Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989
-----------------—--ri-?—--———
Síðasta bindi bóka-
flokks um Reykjavík
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefiir gefið út fjórða og síðasta
bindið í bókaflokknum
Reykjavík — Sögustað við Sund.
Höfundur þessa bindis, sem
nefiiist Lykilbók, er Einar S.
Arnalds. Eiríkur Jónsson var
honum til aðstoðar og Örlygur
Hálfdánarson sá um myndval.
Páll Líndal er höfundur þriggja
fyrstu bindanna. Örlygur Hálf-
dánarson kynnti eftii bókarinn-
ar við athöfix í Höfða á afmælis-
dag borgarinnar, 18. ágúst, og
afhenti borgarstjóra, Davíð
Oddssyni, fyrsta eintak hennar.
í máli Örlygs kom fram að þótt
fjórða bókin sé lykilbók er hún þó
alveg sjálfstætt verk því hún
geymir annál borgarinnar frá því
Ingólfur steig á land. Hún sýnir
allar jarðir sem voru í ábúð 1703,
þróunarsaga borgarinnar er rakin
og allur fjallahringurinn er sýndur
með örnefnum.
Ýmis kort eru í bókinni, m.a.
af öllum vörum og uppsátrum í
borgarlandinu, leiðakort SVR árið
1932, örnefnakort og skrá yfir
allt borgarlandið og kort yfir
hverfi borgarinnar. Sérstakur kafli
er um Viðey og aftast eru manna-
nafna-, örnefna- og staðanafna-
skrár.
Ótalmargar ljósmyndir eru í
borginni, m.a. af gömlum og fal-
legum húsum, loftmyndir af borg-
inni teknar af dönskum landmæl-
ingamönnum árið 1937 og myndir
teknar af sömu stöðum 1987 til
samanburðar.
Örlygur gat þess að starfsfólk
Árbæjarsafns hefði verið bókaútg-
áfunni ákaflega hjálplegt við efni-
söflun og að án aðstoðar þess
hefðu bækurnar aldrei komið út.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Grétar Unnsteinsson útskýrir sýningarsvæðið og aðstæður á Reykjum fyrir hátíðargestum.
Garðyrkjuskóli ríkisins:
Aftnælishátíð og sýning
í tileftii 50 ára aftnælis
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi og Einar S. Arnalds höfundur
Lykilbókar afhenda Davíð Oddssyni borgarsljóra fyrsta eintak Lykil-
bókar sem er Qórða bindi í bókaflokknum Reykjavík — Sögustaður
við sund.
Selfossi.
FJÖLDI gesta sótti afinælishátíð
Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykj-
um í Hveragerði sem haldin var
á laugardag í tilefni 50 ára af-
mælis skólans. Á aftnælishátíðinni
var opnuð vegleg afinælissýning
sem verður opin almenningi fram
til 27. ágúst. Meðal gesta á af-
mælishátíðinni voru forsætisráð-
herra og landbúnaðarráðherra.
I ávarpi sínu á afmælishátíðinni
tilkynnti landbúnaðarráðherra að
samþykkt hefði verið að verða við
ósk skólans um að hefja kennslu á
blómaskreytinga- og markaðsbraut
við skólann.
Séra Tómas Guðmundsson flutti
hugvekju við upphaf afmælishátíð-
arinnar. Grétar Unnsteinsson minnt-
Þing SUS:
Þátttaka Islands í vörn-
um landsins verði aukin
UNGIR sjálfstæðismenn samþykktu á þingi sínu á Sauðárkróki
um síðustu helgi ályktun um utanríkismál þar sem segir að auka
beri þátttöku Islands í varnar- og öryggismálum. Stefiia eigi að
því að ísland verði í stakk búið að taka þátt í stjórnkerfisæfingum
NATO.
Um öryggis- og varnarmál seg-
ir í ályktun þings ungra sjálfstæð-
ismanna: „Islendingar geta verið
stoltir af því að hafa verið meðal
stofnaðila Atlantshafsbandalags-
ins. Nauðsyn á stofnun varnar-
bandalags vestrænna ríkja gegn
útþenslustefnu kommúnismans
verður ekki véfengd í dag. Á und-
anförnum árum hefur festa NATO
og eining aðildaríkja þess leitt til
mikilsverðs árangurs í afvopnun-
arsamningum við Sovétríkin. Að-
ild íslands að Atlantshafsbanda-
laginu er sem fyrr hornsteinninn
í íslenskri utanríkisstefnu. Áfram-
haldandi varnarsamstarf vest-
rænna rikja er og verður leiðin
til frekari gagnkvæmra afvopnun-
arsamninga. Þótt mönnum sýnist
nú minni ógn stafa af Sovétríkjun-
um en áður, minnir SUS á að
hernaðaruppbygging Sovétmanna
á Kó'.askaga á undanförnum árum
á hvergi sinn líka og er þar nú
kominn mesti herafli veraldar.
íslendingum ber að axla þá
ábyrgð sem fylgir því að vera
aðili að varnarsamstarfi. Ungir
sjálfstæðismenn leggja áherslu á
aukna þátttöku íslands í öryggis-
og varnarmálum. Efla verður
þekkingu í íslenska stjórnkerfinu
á hernaðaráætlunum er varða Is-
land og Norðurslóðir. Stefna skal
að því að ísland verði í stakk
búið að taka þátt í stjórnkerfisæf-
ingum NATÓ.“
Einnig er í ályktuninni vikið
að lagningu varaflugvallar. Segir
að heimila beri lagningu slíks
flugvallar eða aðrar þær fram-
kvæmdir sem nauðsynlegar eru
vörnum landsins og sameiginleg-
um hagsmunum Atlantshafs-
bandalagsríkj anna.
Um verktakastarfsemi á
Keflavíkurflugvelli segir að „ungir
sjálfstæðismenn leggja sem fyrr
til að ríkisvernduð einokun á
framkvæmdum fyrir varnarliðið
verði afnumin og útboð eigi sér
stað í anda fljálsrar samkeppni."
Frjáls alþjóðaverslun
Um viðskiptamál segir m.a. í
utanríkisályktun þings Sambands
ungra sjálfstæðismanna: „íslend-
ingum ber að styðja frjálsa sam-
keppni og fijálsa verslun í heimin-
um og leggjast gegn hvers kyns
höftum. íslendingar eiga að vinna
í þágu þessara hugmynda á al-
þjóðavettvangi, einkum innan
GATT, þar sem samið er um regl-
ur í milliríkjaverslun. íslendingum
ber að styðja tilraunir til þess að
koma á fijálsri verslun og afnám
niðurgreiðslna á landbúnaðarvör-
um.
Sú þróun, sem á stér stað innan
Evrópubandalagsins með tilkomu
innri markaðarins 1992, á eftir
að hafa áhrif langt út fyrir banda-
lagið sjálft. Mikilvægt er að EB
loki ekki mörkuðum sínum fyrir
öðrum þjóðum. Fijáls verslun er
allra hagur. Þess vegna verða ís-
lendingar, líkt og aðrar Evrópu-
þjóðir utan bandlagsins, að fylgj-
ast grannt með þróun mála innan
EB og gera upp hug sinn varð-
andi framtíðartengsl við banda-
lagið.“
Meðal annarra mála sem er að
finna í ályktun ungra sjálfstæðis-
manna um utanríkismál er kafli
um mannréttindi þar sem Sov-
étríkin eru hvött til að gera opin-
beran griðasáttmála sinn við naz-
istaríki Hitlers ásamt öllum leyni-
legum ákvæðum hans um skipt-
ingu Póllands og innlimun Eystra-
saltsríkjanna. Þá er tekið undir
sjálfstæðiskröfur Eistlendinga,
Letta og Litháensbúa.
ist frumkvöðla skólans í hátíðarræðu
sinni og rakti menningarsögu staðar-
ins. Garðyrkjuskóli ríkisins var stofn-
aður með lögum nr. 91 23. júní 1936.
Hann tók síðan til starfa í ársbyijun
1939. Fyrsti skólastjóri var Unn-
steinn Stefánsson og gegndi því
starfi til ársins 1966 er Grétar Unn-
steinsson tók við skólastjóm.
Á afmælishátíðinni voru skólanum
færðar fjölmargar gjafir. Þar á með-
al var 600 þúsund króna fjárframlag
frá ríkisstjórninni og sjö þemagarðar
voru formlega afhentir skólanum.
Garðarnir eru gjöf frá Félagi
íslenskra landslagsarkitekta, Félagi
skrúðgarðyrkjumeistara og Félagi
garðplöntuframleiðenda. Garðarnir
eru á heimasvæði skólans og bera
eftirfarandi nöfn: Fjótandi list,
Fenjagarður, Spíralagarður, Sólúr,
Barnagarður, Dvalargarður og Lysti-
garður. Þá afhenti Bjarni Helgason
formaður Sambands garðyrkju-
bænda skólanum að gjöf útskorna
hurð í væntanlega tilraunastöð á
Reykjum. Við afhendinguna lét hann
þess getið að á Reykjum væri vagga
íslenskrar garðyrkju.
Afmælissýning Garðyrkjuskólans
er mjög viðamikil. Markmið sýning-
arinnar er að sýna almenningi hvað
áunnist hefur á liðnum árum og á
hvern hátt unnt er að hagnýta tækn-
ina í þjónustu íslenskrar garðyrkju.
Að lokinni hátíðardagskrá að
Reykjum var gestum boðið upp á
afmæliskaffi í boði skólans á Hótel
Örk. Nemendamót og uppskeruhátíð
garðyrkjumanna fór síðan fram á
Hóýel Örk um kvöldið.
í tengslum við afmælishátíðina fer
fram garðyrkjuþing fyrir allar grein-
ar garðyrkjunnar, með innlendum og
erlendum fyrirlesurum, en aðalmál
þingsins verður staða og framtíð
íslenskrar garðyrkju. Þing þetta er
haldið í minningu Unnsteins Ólafs-
sonar fyrsta skólastjóra Garðyrkju-
skólans.
— Sig. Jóns.
Rangt nafti
leiðrétt
í frétt Morgunblaðsins í gær frá
afmælishátíðinni á Skriðuklaustri
var ranglega farið með nafn einleik-
arans á flautu. Rétt nafn er Krist-
rún Helga Björnsdóttir og er hún
skólastjóri Tónlistarskólans á Seyð-
isfirði.
Tónleikar í Tón-
skóla Sigursveins
STYRKTARFÉLAG Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar mun í
vetur efiia til nokkurra tónleika í
tileftii af 25 ára afmæli skólans
30. mars sl. Tónleikarnir verða í
Tónskólasalnum við Hraunberg 2.
Fyrstu tónleikarnir verða
fimmtudaginn 24. ágúst nk. kl.
20.30.
Einleikari á tónleikunum verð-
ur Arnaldur Arnarson gítarleik-
ari.
Arnaldur Arnarson fæddist í
Reykjavík árið 1959. Hann hóf
gítarnám í Svíþjóð tíu ára gamall og
hélt því síðar áfram í Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar hjá Gunnari
H. Jónssyni þar sem hann lauk námi
árið 1977. Hann tók lokapróf -frá
Royal Northern College of Music í
Manchester árið 1982. Kennarar
hans þar voru Gordon Crosskey,
George Hadjinikos og John Williams.
Hann var eitt ár við framhaldsnám
hjá José Tomás í Alicante á Spáni
og hefur sótt námskeið hjá Alirio
Díaz, Oscar Ghiglia, David Russell
Arnaldur Arnarson
og Hopkinson Smith.
Arnaldur hefur haldið tónleika í
Engiandi, á Spáni og flestum Norð-
urlandanna. Hann er nú kennari og
aðstoðarskólastjóri við Luthier-tón-
listarskólann í Barcelona.