Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 189. tbl. 77.árg. MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins 50 ár frá samningum Stalíns og Hitlers: Pólskir komm- únistar fordæma griðasáttmálann - og litháísk þingneftid lýsir inn- gönguna í Sovétríkin ógilda Varsjá, Moskvu. Reuter. STJORNMÁLARÁÐ pólska kommúnistaflokksins samþykkti í gær að fordæma griðasáttmála Sovétmanna og nasista frá árinu 1939 en í dag, 23. ágúst, eru liðin 50 ár frá undirritun hans. Þá for- dæmdi litháísk þingnefhd hernám Rauða hersins og lýsti ógilda nauðungarsamþykktina um inngönguna í Sovétríkin. I Eystrasalts- ríkjunum hefiir verið boðað til mikilla funda í dag til að minnast og mótmæla þessum örlagaríka samningi Hitlers og Stalíns. í samþykkt pólska kommúnista- flokksins sagði, að í skjóli griða- sáttmála nasista og Sovétmanna hefði Póllandi verið skipt og um leið troðið á alþjóðalögum og öllu því, sem tíðkaðist í samskiptum siðaðra manna. Með honum hefðu tilveruréttur og sjálfstæði margra þjóða verið virt að vettugi og Sov- étmenn ekkert skeytt um samn- inga sína við ríkin. Þessi ályktun pólskra kommún- ista þykir óvenju djarfmannleg því að þeir komust til valda fyrir til- verknað Sovétmanna og hafa ver- ið skjólstæðingar þeirra lengst af síðan. Flestir líta hins vegar á yfirlýsinguna í ljósi þeirra að- stæðna, sem nú eru í Póllandi, en á fimmtudag mun þingið ræða traustsyfirlýsingu við Samstöðu- manninn Tadeusz Mazowiecki sem nýjan forsætisráðherra. Verði hún samþykkt sem líklegt má teljast verður það í fyrsta sinn frá stríðslokum, að annar en kommún- isti hafi forystu fyrir austur-evr- ópskri ríkisstjórn „Stalín og Hitler upprættu sjálf- stæð ríki, þar á meðal Litháen, Lettland og Eistland, og Litháar voru neyddir til að ganga í Sov- étríkin,“ ságði í samþykkt lithá ískrar þingnefndar, sem birt var í gær og í henni var inngangan í Sovétríkin lýst ólögmæt. Sovésk stjórnvöld höfðu lagt að litháískum stjórnvöldum að bíða með að birta samþykktina en við því var ekki orðið. Boðað hefur verið til mót- mælafunda í Eystrasaltsríkjunum í dag og var ætlunin að mynda óslitna mannkeðju milli höfuð- borga ríkjanna. Reuter Sjá „Sovétmenn á bls. 16. viðurkenna Þessi austur-þýska stúlka komst til Austurríkis með því að synda yfir Neusiedl-vatn, sem er á landamærunum við Ungverjaland. Hér er hún að máta skó, sem íbúar í þorpinu Morbisch söfnuðu handa flóttafólki. Svíþjóð: Verkfall veld- ur umferðar- öngþveiti Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Mor^unblaðsins. ÓLÓGLEGT verkfall sænskra lestarstjóra stendur enn og hefiir það valdið milljónum manna erf- iðleikum við að komast til vinnu. Til þess var efiit i mótmælaskyni við hugmyndir um að hækka eft- irlaunaaldur lestarstjóra úr 60 árum í 65. Verkfallið kemur á mjög slæmum tíma því að nemendur eru nú að setjast á skólabekk að nýju og á mánudag áttu 7.000 ungir Svíar að gefa sig fram til herskyldu. Var ekki búist við, að þeir skiluðu séf allir fyrr en í dag. Á fimmtudag hefjast viðræður ríkisvaldsins og bandalags rikisstarfsmanna um launakjör og eftirlaunaaldur og í gær voru viðraðar hugmyndir, sem hugsanlega geta orðið til að leysa deiluna. Verkfallið hefur valdið miklum erfiðleikum og umferðaröngþveiti í stærstu borgunum, Stokkhólmi, Gautaborg og Málmhaugum, og í þeim tveimur fyrrnefndu ætla lest- arstjórarnir að halda því áfram um óákveðinn tíma. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands: mm Orvænting og vonleysi valda flóttanum frá A-Þýskalandi Kommúnisminn réttlætir tilvist A-Þýskalands segir a-þýskur hugmyndafræðingur Bonn, Austur-Berlín, Búdapest. Reuter. HELMUT Kohl, kanslári Vestur- Þýskalands, sagði í gær, að fólk flýði í þúsundatali frá Austur- Þýskalandi og vestur yfir vegna þess, að það örvænti um, að nokkrar breytingar gætu orðið á Geimkönnun: Voyager nálg- ast Neptúnus Pasadena, Kaliforníu. Reuter. VOYAGER-2 könnunarfarið bandaríska steftiir óðfluga til reiki- stjörnunnar Neptúnusar. Á morgun verður farið næst stjörnunni eða í 4.800 km íjarlægð. Hefur Voyager verið á ferð um óra- víddir sólkerfisins í 12 ár og aukið talsvert vitneskju manna um það. Hefur farið lagt að baki 4,5 milljarða kílómetra vegalengd á ferð sinni. Takist ferðin að óskum hefiir maðurinn rannsakað úr nálægð allar reikistjörnur sólkerfísins nema Plútó. Vísindamenn sögðust í gær ótt- ast aðstæður í nágrenni Néptún- usar. Talin var hætta á að rykagn- ir sem fara með miklum hraða á braut um stjörnuna rækjust á Voyager og yllu skemmdum á - farinu. Einnig að það kynni að fara inn i efstu lög gufuhvolfsins þar sem er að finna sprengifimar gastegundir. Ennfremur var ótt- ast að Voyager svifi inn á geisla- virk svæði í segulsviði Neptúnasar sem kynni að trufla tæki farsins. Rannsóknarfarið hefði uppgötvað Reuter Neptúnus eins og hann Ieit út úr 7,5 milljón km tjarlægð frá Voyager 16. ágúst. Greina má tvær undarlegar skýjamyndan- ir, sem ganga umhverfis reiki- stjörnuna. þessa geislavirku bletti í segul- sviði reikistjörnunnar í síðustu viku. Sögðust vísindamenn þó lifa í voninni um að Voyager væri nógu langt frá Neptúnusi til þess að verða ekki fyrir skakkaföllum. hinu kommúníska kerfi þar í landi. Samskipti þýsku ríkjanna eru nú stirðari en um margra ára skeið enda þyngist flótta- mannastraumurinn ineð hverjum degi og aðeins í gær komust 500 manns um Ungveijaland til Aust- urríkis. Helsti hugmyndafræð- ingur austur-þýskra kommúnista sagði í gær, að kommúnisminn væri það eina, sem réttlætti til- veru Austur-Þýskalands sem ríkis. Kohl kanslari sagði á blaða- mannafundi í Bonn í gær, að flótta- mannastraumurinn frá Austur- Þýskalandi stafaði af því, að al- menninguf þar í landi væri búinn að gefa upp alla von um aukið frelsi undir stjóm kommúnista. Hafði verið búist við, að kanslarinn styngi upp á nýjum viðræðum milli stjórnvalda í ríkjunum en hann ítrekaði aðeins, að hann væri reiðu- búinn til að ræða við Erich Honeck- er, leiðtoga Austur-Þýskalands, hvenær sem væri. Mörg hundmð Austur-Þjóðveija hafast nú við í sendiskrifstofum Vestur-Þýskalands í Austur-Evr- ópu og hefur orðið að loka tveimur, í Austur-Berlín og Prag, vegna þess að fleira fólk kemst ekki fyrir í húsunum. I síðustu viku komust rúmlega 1.000 manns um Ung- verjaland og yfir járntjaldslaus landamærin til Austurríkis og stefnir í enn meiri fjölda í þessari viku því að í gær fóru 500 manns þá leiðina. Segir í ungverskum fjöl- miðlum, að flóttafólkið beiti öllum ráðum til að komast vestur og skeyti oft ekkert um nálægð landa- mæravarðanna. Otto Reinhold, hugmyndafræð- ingur austur-þýska koinmúnistá- flokksins, sagði í útvarpsviðtali í gær, að grundvallarmunur væri á Austur-Þýskalandi og öðrum Aust- ur-Evrópuríkjum. Þau hefðu öll ver- ið til áður en sósíalisminn kom til sögunnar en Austur-Þýskaland aft- ur á móti verið stofnað sem sós íalskt ríki. „Hver væri tilveruréttur kapit- alísks Austur-Þýskalands við hlið kapitalísks Vestur-Þýskalands? Enginn, auðvitað," sagði' Reinhold og bætti þvi við, að þess vegna mætti hvergi frá kommúnismanum víkja. Þykir þessi yfirlýsing merki- leg fyrir þá sök, að á Vesturlöndum hafa menn lengi haldið þessu fram. Með því að viðurkenna þetta nú eru austur-þýsk stjórnvöld hins vegar að leitast við að réttlæta andstöðu sína við umbætur og aukið frelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.