Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 29

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sunnudai 30. JÚLÍ 1989 29 Klara Rögnvalds- dóttir - Minning Fædd 8. janúar 1898 Dáin 26. júlí 1989 Á morgun verður gerð frá nýju kapellunni í Fossvogi útför Klöru Rögnvaldsdóttur sem andaðist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 26. júlí sl. Klara Rögnvaldsdóttir fæddist 8. janúar 1898 í Innri Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Rögnvaldur Magnúsen og Anna Soffía Odds- dóttir. Klara ólst upp í Dalasýslu, lengst af í Tjaldanesi en fluttist til Reykjavíkur þegar hún var nálægt tvítugu. Þar bjó hún síðan alla tíð, að frátaldri dvöl í Bolungarvík um 5 ára skeið. í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínu, Skúla Símon Eggertssyni og gengu þau í hjóna- band árið 1925. Klara og Skúli eignuðust eina dóttur barna, Kristrúnu sem gift er Hervald Eiríkssyni stórkaup- manni. Dóttir þeirra er Klara Lísa bankastarfsmaður, en auk hennar eignaðist Kristrún tvo syni, þá Skúla Eggert Þórðarson lögfræðing og Gunnar Þorsteinsson rafvirkja. Eiginmaður Klöru, Skúli, var rakarameistari að mennt og var einna lengst af með stofu á Lauga- vegi 81 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu einnig um sautján ára skeið. Aðeins 49 ára gamall varð Skúli bráðkvaddur og héldu þær mæðgur Klara og Kristrún heimili eftir það. Á yngri árum sínum var Klara aðal- lega við verslunarstörf, einna lengst var hún afgreiðslustúlka í Verslun Kristínar Sigurðardóttur á Lauga- vegi 20 í Reykjavík. Eftir að hún missti mann sinn vann hún ýmis störf, stundaði saumaskap og fleira en annaðist síðan fatagæslu hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu 1961 til ársins 1983. Eins og flest- ir starfsmenn Leikfélagsins bar hún hag þess félags mikið fyrir brjósti, einkum þegar komið var að hús- byggingarmálum þess. Meðan á byggingu Borgarleikhússins stóð fór hún reglulega inn í Kringlu til að fylgjast með byggingarfram- kvæmdum, og fannst með ólíkind- um að þetta takmark, bygging Borgarleikhúss, væri að nást. Framan af var hún ekki fyllilega sátt við útlit hússins, en þær efa- semdir hurfu smám saman. Klara var orðin rúmlega áttræð þegar ég kynntist henni, en það var fyrir tæpum áratug þegar ég og dóttursonur hennar gengum í hjónaband. Hún leit alltaf á Skúla Eggert eins og son sinn, enda hafði hún mikið til alið hann upp og þau haldið heimili saman þar til hann sjálfur stofnaði heimili. Þótt Klara væri orðin þetta full- orðin var hún ótrúlega hress lengst af. Hún fylgdist grannt með um- hverfi sínu og hélt andlegum styrk og reisn til hinstu stundar. Útivist og silungsveiði var hennar líf og yndi. Nálægð við vatnið og náttúr- una fylltu hana ótrúlegum þrótti og endurnýjaði kjark hennar. Raun- ar eru aðeins fjögur til fimm ár frá því hún fór í síðasta veiðitúrinn. Fjölskylda Klöru skipti hana miklu. Hún var umhugsunarsöm um sína nánustu, ekki síst bama- bamabömin og hún var ræktarleg við fjarskylda. Hennar markmið var að halda frið við alla menn. Þegar ósamkomulag gerði vart við sig leit- aðist hún við að stuðla að sáttum og samlyndi. Þrátt fyrir háan aldur hélt Klara ótrúlega góðri heilsu fram til hins síðasta. Henni fannst undanfarin tvö ár vera erfið og þurfti margsinn- is að fara á sjúkrahús á þeim tíma. Hún komst þó alltaf á fætur aftur þótt hún væri ef til vill ekki sérlega burðug. Fyrir tæpum mánuði síðan fór hún að hafa orð á því að þetta færi nú að styttast hjá henni. Greinilegt var að hún fann dauðann nálgast, þótt hennar nánustu merktu ekki teljandi breytingu. Þrátt fyrir háan aldur og erfiða heilsu kom andlát hennar mér og öðmm aðstandendum á óvart. Hún fékk hægt andlát 26. júli síðastlið- inn. Klara Rögnvaldsdóttir er gengin til feðra sinna eftir langa dvöl í jarðvist okkar. Hún var trúuð kona og var sannfærð um annað líf. Á það tilverustig hefur hún nú stigið og verður vonandi til þess að taka á móti okkur eftirlifandi þegar þar að kemur. Það yrðu hlýjar móttök- ur. Ég þakka henni fyrir þann hlý- hug sem hún hefur borið í minn garð og drengjanna okkar Skúla mannsins míns. Litlu drengirnir vom hennar lífsljós síðustu árin. Þeirra eftirsjá er mikil eins og hjá okkur hinum. Ég bið henni guðsblessunar í nýjum heimkynnum. Dagmar Elín Sigurðardóttir Því að svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóhannes 3.16.) Þann 26. þ.m. lést á Borgar- spítalanum á 92. aldursári Klara Rögnvaldsdóttir. Guð blessi minn- ingu hennar. Þegar Klara Lísa unnusta mín kom heim af Ápítalanum frá ömmu sinni og sagði mér að nú væri amma hennar sennilega að deyja hugsaði ég með mér að hún myndi ábyggi- lega ná sér eins og hún hafði alltaf gert. Um kvöldið var síðan hringt í okkur og sagt að hún væri látin. Manni fannst ótrúlegt að aðeins fyrir fimm árum hafði þessi sama kona, sem nú hafði yfirgefíð okkur, farið að veiða, þá nýlega hætt að vinna. Þegar ég kynntist Klöru í gegn- um unnustu mína, fyrir rúmlega fjórum árum tók hún mig strax sem einn af fjölskyldunni, og kom okkur vel saman strax frá upphafi. Fyrir þremur árum síðan lær- brotnaði Klara, og upp frá þeim degi fór heilsu hennar að hraka mjög. Alltaf hélt maður að hún væri að fara, en vilji hennar til að lifa hélt henni gangandi, og and- legri reisn hélt hún til hinsta dags. Þann 24. þ.m. handleggsbrotnaði Klara á spítalanum þar sem hún var, og eftir það hrakaði henni mjög. Klara Rögnvaldsdóttir var ein eftirlifandi af fímm systkinum. Maður hennar Skúli Eggertsson lést fyrir mörgum árum. Þau eign- uðust eina dóttur, Kristrúnu, og er hún gift Hervaldi Eiríkssyni. Eiga þau eina dóttur, Klöru Lísu. Krist- rún átti tvo syni áður, Skúla Egg- ert Þórðarson og Gunnar Þorsteins- son. Guð hjálpi ástvinum Klöru í sorg þeirra. Gísli ívarsson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON frá Deplum, verðurjarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju miðvikurdaginn 2. ágúst kl. 14. Guðmundur Þorvaldsson, Gunnhildur Davíðsdóttir, Magnús Þorvaldsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Eirikur Ásgeirsson, Hörður Þorvaldsson, Ingibjörg Hallgrímsdóttir og barnabörn. t Sonur minn, ÓSKARÖRNJÓNSSON, Súluhólum 4, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 31. júlí nk. kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Lilja Guðmundsdóttir. t Útför systur okkar og mágkonu, HELGU MAGNÚSDÓTTUR kennara, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. júlí nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sumarstarf KFUK og Kristni- boðið. Kristín Magnúsdóttir Möller, EinarTh. Magnússon, Petrína H. Steinadóttir, Guðmundur Óli Ólafsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur, ÖNNU SIGURBJARGAR LEÓPOLDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landakotsspítala. Maria Sif Gunnarsdóttir, Unnar Þór Gunnarsson, Henný Björnsson, Þórhallur Björnsson, Maria Magnúsdóttir, Leópold Jóhannesson og systkini. Nikólína Jóhanna Olsen — Kveðjuorð Fædd 5. nóvember 1903 Dáin 18. júlí 1989 Miðvikudaginn 26. júlí sl. var amma mín og nafna, Nikólína Jó- hanna Olsen, jarðsungin frá Foss- vogskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langar að minnast henn- ar í örfáum orðum. Vorið sem ég fermdist fékk ég að fara til ömmu, sem þá bjó í Reykjavík. Þessi tími er mér ógleymanlegur, sem unglingur í borginni í fyrsta skipti. Ég var svo- lítið kvíðin því allt var svo stórt og mikið. En amma sagði að ég þyrfti ekkert að óttast því í Reykjavík væri hægt að skoða eitthvað nýtt á hverjum degi. Og hún stóð svo sannarlega við það. Eftir að hafa verið hjá henni í nokkra daga var öll hræðsla horfín og við skemmtum okkur vel saman við að grandskoða söfn og staði sem ég hafði bara heyrt um. Þó er mér minnisstæðast er við fórum í Þjóðminjasafnið, þar var amma sko í essinu sínu. Hún kunni bókstaflega skil á öllu sem þar var. Það var stolt dótturdóttir sem gekk um sali safnsins og hlust- aði á ömrnu sína segja frá. Því það var ekki bara ég sem fylgdist með heldur var þama inni fólk sem fannst mikið til um fróðleik henn- ar. Á þessum tíma urðum við góðar vinkonur og það hélst fram á henn- ar síðasta dag. Þó ijarlægðin væri oft mikil á milli okkar í kílómetrum þá var hún það í raun ekki. Því það eru mörg bréfin sem okkur fóru á milli. Yndislega viku áttum við sam- an á heimili mínu hér í Reykjavík 1984, er hún gaf sér tíma til að skreppa frá dvalarheimili aldraðra í Borgamesi sem hún annars undi sér vel á og fannst henni hún ekki geta verið lengi í burtu. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna nafha t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns mins, föður okkar, sonar, bróður og mágs, HALLDÓRS KRISTMUNDSSONAR vörubílstjóra, Vesturbergi 65. Svanhildur Jóhannesdóttir, JóhanneS Halldórsson, Halldóra Halldórsdóttir, Kristmundur Halldórsson, Hafsteinn Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Ástvaldur Kristmundsson, Ellen Sveinsdóttir. t GUÐJÓN M. PÉTURSSON, fiskmatsmaður, Þykkvabæ 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 31. júlí kl. 13.30. Aðstandendur og vinir. Lokað Mánudaginn 31. júlí vegna jarðarfarar KLÖRU RÖGNVALDSDÓTTUR. Hervald Eiríksson, Langholtsvegi 109-111. Birting afínælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafii- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- • in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar éru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.