Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989 50 ár liðin frá undirrítun griðasáttmála Sovétmanna og nasista: Sovétmenn viðurkenna tilvist leyniákvæða um innlimun Eystrasaltsríkja 50 ÁR eru í dag liðin lrá því griða- sáttmáli þýskra nasista og Sovét- manna var undirritaður í Moskvu. Sáttmálanum fylgdi leynilegur viðauki og var þar meðal annars kveðið á um skiptingu Eystrasalts- landanna í áhrifasvæði nasista og Sovétmanna. Þjóðernissinnar í Eystrasaltsríkjunum og sagnfræð- ingar á Vesturlöndum hafa haldið því fram að leynileg ákvæði sátt- málans hafi orðið til þess að Eystrasaltslöndin Eistland, Lett- land og Litháen voru innlimuð í Sovétríkin. Sovésk sljórnvöld hafa nú loksins viðurkennt að leyni- ákvæðin hafí fylgt sáttmálanum eftir að hafa áratugum saman vísað því algjörlega á bug. Alexander N. Jakovlev, félagi í stjórnmálaráði sovéska kommúnista- flokksins, sagði í viðtali, sem birtist í Prövdu, málgagni sovéska komm- únistaflokksins, á föstudag að enginn vafi léki á því að leyniákvæðin hefðu fylgt griðasáttmálanum frá 23. ágúst 1939. Jakovlev er náinn samstarfs- maður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét- forseta og formaður nefndar, sem sovésk stjómvöld skipuðu til að rann- saka sáttmálann. Teikning, sem birt var í bresku blaði eftir að griðasáttmáli þýskra nasista og Sovétmanna var undirritaður. að griðasamningur Sovétmanna og nasista var undirritaður í Moskvu. Stalín kvaðst vilja drekka minni Hitlers þar sem sér væri kunnugt um hversu annt þýsku þjóðinni væri um leiðtoga sinn. völd viðurkenni nú loksins tilvist Beitt þvingunum Jakovlev fordæmdi sáttmálann „fortakslaust" en vísaði því hins veg- ar á bug að leyniákvæðin hefðu leitt til ólöglegrar innlimunar Eystrasalts- landanna í Sovétríkin, eins og þjóð- emissinnar í Eystrasaltslöndunum hafa haldið fram. Þótt sovésk stjórn- FRAMKVÆMDASTJORI VERÐBREFAMARKAÐAR LANDSBANKA ISLANDS Lanclsbréf hf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um starf framkvœmdastjóra. Umsœkjandi þarf að hafa viðskiptafrœði-, hagfræði- eða aðra sambœrilega menntun. Frumkvœði og sjálfstœði í starfi er ruiuðsynlegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á: Stjóm Landsbréfa hf, do Landsbanki íslands, Austurstrœli 11, 3■ hœð, Pósthólf 170, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjórar. LANDSBREF HF. Verðbréfamarkaður Landsbankans nu leyniákvæðanna líta þau svo á að þing Eystrasaltslandanna hafi sam- þykkt inngöngu í Sovétríkin með miklum meirihluta og það hafi ráðið mestu um innlimunina. Þjóðernis- sinnar í Eystrasaltslöndunum haida því hins vegar fram að mikill liðsafli Rauða hersins í löndunum hafi orðið til þess að þingin hafi neyðst til þess að fallast á innlimunina. Niðurstaða Jakovlevs hefur valdið mikilii reiði á meðal þjóðernissinna í Eystrasaltslöndunum, sem kreijast þess að sáttmálinn verði úrskurðaður ómerkur. Fjöldamótmæii eru fyrir- huguð í löndunum þremur í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því griðasáttmálinn var undirritaður. Félagar í óháðum stjórmálahreyfing- um í Lettlandi, Eistlandi og Litháen segjast meðal annars ætla að mynda 600 kílómetra langa keðju við landa- mæri landanna að Rússlandi með því aðhaldast í hendur. Griðasamningar fyrirmynd í grein, sem birtist í sovéska viku- ritinu Moskvufréttum á sunnudag er fjallað um griðasáttmálann. Þar er farið hörðum orðum um stefnu Stalíns í innanríkis- og utanríkismál- um og hann sakaður um að hafa stuðlað að því að heimsstyijöldin síðari braust út aðeins viku eftir að griðasáttmálinn var undirritaður. í greininni er birt skeyti sem Friedrich von Schulenburg, sendi- herra Þýskalands í Moskvu, sendi til þýska utanríkisráðuneytisins þar sem fjallað er um undirbúning griða- sáttmálans við Sovétmenn. Þar kem- ur meðal annars fram að Molotov, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lagði til að í sáttmálanum yrði tekið mið af griðasamningum sem Sovét- menn höfðu áður gert við Pólveija, Letta og Eista. Þykir greinarhöfundi hlálegt að örlög þessarra þjóða skyldu vera ráðin af griðasamning- um, sem gerðir voru við þær, og þeir þannig notaðir til að ijúfa grið á þeim. NAUÐSYNÁ HVERJU HEIMILI 1 . I— / JP, TIWIA OG FYRS1H0FH 1000 BLAÐSÍÐUR AF ÓTRÚLECU VÖRUÚRVALI Verókr. 190,- ón bgj. W BM B.MAGNOSSON Sími 52866 Moskvufréttir birta einnig enska þýðingu á leyniákvæðunum, þar sem Eystrasaltsríkjunum Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen er skipt í áhrifasvæði nasista og Sovét- manna. Þar er kveðið á um að áhrifa- svæðin skuli afmarkast af norður- landamærum Litháens, þannig að hin ríkin þijú faili undir Sovétmenn, sem síðar fóru hrakfarir í vetrarstríðinu við Finna. Rúmum mánuði síðar, eða 28. september, undirrituðu nasistar og Sovétmenn vináttu- og landamæra- samning sinn, þar sem sú breyting er gerð að Litháen skuli einnig falla undir áhrifasvæði Sovétmanna. í leyniákvæðum griðasáttmálans er ennfremur kveðið á um að áhrifa- svæðin skuli afmarkast af fljótunum Narev, Vistula og San í Póllandi. Tekið er fram að síðar verði sérstak- lega samið um það hvort Pólland skuii vera sjálfstætt ríki. Aðeins viku eftir að griðasáttmálinn var undirrit- aður hófst innrás Þjóðveija í Pólland og heimsstyijöldin síðari braust út með hörmulegum afleiðingum. Heimildir: Washington Post og Moskvufréttir. Slysið á Thamesá; Allir starfs- menneinnar skrifstofii taldir af London. Reuter, Daily Telegraph. LEITARMENN slæddu í gær upp lík eins af fórnarlömbum harmleiksins á Thamesá að- fararnótt sunnudags þegar 1.500 tonna sandprammi og skemmtibáturinn Marchio- ness (Markgreifafrúin) rákust saman með þeim afleiðingum að báturinn sökk. Að sögn lög- reglunnar er talið að 57 manns hafi farist og þegar hafa 26 lík fúndist. 79 manns komust lífs af. Verið var að halda upp á 26 ára afinæli kaupsýslumannsins Antonios de Vasconcellos þegar slysið varð og sökk báturinn á innan við tveimur mínútum. Umboðsskrifstofa fyrir ljós- myndara og sýningarfólk, sem stóð fyrir afmælisfagnaðinum um borð í skemmtibátnum, er í eigu Jonathans Phangs. Phang, sem er 26 ára gamall og stofn- aði fyrirtækið fyrir tveimur árum. Nú er allra starfsmanna hans, fimm að tölu, saknað eða þeir taldir af. Fjárhagslegur bakhjarl fyrir- tækisins var Antonio de Vascon- cellos af portúgölskum ættum frá gömlu nýlendunni frá Mósambík, en verið var að halda upp á afmæli hans um borð í Markgreifafrúnni. Hans er einn- ig saknað. De Vasconcellos var aðeins 17 ára þegar hann fékk inngöngu í Cambridge-háskóla. Var honum spáð bjartri framtíð í enskum ijármálaheimi vegna þess hve honum vegnaði vel sem starfsmaður banka og fjármála- stofnana. Margir starfsbræður Phangs hjá Synchro-sýningarsamtökun- um voru gestir um borð í bátnum og er fimm þeirra saknað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.