Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚIÍ 1989
Antonov 12
SOVÉTR.
Scud- flaugum skotið
\ frá Kabúl
KABULH
AFGANISTAN
V JALALABAD
Setuliðið í Jalalabad skaut
:jS£”flugskeytum upp í hæðirnar
Hörgull á Stinger-flaugum
Talið hefur verið að „eðli átak-
anna“ í Afghanistan hafi breytzt,
þégar Bandaríkjamenn fóru að senda
skæruliðum Stinger-flaugar 1986.
Margir segja að þær hafi nánast að
engu gert yfirburði Rússa og stjórn-
arinnar í lofti og átt mestan þátt í
heimkvaðningu sovézka herliðsins.
Samkvæmt nýrri bandarískri skýrslu
hafa skæruliðar þjálfaðir í Pakistan
grandað 269 flugvélum af 340, sem
þeir hafí skotið á með slíkum flaug-
um, og þar með „náð 79% ná-
kvæmni“. Eldri, sambærileg loft-
varnaflaug Breta, „Blowpipe", hefur
ekki valdið eins miklum usla.
Alls hafa skæruliðar fengið 900
Stinger-flaugar á undanförnum
þremur árum og margar þeirra hafa
horfið. Nokkrar fundust í írönskum
skipum eftir átök við bandarísk her-
skip á Persaflóa í apríl í fyrra. Nokkr-
ar sáust á hersýningu í furstadæminu
Qatar á síðasta ári. Kabul-stjórnin
hefur sýnt tvær, sem hún kvaðst
hafa keypt af skæruliðum. Frétta-
menn, sem hafa dvalizt hjá skærulið-
um, segja að Stinger-flaugar hafí
geigað ótal sinnum og sjaldan hæft.
Hermálafréttaritari Daily Telegraph
telur útilokað að þær hafí hæft í 79%
tilfella, eins og Bandaríkjamenn
halda fram.
Hann segir einnig að flugmenn
MiG 21-véla Kabul-stjómarinnar telji
sig hafa fundið upp árangursríkar
aðferðir til að eyða þeirri hættu, sem
þeim stafar frá Stinger og Blowpipe.
Flugvélar þeirra fljúgi þijár til fimm
saman í fylkingum og yztu vélarnar
*
Viðbúnaður hjá ráðuneyti: flugskeytaárásir á Kabul.
Skæruliðar huga að jarðsprengjum: gerðu mikinn usla í liði þeirra.
Stækkao
svæði
PAKISTAN
- 0 km 300
Umsátrið
um Jalalabad
Skæruliðarsátuum
Jalalabad i fjóra mánuði’
og urðu fyrir miklu mann-'
falli af völdum jarð-
sprengja í árásum á hana.
Þegar skæruliðar hörfuðu 120
ogfylktuafturliðiifjöllun- km
um hélt stjórnarherinn áfram
árásum á þá.
Antonov 12 sprengjuflug
vélar vörpuðu klasa-
sprengjum, en skæruliðar
náðu ekki til þeirra með
Stinger- flaugum sínum.
sveimi yfir skotmarkssvæðinu í mik-
illi og lítilli hæð til að draga að sér
skothríð frá flaugunum, þegar vega-
lengdin, sem þær draga, er mest eða
minnst. Árásarflugvélamar fylgi á
eftir á miklum hraða, varpi niður
klasa-sprengjum og skjóti úr fall-
byssum úr lítilli hæð.
Fréttaritarinn telur síðustu sjónar-
vottalýsingar benda til þess að ár-
ása- og flutninga-þyrlur Kabul-
stjórnarinnar hafi verið skotnar niður
með öflugum vélbyssum frá jörðu,
en ekki eldflaugum. Fáar staðfestar
fréttir um Stinger-árásir hafa borizt
á þessu ári og hann spyr: „Eru
Bandaríkjamenn hættir að útvega
mu/aheddm-skæruliðum slík vopn af
ótta við að þau falli í hendur hryðju-
verkamönnum í Miðausturlöndum?“
Fall Samarkhel
Þótt meginárás skæruliða á Jal-
alabad færi út um þúfur náðu þeir
víginu Samarkhel 6. marz. Samark-
hel er lítill setuliðsbær, 18 km suður
af Jalalabad, við veginn, sem liggur
til landamæra Pakistans. ítrekaðar
tilraunir stjórnarhersins til að ná
virkinu aftur voru unnar fyrir gýg.
í júlíbyijun hóf stjórnarherinn
skyndilega gagnsókn með stuðningi
skriðdreka, MiG-flugvéla, Sukhoj
25-orrustuflugvéla og- Seud-flauga.
Skæruliðar voru hraktir frá þorpun-
um Khushgumbad og Kareze Kabir
fyrir norðan og sunnan flugvöllinn í
Jalalabad. Samarkhel féll og stjórn-
arherinn hrakti skæruliða af öllu því
svæði, sem þeir höfðu náð á sitt
vald við Jalalabad. Þar með var
vissi ekkert um hættuna fyrr en
skriðdrekar hófu skothríð á bæinn
og skæruliðamir lögðu á flótta, þar
sem þeir hafa ekki vanizt hefðbundn-
um hemaði.
Fleiri skýringar eru á ófömm
skæruliða við Jalalabad og Samark-
hel. Skæruliðum tókst ekki að halda
yfirráðum sínum yfír veginum til
Kabul. Þeir gátu því ekki komið í
veg fyrir að setuliðinu í Jalalabad
bæmst vistir og liðsauki frá höfuð-
borginni.
Stjómarhemum hefur tekizt að
halda vegum landsins opnum og not-
að vópnaðar þyrlur til að vetja bíla-
lestir. Skæmliðar hafa látið bílana
afskiptalausa og ekki reynt að loka
vegunum eða valda skemmdum á
þeim. Þeir þurfa sjálfír að nota veg-
ina og þyrlur stjómarinnar em svo
snarar í snúningum að þeim gefst
ekki ráðrúm til að stöðva bílalestim-
ar og ræna úr þeim.
Flugskeytaárásir
Annars staðar í landinu hefur
skæmliðum ekkert vemlega orðið
ágengt á þessu ári. Viljaleysi og
skorti á tækifæmm er kennt um og
mikið af orku skæmliðaforingjanna
hefur farið í þjark um skiptingu her-
fangs og afstöðuna til bráðabirgða-
stjómarinnar. Þó hefur öðm hveiju
verið barizt umhverfis Khost, Gazni,
Kandahar og Herat.
Talsvert mannfall hefur orðið í
misheppnuðum tilraunum til að ná
Khost í sumar og þrátefli virðist
hafa skapazt í bardögum umhverfís
Karidahar í suðvestri. Þar mun hafa
dregið úr bardögum vegna þess að
yfirmaður stjórnarhersins á svæðinu,
Mohamed al-Haq Ulumi hershöfð-
ingi, hefur komizt að samkomulagi
við nokkra skæmliðaforingja.
Skæmliðar njóta ekki eins mikillar
samúðar og áður í Kabul, Herat og
fleiri borgum, þar sem þeir hafa
ráðizt á flugvelli og flugskeytastöðv-
ar stjórnarinnar með Saker-flug-
skeytum. Ástæðan er sú að skæmlið-
ar hafa skotið nánast í blindni og
margir borgarar hafa fallið eða
særzt.
Fyrst eftir fall Samarkhel var tal-
ið ólíklegt að skæmliðar gætu unnið
nokkurn meiriháttar sigur á stjórnar-
hemum áður en vetur gengur í garð.
Sérfræðingar sögðu að ekkert benti
til þess að skæmliðar hefðu lært af
mistökum sínum við Jalalabad og
spáðu því að nýjar sóknaraðgerðir
mundu fara út um þúfur og baráttu-
þrek skæmliða mundi enn bíða
hnekki.
Skæmliðar kvörtuðu yfír því að
umsátrinu í raun og vera aflétt og
um tíma virtist stjómarherinn ætla
að sækja viðstöðulaust áfram til
birgðastöðvar skæmliða í Ghaziabad
og bæjarins Torkham á landamæmn-
um.
Samarkhel hafði litla hemaðar-
þýðingu, en fall staðarins hafði tákn-
rænt gildi. Baráttuþrek mujaheddin-
manna hefur orðið fyrir áfalli, en
kjarkur hermanna stjómarinnar eflzt
og hlutlausir Afghanar sjá minni
ástæðu til þess en áður að koma til
liðs við skæraliða. Bráðabirgðastjóm
skæmliða og foringjar skæruliða-
sveitanna hafa beðið álitshnekki.
Sundmngin í röðum skæmliða hefur
magnazt og hreyfing þeirra nýtur
ekki eins mikils trausts og áður.
Yfirstjórn skæmliðahersins var í
molum. Fáir skæruliðar voru eftir í
grennd við Samarkhel þegar bærinn
féll. Þeir vom orðnir svo vissir um
að Jalalabad mundi ekki falla að
margir þeirra höfðu farið heim til
sín að taka þátt í trúarhátíð múham-
eðstrúarmanna, Eid-ul-Azha. Nokkr-
ir foringjar þeirra höfðu bmgðið sér
í pílagrímsferð til Mecca. Sú hlálega
staða kom upp að umsátursliðið var
fámennara en setuliðið, sem setið var
um.
Lítil samvinna er milli andstæðra
hópa skæmliða, enda er skortur á
einingu og samstarfsvilja Akkilesar-
hæll þeirra. Ma/iaz-skæruliðar, sem
höfðu Samarkhel á valdi sínu, virð-
ast enga viðvörun hafa fengið um
gagnárásina. Kabul-herinn virðist
hafa sótt til virkisins í stórum sveig
um yfirráðasvæði annars hóps
skæruliða. Varnarliðið í Samarkhel
Andspyrnumenn
hjá Jalalabad: löngu um
sátri lauk með ósigri.
Najibullah: heldur enn velli.
þeim hefðu ekki borizt vopn og vist-
ir, fyrst og fremst frá Bandaríkjun-
um um Pakistan. Stjómarerindrekar
viðurkenndu að nokkuð væri hæft í
því, en sögðu að ástæðan væri „mis-
tök í stjómsýslu", ekki stefnubreyt-
ing. Stjórnarskiptin í Bandaríkjunum
og breyting í samskiptum þings og
forseta munu hafa valdið þessu.
„Heitt sumar“
Síðan hafa þær fréttir borizt að
stjóm Georges Bush forseta hafí
ákveðið að veita skæruliðum aukna
hemaðaraðstoð til að vega upp
móti aukinni hemaðaraðstoð Rússa
við Kabul-stjórnina. Sagt er að Rúss-
ar hafi sent stjórn Najibullah her-
gögn að verðmæti 200 milljónir
punda á mánuði að undanfömu.
17
Bandaríkjamenn munu leggja
áherzlu á að útvega skæmliðum ný
og fullkomin vopn til að eyða flug-
völlum stjórnarinnar. Auknar vopna-
sendingar til beggja aðila munu
líklega leiða til harðnandi átaka í
haust.
Bandaríkjamenn telja að eina ráð-
ið til að binda enda á yfirburði Kab-
ul-stjórnarinnar sé að eyðileggja
flugvelli hennar og flugvélar hennar
á jörðu niðri. Nýjar sóknaraðgerðir
em í uppsiglingu eða þegar hafnar.
Helztu skotmörkin verða að öllum t
líkindum flugvellirnir í Kabul, Bag-
hran fyrir norðan höfuðborgina,
Shindand og Herat í vestri, Kanda-
har í suðaustri og Mazar-e-Sharif í
norðri. Einnig hefur verið rætt um
aðgerðir gegn Khost, Gazni og
Gadez.
Kabul-stjómin hefur spáð „löngu
og heitu sumri“ flugskeytaárása og
um síðustu helgi féllu 35 og 114
særðust í miðri Kabul þegar skæm-
liðar gerðu flugskeytaárás. Viku áð-
ur höfðu níu beðið bana þegar stór
bílsprengja olli miklu tjóni í mið-
borginni. Kunnáttuleysi kann að hafa
átt þátt í þvi að borgarar urðu fyrir
barðinu á flugskeytunum, en árásirn-
ar hafa veikt stöðu skæmliða meðal
almennings og stjómin færir sér það
óspart í nyt í áróðri sínum.
Eftir síðustu árásimar sagði
skæmliðaforinginn Abdul Haq að
dagana 3. til 17. júlí hefðu menn
hans hæft byggingar sovézka sendi-
ráðsins, innanríkisráðuneytið, flug-
völlinn og forsetahöllina og hemað-
armannvirki í Damlaman i Suður-
Kabul og Kargha í vestri. Hann kvað
skæmliða vanta vopn, sem gætu
hæft sprengjufiugvélar í mikilli hæð
eða áður en þær hæfu sig til flugs.
Hermenn hans ættu engar Stinger-
flaugar lengur og jafnvel þær væru
gagnslausar gegn flugvélum, sem
flygju hátt.
„Ljónið frá Panjshir“
Skæmliðar binda aðallega vonir
sínar við Ahmad Shah Massoud,
„ljónið" í Panjshir-dal, sem er sagður
ráða yfir svæðinu milli Kabul og
sovézku landamæranna. Þrettán
þúsund manna her hans er talinn
eina velagaða liðið, sem geti staðið
fyrir meiriháttar árásum á stöðvar
stjómarinnar, og hann er eini skæm-
liðaforinginn, sem kann góð skil á
hemaðarlist og tækni.
Massoud stendur í tengslum við
flokkinn Jamyat-i-Islami. Fyrir
skömmu var tilkynnt að stuðnings-
menn Gulbuddins Hekmatyars, leið-
toga Hezb-i-Islami, hefðu myrt sjö
yfirmenn og 23 skæmliða úr Jamy-
at, þegar þeir komu frá fundi með
Massoud í Norðaustur-Afghanistan.
Þúsundir munu hafa fallið í inn-
byrðis átökum skæmliða á þessu
ári, en fjöldamorðin í Norðaustur-
Afghanistan em áfall fyrir málstað
skæmliða og einingu þeirra vegna
þess að sá hluti landsins kann að
verða aðalvettvangur baráttunnar
gegn stjórninni i haust. Þau geta
einnig stofnað stuðningi Banda-
ríkjanna í hættu.
Bandaríkjamenn hafa lagt mikið
kapp á að tryggja að skæmliðar sigri
í stríðinu og að sjö-flokka-bandalag
þeirra leysist ekki upp — ekki sízt
vegna spádómanna í vetur um yfir-
vofandi hmn Kabul-stjórnarinnar.
Nú hafa fjöldamorðin vakið efasemd-
ir um hvort skilyrðislaus stuðningur
við skæmliða og bráðabirgðastjórn
þeirra sé rétt stefna. Æ betur hefur
komið í ljós að Bandaríkjamönnum
hefur ekki tekizt að tryggja að þeir
geti haft áhrif á skæruliða innan
Afghanistans. Svo kann að fara að
Bandaríkjaþing reyni að binda enda
á aðstoðina við Hezb-i-Islami.
Viðræður við írana, Rússa og-
aðra„þriðju aðila" em ekki útilokað-
ar, þótt Bandaríkjastjórn leggi allt
kapp á að tryggja skæraliðum sigur
í stríðinu. Hún telur að skæruliðar
verði að vinna einhveija sigra á þessu
ári, áður en hægt verði að setjast
að samningaborði til að binda enda
á átökin. Ósigurinn við Jalalabad
virtist draga úr líkum á samningavið-
ræðum, en velgengni stjórnarhersins
kann að vera stundarfyrirbæri og
nýjar sóknaraðgerðir em framundan.
Staða stjórnarinnar getur veikzt í
vetur, þegar hún kann að neyðast
til að lengja herskyldutimann vegna
skorts á mannafla og aukinn vöru-
og olíuskortur gerir vart við sig.