Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 190. tbl. 77. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Miklar líkur tald- ar á pólitískum um- skiptum í Noregi Framfaraflokknum spáð mikilli fylgisaukningu Ósló. Keuter. Framfaraflokkurinn norski sækir stöðugt í sig veðrið og er ekki annað að sjá en að í kosningunum til Stórþingsins 11. september verði mestu pólitísku umskipti í Noregi eftir stríð. Er honum spáð um 20% atkvæða en Verkamannaflokk- urinn og Hægriflokkurinn horf- ast í augu við mikið fylgistap. , Framfara- flokkurinn beinir spjótum sínum að vel- ferðarríkinu, sem hann seg- ir spillt, og vill lækka skatta og stemma stigu við inn- flytjenda- straumi til landsins. Segir leiðtogi hans, Carl I. Hagen, maður málsnjall og myndarlegur, að komist hann til einhverra valda muni hann selja flest ríkisfyrirtæki, skera niður þróunaraðstoð og félagslega hjálp. „Fylgisaukning Framfara- flokksins er til marks um mikla óánægju með pólitíkina eins og hún er,“ sagði í leiðara stærsta norska dagblaðsins, Verdens Gang, í gær og þar var einnig nefnt, að mikið atvinnuleysi og óeining borgaraflokkanna væru vatn á myllu Hagens. Fyrirfram hafði verið búist við að minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins og Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra yrði áfram við völd eftir kosningar en nú þyk- ir flest á huldu um það. Hingað til hefur Hægriflokkurinn hvorki viljað sjá né heyra Framfaraflokk- inn en rætast kosningaspárnar er ekki talið loku fyrir það skotið að þeir myndi saman stjórn ásamt einhveijum miðflokkanna. Brundttand og Hagen leiddu saman hesta sína í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum og þótti Hagen standa sig betur. Var það álit 44% þeirra, sem spurðir voru, en 32% líkaði betur við frammistöðu Brundtland. Reuter í Tallinn-garði í höfúðborg Eistlands tóku 10.000 manns þátt í mótmælafúndi þar sem griðasáttmáli nasista og Sovétmanna var fordæmdur. Á borðum og spjöldum mótmælenda má sjá áletranirnar: „Eist- Iand gekk aldrei í sovéska ríkjasambandið" og „Bindið enda á hernámið". Afinæli griðasáttmála Hitlers og Staiíns; Tvær milljónir manna mót- mæla í Eystrasaltsríkjunum Öeirðarlögregla ræðst á mótmælendur í Moskvu Riga, Moskvu. Reuter. MEIRA en tvær milljónir manna mynduðu óslitna keðju á milli höfúð- borga Sovétlýðveldanna Eistlands, Lettlands og Litháens í gær. Þá var þess minnst að 50 ár voru liðin frá því að nasistar og Sovétmenn gerðu með sér griðasáttmála en þjóðernissinnar í Eystrasaltsríkjunum segja að leyniákvæði sáttmálans hafi leitt til hernáms Sovétmanna og þröng- vað þingum landanna til að samþykkja inngöngu í Sovétríkin. I Moskvu kom til átaka þegar óeirðalögregla vopnuð kylfúm réðist á nokkur hundruð menn er mótmæltu sáttmálanum. í Varsjá höfúðborg Póllands gerðist sá einstæði atburður að hópur fólks kom saman fyrir utan sov- éska sendiráðið og hrópaði: Rússar farið heim! Niður með kommúnism- Kirkjuklukkum var hringt í Eystrasaltsríkjunum þremur á með- an mannfjöldi safnaðist þar saman og myndaði 600 km langa óslitna Líbanon: Hóta að ráðast á frönsk herskip Bcirut, París, Algcirsborg. Reuter. Vinstrisinnaðir bandamenn Sýrlendinga í Líbanon hótuðu í gær að ráðast á frönsk herskip, sem eiga að koma upp að strönd landsins í dag. Francois Mitterrand Frakklandsforseti svaraði þessum hótun- um og sagði, að Frakkar létu enga skipa sér fyrir verkum þegar málefiú Líbanons væru annars vegar. „Þjóðfylkingin mun líta á frönsk herskip undan Líbanonsströndum sem hvert annað skotmark," sagði í yfirlýsingu frá samtökum ýmissa vinstrisinnaðra hópa, sem styðja Sýrlendinga í stríðinu við kristna menn í Líbanon, en átta frönsk herskip eru á leið til landsins, þar á meðal flugmóðurskipið Foch. Þá sagði í ýmsum útvarpsstöðvum íslamskra hópa, þar á meðal Hiz- bollah-hreyfingarinnar, að Frakkar yrðu látnir gjalda herskipasending- arinnar og gefið í skyn, að vegna hennar væri lífi einhverra gíslanna hætt. Mitterrand. Frakklandsforseti sagði í gær, að Frakkar færu ekki eftir fyrirmælum annarra í Líban- onsmálum en Iagði um leið áherslu á, að ekki væri fyrirhugað að beita hervaldi. Kvað hann Frakka vilja hjálpa Líbönum og vísaði á bug óbeinum orðum þeirri áskorun Michels Aouns, herstjóra kristinna manna, að franskur her skærist í leikinn. Reuter Þessl kristna fjölskylda var í gær á ströndinni við Beirut og skyggndist eftir frönsku herskip- unum, sem eru væntanleg í dag. Kristnir menn, sem eru í herkví íslamskra herflokka og Sýrlend- inga, vænta sér styrks af þeim en Frakkar leggja áherslu á, að þeir ætli ekki að beita hervaldi. keðju sem tengdi saman höfuðborgir Lettlands, Eistlands og Litháens. Talsmaður þjóðemishreyfingar- innar Sajudis í Litháen sagði að yfir ein milljón manns hefði tekið þátt í mótmælunum í Litháen og sjón- varpið í Eistlandi sagði að um ein milljón manns hefði tekið þátt í mót- mælunum þar. Janis Jurkens, talsmaður Alþýðu- fylkingarinnar í Lettlandi, sagði að mörg hundruð þúsund manns hefðu mótmælt griðasáttmálanum. „Stefna Sovétríkjanna byggist eingöngu á valdbeitingu nýlenduveldis," sagði Jurkens. „Við höfum kynnst frelsinu og frelsisþráin verður ekki kæfð með lagasetningum og reglugerðum,“ sagði hann. Sovéska ríkissjónvarpið sýndi frá atburðunum í aðalfréttatíma sínum en sagði að rangt væri að álykta sem svo að mótmælin „væru staðfesting á vakningu aðskilnaðarsinna". Talsmaður Sajudis sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna að 240 manns hefðu farið í eins sólarhrings hungurverkfall á dómkirkjutorginu í Riga í mótmælaskyni við leyni- ákvæði griðasáttmála nasista og Sovétmanna. í Eistlandi lýstu stjórnvöld yfir almennum frídegi og í höfuðborginni Tallinn safnaði hópur aðskilnaðar- sinna undirskriftum almennings þar sem farið er fram á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Sovétríkjunum. Fyrr um daginn hafði 220 manna ráð Sajudis-hreyf- ingarinnar í Litháen samþykkt að vinna að því að stofna á ný sjálf- stætt litháenskt ríki „án pólitískrar, menningarlegrar eða stjórnarfars- legrar íhlutunar Sovétríkjanna“. Að sögn Tass-fréttastofunnar sov- ésku voru 75 manns handteknir á Púshkín-torgi í Moskvu þegar nokk- ur hundruð manns komu þar saman til að sýna samstöðu með íbúum Eystrasaltslandanna. Mótmælendur veifuðu fánum Eystrasaltsríkjanna frá sjálfstæðistímabili þeirra og héldu á spjöldum þar sem griðasátt- máli nasista og Sovétmanna var for- dæmdur. Óeirðarlögregla beitti kylf- um og vatnsbílum til að dreifa mann- íjöldanum. Sjá ennfremur frétt á bls. 18: „Austur-Þjóðveijar réttlæta...“ Austur-Þýskaland: Krefjast bíla flóttafólksins Búdapcst. Reuter. RÍKISSTJÓRN Austur-Þýska- lands krefst þess að Ungveijar skili bifreiðum sem austur- þýskt flóttafólk hefiir skilið eftir í Ungveijalandi þegar það hefúr farið um landið til Vestur-Þýskalands. Hafa austur-þýskir flótta- menn haft þann háttinn á, að aka til Ungverjalands, skilja bíla sína eftir skammt frá landamær- unum og hlaupa yfir til Aust- urríkis þegar landamæraverðirn- ir líta undan. Austur-þýska stjórnin krefst þess að Ungverjar fari að samn- ingi ríkjanna þess efnis að eign- ir austur-þýskra landhlauþa, skuli gerðar upptækar. Gyorgy Balogh, tollstjóri Ungverjalands, segir það alls ekki á hreinu hvað gera eigi við bílana. „Teljist landhlauparnir nýir ríkisborgarar í Sambands- lýðveldinu Þýskalandi... á Vestur-Þýskaland rétt á að krefjast eignanna," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.