Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 16

Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 16
16 •■^ÖRél^BlAÖIÐ /SUNNUDAOUR' 30r<imí'a989 alabad mundi tryggja sveitum þeirra örugga fótfestu í Afghanistan og flýta fyrir falli stjórnarinnar í Kabul. Um 15,000 skæruliðar settust um Jalalabad, en þeim varð lítið ágengt og langt umsátur hófst. Þeir höfðu aldrei áður einbeitt sér að því að ráðast á óvininn á einum stað og beittu viðvaningslegum aðferðum. Mestöll vopn og skotfæri, sem bár- ust erlendis frá, voru send til Jal- alabad, en ekki til ótal hópa víðs vegar um landið. Engin samstaða var í forystuliði skæruliða um sam- ræmdar aðgerðir um landið allt og aðrir hópar skæruliða héldu að sér höndum. Kabul-stjórnin gat hins veg- ar beint herliði sínu á einn stað. Vígstaða Kabul-hersins var ákjós- anleg og herinn kunni að færa sér yfirburði sína í nyt, eins og hermála- fréttaritari Sunday Times bendir á. Góður baráttuandi hefur ríkt í helztu hersveitum stjórnarinnar og færri hermenn hafa hlaupizt undan merkj- um en búizt var við, þegar sovézka herliðið fór úr landi. Margir hermenn munu hafa hætt við að stijúka vegna fregna um illa meðferð skæruliða á stríðsföngum — t.d. meint morð á föngum í Torkham í janúar. Ógurleg vopn __ Nýjar baráttuaðferðir setuliðsins í Jalalabad höfðu lamandi áhrif á skæruliða. Þúsundum jarðsprengna var komið fyrir í allt að tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá borg- inni. Skæruliðar höfðu enga njósn- ara, sem gátu veitt þeim upplýsingar um leiðir gegnum sprengjusvæðin, og þeir féllu unnvörpum þegar þeir æddu yfir þau til að ráðast á borg- Loftárás skammt f rá Jalalabad: lamandi áhríf. eftir Guðm. Halldórsson RÉTT ÁÐUR en síðustu her- sveitir Rússa hörfúðu frá Afg- hanistan 15. febrúar voru sendi- menn Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja í Kabul kallað- ir heim. Sýnt þótti að muja- ... hecfdin-skæruliðar mundu vinna skjótan sigur á her Naji- bullah forseta og marxista- stjóm hans. Bandaríski sendi- fulltrúinn, James Glassman, spáði því við brottförina að stjómin „yrði horfin í júlí“, en nú er sá mánuður á enda og sfjómin heldur enn velli. Rússar fyrirlitu stjómar- herinn, en hann hefur staðið sig betur en búizt hafði verið við. Aðal- ástæðan er sú að hann hefur tekið upp nýjar hemaðaraðferðir, sem hafa gefið betri raun en aðferðir sovézku herfor- ingjanna. Þær áttu meginþáttinn í því að stjórnarhernum tókst að af- létta flögurra mánaða umsátri skæruliða um Jalalabad, þriðju stærstu borg Afghanistans, fyrr í þessum mánuði. Skæruliðar biðu al- varlegan ósigur og stjómarherinr virðist hafa litfar áhyggjur af nýjurr sóknaraðgerðum, sem þeir hafa á pijónunum. Einn helzti styrkur stjómarhersins er sá að hermennimir .óttast að þeii verði drepnir, ef Najibullah forseti hrökklast frá völdum. Her stjórnar- innar hefur einnig notið góðs af mörgum mistökum andstæðinganna. Æ betur hefur komið í ljós að her skæruliða er illa skipulagður, að lítill agi er í röðum þeirra og að þeim er illa stjórnað. Þótt rúmir fimm mán- uðir séu síðan Rússar hörfuðu frá Afghanistan hafa Þeir ekki mótað samræmda heildar-hemaðaráætlun. Að ýmsu leyti stóðu skæruliðar betur að vígi þegar þeir áttu í höggi við Rússa. Þá voru þeir aldrei kyrrir á sama stað og gátu beitt sígildum aðferðum skæruhemaðar. Ilijóstr- Skæruliðar skammt frá Jalalabad: stríðið hefur breyzt. ugt landslagið kom þeim að góðum’ notum og þeir fengu hvarvetna stuðning. Heilagt stríð — jihad — gegn trúlausum innrásarlýð samein- aði þá og það háði Rússum að þeir þurftu að halda manntjóni í lágmarki. Öðru vísi stríð Þegar Rússar voru farnir mótaði yfirstjórn hersins í Kabul nýja hern- aðaráætlun, sem hlaut að hafa i för með sér mikið mannfall og hergagna- tjón. Ákveðið var að stjórnarherinn legði höfuðkapp á að halda yfirráðum yfir borgum á landsbyggðinni og þjóðvegum. Þar með vom skæruliðar neyddir til að ráðast á velvarðar, borgir eða velvarða vegi og taka upp hefðbundinn hemað, sem þeir þekkja lítið til og hafa átt erfitt með að aðlagast. Skæruliðar einbeittu sér að því að ná Jalalabad, sem er fyrir austan Kabul og nálægt bækistöðvum þeirra í Peshawar, handan landamæranna í Pakistan. „Bráðabirgðastjórn" sjö stjórnmálaflokka skæruliða í Pes- hawar taidi að skjótiir sigur í J;d- ina. Jarðsprengjurnar ollu því að skyndiárás kom ekki til greina. í hvert sinn sem skæruliðamir hörfuðu og endurskipulögðu lið sitt lét stjómarherinn rigna yfir þá BM- 21-flugskeytum. Þeir urðu einnig óþyrmilega fyrir barðinu á gömlum Antonov-12-flutningavélum, sem flugher stjórnarinnar breytti í sprengjuflugvélar. Þessar flugvélar beittu svokölluðum „klasa“-sprengj- um, sem spmngu í lofti og dreifðu smásprengjum yfir stöðvar skæru- liða. Þær flugu í svo mikilli hæð að Stinger-loftvarnaflaugar skæmliða drógu ekki til þeirra. Ormstu-sprengjuflugvélar af gerðinni MiG-21 „Fishbed" vörpuðu líka klasa-sprengjum á skotmarks- svæði og beittu auk þess vopnum með leysi-stýribúnaði. Nákvæmar árásir þeirra gerðu mikinn usla, en meðaldrægar Scud-B-flaugar stjórn- arhersins vom jafnvel enn skeinu- hættari. Um 420 slíkum flaugum var skotið frá Kabul á stöðvar skæruliða úmhverfis Jalalábad. Stjúrnarhermenn á sowéskum skrsðdreka: komú á óvart.. OSIGUR VI0 Strídid íAfghanistan dregst á langinn | d i I i i vm mmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.