Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 14
íVl 14 6861 T8U3A .SS H'JDAaUHr/QIM ÖIÖAJímUOJJOÍ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1989 Með eftir Sigríði Arnbjarnardóttur Svavar Gestsson hefur synjað Mið- skólanum um starfsleyfi. Ekki svo að skilja að hann hafi neitt á móti einkaskólum. Eða hvað? Þegar frumvarp um frelsi í út- varpsmálum var rætt á Alþingi fyrir nokkrum árum lýstu margir alþýðu- flokksmenn yfir stuðningi við málef- nið en greiddu síðan atkvæði gegn frumvarpinu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra leikur nú sama leik. Hann segist ekki vera á móti einkaskólum en bannar stofnun nýs einkaskóla með útúrsnúningum og falsrökum. Þrátt fyrir andlitslyftingu Al- þýðubandalagsins undanfarið, og flótta frá fortíðinni, reynist það alltaf sama afturhaldið í pólitískri umræðu á íslandi. Hvers vegna má fólk ekki taka sig saman um að reka skóla? Nokkrir aðilar ákveða að stofna skóla, sem. í grundvallaratriðum sinnir sömu verkefnum og opinberu skólamir, með aðeins öðrum áhersl- um en þeir. Yfirvöld skólamála ættu að taka því vel. Fjölbreytni í skóla- kerfi gefur ungmennum okkar nýtt tækifæri og auðgar menningu okkar. Nýir skólar gefa framsæknum kenn- urum tækifæri að leysa úr læðingi sköpunargleði vel menntaðs og já- kvæðs starfsfólks. En af því að Svav- ar Gestsson hefur aðrar hugmyndir um það í hvemig skóla bömin okkar eiga að fara, beitir hann okkur for- eldra og kennara því ofbeldi að banna stofnun skólans. Við stofnun þessa skóla koma við sögu kennarar úr Kennaraháskóla íslands og stjóm- endur stórfyrirtækja. Hvers konar þröngsýni er það að meina þessu fólki að stofna og stjóma skóla, sem fylgir reglum um námsskrá og ræður til sín hæfa kennara? Hvem skaðar það? Allir foreldrar þessa lands em sammála um það að vilja bestu fáan- legu menntun fýrir böm sín, þótt ekki séu allir sammála um leiðina að því marki. Auk þess hafa bömin mismunandi þarfir. Þeim mun meiri líkur em á því að foreldrar finni skóla við hæfi bama sinna, eftir því sem skólamir em fjölbreyttari. For- eldrum í þessu landi eF'treyst til að en á móti Sigríður Ambjamardóttir „Nýir skólar gefa fram- sæknum kennurum tækifæri og leysa úr læðingi sköpunargleði vel menntaðs og já- kvæðs starfsfólks.“ ala upp böm sín, en eins og nú hátt- ar málum em þeir næstum áhrifa- lausir um val á skólum og innra starf þeirra. Sumir foreldrar em hæstán- ægðir með skólakerfið eins og það er nú, aðrir foreldrar vilja meiri fjöl- breytni og nýjar leiðir. Þá ákveður Svavar Gestsson að beita þá foreldra sem vilja velja skóla handa börnum sínum sjálfír ofbeldi, og bánna þeim það. Á þann hátt kæfír Svavar nýjar hugmyndir í fæðingu af ótta við að frelsið og fjöibreytnin dragi úr áhrif- um og völdum miðstýringaraflanna. Þau vilja sitja á fólki sem hefur aðr- ar skoðanir og stjórna lífí þess í smáatriðum, í stað þess að gefa því tækifæri til að fá sköpunargleði sinni útrás. Svavar Gestsson hefur undanfarið þóst vera ftjálslyndari en hann var áður vegna þeirra vinda sem nú blása í stjórnmálum. En hann sýnir með störfum sínum að hann er jafn langt á eftir straumum tímans nú og hann hefur alltaf verið. Verður Svavar Gestsson jafn stoltur af andstöðu sinni við frelsi í skólamálum eftir nokkur ár og hann er nú af andstöðu sinni við fijálst útvarp? Við munum öll eftir því hvemig Svavar varaði við hættunum sem okkur stafaði af ftjálsum útvarpsrekstri. Þá átti að banna ungu og þróttmiklu fólki með brennandi áhuga að finna starfsorku sinni farveg. Á sama hátt varar Svavar nú við hættunni á frelsi á þessu sviði. En reynslan hefur sýnt að við kunnum með frelsið að fara og þurfum ekki á boðum hans og bönnum að halda. Svavar Gestsson talar íjálglega um menningu en hann skilur eki að menningin sprettur af sköpunargleði ftjálsra einstaklinga. Það minnir mann óneitanlega á svörtustu mið- aldir þegar hrokafullt valdafólk tekur fram fyrir hendur á foreldrum um val á skólum handa sínum eigin böm- um! En við munum sigra alþýðubanda- lagsafturhaldið. Þess mun ekki langt að bíða að vandaðir og fjölbreyttir einkaskólar starfi við hlið opinberu skólanna á öllum skólastigum. Og Svavar Gestsson verður enn á ný að hrekjast fyrir straumi tímans og fínna sér ný framfaramál til að betj- ast gegn. Höíundur er einn af varaþingmönnum SjálfstæðisOokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Morgunblaðið/- PPJ. Samgönguráðherra Grænlands ásamt flugmálasljóra og fram- kvæmdasljóra flugvalladeildar Flugmálastjórnar. F.h. Hans Ly- bert, yfirverkstjóri flugvallarins við Jakobshavn, Jóhann H. Jóns- son framkvæmdasljóri flugvalladeildar Flugmálasljórnar, Emil Abelsen, samgönguráðherra Grænlands, Jesper Juhl, skrifstofu- stjóri Grænlenska samgönguráðuneytisins, Lisa Risager, fulltrúi Grænlenska samgönguráðuneytisins og Pétur Einarsson, flug- málastjóri. Samgönguráðherra Grænlands kynnir sér rekstur íslenskra flugvalla Samgönguráðherra Grænlands, Emil Abelsen, var staddur hér á landi fyrir nokkru ásamt föruneyti, þeirra erinda að kynna sér rekstur og uppbyggingju ísienskra flugvalla með tilliti til þess hvort hægt væri að nýta reynslu og þekkingu Islendinga við uppbygg- ingu flugvalla á Grænlandi Ráðherrann og fylgdarlið hans voru hér í boði þriggja aðila, Ice- con, Flugmálastjórnar Islands og Hagvirkis. Grænlendingarnir skoðuðu m.a. flugvellina á Akureyri, Sauðár- króki, Höfn, Rifi og í Vestmanna- eyjum. Einnig voru skoðaðar ný- framkvæmdir við Egilsstaðaflug- völl. - PPJ. Alþjóða Rauði krossinn 125 ára: 5 íslendingar sækja ungmennamót FIMM íslendingar fara á ungmennamót Alþjóða Rauða krossins, sem haldið verður á Ítalíu og í Sviss 1.-14. september næstkomandi í til- efhi 125 ára afmælis Rauða krossins. Mótið sækja um 600 ungmenni á aldrinum 18-22 ára frá 129 þjóðum. Ríkari þjóðimar tryggja þátt- töku hinna fátækari með því að greiða ferðakostnað þeirra og greiða íslendingar fyrir einn fulltrúa frá Grenada. Ungmennamótinu hefur verið val- ingu, að því er segir í fréttatilkynn- inn staður skammt frá Solferino á Ítalíu, þar sem stofnandi Rauða krossins, Henri Dunant, varð vitni að blóðugri orrustu. Þjáningar særðra hermanna, sem enga hjálp fengu, urðu honum hvatning til að stofna alþjóðlega mannúðarhreyf- ingu frá Rauða krossinum. I tilkynningunni segir að í lands- félögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans séu alls um 250 milljón- ir félaga í 148 löndum. Áætlað sé að rúmlega þriðjungur þeirra, um níutíu milljónir, séu á aldrinum fimm til tuttugu og fimm ára. Tilgangur ungmennamótsins sé að safna sam- an ungu fólki til að ræða grundvall- armarkmið Rauða krossins og fram- kvæmd þeirra. Ekki sé mótið sízt mikilvægt tækifæri til skoðana- skipta og aukins skilnings milli ólíkra þjóða. Síðustu dagar mótsins verða í Genf, þar sem ályktanir þess verðá fluttar fulltrúum Alþjóðaráðs og Alþjóðasambands Rauða kross fé- laga, svo og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. MEÐAL ANNARRA ORÐA Hvað hugsar jörðin? eftirNjörðP. Njarðvík Á hæðunum dálítinn spöl fyrir ofan borgina Varna í Búlgaríu er sérkennilegt náttúruundur, og kallast steindur skógur. Þama tróna á allnokkru svæði steindr- angar sem minna á trjáboli, og liggur við að setji að manni óhug að reika á milli þeirra. Þegar ég fór þama einu sinni um á síðsum- arsdegi í hópi rithöfunda, sem margir vom langt að komnir líkt og ég, þá var mér sagt að þetta væri í raun gamall sjávarbotn. Hefðu hreyfíngar sævarins sorfíð burt allt mýkra berg, en ekki unnið á hörku þeirra dranga sem enn standa líkt og eyddur og steingerður skógur. Þetta virtist skynsamleg og vísindaleg skýr- ing, enda mátti sjá skeljabrot á stöku stað, ef vel var rýnt. Líf var þama ekki nema snigill einn sem kúrði fast í skel sinni. Skammt frá gekk ég fram á dauð- an héra. En þjóðsögur Búlgara eiga sér aðra skýringu á hinum steinda skógi, og sýnu tilkomu- meiri, þótt hún sé ekki að sama skapi vísindaleg. Bardagi um nótt Það var á þeim dögum þegar ófriður ríkti milli Búlgara og Tyrkja. Sú saga er blóði drifín og ófögur. Tyrkir réðu Búlgaríu um alllangt skeið með hörku og snem heift að kristni, en í klaustmm grísk-kaþólskra munka þraukaði andspyma sem síðar efldi frelsis- ■baráttu búlgörsku þjóðarinnar. Og tókst þeim um síðir að bijót- ast undan hinu tyrkneska oki, eins og þeir nefna þetta tímabil sögu sinnar. Leifír enn eftir af þeim foma fjandskap, eins og fréttir herma á þessu sumri, þar sem Búlgarar em sakaðir um ofríki við tyrkneskan þjóðarminnihluta. Svo bar við á hæðunum fyrir ofan Varna að saman sló búl- görskum og tyrkneskum liðssveit- um undir kvöld, og varð af harður bardagi. Hljóp svo mikið- grimmdaræði á hermennina, að þeir gátu ekki hætt að beijast þótt á skylli niðamyrkur, og stóð rimman þá nótt alla. Það var ekki fyrr en undir dögun að omstugn- ýnum linnti og þögn sló á landið. Þegar birti af degi og sólin varp- aði ljóma sínum á skóginn, þá sáu trén að milli þeirra lágu dauðir menn og blóði drifnir unnvörpum, enda hafði enginn lifað af bardag- ann um nóttina. Fylltust trén þá svo mikilli sorg yfir grimmd mannanna, að lífið fraus í limum „Þarna tróna á all- nokkru svæði stein- drangar sem minna á trjáboli, og liggur við að setji að manni óhug að reika á milli þeirra.“ þeirra og þau hörðnuðu í kaldan stein. Svo hermir þjóðsagan búlg- arska, og er hún beisk íhugun uni viðhorf jarðarinnar og lífríkis hennar til framferðis okkar mann- anna. Við emm eina lífveran sem rís upp gegn lífinu sjálfu og for- sendum þess. Við höfum dregið okkur út úr lífkeðjunni sjálfri, hinu lifandi umhverfí, og reist umhverfís okkur dautt umhverfí úr steinsteypu líkt og múra ævi- langrar fangelsisvistar. Hvergi verða þeir múrar ógnvænlegri en í risaborgum heimsins, svo sem eins og steypugljúfrin miklu á Manhattaneyju, sem er eitthvert ómennskasta umhverfi sem hugs- ast getur. Og er að sjá að ekki linni lífsgræðgi okkar fyrr en við höfúm lagt jörð okkar í auðn og þar með líf okkar sjálfra. Og má kannski heita makleg þversögn. En nú víkur sögunni norður í land og hverfist í draum. Saga af draumi Svo bar til einu sinni að ég var einn við silungsveiðar. Um miðjan dag var hvíldartími fískanna fyrir hinu harða öngulmannshjarta, eins og stendur í ljóðinu. Ég lagð- ist niður hjá kletti einum og rann í bijóst. Þótti mér þá sem klettur- inn tæki á sig mannsmynd, að vísu heldur silalega í hreyfíngum, en með einkennilega stingandi augnaráð. Hann ávarpaði mig vafningalaust þarna í grasbrek- kunni og mælti: Það er misskilningur ykkar mannanna að halda að guð hafí skapað ykkur í sinni mynd. Það eruð þið sem í hroka ykkar hafið reynt að gera mynd Guðs ykkur líka, og getur varla hrapallegri ijarstæðu. Þegar Guð hafði skap- að heiminn og lífíð í heiminum, þá laust skyndilega niður í hann þeirri hugsun, hvort nokkuð gæti ógnað hinu mikla sköpunarverki hans eða jafnvel tortímt því. Þetta var þverstæð hugsun og angráð. Gæti hann, höfundur alls lífs og allrar tilveru, skapað þvílíka lífveru sem snerist gegn tilverunni sjálfri? Og hvers konar lífvera myndi það vera? Þar sem þetta hugarstríð lét ekki af að angra hann, þá ákvað hann loks að gera tilraun. Og þá skapaði hann manninn. En til þess að koma í veg fyrir að þessi skaðlega lífvera gæti unnið sköpuninni óbætanlegt tjón, þá ákvað Guð að fá mannin- um dvalarstað sem lengst í burtu frá miðju alheimsiiis, í útjaðri fjar- lægrar vetrarbrautar, í sólkerfi þar sem einungis ein pláneta væri byggileg. Þá gæti varla neitt stór- vægilegt farið úr skorðum. Þessi eina litla jörð er tæpast meira en rykkorn af öllum hinum undur- samlega alheimi. En við sem erum þessi jörð, við kveljumst af skemmdarfysn ykkar og óttumst að dagar okkar séu senn taldir, þótt þeir séu kannski ekki meira virði en eitt rykkom. Þið emð sem banvænar bakteríur sem eitrið hold okkar. Að þessari ádrepu lokinni vakn- aði ég undir klettinum, sem var aftur kominn í samt lag, þótt ég gæti ekki að mér gert að horfa öðm vísi á hann en áður. Svo hélt ég áfram að granda silung- um. En varla mun ég leggjast þarna aftur til svefns, sama hversu friðsælt sýnist enn í gras- brekkunni. Jörðin hlýtur að vera farin að hugsa okkur þegjandi þörfina. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.