Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 21

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR - Kvikmyndaleikarar Auglýst er eftir kvikmyndaleikurum. Það er kvikmyndafé- lagið Nýja Bíó sem óskar eftir leikurum í stutta unglinga- mynd. Sagt er að um sé að ræða leikara í tíu hlutverk og verða þeir að vera á aldreinum 15-22 ára. Auk þess vantar stelpu á aldrinum 7-10 ára. Markaðsstjóri Innflutnings- og verslunarfyrirtæki í Reykjavík óskar eft- ir að ráða sölu- og markaðsstjóra. Viðkomandi verður að viðskiptafræðingur eða með menntun af markaðs- og sölu- sviði. Reynsla af störfum við markaðsmál er nauðsynleg. Tónlistarstjóri Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf tónlistar- stjóra. Ráðningartími er til fjögurra ára. Háskólamenntun og reynsla í stjórnunarstörfum er sögð æskileg. Hjókrun Mulabær, sem er þjónustuheimili fyrir aldraða og öryrkja, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa í eitt ár. Um er að ræða 60% starf og er vinnutíminn eftir samkomulagi. Verkefnin eru sögð fjölbreytt, s.s. almenn hjúkrunarstörf, heilsufarslegt eftirlit með skjólstæðingum stofnunarinnar og tengsl við endurhæfingar- og hjúkrunarstofnanir. RAÐAUGL ÝSINGAR Dagheimili Nokkur pláss fyrir börn á aidrinum 4-6 ára eru laus á skóladagheimili í Skerplugötu, Skeijafirði. Um er að skóla- dagheimili sem er rekið afforeldrum og mun það hefja starf- semi í byijun september á komandi hausti. Fiskvinnsla til sölu Auglýst er til sölu fiskvinnsla, húsnæði og búnaður, á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sagt er að fýrirtækið sé í fullum rekstri og vinna 10 starfsmenn hjá því. Fyrirtækið er sagt hafa góð erlend viðskiptasambönd og að hagstæð löng lán hvíli á fyrirtækinu. Atvinnuhúsnæði Um 300 fermetra atvinnuhúsnæði er auglýst til leigu í Ármúlanum. Húsnæðið er innréttað og sagt hentugt fyrir ýmiskonar skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Húsnæðið leig- ist frá 1. ágúst næstkomandi. Útboð Selfosskaupstaður óskar eftir tilboðum í byggingu þriðja áfanga gagnfræðaskólans á Selfossi. Stjóm Verkamannabú- staða á Sauðárkróki leitar eftir tilboðum í byggingu 6 íbúða í þremur parhúsum. Þá er óskað eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar- og ráðgjafamiðstöð svæðisstjórnar fatlaðra á Áusturlandi, en húsið er á Egilstöð- um. SMÁA UGL ÝSINGAR Ferðalög Ferðafélag íslands auglýsir í dag nokkrar ferðir um landið. í dag sunnudag eru t.d. dagsferðir í Þórsmörk, gengið eftir Esju og gönguferð um Blikdal. Þá auglýsir Ferðafélagið einn- ig ferðir um verslunarmannahelgina Angórukanínuungi Landbúnaður: Stuðningur hins opin- bera þarfað koma til — segir Auðunn Hafsteinsson formaður Landssambands kanínubænda AUÐUNN HAFSTEINSSON formaður Lands- sambands kanínubænda telur að kanínubænd- ur þurfi að fá tuttugu milljón króna fyrir- greiðslu frá hinu opinbera ef ekki á að verða hætta á að rekstur Fínullar hf. stöðvist. Fínull vinnur fatnað úr ull af angórakanínum. Rætt hefiir verið um að Framleiðnisjóður kaupi hlutafé í fyrirtækinu fyrir tíu milljónir og hafa 5 milljonir af því þegar verið greiddar en ekki gengið endanlega frá samningum að sögn Bjarna Einarssonar stjómarformanns Finullar. Þá hefur einnig verið rætt um að Byggðastofnun leggi fyrirtækinu til 10 millj- ónir og hefiir hluti þess fjár verið reiddur fram. Bjami segir að útlit sé fyrir að rekstur Fínullar fari að skila arði, jafnvel þegar á næsta ári, en rekstur fyrirtækisins hljóti alltaf að vera erfiður að sumarlagi þegar sala er minnst. Auðunn telur að atvinnu- greinin muni geta gefið mikinn arð í framtíðinni ef rekstur verksmiðj- unnar er tryggður nú. Bjarni segir að vegna þess hve heimsmarkaðsverð á angóraull hefur verið lágt undan- farið hafi kanínurækt ekki náð sér á strik fyrir alvöru á íslandi. Auðunn var ómyrkur í máli í garð hins opinbera í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að kanínubænd- um hefði verið otað út í greinina á sama tíma og loðdýraræktendum. Hann taldi það því mikinn ábyrgðar- hluta af hálfu stjórnvalda að fjár- svelta kanínubaindur um leið og pen- ingum væri veitt í loðdýrarækt. Hann taldi fullvíst að ef sú aðstoð sem rætt hefur verið um fengist myndi búgreinin ekki þurfa frekari aðstoðar við af hálfu hins opinbera. Kanínu- bændur eiga stóran hlut í Fínull auk Álafoss og Byggðastofnunar. Hann sagði að ef verksmiðjan legðist niður væri atvinnugreinin þar með öll dauðadæmd. Tækjabúnaður verksmiðjunnar er keyptur frá Vestur—Þýskalandi og var í upphafi gert ráð fyrir að þar yrði einnig helsti markaður fyrirtæk- isins en það gekk ekki eftir. Að sögn Bjarna hefur verið unnið að því að afla fyrirtækinu markaða síðustu tvö ár og er það starf farið að skila ár- angri. Meðal annars hefur talsvert verið selt til Noregs og Banda- ríkjanna. Þá á fyrirtækið í samning- um við svissneska aðila um markaðs- setningu á vörum þess í Sviss og nágrannalöndum. Bjarni segir að sala á innanlands- markaði hafi tekið vel við sér þegar fyrirtækið fór að auglýsa framleiðsl- una. Nú er verið að leita leiða til að auka slitstyrk fatnaðarins. Auðunn sagði að kanínurækt byði upp á mikla möguleika fyrir bændur sem þyrftu að bregða búi. Breyta mætti næstum því hvaða húsi sem væri í kanínubú, þess þyrfti þó að gæta að byija nógu smátt. Hann sagði jafnframt að kanínubændur væru nú að prófa sig áfram með að sleppa gjöf á tilbúnu fóðri og gefa hey og halda þannig kostnaði í ai- gjöru lágmarki. Tálknafiörður: Frekar skort- ur á fólki en atvinnuleysi Tálknafírði ATVINNUÁSTAND hefiir verið hér gott síðastliðin 20 til 25 ár, eins og fram hefiir komið, og aldr- ei verið atvinnuleysi svo að frétta- ritari muni eftir. Siðastliðin 10 ár hefur togari Hraðfirystihúss Tálknafjarðar verið gerður út með góðum árangri og séð húsinu fyr- ir hráefni. Kvótaskortur hefur þó valdið því að hann hefiir verið bundinn við bryggju i einn og hálfan mánuð i sumar. Ekki hefur þetta þó komið í veg fyrir að hægt væri að vinna í hraðfrystihúsinu. Samið var við nokkra dragnótarbáta á staðnum um löndun í húsinu. Afli þeirra hefur verið góður, stutt að sækja, en nú er kvótinn búinn hjá þeim flestum og standa menn frammi fyrir því að aðeins einn bátur á eftir 80 til 90 tonn af kvóta. Þegar hráefni minnk- ar hefur því verið mætt með því að vinna í dýrari pakkningar. Saltfiskverkunin Þórsberg hf. ger- ir hér út þijá til fjóra báta og hefur afli þeirra verið þokkalegur. Auk þess hafa landað hjá Þórsbergi up- pundir 15 handfærabátar og mjög mikil vinna verið þar. Tveir til þrír bátar hafa landað hjá saltfiskverkun- arstöðinni Miðvík hf. Skortur hefur verið á fólki frekar en hitt og hefur fólk frá Patreksfirði meðal annars sóst eftir vinnu hér. Engu fískvinnsluhúsanna verður lok- að vegna sumarfría. Þá eru gatna- s gerðarframkvæmdir í fullum gangi og stendur til að setja bundið slitlag á síðustu götumar á staðnum næstu daga. JOÐBÉ Höfti: Ekki bjart yfir sjávarútvegi Í augnablikinu er ekki verulega bjart framundan í sjávarútvegi á Höfii. Humarvertíð hefur verið léleg og tíðarfarið hefiir valdið smábátunum miklum erfiðleikum. Að sögn Elvars Einarssonar í Fiskiðjuveri Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga eiga bátar tiltöiu- lega lítið eftir af kvóta. Togari Bor- geyjar hf., Þórhallur Daníelsson er nýkominn úr slipp, en einnig er mjög gengið á hans kvóta. Það sem menn horfa til á þeim bæ er sfldin, afli togarans og smábátanna. Atvinna má ekki minnka úr því sem er, segir Hallgrímur Guðmunds- son, bæjarstjóri á Höfn. Verði meiri samdráttur í fiskvinnslunni mun bærinn reyna að ráðast fyrr í verk- legar framkvæmdir en ella. Þar má til nefna smíði á vatnsgeymi og fram- kvæmdir við leikskóla, auk annarra minni verka. Þá verður á næstunni boðin út bygging á 10 kaupleigufliúð- um, en íbúðaþörf er knýjandi hér. í byggingariðnaði er enn nóg að gera. Fjórtán kaupleiguíbúðir eru í smíðum og miklár framkvæmdir á | Stokksnesi fyrir Ratsjárstofnun. JGG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.