Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 * Ihuga þessa reynslu áður en ég ákveð hvort ég reyni aftur - segir André-Georges Lafitte, flugmaður fis-vélarinnar sem nauðlenti á Grænlandi FRANSKI flugmaðurinn André-Georges Lafitte, sem nauðlenti fis-vél sinni á Grænlandi í fyrrakvöld, segist ekki viss um að hann geri aðra tilraun til að fljúga yfir hafið milli íslands og Grænlands. Fyrst þurfi hann að melta með sér í nokkrar vikur þessa reynslu áður en hann taki slíka ákvörðun. í öllu falli verði slík tilraun ekki gerð fyrr en á næsta ári. Lafitte fór frá Reykjavík klukkan níu á þriðjudagsmorgun og var ferð- inni heitið til Kulusuk á Grænlandi. Um miðjan daginn átti hann skammt eftir ófarið til fiugvallarins í Kulusuk og um líkt leyti missti fylgdarflugvél frá Sverri Þóroddssyni sjónar af hon- um. Slæmt skyggni var í Kulusuk og í nágrenni og þegar Lafitte átti eftir 1-2 mflur ófamar til flugvallar- ins, að því er hann telur, beygði hann af stefnu á flugvöllinn og það kostaði að hann fór villur vegar í um sex klukkustundir áður en hann neyddist til að nauðlenda í Sermilik- firði vegna þess að hann var að verða eldsneytislaus, um 20 kílómetra frá Angmagssalik og tæpa 40 kflómetra frá Kulusuk þangað sem ferðinni hafði verið heitið. VEÐUR Lafitte segir að bilun í rafkerfi hafi gert það að verkum að móttak- ari stefnuvita hafi ekki virkað rétt og hann hafi haft lítil not af lóran- tæki um borð. Þá hafi heldur ekki verið hægt að treysta á áttavitann. Hann ákvað að nota síðasta eldsneyt- ið til að nauðlenda, leitaði að heppi- legum stað til þess og nauðlenti með aðstoð fallhlífar aftast á vélinni. Þá var klukkan hálf tíu. Klukkan 11 bjargaði Lynx-þyrla frá dönsku varð- skipi honum og stundarfjórðungi seinna var hann í Angmagssalik. Hann segir að lélegt skyggni og sú staðreynd að honum tókst ekki að hækka flugið hafi orðið þess vald- andi að honum tókst aldrei að fá rétta mynd af umhverfinu, en hann hafi haft mjög góð kort um borð. VEÐURHORFUR I DAG, 24. AGUST YFIRLIT í GÆR: Um 200 km austur af Langanesi er 993 mb lægð sem grynnist og þokast austnorðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Á morgun er búist við norðlægum áttum um land allt, víðast golu. Norðanlands verður skýjað að mestu og dálítil súld á annesj- um, en víða léttskýjað um iandið sunnanvert. Hiti á bilinu 7 til 14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Léttskýjað víða um land. Hiti 6-11 stig. TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * # * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur- —Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 10 úrkoma Bergen 13 skúr Helsinki 16 skýjað Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 7 léttskýjað Nuuk 3 súld Ósló 18 skýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað v Algarve 28 skýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelona 31 léttskýjað Berlín 22 hálfskýjað Chicago 22 alskýjað Feneyjar 29 léttskýjað Frankfurt 22 léttskýjað Glasgow 16 rigning Hamborg 19 skýjað Las'Palmas 34 léttskýjað London 22 skýjað Los Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 35 léttskýjað Montreal 18 skúr New York 25 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað París 22 léttskýjað Róm 29 þokumóða Vín 28 hálfskýjað Washington 26 alskýjað Wlnnipeg vantar Morgunblaðið/PPJ André-Georges Lafitte til vinstri ræðir við flugmenn í Grænlandi gær daginn eftir nauðlendinguna. „Flugvélin flaug mjög vel, en tækin í slíkum vélum þurfa að vera örugg- ari en í öðrum vélum, þar sem þær þola ekki ísingu og geta ekki flogið eða klifrað hratt. Ef til þess kæmi að ég reyndi aftur þá þyrfti að skipu- leggja það mjög vel og það þyrfti að bæta tækjakostinn, sem ég held að séu möguleikar til. Þá myndi ég velja veðrið miklu betur, en ég var búin að tefjast hér í 10-11 daga og var áfram um að komast sem fyrst á stað. Dagurinn í dag (gær) hefði verið fínn,“ segir Lafitte. Hann segir að með þessu flugi hafi hann viljað sýna að fís-vélamar fljúgi vel. Það hafí sýnt sig. Það hafi tekið fímm og hálfa klukkustund að fljúga til Grænlands og annað eins hafí hún verið á lofti við erfíðar aðstæður. Þá hafí nauðlendingin tek- ist mjög vel. Ekki verður reynt að bjarga vél- inni, enda segir Lafítte að það muni kosta jafn mikið og ný vél, auk þess sem það muni þurfa að fljúga henni burt. Það myndi kosta að það yrði að hætta lífí einhverra annarra en hans og það geðjist honum ekki að. Lafítte vildi að lokum koma á framfæri kæm þakklæti til allra sem áttu hlut að því að aðstoða hann. ^ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ernir ÍS 88 kominn til lands í gær. Eins og sjá má er báturinn tals- vert siginn enda hálffullur af sjó. Trilla strandaði við Garðskaga: „Hann barði alveg óskaplega í gijótinu“ * - segir Olafiir Gunnar Gíslason Keflavík. „ÉG neita því ekki að ég var hræddur eftir að báturinn tók niðri, því það var þung undiralda og hann barði alveg óskaplega í grjótinu," sagði Ólafúr Gunnar Gíslason 43 ára Sandgerðingur í samtali við Morg- unblaðið í gær eftir að varðskipið Óðinn hafði dregið 3 tonna bát hans, Erni ÍS 88, til hafhar í Njarðvík. Ólafur Gunnar Gíslason sagðist hafa farið í róður frá Hafnarfírði á þriðjudagsmorguninn til veiða á handfæri og línu í Garðsjó — og áætlaði að vera tvo sólarhringa. Dæla við sjókælingu hefði bilað seint um kvöldið og hefði hann ákveðið að halda til hafnar. Ólafur Gunnar sagði að hann hefði ekki getað keyrt nema stutta stund í einu því vélin hefði strax hitnað og hann hefði því orðið að stöðva hana. Þannig hefði gengið um hríð, en um fjögurleytið í gærmorgun hefði vélin drepið á sér þegar þari festist í skrúfunni og í sömu svifum hefði bátinn rekið upp í grýtta fjöruna austan við Garð- skaga. Olafur Gunnar náði þegar sam- bandi við Reykjavíkurradíó sem kall- aði út björgunarsveitina Ægi í Garði og einnig kom varðskipið Óðinn á strandstaðinn stuttu síðar. Talsverð- ur leki kom að Emi IS eftir strand- ið, en björgunarsveitar- og varð- skipsmönnum tókst. að þétta bátinn og koma honum á flot aftur. Óðinn tók Erni í tog til Njarðvíkur og gekk ferðin til lands áfallalaust. BB Vaka-Helgafell kaup- ir hús Þj’óðviljans BÓKAFORLAGIÐ Vaka-Helgafell hefúr fest kaup á húsi Þjóðviljans að Síðumúla 6 í Reykjavík. Starfsemi Þjóðviljans flytur að Krókhálsi 10 eftir nokkra mánuði, en þar er nú risin 730 fermetra fokheld hæð, að því er fram kemur í Þjóðviljanum í gær. Það er Blaðaprent og eignaraðilar um snemma á næsta ári. Vaka- þess, Þjóðviljinn, Timinn og Alþýðu- blaðið, sem standa að nýbyggingunni og var ákvörðun um sameiginlegar byggingarframkvæmdir teknar fyrir þremur árum. Stefnt er að aukinni samvinnu blaðanna og hagræðingu, að því er fram kemur í viðtali við Hall Pál Jónsson, framkvæmdastjóra Þjóðviljans. Elín Bergs, fjármálastjóri Vöku- Helgafells, segist búast við flutning- Helgafell hefur hingað til verið í leiguhúsnæði að Síðumúla 29 og sagði Elín að reikna mætti með ýmsum breytingum og viðbótum hjá bókaforlaginu samfara flutningi. Of snemmt væri að segja til um hvers vænta megi, en fyrir utan hina al- menna bókaútgáfu erd starfræktir þrír klúbbar hjá forlaginu, Bóka- klúbbur barnanna, handavinnuklúb- burinn Nýtt af nálinni og Blóma- bókaklúbþurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.