Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 30

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 30
MoœuwBLADiÐfÓLK í FRÉTTURfl &U?&ítíÐÁ'GUR'30. JÚLÍ 1989' 30 KIRLAR AfFlosa og sokkabuxum Það er alltaf sorglegt þegar kjarabarátta kvenna snýst upp í karlrembugang af hættuleg- ustu tegund. Það er sú tegund sem gerir konur að eftirsóttum þukl- varningi. Flosi Ólafsson lét ekki sitt eftir liggja og i grein sinni í Pressunni um flugfreyjur og sokkabuxur kem- ur hann upp um hugmyndir sinar varðandi sam- starf kynja á eftir Jónínu Benediktsdóttur vinnustað. Hann hvetur Flugleiðir til þess að skaffa flugstjórum naglaklipp- ur og þá yrði endingatími sokka- buxna flugfreyja lengri. Vera má að í Þjóðleikúsinu þukli sam- starfsfólk hvert annað en ansi er ég hrædd um að Geirþrúður Al- freðsdóttir ílugstjóri sjái sér lítinn hag í því að renna nöglunum eftir sokkabuxum flugfreyja Flugleiða. Það er að visu alveg rétt að íslenskar flugfreyjur eru upp til - hópa stórglæsilegar (örugglega myndarlegasta stétt í heiminum ■ í dag) en að þær séu einhvcrjar gálur sem láti karlmenn nota sig (þó þeir séu i spariskónum) er draumsýn karlmanna og ekkert annað. Umræðan um sokkabux- urnar hefur haft þau áhrif á Flosa að hann telur sjálfan sig hafa litla sem enga „kvenhylli". Hann segir að nú falli konur fyrir mönnum sem „hafa frjálst framtak að leiðarljósi og eru með gæfu og gjörvileika í farteskinu". - „Ekki má lengur kaupa konur ^*með nælonsokkum." Flosi minn, þú ert nú að mínu mati vænsti karlkostur og þarft ekki alltaf að vera að afsaka útlitið eða gjörvi- leikann. Kvenhylli og sexagil kemur innan frá. Líttu t.d.á Woody Allen, konur eru nefnilega með heila líka . . . Vitsmunaverur láta ekki kaupa sig með útltti eða sokkabuxum. Ekki heldur flug- freyjur. Þær eiga samt skilið fullt af sokkabuxum í sárabætur þó ekki væri nema fyrir það eitt að þurfa að vinna í sokkabuxum. Menn ættu að reyna að ganga í sokkabuxum í nokkra tíma. Ætli færi ekki um frjóframleiðslumust- erin. Það er örugglega erfitt að vinna starf sitt pungsveittur með gerviefni límt við sig. Betra væri fyrir karlmenn að fylgja tiskunni og kaupa sér það vinsælasta á markaðnum i dag. En það eru nefnilega (Flosi minn) nælon- sokkar. Já og sokkabandabeltin gömlu og uppreimuð magabelti, já og blúndutau í öllum litum við öll tækifæri t.d. hvítt á brúðkaup- snóttina, bleikt fyrir brúðkaupið og svart eða rautt eftir. Flosi! Stór hluti af islenskum karlmönnum hefur fjárfest í þess- um nýja nærfatnaði og fært elsk- unum sínum og þá skiptir ekki máli hvort konan er flugfreyja eða ekki, menn gleyma stund og stað og konunni líður eins og hún hafi fæðst að nýju, nema aðeins rétt eftir stríð. En ekki má blanda friðhelgi ' Jjeimilislífsins við kjarabaráttu flugfreyja. Það er ljótt, því það eitt að vera að ganga um beina með mjaðmirnar gjörsamlega upp í nösunum á kúnnunum er nóg til þess að flugfreyjur eiga skilið næstum því allt sem þær fara fram á. Flosi, ekki gætum við gengið á hælaháum skóm eftir þessum mjóa gangi, borið drykkí í óþol- andi íslendinga, tilkynnt um sól- arhrings tafir, pússlað fólki í sæt- in, hellt sjóðheitu kaffi í bolla meðan allt hristist og skelfur, fært flugstjórunum kaffi . . . og „ brosað allan tímann. Gætum við ekki bara unnt þeim að fá að vera í venjulegum buxum í vinnunni eins og allar aðrar stéttir í þessu landi, (síðan Pan pan-hópurinn var lagður nið- ur). Því eins og ég sagði áðan hlýt- ur kvenhylli og karlhylli að koma innan frá og hefur þar af leiðandi ekkert með sokkabuxur að gera. j Flosi, þú talar um „lostafagrar konur“. Attu við þessar sætu hjá Rafmagnsveitunni?.............. KEILA Æðislega gaman A Isumar, §órða sumarið í röð, býður Keilusalurinn í Öskjuhlíð krökkum á leikja- námskeiðum borgarinnar, í unglingavinnunni og í íþrótta- samtökum uppá tilsögn í keilu. Blaðamaður brá sér upp í Öskjuhlíð á dögunum og heils- aði upp á 12 krakka sem voru að stíga sin fyrstu spor með keiluna. Eftir að hafa hlustað með athygli á Gulla leiðbeinanda fengu krakkarnir hver af öðr- um að höndla keiluna. Það er ýmislegt sem þarf að athuga. Halda rétt á keilunni, ekki stíga of mörg skref áfrám og síðast en ekki síst að miða rétt svo keilan renni ekki útaf brautinni án þess að snerta keilurnar. Sumir krakkanna höfðu áður farið í keilu og voru ósparir á að leiðbeina þeim sem minna kunnu. „Þetta er æðislega gaman,“ sögðu Svava 11 ára og Kristj- ana 7 ára og fylgdust spenntar með félögum sínum við braut- ina.„Ég ætla sko að koma hingað aftur,“ bætir Svava við. Hún var búin að fara einn dag í sveit í sumar. Jón Hnef- ill sagðist lika hafa farið í sveit. „Og datt af baki. Hestur- inn vildi ekki að ég og frændi minn tvímenntum svo hann henti okkur báðum af sér. Nei, nei, eg meiddi mig ekki neitt,“ segir Jón Hnefill um leið og hann fagnar góðu keilukasti. Að sögn Guðnýjar Guðjóns- dóttur, framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar, er mun minni aðsókn í keilu á sumrin en á veturna. „Víða erlendis er lok- að um hásumartímánn en hér höfum við tekið upp þá stefnu að hafa opið og nota tíman til að kenna krökkum íþróttina.“ Yfir 4.000 krakkar hafa hlotið tilsögn í keilu á vegum Keilusalarins í Öskjuhlíð. Það borgar sig að fara rétt að frá byrjun. Kristjana, 7 ára og Gulli. HANDKNATTLEIKUR Heimsmet “I A leikmenn í meistaraflokki -I- Hauka í handknattleik spil- uðu stanslaust í 48 klukkustundir og 20 mínútur um síðustu helgi og er það heimsmet. írskt lið átti gamla metið, 45 stundir og 50 mínútur. Leikmennirnir, sem tóku þátt í þessu til fjáröflunar fyrir deildina, skiptu í tvö lið og var hvílt í fimm mínútur á klukkutíma fresti. Úrslit leiksins urðu 1323: 1244. Á myndinni er hópurinn að keppni lokinni ásamt Jóni Hjal- talín Magnússyni, formanni HSÍ, sem sá um að allt færi samkvæmt settum reglum. FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞJÓNUSTU FYRIRTÆKIS Framkvæmdastjóra vantar að meðalstóru þjónustufyrirtæki í harðri samkeppni. Framkvæmdastjórinn verður að hafa góða þekkingu á rekstri, byggða á menntun og reynslu. Vegna eðlis starfsins þarf framkvæmdastjórinn að geta verið virkur í félagsstarfi og koma fram opinberlega. Æskilegast er að hann geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í haust. Þeir sem óska eftir að koma til greina í þetta starf eru beðnir að láta vita um það fyrir 5. ágúst. WffftW ENDURSKOÐUN HF. Suöurlandsbraut 18,108 Reykjavík, Sími (91) 686533. GOLF Golfklúbbi Reykjavíkur færð rausn- arleg gjöf Guðmundur Ingólfsson jas- spíanisti er mikill golfiinn- andi og leikur oft golf á Grafar- holtsvellinum. Nýlega vildi hann sýna Golfklúbbi Reykjavíkur og félögum sínum þar þakklæti sitt og aflienti klúbbnum píanó að gjöf. Að ofan sést Guðmundur leika á píanóið. Ágústa Ósk og Sæmundur fylgjast með. Að sögn Björgúlfs Lúðvíkssonar, fram- kvæmdastjóra golfldúbbsins, er hljóðfærið afar vinsælt, sérstak- lega þegar Guðmundur leikur sjálfúr á það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.