Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 19
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989
MÓRGUNBLÁfelÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ '19891
?19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið.
Epinal-sýningin að
Kjarvalsstöðum
Fyrir u.þ.b. viku síðan var
opnuð á Kjarvalsstöðum
í Reykjavík sýning á alþjóð-
legri nútímalist frá listasafn-
inu Epinal í Frakklandi sem
vakið hefur athygli. „Þar get-
ur að líta úrval listaverka eft-
ir listamenn sem hefur borið
hvað hæst í listasögunni
síðustu áratugi: m.a. Frank
Stella, Andy Warhol, Gilbert
og George, Tony Cragg, Don-
ald Judd og Sigmar Polke, svo
aðeins féinir séu nefndir,“
segir Gunnar B. Kvaran í
blaðauka Morgunblaðsins,
„Menning og listir“, fyrir
skemmstu.
Epinal-safnið í Frakklandi
á í senn stórfengleg listaverk
frá fyrri tíð — m.a. galló-
'rómverskar minjar og 17. ald-
ar málverk — og mikinn fjölda
verka eftir samtímalista-
menn, sem gleðja augu gesta
á Kjarvalsstöðum þessa-dag-
ana. Það er mikill fengur að
þessari sýningu á Kjarvals-
stöðum, „sem sýnir vel þá
þróun sem átt hefur séð stað
í listinni úti í hinum stóra
listaheimi á síðastliðnum ára-
tugum,“ segir Gunnar B.
Kvaran hér í blaðinu.
Bernard Huin, forstöðu-
maður listasafnsins í Epinal,
sem sá um uppsetningu sýn-
ingarinnar á Kjarvalsstöðum,
leggur áherzlu á tengsl eldri
og yngri listar. Hann sagði í
viðtali við Morgunblaðið:
„Það er held ég ekki mögu-
legt að hafa aðeins áhuga á
samtímalist. Þú verður að
þekkja söguna. Samt held ég
að það sé auðveldara að skilja
gömul málverk ef maður
þekkir vel samtímalist. Eg
held að það sé auðveldara
MAÐURINN
• er ekki fædd-
ur fijáls, hvað sem
Rousseau segir, ekki
frekar en rjúpan, þótt
hún hafi vængi, sem
duga henni vel. Fálkar
og skotmenn þjóðfélagsins eiga oft
greiðan aðgang að vamarlitlu fólki.
Bæklaður maður hafur minni tæki-
færi en heilbrigður maður til að
njóta hæfileika sinna. Frjálshyggju-
menn loka ekki augunum fyrir því
að náttúran sjálf markar mönnum
bás í lífsbaráttunni. Fögur kona
hefur hlotið í vöggugjöf eftirsóknar-
verð gæði, ef svo mætti segja, gáf-
aður maður mikilvægt vegarnesti.
En þó er engan veginn víst að þess-
ar gjafir náttúrunnar leiði til heilla
og hamingju. Hún býr í hjarta
mannsins, en höppin em ytri
gæði,þótt þau geti verið mikilvæg
í miskunnarlausu umhverfi. Og það
er happ að geta aflað sér þekking-
ar, svoað dæmi sé tekið. Þekking
er eitt mikilvægasta vopn okkar nú
um stundir í baráttunni fyrir frelsi.
En sumir geta miðlað meiri þekk-
ingu en aðrir vegna óvenjulegra
hæfileika frá náttúrunnar hendi, og
þannig geta vöggugjafir orðið al-
menningseign og öllum til heilla.
Fijálshyggjumenn fagna að sjálf-
sögðu slíkum tækifæmm. Þeir vara
við ofskipulagi. Það leiðir til ófrels-
is. Jón Asgeirsson tónskáld hefur
sagt í grein í Morgunblaðinu (23.
mars 1985) um H-moil messu
Bachs: „Það er svo um listina, að
hún verður ekki skipulögð nema þá
til þess eins að drepa hana í dróma,
vegna þess að þeir,
sem hafa skipulag að
markmiði, vantar oft-
ast hæfileikann til
fijálsrar sköpunar."
Þetta á einnig við um
þjóðfélagið og stjórn
þess.
Stalín gerði sér vel grein fyrir
misskiptum gæðum náttúrunnar,
að sögn Grómýkós sem þekkti hann
vel og lýsir honum eftirminnilega í
ævisögu sinni. Á Jalta-ráðstefnunni
varð Roosevelt veikur, en hann var
bundinn hjólastól og átti við sjúk-
dóma að stríða. Stalín heimsótti
Bandaríkjaforseta á sóttarsæng,
enda hafði hann taugar til hans. Á
leið útúr húsinu segir hann við
Grómýkó og aðra viðstadda, troð-
andi í pípuna sína, Hvers vegna
þurfti náttúran endilega að refsa
honum með þessum hætti? Er hann
eitthvað verri en aðrir?
AFSTÖÐU MINNI TIL
• náttúruréttar hef ég í grein
í Frelsinu lýst með litlu ljóði, sem
segir væntanlega meira en löng rit-
gerð:
Snjóhvítar ijúpur
í marauðri
nóvembeijörð
nálægra heiða.
Þetta er dálítið stef um lífs-
háskann. Samkvæmt reglunni ætti
jörðin að vera alhvít, svoað tjúpan
leyndist fyrir óvinum sínum. Það
væri skynsamlegt frá sjónarmiði
rjúpunnar og því siðferðilega rétt
(samkvæmt hugmyndum heilags
Tómasar frá Akvinó um náttúrurétt
HELGI
spjall
fyrir okkur að skilja nútíma-
list því hún er listin núna.“
íslendingar hafa í senn
margt að gefa á sviði menn-
ingar og lista — og margt að
þiggja. Og listin tengir ekki
aðeins saman liðinn og líðandi
tíma heldur og þjóðir heims á
hverri tíð. Mergurinn málsins
er að menningarleg samskipti
þjóða þjóna því jákvæða í til-
verunni, efla skilning þeirra í
milli og stuðla að sátt og sam-
lyndi í heiminum. Ýmsar list-
greinar, eins og tónlistin og
málaralistin, takmarkast og
lítt af landamærum og tjá sig
á „máli“ sem hvarvetna verð-
ur numið og skilið, ef vilji og
viðleitni standa til.
Listin byggir brýr milli
kynslóða og þjóða. Gömlu
meistararnir halda hlut
sínum, öld eftir öld. En hver
þjóð og hver kynslóð, sem
halda vill menningarlegri
reisn, verður að rækta sinn
eigin garð í samtímalist. Þess-
vegna ber að hlúa að listsköp-
un og listtúlkun líðandi stund-
ar, hvar sem við verður kom-
ið. Þessvegna ber að fagna
framtaki stjórnenda Kjarvals-
staða með Epinal-sýningunni,
sem er í senn gefandi og
hvetjandi, jafnt að því er varð-
ar íslenzkar listsýningar er-
lendis sem erlendar listsýn-
ingar hérlendis.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
á alþjóðlegum nútímalista-
verkum er eitt af mörgum
dæmum um vaxandi list'-
ahuga Islendinga. Hans sést
víða stað í menningarlífi borg-
arinnar. Framtak af þessu
tagi ber þess og vottinn að
stjórnendur Kjarvalsstaða
vilja að þessi menningarmið-
stöð Reykvíkinga, sem Kjar-
valsstaðir eru, gegni hlutverki
sínu með sæmd og reisn. Það
er vel — og meðan svo er
geta borgarbúar séð til sólar
innan veggja Kjarvalsstaða,
hvað sem líður veðurspám og
tíðarfari.
og eðli mannsins). En það er fleira
í náttúrunni en maðurinn. Og á ein-
hveiju þarf fálkinn að nærast. Hann
er ránfugl að eðli og því er hvít
ijúpa í marauðri jörð siðferðilega
hárrétt náttúrufyrirbrigði að mati
hans.
í náttúrunni er ekki trygging
fyrir neinu. Það er ekki heldur
trygging fyrir neinu í lífi mannsins
og þjóðfélagi hans einsog Hayek
hefur einmitt lagt áherzlu á og
dregið af ýmsar ályktanir: hag-
fræðikenning hans er öll reist á
þeirri óvissu sem við búum við í
þessu jarðlífi. Hér niðri á jörðinni
þurfa menn að troða sér gadd, því
að okkur eru gerðir margir bakeld-
ar, svoað vitnað sé í Hákonar sögu
Sturlu Þórðarsonar sem er spennu-
saga um arfborið tiikall til Nor-
egsríkis.
<11 NÁTTÚRAN ER MISK-
má X *unnarlaus. Auðvitað ætti
hún að sjá ijúpunum fyrir nægum
snjó á veturna. En hún lætur það
vera, ef henni sýnist svo. Þannig
verður ijúpan berskjölduð fyrir
umhverfinu og eins konar endur-
skinsmerki handa fálkum og skot-
mönnum. Við mennirnir erum hluti
af náttúrunni. Og þegar okkur ríður
stundum mest á að vetrinum, þá
er ekki alltaf hvít jörð, heldur mar-
auð. Þannig stöndum við berskjöld-
uð andspænis hættum og atburða-
rás sem við hvorki skiljum né getum
stjórnað nema að litlu leyti.
M.
(rneira í næsta sunnudagsblaði)
, i
ISLENDINGAR HAFA BÚIÐ
við meira atvinnuöryggi en flest-
ar aðrar þjóðir og verið stoltir
af því. Það að hafa atvinnu hef-
ur nánast verið jafn sjálfgefið
og ferska vatnið og hreina loft-
ið. En nú kveður við annan tón
og eftir þenslutímabil síðastliðinna ára er
ljóst að umframeftirspurn eftir vinnuafli
er ekki lengur til staðar. Fara verður aftur
til áranna 1983 og 1969 til að finna hlið-
stætt ástand, Fyrirtæki halda að sér hönd-
um, sumarlokanir ýmissa fyrirtækja blasa
við og hlutfall atvinnulausra hefur þrefald-
ast frá sama tíma í fyrra. í maímánuði
voru að meðaltali 1.800 manns atvinnu-1
iausir, eða um 1,4% af mannafla."
Þannig hefst fréttafrásögn sem Urður
Gunnarsdóttir og Ólöf H. Þorsteinsdóttir
blaðamenn tóku saman fyrir Morgunblaðið
í byijun þessa mánaðar. Skráðir atvinnu-
leysisdagar fyrstu fimm mánaða þessa árs
gefa til kynna mesta samfellda atvinnu-
leysið síðastliðna tvo áratugi.
Atvinnuleysið hefur komið fæti milli
stafs og hurðar í íslenzkum þjóðarbúskap,
þó að það sé enn ekki sá ógnvaldur sem
það er sums staðar í grannríkjum. Það eru
ótvíræð hættuteikn á lofti í þessu efni,
ekki sízt vegna þess að atvinnuöryggi fólks
byggist á rekstraröryggi fyrirtækja, en
undan því hefur fjarað hin síðari misserin.
Rekstrarör-
yggi = at-
vinnuörygg-i
I FRETTUM
Morgunblaðsins
síðastliðinn þriðju-
dag er greint frá
því að heildartap
fiskvinnslunnar í
landinu árið 1988 hafi verið tæpir þrír
milljarðar. Orðrétt segir í frétt blaðsins:
„Fiskvinnslan er nú rekin með 4,2%
tapi samkvæmt útreikningum sem Sigurð-
ur Stefánsson endurskoðandi hefur gert
fyrir Samtök fiskvinnslustöðva. Miðað við
ársreikninga 32 fiskvinnslustöðva, sem
liggja til grundvallar útreikningunum, varð
meðaltap þeirra 9,5% af tekjum á síðasta
ári. Heildartekjur frystihúsa, saltfiskverk-
unarstöðva og skreiðarverkenda á síðasta
ári námu 30 milljörðum króna. Heildartap
fiskvinnslunnar 1988 var því tæpir 3 millj-
arðar króna ...“
Það er sum sé ekkert lát á því að fyrir-
tæki í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu,
sæti rekstrartapi, gangi á eigin fé, sem
hefur smám saman verið að étast upp, og
safni skuldum, sem kalla á vaxandi láns-
ljárkostnað. Staða landbúnaðarins er held-
ur ekki beisin eða frumframleiðslu hver
sem hún er.
Hvert eitt starf í frumframleiðslu er
jarðvegur fyrir tvö, þijú önnur í þjónustu.
Það eru því ótvíræð tengsl milli rekstrarör-
yggis fyrirtækjanna og atvinnuöryggis
fólksins. Þegar grannt er gáð er hér um
tvær hliðar á einu og sama fyrirbærinu
að ræða. I þessu efni eiga atvinnuvegir
og almenningur sameiginlegra hagsmuna
að gæta.
Satt er, sem sagt hefur verið, að á skort-
ir að íslenzkur þjóðarbúskapur og hérlend-
ir atvinnuvegir hafi lagað sig til fulls að
breyttum aðstæðum. Það á m.a. við um
veiðiþol fiskistofna og þróunina í efna-
hags- og markaðsbúskap heimsins. Það
má trúlega nýta auðlindir sjávar með minni
tilkostnaði (minni skipastóli) og koma við
meiri hagræðingu í vinnslu hráefnisins.
Sama gildir um landbúnaðinn. En mergur-
inn málsins er engu að síður sá, að það
rekstrarlega umhverfi, sem ríkisstjórnir
og ráðandi stjórnmálamenn hafa búið at-
vinnulífinu, hefur drepið það í dróma, enda
felur það í sér meira af marxískri miðstýr-
ingu með höftum, millifærslum og mis-
munun en hagkerfi annarra samkeppn-
isríkja þar sem hagvöxtur leiðir til batn-
andi lífskjara.
FRÉTTASKÝR-
endur, sem fjalla
um atvinnuleysi
líðandi stundar,
vitna gjarnan til
áranna 1968-1969,
þegar síldin brást og verðfall varð á fiski
vestanhafs, og gæftaleysisins á vertíðinni
Þegar
síldarstofn-
inn hrundi
Fleiri stoðir
undir vel-
ferðina
1983. Þá leituðu landsmenn atvinnu og
lífsbjargar til grannríkja. Nú bryddar enn
á slíkum landflótta.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt að
fréttamenn horfi um öxl til þessara at-
vinnuleysisára. Þessar gengnu efnahags-
lægðir vóru lærdómsríkar, ekki sizt fyrir
þá sök að þær vöktu okkur til vitundar
um það, hve lífríki sjávar — „fagur fiskur
í sjó“ — og verð sjávarvöru erlendis hefur
afgerandi áhrif á atvinnu, afkomu og efna-
hagslegt fullveldi okkar. Við þurfum í senn
að varðveita vel auðlindir sjávar, sem vel-
ferðarríkið sækir flest sitt til, og nýta þær
hyggilega, þ.e. fara ekki yfir eðlileg nýt-
ingarmörk.
Hrun síldarstofnsins fyrir Norðurlandi,
sem í hálfa öld malaði gull i þjóðarbúið
og flýtti mjög för landsmanna frá fátækt
til bjargálna, var víti til varnaðar, sem við
þurfum vel að muna og draga rétta lær-
dóma af.
HEFÐBUNDNAR
atvinnugreinar eiga
í vök að verjast,
m.a. vegna úreltrar
efnahagsstefnu
stjórnvalda. Þær
verða engu að síður undirstaða íslenzks
þjóðarbúskapar um fyrirsjáanlega framtíð,
enda rétta þær væntanlega úr kútnum
þegar fijálsræði eykst á ný í samfélaginu.
Nauðsynlegt er engu að síður að skjóta
sem flestum stoðum undir atvinnu og af-
komu landsmanna. Orkufrekur iðnaður,
sem skilar þegar langleiðina í 20% af út-
flutningstekjum þjóðarinnar, getur enn
aukið hlut sinn, ef vel tekst til.
Orkan í fallvötnum landsins er vannýtt
auðlind, sem vart verður breytt í atvinnu,
verðmæti og gjaldeyri að neinu ráði nema
með útflutningi í formi afurða orkufreks
iðnaðar, stúriðju. Útflutningur orku um
sæstreng kann þó að verða staðreynd áður
en langir timar líða.
Eitt af því fáa athyglisverða, sem núver-
andi ríkisstjórn sýslar við, eru kannanir
iðnaðarráðherra á vettvangi virkjana og
stóriðju. Ríkisstjórnin kann hinsvegar að
vera með „lík í lestinni" í þessum mála-
flokki sem sumum öðrum. Dragbíturinn
er innan ríkisstjórnarinnar en ekki utan,
eins og Guðmundur Einarsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins benti
réttilega á í grein í Alþýðublaðinu. Forn-
eskja Alþýðubandalagsins kann að verða
Þrándur í Götu æskilegrar framvindu eins
og fyrri daginn.
Átti að loka
álverinu?
Að sjá sér
og sínum
farborða
REYKJÁYTKURBREF
Laugardagur 29. júlí
I ÞESSU SAM-
bandi er fróðlegt að
riija upp ummæli
Hjörleifs Guttorms-
sonar, Alþýðu-
bandalagi, þegar hann var iðnaðarráðherra
árið 1980: Hann sagði orðrétt í þingræðu
4. desember það ár:
„í raun mætti leiða að því rök, þótt ég
sé ekki að gera hér tillögu þar um, að
hagkvæmast væri að skrúfa fyrir þetta
stóriðjuver, Álverið, í áföngum og spara
með því sem svarar heilli stórvirkjun. Slíkt
væri langsamlega ódýrasti virkjunarkostur
landsmanna nú, þar sem þarna er ráðstaf-
að 1.200 gigavattstundum af raforku nú,
eða tæpum helmingi þess sem framleitt er
í landinu ...“!
Hvar stæðum við nú ef eftir þessari
stefnuvísun hefði verið farið? Þarna vinna
mörg hundruð manna. Enn stærri hópur
sinnir margvíslegum hliðar- og þjónustu-
störfum, því hér gildir margfeldi frum-
framleiðslunnar. Hver væri og staða við-
komandi sveitarfélags, Hafnarfjarðar? Og
hver væri viðskiptajöfnuður þjóðarinnar
út á við?
Og enn situr Alþýðubandalagið, hið
raunverulega afturhald í íslenzkum stjóm-
málum, í ríkisstjórn — og við sama hey-
garðshornið.
ÞJÓÐVIUINN
birtir í síðustu viku
viðtal við atvinnu-
lausa konu, sem er
fyrirvinna tveggja
barna. Hún segir
,Innanmeinið er
þó annað: ríkis-
sljórn Islands,
sem mætti vel
hverfa ofan í ein-
hvern úreldingar-
sjóðinn. Þar eiga
hugsjónir hennar
og úrræði heima!“
m.a.:
„Fyrst af öllu missir maður sjálfsvirð-
inguna, svo kemur þetta voðalega vonleysi
og svartsýni."
Þetta er sem betur fer ekki hlutskipti
meirihluta fólks hér á landi, þrátt fyrir
stjórnarstefnuna, en þó of margra — og
fleiri en verið hefur um langt árabil. Og
margir horfa með ugg til haustsins.
Sannleikurinn er sá að fátt brýtur ein-
staklinginn eins fljótt og rækilega niður
eins og það að hafa ekki verk að vinna,
finna sig utanveltu í önn og kviku hins
daglega lífs og geta ekki séð sér og sínum
sómasamlega farborða, án utanaðkomandi
hjálpar. Rétturinn til vinnunnar er einn
mikilvægasti þáttur almennra mannrétt-
inda í hugum þorra íslendinga.
Atvinnuleysi er í raun sóun á dýrmæt-
ustu auðlind þjóðarinnar: þekkingu og
starfshæfni einstaklinganna. Fátt er og
mikilvægara fámennri þjóð en það að nýta
vinnuframlág og verkþekkingu sem flestra
þegna sinna á vinnualdri, m.a. til að auka
skiptahlutinn á þjóðarskútinni, varðveita
og viðhalda þeirri velferð, sem til staðar
er, þrátt fyrir allt.
Það er illt til þess að vita að mál skuli
hafa þróazt svo, síðasta misserið, að hér
er nú til staðar mesta atvinnuleysi síðustu
tuttugu ára. Það er enn verra til þess að
vita að kunnugir menn á vinnumarkaðinum
spá frekara atvinnuleysi í haust, m.a.
vegna minnkandi kvóta í sjávarútvegi sem
og áframhaldandi taprekstrar í frum-
framleiðslu hvers konar. Fyrirtækjadauð-
inn er fyrirbæri sem engan veginn hefur
tekizt að binda enda á, þvert á móti.
Þetta er dapurlegur veruleiki í höndum
ríkisstjórnar, sem setti sér fjögur megin-
markmið, sem öll hafa færzt fjær á ferli
hennar: hallalausan ríkisbúskap, rekstrar-
atkomu fyrirtækja réttum megin við núll-
ið, almennt atvinnuöryggi og aukinn kaup-
mátt launa.
Fátt vex í höndum þessarar ríkisstjórnar
nema tapið á atvinnuvegunum, atvinnu-
leysið, skattheimtan, hallinn á ríkisbú-
skapnum, skuldasöfnun erlendis og við-
skiptahallinn. Mál er að linni þeim ósköp-
um. Grundvallarstefnan er alröng eins og
Morgunblaðið hefur margbent á; löngu
úrelt í nútíma heimi. Það þarf að rétta
af kompásinn í stað þess að kalla úlfur,
úlfur! Eða fijálshyggjumenn, sem eiga að
vera ábyrgðarmenn að öllu sem aflaga
fer, þótt þeir séu í öllum flokkum og eigi
ekkert sameiginlegt nema frelsið. Innan-
meinið er þó annað: ríkisstjórn íslands, sem
mætti vel hverfa ofan í einhvern úrelding-
arsjóðinn. Þar eiga hugsjónir hennar og
úrræði heima!