Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 12

Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 Jósefína K. Magnús dóttir - Minning Fædd 11. janúar 1900 Dáin 14. ágúst 1989 í dag kveðjum við ömmu okkar, langömmu og langalangaömmu, Jós- efínu Katrínu Magnúsdóttur. Hún var aldamótabarn og lifði þá tíma sem flestir í dag þekkja ekki, þar sem einstaklingurinn varð oft einn að há erfiða baráttu til að fá þá aðstoð sem hann þurfti. Amma var einstæð móðir með flmm ung börn, heilsulítil á þeim tíma en vildi vera sjálfstæð og fá að njóta þeirra réttinda að ala bömin sín sjálf upp. Það var henni kappsmál þó efn- in væm lítil að þau væm öll vel til höfð því snyrtimennska var henni mjög mikilvæg. Með mikilli elju og þolinmæði tókst henni að koma böm- um sínum til manns, ættliðimir vom orðnir fimm. Hún var alltaf mjög félagslynd og jákvæð, átti auðvelt með að eignast vini á öllum aldri. Bæði í Múlabæ og Seljahh'ð þar sem hún dvaldi síðustu árin var hún opin fyrir öllu tóm- stundastarfi, tilbúin að prófa allt nýtt sem boðið var upp á og reyndi að fá sem flesta með. Hún hafði gaman af að búa til fallega hluti og gefa sem við síðan öll nutum góðs af. Hún var með eindæmum minnug og þó barnafjöldinn stækkaði stöðugt gleymdist enginn, á afmælisdögum eða öðmm tyllidögum kom hún gjarn- an með gjöf sem hún hafði sjálf hann- að. Við munum öll sakna hennar en eigum minninguna um hugulsama og góða ömmu. „Far þú í friði, friður pðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Elsku mamma, við sendum þér, pabba og systkinum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur, bless- uð sé minning hennar. Kveðja frá Katrínu, Unni Stellu, Rósu og fjölskyldum. í dag verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni Jósefína Katrín Magnús- dóttir. Mig langar að minnast þessar- ar góðu konu, sem var mér sem besta amma. Hún var ýmist nefnd Jósefína eða Katrín. Flestir þekktu sem Katrínu, en ég kallaði hana alltaf Jósefínu eða Fínu. Jósefína Katrín fæddist á Nes- kaupstað 11. janúar 1900. Foreldrar hennar voru Kristín Einarsdóttir og Magnús Pétur Johnsen. Hún átti tvær systur sem voru talsvert eldri en hún, þær eru báðar látnar. Fimm ára fluttist hún með móður sinni til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. 1918 giftist hún Þorbergi Gunnars- syni, eignuðust þau 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Þau eru: Magnús Pétur, Bergur Thorberg, kvæntur Stefaníu Friðriksdóttur, Kristín Fjóla, gift Hermanni Björgvinssyni, Gunnar Bergmann, kvæntur Unni Bjarna- dóttur og Stella Ester Singer. Bama- bömin em 16 og barnabarnabörnin 31. Öllum þessum niðjum sínum fýlgdist Jósefína vel með, allt til hins síðasta. Jósefína og Þorbergur skildu eftir 9 ára sambúð. Þá vom aðrir tímar en núna. Það var erfitt að koma upp þessum hóp, en Jósefína var dugleg og þótti vænt um bömin sín, aldrei kom til greina að láta þau frá sér. Hennar starf í meira en hálfa öld var að þvo þvott, skúra gólf og elda mat fyrir aðra. Meðan börnin vom lítil vann hún myrkranna á milli en þegar börnin stækkuðu hjálpuðu þau móður sinni. Þetta vom líka erfiðir tímar hjá þeim, en bömin hennar vom og em duglegt og gott fólk. Jósefína sagði mér oft frá þessum tíma ævi sinnar og gladdist mest yfir því að hafa ekki gefist upp og tvístrað hópnum sínum. En eins og hún sagði sjálf, Guð gaf henni góða heilsu og kjark. Jósefína hafði mjög gott skap, var ræðin og skemmtileg. Henni þótti gaman að vera innan um margt fólk og naut þess að fara i leikhús, en á seinni ámm háði það henni talsvert að þurfa að nota heyrn- artæki. Móðir mín, Elsa Þorbergs- dóttir, var stjúpdóttir Jósefínu og var elsta barn Þorbergs. Jósefína hafði ajla tíð sambánd við hana og þegar hún settist að á Siglufirði, þá hélst sambandið með bréfaskriftum. Fjóla var tvö sumur fyrir norðan hjá okkur og það styrkti sambandið milli systr- anna. Jólapakkarnir frá Fínu og börn- um hennar eru góðar minningar frá bernskunni. Innihaldið var alltaf leik- föng, sem ekki var mikið um í þá daga, en svona var Fína, alltaf að gefa. Nú seinni árin, eftir að hún hætti að vinna, var hún í dagvistun í Múlabæ, þar sem hún kunni svo vel við sig, þar lærði hún að mála og búa til ýmsa fallega hluti. Flesta þeirra gaf hún í jóla- og afmælisgjafir. Ég á nokkra muni sem hún bjó til og er gaman að skoða þá og sjá hvað þeir em vel gerðir, þó hún hafi unnið þá alla eftir að hún varð 85 ára. En það var sama hyað hún gerði, hún vandaði sig við alla hluti, hvort sem Eldgjá - Lakagígar - Skaftafcll 5 daga hótelferö Ferðaskrifstofa íslands og Hótel Edda, í samvinnu við heimamenn á Kirkjubæj- arklaustri, efna til 5 daga skoðunar- og skemmtiferðar um Suðurland dagana 6.-10. september nk. Á meðal áhugaverðra staða, sem skoðaðir verða, má nefna: Landmannalaugar - Eldgjá - Meðalland - Skarðsfjöruviti - Skaftáreldahraun - Lakagígar - Núpstaðarskógur - Skaftafell - Kapellan Núpsstað - Byggðasafnið Skógum. Verð kr. 14.900, InnifaliA: Akstur Gisting í 4 nætur í tveggja manna herbergi m/baði á Kirkjubæjarklaustri 4 morgunverðir 4 nestispakkar 1 kvöldverður á laugardagskvöldið Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands, Skógarhlíð 18, sími 91-25855. Missið ekki af þessari stórskemmtilegu haustferð. FERÐASKRIFSTOFAxU ISLANDS Skógarhlíð 6 101 Reykjavík itb var að skúra gólf eða mála rósir. Enga manneskju hef ég þekkt sem var eins þrifin, aldrei ryk eða blett- ur. Ég minnist allra þeirra stunda sem ég gisti hjá henni, alltaf var hún með hvítan rúmfatnað, stífstraujaðan með blúndu og útsaumuðum stöfum. Það fór vel um alla sem gistu hjá Fínu. Hún bjó til góðan mat og var bæði nýtin og hagsýn. Eitt það versta sem kom fyrir hjá henni var að þurfa að henda mat. Eftir að ég fór að búa í Ólafsvík reyndi hún að heimsækja okkur á hveiju sumri. Þá dvaldi hún smátíma í senn og ég er ánægð þegar ég lít til baka, að hafa getað glatt hana og gefið henni góðar stundir með ijöl- skyldu minni. Þá var hún orðin full- orðin en alltaf létt í skapi og til í að fara í beijamó suður fyrir Jökul eða annað. En nú síðustu árin hefur hún verið svo lasburða að hún hefur alltaf frestað því að koma vestur. Ég hef dáðst að því hvað Bergur pg Fjóla hafa verið móður sinni góð. I meira en 20 ár hafa þau daglega komið til hennar eða haft samband við hana í síma. Ef þau fóru burtu úr bænum eða voru veik þá voru aðrir fengnir til að fylgjast með líðan hennar. Ég veit að hún var þeim þakklát fyrir alla umhyggjuna. í nokkra mánuði hefur Jósefína búið í Seljahlíð þar sem henni þótti gott að vera og lofaði allan aðbúnað. Fólkið sem býr þar og starfsfólkið voru orðnir vinir hennar. Jósefína virtist alls staðar njóta sín, sá alltaf björtu hliðarnar á hlut- unum og vildi helst tala um það sem var skemmtilegt. Elskuleg kona sem búin er að lifa langa ævi og þakkaði allt sem fyrir hana var gert, var búin að biðja Guð sinn að lofa sér að kveðja þennan heim án þess að verða rúmliggjandi, var bænheyrð. Hún veiktist 9. ágúst, lá á sjúkrahúsi í 5 daga og lést þá sátt við allt og alla. Ég vil þakka henni allt sem hún var mér og mínu fólki. Ég, Berg- mundur, Þórdís og Elsa sendum börn- um hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu vinkonu okkar Jósefínu Magnúsdótt- ur. Hvíli hún í friði. Sigríður Þóra Eggertsdóttir Mágkona pabba míns, Katrín Magnúsdóttir, hefur lokið sinni löngu og ströngu lífsbaráttu 89 ára að aldri. Katrínu hef ég alla mína ævi þekkt, því hún var gift föðurbróður mínum og þegar ég var að alast upp voru ijölskylduböndin yfirleitt sterk- ari en þau eru núna. Katrín var aðeins 29 ára að aldri, þegar föðurbróðir minn yfirgaf hana og börnin til að giftast annarri konu. Höfðu þau hjónin þá eignast 6 böm og af þeim var þá eitt látið. Þá var hér ekkert tryggingakerfi eins og nú er, svo róðurinn hjá Katrínu var oft þungur við að koma börnunum upp og tókst henni það af miklum dugn- aði. Hún tók að sér alls konar erfiða vinnu, svo sem þvotta, þvegna á brettum og stundum undnir í höndun- um. Auk þess hafði hún menn í þjón- ustu og tók að sér alls konar ræsting- arvinnu fyrir fólk. Ég hitti Katrínu núna í sumar, þegar Stella dóttir hennar, sem bú- sett er \ New York, var hér í heim- sókn. Hun var þá að segja okkur hve ánægð hún væri í Seljahlíð og ég furðaði mig á því hve minni hennar var ennþá gott. Hun fór þar í föndur þar til hún veiktist nokkrum dögum áður en hún lést. Kona, sem unnið hefur eins mikið um ævina og Katrín gerði, getur ekki hætt að starfa þótt komin sé á elliheimili og að aðeins vanti hálft ár upp á að hún nái níræð- isaldri. Ég votta íjölskyldu Katrínar mína innilegustu samúð við fráfall hennar og er þakklát að hafa kynnst annarri eins dugnaðarkonu. Sigríður P. Blöndal Ó, heita og margreynda móðurást, milda og sterka, sem aldrei brást, og Drottins vors dýrasta gjöfin. Hve lík er hún elsku lausnarans, er leiðarstjama hvers einasta manns, er lýsir um hauður og höfín. Hún hugsar ekki’ um sinn eigin hag, en öllu fómar, og nótt og dag ég veit, að hún vakir og biður. Hún heyrir barnanna hjartaslátt og hlustar og telur hvem andardrátt, hún beygir sig bljúg að þeim niður. Hún kyssir þau, vaggar þeim blítt í blund, hún brosir og grætur á sömu stund, að bijósti sér viðkvæm þau vefur. og veitir þeim af sínu lífi líf, er ljós þeirra, vemd og bezta hlíf. Hún er engill, sem Guð oss gefur. Guð blessi þig, móðir, í gleði og þraut, og geislar frá himins stjömu braut þér lýsi um ófarin árin. Og sál þín gleðjist við hjarta hans, vors hjartkæra, góða frelsarans, er skilur bezt tregann og tárin. (Sumarliði Halldórsson) Börnin Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 BÓKFJERSU 06 VHJIITUN KVÖLDNÁMSKEIÐ Sækið nómskeið hjó traustum aðila Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið: Nómskeið Dagsetning Bókfærsla I - fyrri hluti.12., 14., 19., 21., 26. og 28. sept. Bókfærsla I - seinni hluti.3., 5., 10., 12., 17. og 19. okt. Vélrifun (byrjendur).1 1., 13., 18., 20., 25., 27. sept., 2., 4., okt. Ymis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400. Verzlunarskóli íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.