Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989
25
Minning:
Amm M. Guðnadóttir
frá Karlsskála
Fædd 25. apríl 1906
Dáin 14. ágúst 1989
í dag miðvikudaginn 23. ágúst
fer fram frá Dómkirkjunni útför
elskulegrar ömmu okkar, Önnu
Mörtu Guðnadóttur, en hún andað-
ist á Landspítalanum 14. ágúst sl.
eftir skamma legu. Hún fæddist á
Karlsskála við Reyðarfjörð 25. apríl
1906 og ólst þar upp, fjórða í röð-
inni af 7 systkinum og er hún síðust
þeirra sem kveður. Foreldrar þeirra
voru hjónin Guðni Eiríksson útvegs-
bóndi á Karlsskála og Guðrún
Jónína Stefánsdóttir ljósmóðir. Árið
1935 giftist hún afa okkar Friðriki
Steinssyni frá Biskupshöfða við
Reyðarfjörð og hófu þau búskap á
Eskifirði og bjuggu þar til ársins
1945 að þau fluttu til Reykjavíkur.
Settust þau að í Sjómannaskólanum
þar sem afi var húsvörður og kenn-
ari um árabil, en áður hafði hann
verið skipstjóri og útgerðarmaður á
Eskifirði. Þau eignuðust ekki börn,
en ættleiddu móður okkar Birnu
Gunnhildi sem gift er föður okkar
Agli Jónssyni. í Sjómannaskólanum
bjuggu og störfuðu amma og afi í
16 ár og var þar oft á tíðum ærið
erilsamt hjá þeim báðum. Stóð
heimili þeirra ætíð opið fyrir frænd-
fólki og vinum sem leið áttu til
höfuðborgarinanr um lengri eða
skemmri tíma.
Árið 1961 fluttu þau á Hagamel
45 og bjuggu þar alla tíð síðan. í
nokkur ár vann amma áfram í Sjó-
mannskólanum og á skrifstofu hjá
Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna
og afi vann í Fiskifélagi íslands.
Afi lést árið 1976 og bjó amma ein
eftir það. Amma okkar var skarp-
greind kona, vel lesin og mjög vak-
andi og hélt hún því ti! hinstu stund-
ar. Margar voru vísumar og þulurn-
ar sem hún söng og kenndi okkur,
því amma var barngóð. Síðar nutu
langömmubömin umhyggju hennar
og hugulsemi. Næstum daglega var
hringt og spurt um börnin því þau
vom hennar líf og yndi. í fjölmörg
ár var hún virkur þátttakandi í
Bridsfélagi kvenna og em allir
hennar verðlaunagripir lýsandi
dæmi um velgengni hennar í spila-
mennskunni, en spilamennskan var
sameiginlegt áhugamál bæði ömmu
og afa og áttu þau fasta spilafélaga
t
Bróðir okkar,
EGILL SVAVAR EGILSSON
frá Hveragerði,
er látinn. Jarðarförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Systkinin.
t
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR
kennari,
Hamrahlíð 7,
lést aðfaranótt mánudags 21. ágúst í Borgarspítalanum.
Unnur Kolbeinsdóttir,
Kolbeinn Kolbeinsson.
t
Faðir okkar
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
ritstjóri,
Nökkvavogi 2,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 21. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingólfur Sigurðsson,
Ragnar Sigurðsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRHALLA ÓLÖF GUÐLAUGSDÓTTIR,
Hverfisgötu 57 a,
lést á heimili sínu 15. þ.m. Hún verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 25. ágúst kl 10.30.
Kristín Kristmundsdóttir, Guðjón Bergsson,
Guðlaugur H. Kristmunds., Jónina Þórðardóttir,'
Halla Ó. Kristmundsdóttir, Magnús Þórðarson,
Sigriður A. Kristmundsd., Guðmundur Guðmundsson,
Hugrún A. Kristmundsd., Lárus G. Birgisson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
E. ARNÓR SVEINBJÖRNSSON
fv. kaupmaður á Akranesi,
Kleppsvegi 18,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 16 ágúst. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Sigurðardóttir,
Erna Arnórsdóttir, Þór Jóhannsson,
Aöalheiöur Arnórsdóttir, Óskar Jónsson,
Sigurður E. Arnórsson, Margrét Jónsdóttir
og barnabörn.
árum saman. En þegar sjónin brást
hjá ömmu, gat hún hvorki spilað
né stytt sér stundir við hannyrðir
en margar flíkurnar frá henni hafa
yljað okkur systkinum og bömum
okkar. Síðustu ár átti hún við mikla
sjóndepru að stríða og hafði geng-
ist undir erfiðar aðgerðir vegna
þess, síðast núna í vor. Batt hún
miklar vonir við þá aðgerð, örlítið
birti til en því miður ekki nóg. Þá
var það sem hennar góða skaplyndi
kom henni vel því kjarkurinn brást
aldrei.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um er okkur efst í huga hjartans
þakklæti fyrir allt sem hún var
okkur og fjölskyldum okkar. Veri
elsku amma okkar Guði falin.
Jón Friðrik, Anna Birna
og Örn.
Fyrir um fimmtíu árum kynntist
ég Önnu Mörtu eða löngu litlu eins
og börnin mín kölluðu hana til að
aðgreina hana frá lang-ömmum
sínum. Alltaf fannst þeim gott að
koma til hennar, hún hafði tíma og
þolinmæði til að spila og spjalla.
Hún passaði son minn Hilmar
Egil um tíma þegar hann var á
þriðja ári og voru ófá spilin sem
þau spiluðu þá.
Þegar dætur mínar Elsá og
Marta fæddust var sjón og heyrn
hennar farin að daprast mjög mikið
en það aftraði henni ekki að fylgj-
ast með öllu sem gerðist hvort sem
það var innan fjölskyldu eða annars
staðar. Hún hringdi næstum á
hveijum degi til að athuga með
börnin og okkur hjónin. Og það var
eins og minnið skerptist hjá henni
þegar sjón og heyrn dvínuðu.
Þegar við fórum í bíltúr báðu
börnin mín um að fá að fara til
löngu litlu- þar sem þeim var tekið
opnum örmum og svo var mjög oft
til ís í fryStinum. Börnin skynjuðu
örugglega þá lífsorku, kraft og
góðmennsku sem streymdi frá
Onnu Mörtu og fannst gott að vera
hjá henni þrátt fyrir að þau þyrftu
að tala hátt svo hún heyrði til þeirra.
Alltaf var hún að hugsa um böm-
in og margar lopapeysur pijónaði
hún handa þeim svo þeim væri hlýtt.
Við biðjum góðan Guð að fylgja
löngu litlu og þökkum fýrir að hafa
fengið að njóta samvista með henni.
Jóhanna, Hilmar Egill,
Elsa og Marta.
Kveðja frá bróðurdóttur
í dag kveðjum við hinstu kveðju
mína kæru föðursystur Önnu Mörtu
Guðnadóttur sem lést 14. ágúst sl.
Anna Marta fæddist 25. apríl 1906
á Karlsskála við Reyðarfjörð, dóttir
hjónanna Guðna Eiríkssonar út-
vegsbónda og Guðrúnar Jónínu
Stefánsdóttur ljósmóður. Hún var
fjórða í röðinni af sjö systkinum og
em þau nú öll látin. Anna ólst upp
á Karlsskála á margmennu heimili,
en þar bjó einnig Bjöm bróðir
Guðna, ásamt konu sinni og 6 börn-
um þeirra. 13 börn á eínu heimili
þætti dágóður hópur í dag, en með
þolinmæði og samvinnu gengu hlut-
imir upp og minntist frænka mín
oft á þessa daga. Hún stundaði nám
við Kvennaskólann í Reykjavík í 2
vetur og árið 1935 giftist hún Frið-
riki Steinssyni skipstjóra og útgerð-
armanni á Eskifirði. Hann lést árið
1976. Þau eignuðust ekki böm, en
ættleiddu frænku Friðriks, Birnu
Gunnhildi sem gift er Agli Jónssyni
og eiga þau 3 börn og 5 barnabörn.
Á Eskifirði bjuggu Anna og Frið-
rik í 10 ár. Þar var Anna ein af
stofnendum slysavarnadeildarinnar
Hafrúnar og gegndi hún for-
mennsku deildarinnar á meðan hún
bjó fyrir austan. Á 40 ára afmæli
deildarinnar árið 1975 var hún gerð
að heiðursfélaga. Hér í Reykjavík
var Anna líka ein af stofnendum
Eskfirðinga- og Reyðfirðingafé-
lagsins, formaður félagsins um tíma
og einnig gerð að heiðursfélaga
þar. Til Reykjavíkur fluttu þau
hjónin árið 1945 er Friðrik gerðist
húsvörður og kennari við Sjó-
mannaskólann. Þar var þeirra
starfsvettvangur og heimili í 16 ár.
Ég minnist þess sem barn, þegar
ég kom til þeirra hversu stór mér
fannst skólinn vera, gangarnir vom
freistandi til eltingaleiks, turninn
dálítið ógnvekjandi og klukkurnar
háværar er þær byijuðu að hringja.
Þegar þau hættu störfum í Sjó-
mannaskólanum fluttust þau á
Hagamelinn og þar hefur frænka
mín búið ein eftir lát mahns síns.
Síðustu árin hefur sjónin brugðist.
Það fellur mér verst af öllu að geta
ekki lesið lengur sagði hún oft. En
dugnaðurinn var mikill, hún lét
engan bilbug á sér finna, gekk að
hveijum hlut sem alsjáandi mann-
eskja.
Á þessari skilnaðarstundu er mér
efst í huga þakklæti til kæm
frænku minnar. Þakklæti fyrjr allt
sem hún gerði fyrir mig og böm
mín. Hún átti mikið í okkur. Þau
voru ófá skiptin sem hún tók að sér
barnagæslu er lasleiki var annars
vegar. Heimili hennar var ávallt
opið. Við voram rík að eiga hana
að. Nú er löngu ævistarfi lokið.
Hvíli hún í friði. Dóttur hennar og
fjölskyldu votta ég mína innilegustu
samúðarkveðjur.
áEG. canera
oiywip'*
yerökÁ
-margar
vélar í einni
Carrera er fullkomin ritvél
með ótal sjálfvirkum
vinnslum. Virkar einnig sem
gæðaletursprentari sem tengja má við allar samhæfðar IBM-tölvur.
Sannkölluð atvinnu-, heimilis-, ferða- og skólavél sem notuð er við
kennslu í fjölmörgum skólum landsins.
Carrera og Carrera S i eru fisléttar og fjölhæfar ritvélar sem hlotið hafa
hin alþjóðlegu [ffj-hönnunarverðlaun fyrir útlit og notagildi.
E
KIARAN
Síðumúla 14,108 Rvfk, s: 83022
Útsölustaðlr: Bókabúð Bryniars, Sauðárkróki. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Bókabúðin Edda,
Akureyrí. Bókabúð Jónasar, Isafirði. Bókaskemman, Akranesi. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli.
Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn. Kaupf. Árnesinga, Selfossi. Kaupf. Borgflrðlnga, Borgarnesi.
Pennlnn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10 og Kringlunni, Rvik. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum.
Stapafell, Keflavík.