Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989 Þorsteinn Pálsson: Fjármálasteftia sljórn- valda hefur beðið skipbrot Þingrof o g kosningar sem fyrst ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé augljóst að fréttir af tiu milljarða fjárlagahalla ofan á sjö miHj- arða skattahækkanir segi aðeins einn hlut; að ríkisQármálastefna ríkisstjórnarinnar hafi beðið skipbrot. Því beri að rjúfa þing og ganga til kosninga. „Það hefur enginn ráðherra tekið meira upp í sig en núverandi fjár- málaráðherra og enginn hefur þurft að þola meira gengisfall stóryrða en hann,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Þessar fregnir úr ríkisstjórnarherbúðunum eru að- eins til þess að styrkja þá kröfu, sem er orðin mjög almenn, ekki aðeins hjá stjórnarandstöðu heldur ekki síður innan stjórnarliðsins, að þing verði rofið og gengið til kosn- inga sem fyrst.“ Þorsteinn sagði að hugmyndir um að breyta fjárlagaárinu þannig að það verði frá 1. júní til 31. maí virtust heldur barnalegar. „Ég þyk- ist sjá að ijármálaráðherra sé að fleyta þessu fram til að drepa á dreif umræðunni um skipbrot hans við fjármálastjórn ríkisins. Frá mínum bæjardyrum séð er eðlilegt að uppgjör ríkisreikninga sé um áramót, eins og flestra annarra þátta í okkar þjóðarbúi og heimilis- bókhaldi. Ég held að það verði til þess að auka á ringulreið að breyta þessu. Alþingi hefur kappnógan tíma frá þingbyijun fram að jóla- Ieyfi, tvo og hálfan mánuð, til að fjalla um ijárlög. Það er kostur að hafa tímamörk af þessu tagi, það setur bæði aga á ríkisstjórnina og þingið varðandi undirbúning og af- greiðslu fjárlaga og á því er full þörf. Þessi hugmynd er þess vegna alveg augljóslega borin fram vegna þess að fjármálaráðherrann fmnur það og veit að hann hefur misst stjórntökin." Hvað varðaði tillögur um tveggja þrepa virðisaukaskatt sagðist Þor- steinn minna á að hann hefði sett fram mjög ákveðnar tillögur um sama efni síðastliðið haust. „Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn notuðu þær tillögur til þess að ijúfa stjórnarsamstarfíð við Sjálfstæðisflokkinn. Ég ér óbreyttr- ar skoðunar," sagði Þorsteinn. Hann sagði hins vegar að fregnir af tillögum ijármálaráðherra í þessu efni værú þess eðlis, að hann hefði ekki trú á að mikið stæði að baki þeim. „Þetta er greinilega illa undir- búið af hans hálfu og maður hefur ekki meira traust á þessum tillögum en öðru, sem frá fjármálaráðherran- um hefur komið.“ Þýskt happ- drætti leitar hófanna hér MARGIR íslendingar hafa undan- farna daga fengið bréf sem póst- sent er í Hollandi en er skrifað á dönsku máli í því skyni að fá menn til að kaupa miða í Norðvestur- þýska ríkishappdrættinu. Sagt er að vinningur, allt frá um 7.500 krónum tii um 90 miljóna króna, komi á tvo af hveijum fímm mið- um en þeir kosta frá um 500 krón- um til tæpra 24 þúsund króna. 700 þúsund miðar verða gefnir út. Vinningar eru skattfijálsir í Vest- ur-Þýskalandi en tekjuskattskyldir í öðrum löndum. Að sögn Jóns Thors skrifstofustjora hjá dómsmálaráðu- neytinu er umboðsmönnum erlendra happdrætta bannað með lögum frá 1926 að starfa að sölu miða hér á landi en engin lagaákvæði banna íslendingum að kaupa slíka miða. Áritanir á bréfum til Islendinga frá happdrættinu eru á nákvæmri íslensku og notaðir íslenskir stafír. Fjölmargir hafa fengið þessa send- ingu í pósti undanfarna daga en Morgunblaðinu er hvorki kunnugt hvemig viðtakendurnir eru valdir né hvernig undirtektir þessi sölu- mennska hefur hlotið. Moskvufréttir: Forseta íslands boð- ið til Sovétríkjanna VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands hefiir verið á einkaferðalagi í Sovétríkjunum. í nýjasta tölublaði Moskvufrétta er sagt frá komu forsetans og meðal annars haft efltir Vigdísi Finnbogadóttur, að Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétforseti, hafi boðið henni að heimsækja sig á næsta ári. Hér birtist frétt Moskvufrétta í heild: Bláklædd glæsileg kona var fal- in í hópi ferðamanna en þó var verið að taka myndir af henni fyr- ir framan Rússneska safnið [í Leníngrad]. Hún vildi í lengstu lög ekki láta vita hver hún væri, en blaðamennirnir komust að raun um hið sanna. „Ég er mjög undrandi á því, að ykkur skuli hafa tekist að finna mig,“ játaði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Fyrir réttum 40 ámm ákváðu skólafélagar á íslandi að rækta með sér vináttu alla ævi. í fýrstu hittust þeir ár hvert og síðan fimmta hvert ár. í ár ákvaðufélag- arnir 15 að hittast í Leníngrad. „Margir fyrrum skólafélagar mínir urðu þjóðkunnir, þeir urðu til dæmis heilbrigðisráðherra, hæstaréttardómarar og þingmað- ur,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. „Einn okkar er nú sendiherra í Sovétríkjunum, Tómas.Á. Tómas- son. Við ákváðum að heimsækja hann. Mig hefur lengi dreymt að skoða Leníngrad, og hef heyrt og lesið svo mikið um borgina. Þessi sögufræga safnaborg heillaði mig, húsagerðarlistin, yfirbragðið og stærðin. Mér þótti gaman að sjá hve margir heimsóttu söfn á sunnudegi. Ég tók einnig eftir því að þið látið ykkur ákaflega annt um börn. Auðvitað sá einnig merki um þann vanda sem þið eigið við að etja — til dæmis biðraðir við verslanir. Þannig er lífið. Það er margbreytilegt um heim allan — við verðum aðeins að fjarlægja hinar. hroðalegu hindranir sem stafa af fordómum og skorti á umburðarlyndi. í þessari ferð hefur mér gefíst færi á að skoða miklu meira en venjulega í opinberri heimsókn. Míkhaíl Gorbatsjov hefur boðið mér að heimsækja Sovétrikin næsta ár.“ Lánasjóður íslenskra námsmanna: Efíiinu tappað af þéttunum í Kröfluvirkjun. Kröfluvirkjun: Morgunblaðið/Rúnar Þór Eitureftiinu PCB tappað af þéttum UNNIÐ var að því að tappa eiturefíiinu PCB af fjórum spennum við Kröfluvirkjun í gær. Þegar því verki verður lokið verður efíi- inu tappað af spennum sem eru við Sigöldu, en hingað til lands komu tveir Skotar sem annast aftöppun efinisins. Reiknað er með að afraksturinn verði um 30 200 Iítra tunnur. Birkir Fanndal yfirvélfræðing- ur við Kröfluvirkjun sagði að vel hefði gengið að tappa efninu af. „Þetta hefur gengið eðlilega fyrir sig og við vonum að þessu verði öllu lokið fyrir helgi,“ sagði Birkir. Þegar búið er að tappa efninu af spennunum við Kröfluvirkjun verða þeir hífðir upp á bíl sem flytur þá í veg fýrir skip á Húsavík. Þaðan liggur leiðin suð- ur til Reykjavíkur, en lokaáfangi leiðarinnar verður frá Reykjavík og til Skotlands þar sem efninu verður eytt. Kostnaður vegna eyðingar á PCB-efninu er áætlaður í kringum tíu milljónir króna. Sé ekki að ráðherra geti ákveðið aukafj árveitingn - segir formaður stjórnar LÍN - Fjárveiting fiilltryggð, segja námsmenn Mikil vinna í Meitlinum Þorlákshöfn. UM ÞESSAR mundir er mikið að gera hjá Meitlinum hf. Auglýst hefur verið eftir fólki til vinnu, en nú er mikið um skólakrakka sem hverfa væntanlega af vinnu- markaðnum í september. Togaramir hafa landað öllum sínum afla heima undanfarið og stærstur hluti.hans hefur verið unninn hér í húsinu. Finnbogi Alfreðsson framkvæmdastjóri sagðist ekki kvíða haustinu því kvóti togaranna ætti að duga tií áramóta. Þeir eiga eftir yfír 1.900 tonn af karfa og yfir 600 tonn af þorski. Nú sem stendur eru þeir að veiða þorsk og gengur bærilega. - J.H.S. „Fjármálaráðherra hefur lýst þvi yfir að Alþingi eigi að ákveða allar aukafiárveitingar og þess vegna sé ég ekki að ráðherra geti tekið ákvörðun sem felur í sér aukafiárveitingu, sem tryggi Lánasjóðnum það fé sem vantar,“ segir Sigurbjörn Magnússon formaður sljórnar LÍN um ástæður þess að stjórnin treystir sér ekki til að hækka náms- lán 1. september og hefiir farið fram á að menntamálaráðherra gefi bein íyrirmæli um það, eigi lánin að hækka. Fulltrúar námsmanna í sljóm sjóðsins og framkvæmdastjóri hans em annarrar skoðunar og telja óþarflt að bregðast við á þessu stigi, enda sé fulltryggt að sjóður- inn fái það fé sem hann þarf. Lánasjóðurinn er nú rekinn með halla og segir Sigurbjöm hann að óbreyttu verða á bilinu 250 til 300 milljónir króna á árinu. Verði fallið frá fyrirhugaðri hækkun minnkar hallinn um 80 til 95 milljónir. Náms- lán innanlands eru bundin vísitölu framfærslukostnaðar og til náms- manna erlendis eru þau í gjaldmiðli viðkomandi lands. Menntamálaráð- herra ákvað í vetur að auk vísitölu- hækkana kæmu sérstakar hækkanir, um 7,5% 1. mars, 5% 1. september og 5% 1. janúar næstkomandi, gegn því að 50% tekna kæmu til frádrátt- ar lánum í stað 35% áður. Grunn- framfærsla sem námslán byggjast á er nú 40.197 krónur og hefur hækk- að úr 34.916 krónum í ársbyijun. Lánin hafa því hækkað um 15,1% síðan í janúar, samanborið við 14,1% hækkun framfærsluvísitölu og 6,3% hækkun launavísitölu. Fulltrúar námsmanna segja þennan saman- burð óeðlilegan, þar sem hækkun lánanna sé til að vega upp fyrri skerðingu þeirra. „Við höfum munnlegar yfirlýsing- ar um að fjárþörf sjóðsins verði mætt vegna þessara fyrirhuguðu hækkana, en ekkert áþreifanlegt," sagði Sigurbjöm. „Mér fínnst ráðlegt að bíða átekta þar til mál fara að skýrast, því að það er sannfæring stjómar Lánasjóðsins að þetta sé skásti kosturinn. Menn vita þá að hveiju þeir ganga áður en þeir hefia námið í haust og þá verður ekki komið aftan að þeim síðar. Sem yfír- maður þessarar stofnunar treysti ég mér einfaldlega ekki til annars en að reyna að halda Lánasjóðnum inn- an þess ramma sem honum er mark- aður, af því að menn eiga að bera virðingu fyrir fiárlögunum eins og fjármálaráðherra hefur lýst yfir.“ Viktor Kjartansson, fulltrúi Stúd- entaráðs í stjóm LÍN, segir stóran hluta hallans vera vegna verðlags- hækkana umfram forsendur fjár- laga. „Námsmenn gerðu samkomu- lag við ráðherra um að leiðrétta skerðingu hámslána, sem varð í tíð Sverris Hermannssonar," segir Vikt- or. „Við treystum því að ráðherra standi við það samkomulag sem hann gerði við námsmenn og höfum enga ástæðu til að ætla annað. Við teljum þetta fjaðrafok í stjórn LÍN ekki þjóna neinum tilgangi, þar sem við teljum alveg nægilega skýr fyrir- mæli hafa komið frá ráðherra." Framkvæmdastjóri LÍN, Þorbjörn Guðjónsson, segir það ekki vera nýtt að halli sé á sjóðinum. Hann segir LÍN vera á fjárlögum og þar sé gert ráð fyrir ákveðnum gengis- og verð- lagsforsendum. Komi í ljós við endur- skoðun að misvísun sé á þeim for- sendum miðað við þróunina, þá sé það leiðrétt. „Þessar leiðréttingar hafa verið gerðar á undanfömum ámm og ég á ekki von á öðm en að svo verði nú,“ segir Þorbjörn. „Ég tel mig hafa fullvissu fyrir því, að reynist áhrif skerðingar námslán- anna vegna tekna lántaka ekki eins og ráð var fyrir gert, þá verði bmgð- ist við því,“ segir Þorbjöm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.