslur til bænda fyrir afurðir þeirra era ákveðnar er tekið tillit til þeirra styrkja og endurgreiðslna sem þeir hafa notið. Bændur bera því fyrir sig þau rök að þessi fram- lög farí aðeins úr einum vasa í annan. Ef landbúnaður nyti engra styrkja yrði búvöruverð einfaldlega miklu hærra. Sú skoðun heyrist einnig úr ann- arri átt að neytendur beri þungar byrðar til viðbótar af þeirri miklu óhagkvæmni sem til staðar er í íslenskum landbúnaði. Vilja margir hagfraíðingar meta þann kostnað sem neytendur bera vegna þess að búvörur hér eru mun dýrari en í nágrannalöndunum. Þorvaldur Gýlfason prófessor hefur bent á að ef neytendum stæðu til boða innfluttir kjúklingar, egg og kartöflur myndu þeir geta spar- að 2.100 milljónir króna á ári í matarinnkaupum. Miðar hann þessa tölu við mismuninn á verði afurðanna innanlands og þeim bú- vörum sem standa innflytjendum til boða. Þorvaldur segir að óhagkvæmni í framleiðslu þessara þriggja vöra- tegunda sé svo mikið að samkeppni hljóti að vera skýlaus krafa neyt- enda. Það sé óhæfa að vemda at- vinnurekstur sem taldi 230 ársverk á síðasta ári með innflutningshöft- um og láta neytendur borga brús- ann. Með hveijum starfsmanni hafi verið greiddar að meðaltali 9 millj- ónir króna á síðasta ári og útgjalda- auki hverrar fjögurra manna fjöl- skyldu numið 34.000 krónum á ári. Þeir hagfræðingar sem rætt er við og starfa utan landbúnaðargeir- ans eru almennt sammála um að innflutningshöft á landbúnaði hafi stuðlað að óhagkvæmni. Með sam- keppni yrði greinin knúin til ha- græðingar. Við það myndu mörg störf leggjast niður í Íandbúnaði, en fjármunir losna á móti. Ef skyn- semi og markaðsöfl fái að ráða hljóti sá tími að vera skammt undan að þessi sjónarmið nái fram að ganga. „Við verðum að taka með í reikn- inginn hvaða kostnaður hlytist af því að halda þeim sem misstu vinn- una í landbúnaði á atvinnuleysis- bótum. Það er einfaldlega ekki hægt að líkja búskap við tuskubúða- rekstur á Laugaveginum. Ef bóndi fer á hausinn skiptir það meira fyr- ir viðkomandi sveit en ef einhver heildsali í Reykjavík leggur upp laupana, þótt hinn persónulegi harmleikur sé jafn sár. Þau sam- félagskerfi sem eru á landsbyggð- inni eru einfaldlega svo veik að þar má ekki mikið út af bera,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. Verndaðir fyrir hinum harða heimi Til þessa hefur stjórn landbúnað- arframleiðslunnar verið einkamál ríkisvaldsins og forystu bændasam- takanna. Neytendur hafa fulltrúa í verðlagsnefndum landbúnaðarins en á þeim vettvangi er harla lítið svigrúm til breytinga. Eins og dæmið um loðdýrarækt- ina sýnir hafa bændur ekki vanist því að gera sömu kröfur til arðsemi fjárfestinga og framleiðni vinnuafls eins og annar atvinnurekstur. Ríkið hefur jafnan hlaupið undir bagga þótt deila megi um hveijir hafi hagnast á því á endanum. „Það getur vel verið að bændur hafi lifað í vemduðu umhverfi um árabil. Þeir hafa komist áfram án þess að lenda í hinum harða heimi viðskiptanna," segir Jóhannes Torfason. - „Ein af ástæðum þess er að þeir hafa ekki umgengist peninga í 3 ættliði. Þar til búvörulögin tóku gildi lögðu bændur inn afurðir sínar hjá kaupfélögunum og fengu öll aðföng út á reikning. Þeir sáu aldr- ei afrakstur starfa sinna.“ Þjóðfélagið hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum árum og áratugum, en þróun í landbúnaði hefur verið hægfara. Krafan um breytta stefnu er orðin of hávær til þess að bændur og stjórnvöld geti skorast undan að svara henni. Viðmælendum verður tíðrætt um að bændur og búalið séu að súpa seyðið af ákvörðunum sem teknar vora af stjórnmálamönnum og framvarðasveit bænda fyrir tveimur til þremur áratugum. Þegar sest er á rökstóla um búvörasamning sem verður leiðarljós í landbúnaði næsta áratug er verið að ákvarða lífskjör á íslandi í dögun nýrrar aldar. Það gefst ekki betra tæki- færi til að breyta um stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.