Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 16
m t-
Danmörk:
Ríkisútgjöldin ftyst til
að hemja skuldasöftiun
Kaupmannahöfn. Reuter.
DANSKA stjórnin ætlar að frysta ríkisútgjöldin á næsta ári, koma
með öðrum orðum í veg fyrir hækkun á milli ára, og stöðva um
leið skuldasöfhunina erlendis. Skýrði Palle Simonsen fjármálaráð-
herra frá þvi i gær.
„Skuldir þjóðarinnar vaxa stöð-
ugt og þess vegna verðum við að
sýna aðhald og auka með öllum
ráðum spamað í landinu," sagði
Simonsen þegar hann kynnti fyrir
fréttamönnum drög að íjárlaga-
frumvarpi næsta árs. Á síðasta ári
jukust erlendu skuldimar um 160
milljarða ísl. kr. og vora um síðustu
áramót samtals 2.368 milljarðar,
þær mestu á hvert mannsbam í
aðildarríkjum OECD.
Afborganir af erlendum skuldum
verða stærsti útgjaldaliður ríkisins
Tapaði í
tímahraki
Skelleftá. Reuter.
YASSER Seirawan, Banda-
ríkjunum, og Viktor Kortsnoj,
Sviss, tefldu í fyrrakvöld biðskák
úr sjöundu umferð heimsbikar-
mótsins í skák og lauk henni með
sigri Seirawans eftir 12 klukku-
stunda setu samtals og 118 leiki.
Skákin fór í bið á sunnudag eftir
61 leik en í gær urðu Kortsnoj á
afdrifarík mistök og tapaði í miklu
tfmahraki. Míkhaíl Tal, Sovétríkj-
unum, og Predrag Nikolic, Júgó-
slavíu, sömdu um jafntefli í fyrra-
dag í síðustu skák áttundu um-
ferðar og var staðan þá þannig, að
Garrí Kasparov, Anatólíj Karpov,
Jan Ehlvest, Valeríj Salov og Lajos
Portisch vom efstir með fimm vinn-
inga.
á næsta ári en áætlað er, að þær
verði rúmlega 413 milljarðar ísl.
kr. Sagði Simonsen, að það væri
helmingur alls tekjuskattsins í Dan-
mörku.
Minnihlutastjóm borgaraflokk-
anna á nú í viðræðum við jafnaðar-
menn um breytingar á skattkerfínu
en það á að laga að því, sem gerist
í öðmm Evrópubandalagsríkjum.
Er vonast til, að einhvers konar
málamiðlun geti orðið með haustinu
en fjárlagafmmvarpið verður að
leggja fram fyrir jólaleyfi þingsins.
Palle Simonsen sagði, að áætluð
útgjöld á næsta ári yrði að skera
niður um 64 milljarða ísl. kr. til að
þau hækkuðu ekki á milli ára að
raunvirði. Yrði það gert með því
að minnka framlög til húsnæðis-
og samgöngumála, með 1,5% fækk-
un ríkisstarfsmanna, aukinni hag-
ræðingu og með því að selja ríkis-
fyrirtæki. í fjárlagadrögunum er
gert ráð fyrir, að ríkisútgjöldin á
næsta ári verði 2.240 milljarðar ísi.
kr. og fjárlagahallinn rúmlega 22
milljarðar kr. Talið er, að hann verði
rúmlega 40 milljarðar ísl. kr. á
þessu ári.
Simonsen kvaðst trúaður á, að
danskt efnahagslíf væri á réttri leið
og spáði því, að hagvöxtur yrði 1,5%
á þessu ári og því næsta. Nefndi
hann sem dæmi, að útflutningur
hefði verið að aukast og einnig
spamaður einstaklinga. Ekki er
samt búist við, að atvinnuleysið
minnki en nú em 270.000 manns
á skrá, 9,7% vinnuaflsins.
Færeyjar:
f- / i • f •! >c iteuœr
Latinna leitað
Lögreglumenn leituðu enn í gær að líkum I fundu níu áður en kvöld var komið. Hafa þá
þeirra, sem fórust þegar sandfhitningaskip I fúndist Iík 44 manna en talið er, að 57 hafi
sigldi aftan á skemmtiferðaskip á Tempsá, og | farist.
Brennuvargurinn kærður
Þórshöfii. Frá Snorra Halldórssyni, firéttaritara Morgunblaðsins.
TVÍTUGUR Færeyingur var tekinn höndum í bænum Ribe í Dan-
mörku á fimmtudag í síðustu viku og verður nú ákærður fyrir að
hafa kveikt í nokkrum húsum þar í bæ. Ekki hlaust teljandi Ijón í
neinu tilfellanna.
Það em þó ekki þessar upplýsing-
ar, sem vekja mestan áhuga Færey-
inga, heldur hitt að hann hefur enn
fremur játað að hafa valdið nokkr-
um stórbranum í Færeyjum fyrir
nokkm síðan. Maðurinn hefur verið
úrskurðaður í fjögurra vikna gæslu-
varðhald og verður að þeim tíma
loknum fluttur til Færeyja, þar sem
áframhaldandi lögreglurannsókn
fer fram.
Hann hefur sagt dönsku lögregl-
unni allt af létta um íkveikjur sínar
í Danmörku, en ekkert er vitað um
athafnasemi hans á þessu sviði í
Færeyjum eða hvort einhveijir hafa
verið með honum í verki þar.
Ungi maðurinn var grunaður um
íkveikju í Færeyjum fyrir tveimur
ámm, þegar stór timburverslun í
Þórshöfn brann til granna skömmu
fyrir jólin 1987. Færeyska lögregl-
an sagði í viðtali við blaðið Sosialur-
in, að maðurinn hefði þá legið und-
ir gmn, en ekki reynst unnt að
leggja fram nauðsynlegar sannanir
fyrir rétti til þess að fá hann dæmd-
an.
Hinn handtekni hefur stundað
skólanám í Ribe. Það tók lögregluna
þar ekki langan tíma að ná til hans
eftir að óvenjumargir bmnar höfðu
orðið í bænum á stuttum tíma.
issafgifi
Áyv.ívj
Vlrs
14. september.
Ferðaskrifstofan Farandi stendur fyrir hópferð
til Vínarborgar 14.-21. september. nk.
.
|
.
Boðið uppá gistingu í tveggja eða íjögurra manna íbúðum í miðborginni,
sem eru nýuppgerðar og með öllum þægindum.
Verð erfrá kr. 48.000,- sem innifelur flug, gistingu, skoðunarferð um
borgina, fararstjórn og aðstoð við útvegun aðgöngumiða í óperuna
og á aðra listviðburði.
Boðið upp á dagsferðir frá Vín svo sem til Búdapest og víðar.
Pantið tímanlega því sætafjöldi er takmarkaður.
---'l--- ~
S?9? ' : --r -1í
ViM
VISA
FARKC3RT
A. Ferðaskrifstofan
llarandi
VESTURGÖTU 5 SÍMI 622420