Morgunblaðið - 24.08.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIIj) FlMMTjLHj^fjlJR AGÚ5T ^989
15
^ Morgunblaðið/BAR
Halldór Halldórsson fékk farseðil til London frá Iþróttasambandi
Islands áður en hann skokkaði í Reykjavíkurmaraþoni. Frá vinstri
eru Magnús B. Einarsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi,
en hann hljóp skemmtiskokkið með Halldóri, Sveinn Björnsson,
forseti íþróttasambands ísiands. Halldór Halldórsson og Sigurður
Magnússon, framkvæmdasijóri Iþróttasambands Islands.
ISI styrkir hjartaþega
íþróttasamband íslands styrkir Halldór Halldórsson hjartaþega
til Englandsfarar í byijun september. Halldór ætlar að taka þátt
í hjartaþegahlaupi í London sem haldið er af Harefield-sjúkrahús-
inu þar.
íþróttasamband íslands greiðir ferðakostnað Halldórs og vill með
því móti leggja áherslu á stuðning sinn við almenningsíþróttir en
Halldór keppir ekki fyrir hönd neins af íþróttafélögunum innan ÍSÍ.
Halldór tók þátt í skemmtiskokki Reykjavíkumaraþons sl. sunnudag
og var það liður í undirbúningi fyrir hjartaþegahlaupið í London.
Leiðbeinir um notkun hunda
við leit í rústum og vatni
CAROLINE HEBARD heitir
bandarísk björgunarsveitarkona
sem undanfarna daga hefúr leið-
beint íslenskum björgunarsveitar-
mönnum á námskeiði í notkun
hunda við leit í rústum og vatni.
Auk Caroline hafa Sólveig Smith
og Sólveig Þorvaldsdóttir umsjón
með námskeiðinu. Sólveig Smith
er formaður Björgunarhunda-
sveitar Islands, sem er aðildar-
sveit Landssambands hjálpar-
sveita skáta og opin öllum sem
áhuga hafa á að þjálfa leitar-
hunda, en Sólveig Þorvaldsdóttir
vinnur að undirbúningi Viðlaga-
sveitar. Námsskeiðið er haldið á
vegum LHS. Blaðamaður ræddi
við Caroline og nöfnurnar Sól-
veigu Smith og Sólveigu Þorvalds-
dóttur.
því að ef stórslys verða á íslandi er
ekki hægt að kalla til björgunar-
hundasveit frá öðrum löndum. Þeir
hundar þyrftu að vera í sóttkví í 6
mánuði áður en þeim væri hleypt
inn. Þá er hætt við að ekki yrði mik-
il hjálp í þeim lengur.“
Við snúum okkur aftur að Caroline
og forvitnumst um björgunarstarfið.
„Þetta er krefjandi starf en það veit-
ir manni mikla ánægju. Ánægjan er
fólgin í því að veita hjálp. Það er
ómetanlegt. Aftur á móti verður að
segjast eins og er að álagið er mik-
ið. Stundum er talað um að skipta
megi fórnarlömbum slysa í þijá
flokka: Þá sem slasast eða deyja,
fjölskyldur þeirra og björgunarfólkið.
Sumir bíða þess aldrei bætur að horfa
upp á eymdina. Þannig missum við
margt fólk úr sveitinni. Áiagið verð-
ur of mikið.“
Caroline, sem býr í grennd við
New York, er félagi í tveimur hunda-
björgunarsveitum. Önnur er alþjóð-
leg og nefnist „USA disaster team“.
Sú sveit er opinber viðlagasveit
bandaríska alríkisins og er kölluð til
aðstoðar þegar meiriháttar náttúru-
hamfarir verða í heiminum. Caroline
var beðin um að segja frá sveitinni.
„í Bandaríkunum eru 88 björgunar-
hundasveitir ef'allt er ta!ið,“ segir
Caroline. Úr þessum sveitum er
umsjónarfólk og hundar valið í „USA
disaster team“. Auk hjálparsveitar-
manna eru í sveitinni slökkviliðs-
menn, læknar og verkfræðingar. Það
eru gerðar miklar kröfur til félaga
sveitarinnar, bæði manna og hunda.
Hundurinn og umsjónarmaður hans
verða að þekkjast vel og geta unnið
saman. Auk þess gerum við þær
kröfur til umsjónarmannsins að hann
taii að minnsta kosti tvö tungumál,
kunni fyrir sér í skyndihjálp og hafi
þekkingu á þeim tækjum og tólum
sem notuð eru. Svo er auðvitað nauð-
synlegt að allir í sveitinni þekkist og
séu færir um að vinna saman.
Sveitin var stofnuð árið 1985. Það
ár tókum við þátt í hjálparstarfi e_ft-
ir jarðskjáiftana miklu í Mexíkó.Ári
seinna fónim við til E1 Salvador og
í fyrra til Armeníu. Þar fyrir utan
sinnum við víðtæku hjálparstarfi í
Bandaríkjunum.
Eitt af verkefnum björgunar:
hundasveitanna er vatnaleit. í
Bandaríkjunum hefur verið þróuð
ákveðin tækni í þess konar leitum.
Aðferðin byggist á því að hundamir
eru þjálfaðir til að þefa uppi gufur
og olíur sem leita frá manninum í
vatninu á yfirborðið. Þjálfaður hund-
ur nemur lyktina og gefur merki
með nefinu hvert skal stefna. Ef siglt
er of langt færir hundurinn sig til í
bátnum og gefur nýja stefnu. Þar
sem lyktin er sterkust geltir hundur-
inn og reynir að bíta í vatnið. Þá er
hægt að gefa kafara vísbendingu um
hvar eigi að leita. Vatnaleit er eitt
af því sem ég kynni á námskeiðinu
á íslandi."
Caroline leggur mikla áherslu á
miklvægi þekkingarmiðlunar. _,,í
haust fer fram alþjóðlegt þing á It-
alíu. Þangað kemur fólk til að miðla
öðrum af reynslu sinni, ekki til að
metast á um hunda. Með þekkingar-
miðlun verðum við hæfari og getum
bjargað fleiri mannslífum."
En hvar stöndum við íslendingar
í alþjóðlegu samstarfi. Sólveig Þor-
valdsdóttir verður fyrir svörum.
„Lengi vel var því þannig farið
að við höfðum lítil samskipti út á
við. Svo var það fyrir nokkrum árum
að við áttuðum okkur á því að við
vorum að dragast aftur úr. Síðustu
ár höfum við sótt ráðstefnur og reynt
að fylgjast með því nýjasta sem er
að gerast. Það var einmitt á ráð-
stefnu í Bandaríkjunum sem ég hitti
Caroline og bað hana um að koma
hingað. Þessa dagana vinnum við
að því að koma á fót alþjóðlegri
björgunarsveit á íslandi. í sveitinni,
sem kölluð er Viðlagasveit, verða
hundar, björgunarfólk, læknar og
vísindafólk. Auk hjálparstarfs er til-
gangur sveitarinnar að afla þekking-
ar sem nýst getur við björgunar-
störf.“
Við tölum um hunda og Sólveig
Smith leggur áherslu á að Islending-
ar verði að vera sjálfbjarga með
hunda. „Við verðum að átta okkur á
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólveig Þorvaldsdóttir, Caroline Hebard og Sólveig Smith.
Ert þú nokkuð búin(n) að gleyma síðasta vetri
- þegar allt var ófært?
Pú ferð léttar í gegnum komandi vetur á Feroza.
Hvort sem er í rjúpu - á skíði - eða bara út í búð.
Þú ferð þetta allt á Feroza.
Daihatsu Feroza - fullbúinn og fallegur jeppi á frábæru verði.
Verðfrákr. 1.072.300 stgr. á götuna
# i_ P.S. Hefur nokkur
Brimborg hl. Séð langtíma veðurspá
Faxafen 8 ■ sími (91 )685870 fyrír Veturínn ?