Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 22

Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 I Kennara vantar við Grunnskólann á Suðureyri. Meðal kennslugreina eru eðlisfræði, danska og al- menn kennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri, í síma 94-6119, og formaður skólanefndar, í síma 94-6250. Kennarar! Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi vantar kennara í almenna kennslu og ensku. Skólinn er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Haukur Sveinbjörnsson, sími 93-56627 og skólastjóri, Höskuldur Goði, í síma 93-56601. REYKJKJÍKURBORG JÍcucmii Stöeácx Félags- og þjónustumiðstöðin, Bólstaðarhlíð 43 Starfsfólk óskast til starfa við heimilishjálp. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685052 milli kl. 10 og 12 virka daga. Sölu- og markaðsstjóri Fyrirtækið er stórt deildaskipt innflutnings- og verslunarfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið sölu- og markaðsstjóra: Stefnu- mótun og stjórnun sölu- og markaðsað- gerða. Markaðskannanir, samanburður og athuganir á stöðu og rekstri deilda fyrirtækis- ins. Markmiðssetning, kynning og aðstoðvið deildarstjóra. Við leitum að viðskiptafræðingi eða manni með aðra haldgóða menntun af markaðs- og sölusviði. Reynsla af störfum við mark- aðs- og sölumál nauðsynleg. Starfið krefst þess að viðkomandi geti starfað sjálfstætt og skipulega, sé atorkusamur, hugmyndarík- ur og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Markaðsstjóri 27“ fyrir 10. ágúst nk. Haeva C—^ " neurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir BORGARSPÍTALINM Lausar Stðdur Starfsfólk Starfsfólk óskast í ræstingu á Borgarspítal- ann, Heilsuverndarstöðina og Grensásdeild. Vaktavinna. Upplýsingar hjá ræstingarstjóra í síma 696516. Kennarar Af sérstökum ástæðum vantar á hausti kom- anda kennara að Valhúsaskóla á Seltjarnar- nesi, þ.e. í smíði, 12 klst./v. og í tölvufræði 8 klst./v. Upplýsingar gefa: Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri, í síma 30871 og Gísli Ellerup, yfirkennari, í síma 16910. Yfirvélstjóri/ vélstjóri Yfirvélstjóra og vélstjóra vantar á bv. Dag- rúnu ÍS 9, sém gerð er út frá Bolungarvík. Skipið er tæpar 500 brl. Aðalvél af Crepelle- gerð og 1800 hestöfl. Umsækjendur þurfa að hefja störf um mán- aðamótin ágúst/september nk. Nánari upp- lýsingar gefa Einar K. Guðfinnsson og Har- aldur Guðfinnsson í síma 94-7200. Einar Guðfinnsson hf/Baidur hf. Boiungarvík. Tónskóli - skólastjóri Skólastjóra vantar til starfa við Tónskóla Suðureyrar. Æskilegt er að sami aðili taki að sér organistastarf og tónmenntakennslu við Grunnskólann. Ódýrt húsnæði - ágætir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 94-6122 og 94-6147. Sveitarstjóri. „Au pair“ í Svíþjóð óskast í sveit 10 km fyrir norðan Uppsali. Bílpróf æskilegt. Starfið felst í að gæta tveggja drengja, fjögurra og eins árs og taka þátt í heimilisstörfum. Þarf að geta hafið störf í sept. og vera minnst í 1 ár. Bréf ásamt mynd sendist til: Familjen Blomberg, Klinta, S-755 92 Upp- sala, Sverige. Sími: +46 18-357017. Matreiðslumaður óskast Um er að ræða vinnu á litlum og persónulegum veitingastað sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Upplýsingar um nafn og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „Ahugasamur - 7368“ írtG'- Laust strax ★ Rafeindavirki Fjölbreytt sölu- og afgreiðslustarf á sér- hæfðum búnaði hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. ★ Bókari Sjálfstætt og krefjandi starf við bókhald hjá heildverslun á Ártúnshöfða. Skriflegum umsóknum skal skilað é skrif- stofu okkar hið fyrsta. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRUITI Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 T ónlistarkennarar Laus er staða við Tónlistarskóla Vestmanna- eyja. Kennslugreinar: Píanó, fiðla og kjarna- greinar. Upplýsingar í símum 98-12551 og 98-12396. Skólastjóri. Sölustarf Þekkt fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar að ráða starfskraft í söludeild. Við leitum að ungum, áreiðanlegum og dug- legum starfskrafti. Þarf að hafa frumkvæði, góða framkomu og vera líkamlega hraust(ur). Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu við sölu- og/eða þjónustustörf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 8. ágúst merktar: „E - 8314“. Lögfræðingur - framkvæmdastjóri Húseigendafélagið óskar eftir framkvæmda- stjóra. Um er að ræða mjög fjöibreytt starf, sem meðal annars felst í lögfræðiaðstoð við félagsmenn. Skriflegar umsóknir sendist til Húseigendafé- lagsins, Bergstaðastræti 11A, Reykjavík. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trún- aðarmál. Húseigenda félagið REYKJMJÍKURBORG 4.cucm.1 Stádcvi Háskólamenntaður starfsmaður óskast tilað sinna mæling- um á loftmengun Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í 2 deildum, heilbrigðis- og umhverfis- 'deild. í umhverfisdeild er einkum unnið að eftirliti með umhverfismengun, mengun frá fyrirtækjum og mengunarvörnum þeirra, sölu og notkun hættu- legra efna og eiturefna. Búast má við að starfsemi deildarinnar aukist smátt og smátt á komandi árum, sérstaklega ef lögbundnar reglur um mengun og mengunarvarnir verða gefnar út. í lok þessa árs hyggst heilbrigðiseftirlitið festa kaup á sérbúnum vagni með sjálfvirkum, tölvustýrðum mælitækjum til stöðugra efnagreininga á köfnunarefnisoxíði (NOx), kolsýringi (CO) og svifryki ásamt mælingum á veðurþáttum. Vagninum er ætlað að fylgjast með loftmengun í Reykjavík og verður aðallega notaður til reglubundinna mælinga. Leitað er að starfs- manni til að annast þessar mælingar. Viðfangsefni: Starfsmanni þessum er ætlað að sjá um rekstur og viðhald mælibúnaðarins, vinnslu og túlkun á mæliniðurstöðum, og sinna öðr- um verkefnum eftir þörfum, aðallega tengd- um loftmengun. Kröfur: Starfsmaðurinn þarf að vera fær um að vinna með flókin rafeindatæki og annast tölvu- vinnslu gagna. Hann þarf að vera nákvæmur í vinnubrögðum og eiga auðvelt með að tjá sig skriflega og munnlega. Viðkomandi þarf að vera háskólamenntaður og hafa góða undirstöðuþekkingu í efnafræði. Starfið krefst ennfremur þekkingar á sviði tölfræði, mælitækni, umhverfisheilsufræði, og vist- fræði. Starfið veitist frá 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi. Laun verða samkvæmt kjarasamningi borgarinnar við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefa fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða deildarstjóri umhverfiseftirlitsdeildar þess, Drápuhlíð 14, í síma 623022. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað til Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, fyrir 20. ágúst nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.